Spænski boltinn

Fréttamynd

Ramos og Pepe framlengja við Real

Real Madrid greindi frá því í dag að félagið væri búið að gera nýja samninga við varnarmennina Sergio Ramos og Pepe. Ramos skrifaði undir samning til 2017 en Pepe til 2016.

Fótbolti
Fréttamynd

Bielsa tekur við Bilbao

Argentínski þjálfarinn Marcelo Bielsa mun taka við sem þjálfari spænska félagsins Athletic Bilbao í kjölfar þess að Jose Urrutia vann forsetakosningar félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Faðir Mata staðfestir áhuga utan Spánar

Faðir og umboðsmaður Spánverjans Juan Mata hefur staðfest að áhugi sé á leikmanninum utan Spánar og meðal annars frá Englandi. Hermt er að bæði Liverpool og Arsenal vilji fá leikmanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Zidane mun vinna náið með Mourinho

Frakkinn Zinedine Zidane mun taka við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Madrid. José Mourinho, þjálfari liðsins, vildi að hann tæki starfið að sér. Þeir munu því vinna þétt saman á næstu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho íhugar að setja Casillas af sem fyrirliða

Jose Mourinho fer sjaldnast troðnar slóðir og portúgalski knattspyrnustjórinn hjá Real Madrid er sagður vilja gera breytingar sem gætu valdið titringi í herbúðum liðsins. Spænska íþróttablaðið Marca greinir frá því að Mourinho ætli að taka fyrirliðabandið af markverðinum Iker Casillas en Mourinho telur að það sé betra fyrir liðið að útileikmaður sé fyrirliði.

Fótbolti
Fréttamynd

Coentrao til Real Madrid á 30 milljónir evra

Benfica hefur samþykkt boð frá Real Madrid í portúgalska vinstri bakvörðinn Fabio Coentrao. Kaupverðið er talið vera 30 milljónir evra eða sem nemur um fimm milljörðum íslenskra króna. Landsliðsmaðurinn portúgalski á eftir að semja um kaup og kjör auk þess sem hann þarf að gangast undir læknisskoðun.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo æfur yfir fölsku viðtali í Sunday Mirror

Portúgalski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Cristiano Ronaldo, er ekki sáttur við enska dagblaðið Sunday Mirror sem birti viðtal við hann s.l. sunnudag. Ronaldo skrifaði á Twitter samskiptasíðuna að viðtalið væri uppspuni frá rótum og hann hafi aldrei farið í viðtalið.

Fótbolti
Fréttamynd

Adebayor: Mourinho hefur lofað að kaupa mig

Framherjinn Emmanuel Adebayor er bjartsýnn á að komast til Real Madrid og er til í að bíða í allt sumar ef þess þarf. Adebayor segir að Jose Mourinho, þjálfari Real, hafi lofað kaupa sig í sumar og sjálfur vill hann hvergi annars staðar vera.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona býður 35 milljónir punda í Fabregas

Evrópumeistarar Barcelona eru ekki búnir að gefast upp á Cesc Fabregas miðjumanni Arsenal. Börsungar hafa hækkað boð sitt í spænska landsliðsmanninn og vona að 35 milljónir punda dugi til þess að ná leikmanninum aftur heim til Barcelona.

Enski boltinn
Fréttamynd

Thiago samningsbundinn Barcelona til 2015

Spænska stórliðið Barcelona var ekki lengi að tryggja það að ungstirnið Thiago Alcantara sé ekki á leið neitt annað á næstu árum. Hann skrifaði í dag undir nýjan samning sem gildir til ársins 2015.

Fótbolti
Fréttamynd

Aguero í viðræðum við Juventus

Það virðist loksins ætla að verða af því í sumar að Sergio Aguero yfirgefi herbúðir spænska liðsins Atletico Madrid í sumar. Hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu síðustu sumur.

Fótbolti
Fréttamynd

Sanchez vill bara fara til Barcelona

Hinn eftirsótti leikmaður Udinese, Alexis Sanchez, segir að það sé aðeins tvennt í stöðunni fyrir sig. Að fara til Barcelona eða vera áfram hjá Udinese.

