Spænski boltinn Cristiano Ronaldo: Ég ætla að skora á móti United Framtíð Cristiano Ronaldo verður áfram á milli tannanna á fólki enda hefur portúgalski knattspyrnumaðurinn tekið þá ákvörðun að ræða ekkert framtíð sína hjá félaginu. Fótbolti 3.1.2013 13:26 Casillas ætlar ekki að fara í fýlu Iker Casillas var settur á bekkinn í síðasta leik Real Madrid sem vakti upp mikið fjölmiðlafár í Madrid enda á ferðinni einn vinsælasti leikmaður félagsins, fyrirliði þess og fastamaður síðan á síðustu öld. Fyrirliði spænska landsliðsins ætlar ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir þessa ákvörðun Jose Mourinho um að láta hann dúsa á bekknum. Fótbolti 2.1.2013 13:52 Vilanova heimsótti leikmenn Barcelona í morgun Tito Vilanova, þjálfari Barcelona, heimsótti leikmenn sína á æfingasvæði Barca í morgun en hann er í veikindaleyfi eftir að krabbamein tók sig upp á ný hjá honum. Forráðamenn Barcelona töluðu strax um það að hinn 44 ára gamli þjálfari myndi snúa fljótt til baka og þessar fréttir auka líkurnar á því. Fótbolti 2.1.2013 13:36 Buðu 205 milljónir punda í Messi Samkvæmt heimildum The Sun þá mun rússneska knattspyrnuliðið Anzhi Makhachkala hafa nýtt sér klásúlu í samningi Lionel Messi og boðið 205 milljónir punda fyrir leikmanninn. Fótbolti 30.12.2012 13:59 Llorente á förum frá Bilbao Spænski landsliðsframherjinn Fernando Llorente hefur staðfest að hann sé á förum frá Athletic Bilbao. Hann hefur verið sterklega orðaður við ítalska liðið Juventus að undanförnu og þykir nú líklegt að hann yfirgefi uppeldisklúbbinn sinn. Fótbolti 30.12.2012 12:59 Barcelona vill fá 11 ára undrabarn Barcelona er alltaf að leita að nýjum Lionel Messi og hver veit nema félagið sé búið að finna hann í Brasilíu. Þar er nefnilega 11 ára undrabarn að slá í gegn. Fótbolti 29.12.2012 11:30 Chile verður án línumannsins sterka Karlalandslið Chile í handbolta hefur orðið fyrir blóðtöku því ljóst er að liðið verður án Marco Oneto, línumannsins sterka, á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar. Handbolti 28.12.2012 14:43 Liðin sem Messi tókst ekki að skora gegn Lionel Messi skoraði 91 mark á árinu 2012 með liði sínu Barcelona og argentínska landsliðinu. Fótbolti 25.12.2012 13:36 Michu fær tækifæri með spænska landsliðinu Michu, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, verður í næsta landsliðshópi Spánverja. Þetta staðfesti Vicente del Bosque, þjálfari heims- og Evrópumeistaranna, í viðtali við spænska ríkissjónvarpið. Enski boltinn 25.12.2012 13:03 Mourinho ræddi ekkert við Casillas Það vakti athygli um helgina þegar José Mourinho þjálfari Spánarmeistaraliðs Real Madrid valdi ekki markvörðinn Iker Casillas í byrjunarliðið gegn Malaga. Antonio Adan var valinn í stað hins 31 árs gamla Casilla sem jafnframt er fyrirliði Real Madrid. Casillas segir að Mourinho hafi ekkert rætt við sig um liðsvalið. Fótbolti 25.12.2012 11:29 Mourinho mun ekki segja starfi sínu lausu Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, sagði við spænska fjölmiðla í gær að hann myndi ekki láta af störfum eftir skelfilegt tap gegn Malaga 3-2 í spænsku úrvalsdeildinni í knattaspyrnu en Real Madrid er eftir ósigurinn 16 stigum á eftir Barcelona. Fótbolti 23.12.2012 14:40 Isco kjörinn sá efnilegasti í Evrópu Spænski miðjumaðurinn Isco hjá Malaga var í gær kjörinn besti ungi leikmaður Evrópu í árlegu kjöri ítalska dagblaðsins Tuttosport. 