Spænski boltinn

Fréttamynd

Casillas ætlar ekki að fara í fýlu

Iker Casillas var settur á bekkinn í síðasta leik Real Madrid sem vakti upp mikið fjölmiðlafár í Madrid enda á ferðinni einn vinsælasti leikmaður félagsins, fyrirliði þess og fastamaður síðan á síðustu öld. Fyrirliði spænska landsliðsins ætlar ekki að leggja árar í bát þrátt fyrir þessa ákvörðun Jose Mourinho um að láta hann dúsa á bekknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilanova heimsótti leikmenn Barcelona í morgun

Tito Vilanova, þjálfari Barcelona, heimsótti leikmenn sína á æfingasvæði Barca í morgun en hann er í veikindaleyfi eftir að krabbamein tók sig upp á ný hjá honum. Forráðamenn Barcelona töluðu strax um það að hinn 44 ára gamli þjálfari myndi snúa fljótt til baka og þessar fréttir auka líkurnar á því.

Fótbolti
Fréttamynd

Buðu 205 milljónir punda í Messi

Samkvæmt heimildum The Sun þá mun rússneska knattspyrnuliðið Anzhi Makhachkala hafa nýtt sér klásúlu í samningi Lionel Messi og boðið 205 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Llorente á förum frá Bilbao

Spænski landsliðsframherjinn Fernando Llorente hefur staðfest að hann sé á förum frá Athletic Bilbao. Hann hefur verið sterklega orðaður við ítalska liðið Juventus að undanförnu og þykir nú líklegt að hann yfirgefi uppeldisklúbbinn sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona vill fá 11 ára undrabarn

Barcelona er alltaf að leita að nýjum Lionel Messi og hver veit nema félagið sé búið að finna hann í Brasilíu. Þar er nefnilega 11 ára undrabarn að slá í gegn.

Fótbolti
Fréttamynd

Chile verður án línumannsins sterka

Karlalandslið Chile í handbolta hefur orðið fyrir blóðtöku því ljóst er að liðið verður án Marco Oneto, línumannsins sterka, á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar.

Handbolti
Fréttamynd

Mourinho ræddi ekkert við Casillas

Það vakti athygli um helgina þegar José Mourinho þjálfari Spánarmeistaraliðs Real Madrid valdi ekki markvörðinn Iker Casillas í byrjunarliðið gegn Malaga. Antonio Adan var valinn í stað hins 31 árs gamla Casilla sem jafnframt er fyrirliði Real Madrid. Casillas segir að Mourinho hafi ekkert rætt við sig um liðsvalið.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho mun ekki segja starfi sínu lausu

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, sagði við spænska fjölmiðla í gær að hann myndi ekki láta af störfum eftir skelfilegt tap gegn Malaga 3-2 í spænsku úrvalsdeildinni í knattaspyrnu en Real Madrid er eftir ósigurinn 16 stigum á eftir Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Isco kjörinn sá efnilegasti í Evrópu

Spænski miðjumaðurinn Isco hjá Malaga var í gær kjörinn besti ungi leikmaður Evrópu í árlegu kjöri ítalska dagblaðsins Tuttosport. 30 blaðamenn frá dagblöðum í tuttugu löndum álfunnar greiddu atkvæði í kjörinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Abidal byrjaður aftur að æfa með Barcelona

Það eru ekki bara slæmar fréttir af heilsu manna í Barcelona en eins og kunnugt er þá glímir þjálfarinn Tito Vilanova við krabbamein og lagðist undir hnífinn í dag. Franski bakvörðurinn Eric Abidal er nefnilega kominn aftur til baka eftir veikindi en hann var einnig að berjast við krabbamein.

Fótbolti
Fréttamynd

Roura leysir Vilanova af hólmi

Ekkert verður af því að Pep Guardiola taki aftur við Barcelona en félagið tilkynnti í kvöld að aðstoðarþjálfarinn Jordi Roura myndi stýra félaginu fjarveru aðalþjálfarans, Tito Vilanova.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilanova fer í aðgerð á morgun

Barcelona hefur staðfest að þjálfari liðsins muni fara í aðgerð á morgun. Krabbamein sem fjarlægt var í fyrra tók sig upp á nýjan leik. Í kjölfar aðgerðarinnar mun hann fara í sex vikna lyfjameðferð.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho: Deildinni svo gott sem lokið

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, segir að það sé nánast útilokað að liðið verji Spánarmeistaratitil sinn. Real Madrid gerði jafntefli gegn botnliði Espanyol á heimavelli í gær 2-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi vann einvígið við Falcao

Barcelona sigraði Atletico Madrid 4-1 í toppslag spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Falcao skoraði fyrsta mark leiksins en Messi skoraði tvö mörk í seinni hálfleik eftir að samherjar hans höfðu komið liðinu yfir fyrir hálfleik, 2-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Markvörður Atletico Madrid óttast ekki Messi

Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, fær örugglega nóg að gera annað kvöld þegar liðið mætir Barcelona í toppslag spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Courtois tjáði sig um einvígið við Messi og félaga í aðdraganda leiksins.

Fótbolti
Fréttamynd

38 toppleikmenn eiga rætur í Barcelona

Það kemur kannski fáum á óvart en ný svissnesk rannsókn sýnir fram á það að Barcelona er í nokkrum sérflokki þegar kemur að því að framleiða leikmenn fyrir fimm bestu deildirnar í Evrópu. Unglingaakademía félagsins fær enn eitt hrósið í nýrri alþjóðlegri rannsókn.

Fótbolti
Fréttamynd

Casillas færi í frí með Ronaldo

Spænskir fjölmiðlar hafa verið að flytja fréttir af því að ósætti sé á milli Cristiano Ronaldo og markvarðarins Iker Casillas en þeir leika saman hjá Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

FIFA mun ekki staðfesta met Messi

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, ætlar ekki að blanda sér inn í umræðuna um hvaða leikmaður eigi metið yfir flest mörk á einu almanaksári. Erlendir fjölmiðlar greindu frá því að Lionel Messi hafi bætt met Gerd Muller á dögunum en síðan hafa komið fram nýjar upplýsingar um markaskora tveggja manna á áttunda áratugnum.

Fótbolti