Þau hófust á því að Bjarni Benediktsson nýr forsætisráðherra tók við lyklunum að Stjórnarráðinu úr hendi Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi forstaframbjóðanda. Síðan gengu lyklaskiptin koll af kolli eftir því sem leið á morguninn.
Við förum einnig til Grindavíkur en bærinn fagnar því í dag að fimmtíu ár eru liðin síðan hann fékk kaupstaðarréttindi. Hátíðarhöldin eru þó fremur lágstemmd í ljósi hamfaranna sem gengið hafa yfir bæinn.
Að auki heyrum við í fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu sem telur að nýfallinn dómur er varðar loftslagsmál gæti haft áhrif hér á landi.
Í íþróttapakka dagsins verður leikur kvennalandsliðsins í fótbolta við Þjóðverja gerður upp en þar mættu þær ofjörlum sínum þrátt fyrir fína frammistöðu.