30 blaðamenn frá dagblöðum í tuttugu löndum álfunnar greiddu atkvæði í kjörinu. Fótbolti 22.12.2012 21:18 Mourinho: Real kaupir ekki í janúar | Kaka líklega áfram Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, reiknar ekki með að nýir leikmenn verði fengnir til félagsins í janúarglugganum. Fótbolti 22.12.2012 00:17 Messi með 91. markið í sigri Barcelona Lionel Messi skoraði sitt 91. mark á árinu 2012 þegar Barcelona vann 3-1 útisigur á Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fótbolti 21.12.2012 16:17 Santa Cruz skoraði tvö í sigri á Real Madrid Real Madrid missteig sig enn eina ferðina í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er liðið sótti Malaga heim í kvöld. Stjörnuliðið frá Madrid beið lægri hlut 3-2. Fótbolti 21.12.2012 16:19 Abidal byrjaður aftur að æfa með Barcelona Það eru ekki bara slæmar fréttir af heilsu manna í Barcelona en eins og kunnugt er þá glímir þjálfarinn Tito Vilanova við krabbamein og lagðist undir hnífinn í dag. Franski bakvörðurinn Eric Abidal er nefnilega kominn aftur til baka eftir veikindi en hann var einnig að berjast við krabbamein. Fótbolti 20.12.2012 15:02 Hnefaleikakappi hafði betur gegn Messi Lionel Messi hafnaði í þriðja sæti í árlegu kjöri íþróttafréttamanna í Argentínu um íþróttamann ársins. Fótbolti 20.12.2012 10:30 United aðeins einu sinni slegið út Real Madrid | Sigur er ávísun á Evrópumeistaratitil Viðureignir Manchester United og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu eru undantekningalaust markaveislur. Fótbolti 20.12.2012 11:24 Evening Standard: Falcao fer til Chelsea og Sturridge til Liverpool Kapphlaupið um feitustu bitana á fótboltamarkaðnum verður spennandi næstu daga. Evening Standard fullyrðir að Roman Abramovic eigandi Chelsea kaupi hinn sjóðheita Kolumbíumann, Radamel Falcao. Enski boltinn 20.12.2012 09:46 Roura leysir Vilanova af hólmi Ekkert verður af því að Pep Guardiola taki aftur við Barcelona en félagið tilkynnti í kvöld að aðstoðarþjálfarinn Jordi Roura myndi stýra félaginu fjarveru aðalþjálfarans, Tito Vilanova. Fótbolti 19.12.2012 19:40 Vilanova fer í aðgerð á morgun Barcelona hefur staðfest að þjálfari liðsins muni fara í aðgerð á morgun. Krabbamein sem fjarlægt var í fyrra tók sig upp á nýjan leik. Í kjölfar aðgerðarinnar mun hann fara í sex vikna lyfjameðferð. Fótbolti 19.12.2012 17:56 Óvissa um framtíð Vilanova vegna krabbameinsmeðferðar Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Tito Vilanova, þjálfari knattspyrnuliðs Barcelona, þurfi að fara í krabbameinsmeðferð. Óvissa ríkir um framtíð hans hjá félaginu. Handbolti 19.12.2012 12:27 Messi hjá Barcelona til 2018 Barcelona framlengdi í dag samninga við þrjá uppalda leikmenn sína. Fótbolti 18.12.2012 10:38 Mourinho: Deildinni svo gott sem lokið Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir að það sé nánast útilokað að liðið verji Spánarmeistaratitil sinn. Real Madrid gerði jafntefli gegn botnliði Espanyol á heimavelli í gær 2-2. Fótbolti 17.12.2012 10:32 Messi vann einvígið við Falcao Barcelona sigraði Atletico Madrid 4-1 í toppslag spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Falcao skoraði fyrsta mark leiksins en Messi skoraði tvö mörk í seinni