Fótbolti
Fréttamynd

Mata liggur ekkert á að komast frá Valencia

Ein af stjörnum spænska U-21 árs liðsins sem vann EM, Juan Mata, segir að sér liggi ekkert á að fara frá Valencia en fjölmörg félög hafa sýnt honum áhuga eftir mótið í Danmörku. Má þar nefna Real Madrid og Barcelona sem og Liverpool og Arsenal.

Fótbolti
Fréttamynd

David De Gea í læknisskoðun hjá Manchester United

Markvörðurinn David De Gea er í læknisskoðun þess stundina vegna félagsskipta hans frá Atletico Madrid til Manchester United sem hafa verið í umræðunni að undanförnu. Talið er að ensku meistararnir þurfi að greiða 18.9 milljónir punda fyrir markvörðinn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ramos ekki í stríði við Real Madrid

Umboðsmaður spænska varnarmannsins Sergio Ramos, Rene Ramos, segir að meint neikvæð ummæli hans um Real Madrid séu uppspuni frá rótum. Hann sé ekki í neinu stríði við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Bojan: Ekki farinn til Roma enn

Bojan Krkic, leikmaður Barcelona, vildi ekki staðfesta í gær að hann væri á leið frá félaginu og til Roma á Ítalíu eins og hefur verið fullyrt í fjölmiðlum á Ítalíu og Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Bojan Krkic á leið til Roma

Bojan Krkic leikmaður Barcelona er sagður á leið til Roma. Samkvæmt útvarpsstöðinni Catalunya Radio hafa félögin komist að samkomulagi um félagaskiptin og er kaupverðið talið vera um 10 milljón evrur.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan hefur ekki borgað Barcelona krónu fyrir Zlatan Ibrahimovich

Forráðamenn Barcelona eru ekki sáttir við forsvarsmenn AC Milan þar sem að ítalska liðið á enn eftir að greiða eftirstöðvar af kaupverði sænska landsliðsframherjans Zlatans Ibrahimovich. AC Milan skuldar Spánar og Evrópumeistaraliðinu rétt um 4 milljarða kr. og hafa Börsungar óskað eftir því að FIFA taki málið til meðferðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Toulalan til Malaga - enn fjölgar kempunum

Spænska knattspyrnufélagið Malaga hefur gengið frá kaupum á Jeremy Toulalan frá Lyon. Toulalan sem skrifaði undir fjögurra ára samning við Malaga hefur spilað 36 landsleiki fyrir Frakkland.

Fótbolti
Fréttamynd

Hollenskir landsliðsmenn til Malaga

Varnarmaðurinn Joris Mathijsen hefur samið til tveggja ára við spænska knattspyrnuliðið Malaga. Mathijsen fetar í fótspor markahróksins Ruud Van Nistelrooy sem gekk til liðs við Malaga fyrir skemmstu. Leikmennirnir koma báðir frá þýska félaginu Hamburg.

Fótbolti
Fréttamynd

Marcos Senna orðaður við Swansea

Spænski miðjumaðurinn Marcos Senna er nú orðaður við nýliða Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Senna sem er af brasilískum uppruna hefur spilað með Villareal á Spáni undanfarin ár. Samningur hans við félagið rann nýverið út og verður ekki endurnýjaður.

Enski boltinn
Fréttamynd

Krkic orðaður við Udinese

Umboðsmaður Bojan Krkic leikmanns Barcelona segir félagið í viðræðum við Udinese á Ítalíu um hugsanleg vistaskipti kappans. Möguleiki er á að leikmaðurinn fari sem hluti af líklegum kaupum Barcelona á Alexis Sanchez frá ítalska félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

45 milljónir evra í nýja leikmenn hjá Barcelona

Þrátt fyrir að tap hafi orðið af rekstri Barcelona á síðasta starfsári hefur Pep Guardiola 45 milljónir evra til að styrkja hópinn. Þetta segir Javier Faus varaforseti rekstrarsviðs félagsins. Vefsíðan goal.com greinir frá.

Fótbolti