hálfleik eftir að samherjar hans höfðu komið liðinu yfir fyrir hálfleik, 2-1. Fótbolti 14.12.2012 16:02 Real Madrid náði aðeins jafntefli á heimavelli Real Madrid tapaði tveimur mikilvægum stigum þegar liðið náði aðeins jafntefli á heimavelli 2-2 gegn Espanyol. Espanyol jafnaði metin tveimur mínútum fyrir leikslok. Fótbolti 14.12.2012 16:01 Markvörður Atletico Madrid óttast ekki Messi Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, fær örugglega nóg að gera annað kvöld þegar liðið mætir Barcelona í toppslag spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Courtois tjáði sig um einvígið við Messi og félaga í aðdraganda leiksins. Fótbolti 15.12.2012 12:04 38 toppleikmenn eiga rætur í Barcelona Það kemur kannski fáum á óvart en ný svissnesk rannsókn sýnir fram á það að Barcelona er í nokkrum sérflokki þegar kemur að því að framleiða leikmenn fyrir fimm bestu deildirnar í Evrópu. Unglingaakademía félagsins fær enn eitt hrósið í nýrri alþjóðlegri rannsókn. Fótbolti 14.12.2012 18:28 Casillas færi í frí með Ronaldo Spænskir fjölmiðlar hafa verið að flytja fréttir af því að ósætti sé á milli Cristiano Ronaldo og markvarðarins Iker Casillas en þeir leika saman hjá Real Madrid. Fótbolti 14.12.2012 15:59 FIFA mun ekki staðfesta met Messi Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ætlar ekki að blanda sér inn í umræðuna um hvaða leikmaður eigi metið yfir flest mörk á einu almanaksári. Erlendir fjölmiðlar greindu frá því að Lionel Messi hafi bætt met Gerd Muller á dögunum en síðan hafa komið fram nýjar upplýsingar um markaskora tveggja manna á áttunda áratugnum. Fótbolti 14.12.2012 15:08 « ‹ 156 157 158 159 160 161 162 163 164 … 268 ›
Cristiano Ronaldo: Ég ætla að skora á móti United Framtíð Cristiano Ronaldo verður áfram á milli tannanna á fólki enda hefur portúgalski knattspyrnumaðurinn tekið þá ákvörðun að ræða ekkert framtíð sína hjá félaginu. Fótbolti 3.1.2013 13:26
Casillas ætlar ekki að fara í fýlu Iker Casillas var settur á bekkinn í síðasta leik Real Madrid sem vakti upp mikið fjölmiðlafár í Madrid enda á ferðinni einn vinsælasti leikmaður félagsins, fyrirliði þess og fastamaður síðan á síðustu öld. Fyrirliði spænska landsliðsins ætlar ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir þessa ákvörðun Jose Mourinho um að láta hann dúsa á bekknum. Fótbolti 2.1.2013 13:52
Vilanova heimsótti leikmenn Barcelona í morgun Tito Vilanova, þjálfari Barcelona, heimsótti leikmenn sína á æfingasvæði Barca í morgun en hann er í veikindaleyfi eftir að krabbamein tók sig upp á ný hjá honum. Forráðamenn Barcelona töluðu strax um það að hinn 44 ára gamli þjálfari myndi snúa fljótt til baka og þessar fréttir auka líkurnar á því. Fótbolti 2.1.2013 13:36
Buðu 205 milljónir punda í Messi Samkvæmt heimildum The Sun þá mun rússneska knattspyrnuliðið Anzhi Makhachkala hafa nýtt sér klásúlu í samningi Lionel Messi og boðið 205 milljónir punda fyrir leikmanninn. Fótbolti 30.12.2012 13:59
Llorente á förum frá Bilbao Spænski landsliðsframherjinn Fernando Llorente hefur staðfest að hann sé á förum frá Athletic Bilbao. Hann hefur verið sterklega orðaður við ítalska liðið Juventus að undanförnu og þykir nú líklegt að hann yfirgefi uppeldisklúbbinn sinn. Fótbolti 30.12.2012 12:59
Barcelona vill fá 11 ára undrabarn Barcelona er alltaf að leita að nýjum Lionel Messi og hver veit nema félagið sé búið að finna hann í Brasilíu. Þar er nefnilega 11 ára undrabarn að slá í gegn. Fótbolti 29.12.2012 11:30
Chile verður án línumannsins sterka Karlalandslið Chile í handbolta hefur orðið fyrir blóðtöku því ljóst er að liðið verður án Marco Oneto, línumannsins sterka, á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar. Handbolti 28.12.2012 14:43
Liðin sem Messi tókst ekki að skora gegn Lionel Messi skoraði 91 mark á árinu 2012 með liði sínu Barcelona og argentínska landsliðinu. Fótbolti 25.12.2012 13:36
Michu fær tækifæri með spænska landsliðinu Michu, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, verður í næsta landsliðshópi Spánverja. Þetta staðfesti Vicente del Bosque, þjálfari heims- og Evrópumeistaranna, í viðtali við spænska ríkissjónvarpið. Enski boltinn 25.12.2012 13:03
Mourinho ræddi ekkert við Casillas Það vakti athygli um helgina þegar José Mourinho þjálfari Spánarmeistaraliðs Real Madrid valdi ekki markvörðinn Iker Casillas í byrjunarliðið gegn Malaga. Antonio Adan var valinn í stað hins 31 árs gamla Casilla sem jafnframt er fyrirliði Real Madrid. Casillas segir að Mourinho hafi ekkert rætt við sig um liðsvalið. Fótbolti 25.12.2012 11:29
Mourinho mun ekki segja starfi sínu lausu Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, sagði við spænska fjölmiðla í gær að hann myndi ekki láta af störfum eftir skelfilegt tap gegn Malaga 3-2 í spænsku úrvalsdeildinni í knattaspyrnu en Real Madrid er eftir ósigurinn 16 stigum á eftir Barcelona. Fótbolti 23.12.2012 14:40
Isco kjörinn sá efnilegasti í Evrópu Spænski miðjumaðurinn Isco hjá Malaga var í gær kjörinn besti ungi leikmaður Evrópu í árlegu kjöri ítalska dagblaðsins Tuttosport. 30 blaðamenn frá dagblöðum í tuttugu löndum álfunnar greiddu atkvæði í kjörinu. Fótbolti 22.12.2012 21:18
Mourinho: Real kaupir ekki í janúar | Kaka líklega áfram Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, reiknar ekki með að nýir leikmenn verði fengnir til félagsins í janúarglugganum. Fótbolti 22.12.2012 00:17
Messi með 91. markið í sigri Barcelona Lionel Messi skoraði sitt 91. mark á árinu 2012 þegar Barcelona vann 3-1 útisigur á Real Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Fótbolti 21.12.2012 16:17
Santa Cruz skoraði tvö í sigri á Real Madrid Real Madrid missteig sig enn eina ferðina í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er liðið sótti Malaga heim í kvöld. Stjörnuliðið frá Madrid beið lægri hlut 3-2. Fótbolti 21.12.2012 16:19
Abidal byrjaður aftur að æfa með Barcelona Það eru ekki bara slæmar fréttir af heilsu manna í Barcelona en eins og kunnugt er þá glímir þjálfarinn Tito Vilanova við krabbamein og lagðist undir hnífinn í dag. Franski bakvörðurinn Eric Abidal er nefnilega kominn aftur til baka eftir veikindi en hann var einnig að berjast við krabbamein. Fótbolti 20.12.2012 15:02
Hnefaleikakappi hafði betur gegn Messi Lionel Messi hafnaði í þriðja sæti í árlegu kjöri íþróttafréttamanna í Argentínu um íþróttamann ársins. Fótbolti 20.12.2012 10:30
United aðeins einu sinni slegið út Real Madrid | Sigur er ávísun á Evrópumeistaratitil Viðureignir Manchester United og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu eru undantekningalaust markaveislur. Fótbolti 20.12.2012 11:24
Evening Standard: Falcao fer til Chelsea og Sturridge til Liverpool Kapphlaupið um feitustu bitana á fótboltamarkaðnum verður spennandi næstu daga. Evening Standard fullyrðir að Roman Abramovic eigandi Chelsea kaupi hinn sjóðheita Kolumbíumann, Radamel Falcao. Enski boltinn 20.12.2012 09:46
Roura leysir Vilanova af hólmi Ekkert verður af því að Pep Guardiola taki aftur við Barcelona en félagið tilkynnti í kvöld að aðstoðarþjálfarinn Jordi Roura myndi stýra félaginu fjarveru aðalþjálfarans, Tito Vilanova. Fótbolti 19.12.2012 19:40
Vilanova fer í aðgerð á morgun Barcelona hefur staðfest að þjálfari liðsins muni fara í aðgerð á morgun. Krabbamein sem fjarlægt var í fyrra tók sig upp á nýjan leik. Í kjölfar aðgerðarinnar mun hann fara í sex vikna lyfjameðferð. Fótbolti 19.12.2012 17:56
Óvissa um framtíð Vilanova vegna krabbameinsmeðferðar Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Tito Vilanova, þjálfari knattspyrnuliðs Barcelona, þurfi að fara í krabbameinsmeðferð. Óvissa ríkir um framtíð hans hjá félaginu. Handbolti 19.12.2012 12:27
Messi hjá Barcelona til 2018 Barcelona framlengdi í dag samninga við þrjá uppalda leikmenn sína. Fótbolti 18.12.2012 10:38
Mourinho: Deildinni svo gott sem lokið Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir að það sé nánast útilokað að liðið verji Spánarmeistaratitil sinn. Real Madrid gerði jafntefli gegn botnliði Espanyol á heimavelli í gær 2-2. Fótbolti 17.12.2012 10:32
Messi vann einvígið við Falcao Barcelona sigraði Atletico Madrid 4-1 í toppslag spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Falcao skoraði fyrsta mark leiksins en Messi skoraði tvö mörk í seinni hálfleik eftir að samherjar hans höfðu komið liðinu yfir fyrir hálfleik, 2-1. Fótbolti 14.12.2012 16:02
Real Madrid náði aðeins jafntefli á heimavelli Real Madrid tapaði tveimur mikilvægum stigum þegar liðið náði aðeins jafntefli á heimavelli 2-2 gegn Espanyol. Espanyol jafnaði metin tveimur mínútum fyrir leikslok. Fótbolti 14.12.2012 16:01
Markvörður Atletico Madrid óttast ekki Messi Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, fær örugglega nóg að gera annað kvöld þegar liðið mætir Barcelona í toppslag spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Courtois tjáði sig um einvígið við Messi og félaga í aðdraganda leiksins. Fótbolti 15.12.2012 12:04
38 toppleikmenn eiga rætur í Barcelona Það kemur kannski fáum á óvart en ný svissnesk rannsókn sýnir fram á það að Barcelona er í nokkrum sérflokki þegar kemur að því að framleiða leikmenn fyrir fimm bestu deildirnar í Evrópu. Unglingaakademía félagsins fær enn eitt hrósið í nýrri alþjóðlegri rannsókn. Fótbolti 14.12.2012 18:28
Casillas færi í frí með Ronaldo Spænskir fjölmiðlar hafa verið að flytja fréttir af því að ósætti sé á milli Cristiano Ronaldo og markvarðarins Iker Casillas en þeir leika saman hjá Real Madrid. Fótbolti 14.12.2012 15:59
FIFA mun ekki staðfesta met Messi Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ætlar ekki að blanda sér inn í umræðuna um hvaða leikmaður eigi metið yfir flest mörk á einu almanaksári. Erlendir fjölmiðlar greindu frá því að Lionel Messi hafi bætt met Gerd Muller á dögunum en síðan hafa komið fram nýjar upplýsingar um markaskora tveggja manna á áttunda áratugnum. Fótbolti 14.12.2012 15:08