Spænski boltinn Eiður Smári spilaði seinni hálfleikinn í jafntefli Barcelona og Chivas Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Chivas í San Francisco í síðasta æfingaleik sínum fyrir tímabilið. Barcelona lenti undir í leiknum í upphafi síðari hálfleiks en Bojan Krkic jafnaði metin á 63. mínútu. Fótbolti 9.8.2009 10:51 Fyrirliði Espanyol lést eftir að hafa fengið hjartaáfall Daniel Jarque, 26 ára fyrirliði spænska úrvalsdeildarliðsins Espanyol, lést í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall á hótelbergi sínu þegar spænska liðið var í æfingaferð í Coverciano á Ítalíu. Félagar Jarque fundu hann þegar þeir fóru að undrast um hann þegar hann skilaði sér ekki í mat. Fótbolti 8.8.2009 21:09 Real ætlar að kaupa Ribery á næsta ári - búið að semja við leikmanninn Spænskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Real Madrid sé búið að gera samkomulag við franska landsliðsmanninn Franck Ribery um að hann komi til liðsins næsta sumar en hann er nú leikmaður Bayern Munchen. Fótbolti 8.8.2009 17:12 Real Madrid hrökk í stuð fyrir framan NBA-stjörnurnar Real Madrid vann 5-1 sigur á Toronto FC í Toronto í Kanada í nótt en Toronto-liðið spilar í bandarísku MLS-deildinni. Meðal 22 þúsund áhorfenda voru NBA-stjörnurnar Steve Nash og Chris Bosh. Fótbolti 8.8.2009 10:15 Óheppnin eltir Rafael Marquez - reif kálfavöðva Rafael Marquez mexíkóski landsliðmaðurinn hjá Barcelona varð fyrir því óláni að rífa kálfavöðva á æfingu en hann var nýkominn til baka eftir erfið hnémeiðsli. Marquez verður frá í allt að fimmtán daga og missir af upphafi tímabilsins. Fótbolti 6.8.2009 10:36 Eiður Smári spilaði seinni hálfleikinn sem framherji Lionel Messi skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Barcelona á Seattle í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Messi spilaði aðeins fyrri hálfleikinn en hin mörkin skoruðu Pedro og Jeffren. Fótbolti 6.8.2009 08:52 Xabi Alonso áttundu kaup Real Madrid í sumar Spænski landsliðsmaðurinn Xabi Alonso er genginn í raðir Real Madrid frá Liverpool. Alonso stóðst í dag læknisskoðun hjá spænska félaginu en í gær komust félögin tvö að samkomulagi um kaupverð á miðjumanninum sem talið er nema um 30 milljónum punda. Fótbolti 5.8.2009 14:26 Robben líklega áfram hjá Real Madrid - neitaði að fara til Tottenham Hollendingurinn Arjen Robben hefur líst því yfir að hann sé tilbúinn að berjast fyrir sæti í byrjunarliði Real Madrid á næstu leiktíð. Eini möguleikinn á að hann yfirgefi herbúðir Madridinga sé ef að Meistaradeildarfélag komi kallandi en vængmaðurinn hefur sterklega verið orðaður við Tottenham í sumar. Fótbolti 5.8.2009 13:44 Ibrahimovic fór á kostum á fyrstu æfingunni með Barcelona Zlatan Ibrahimovic fékk að taka þátt í sinni fyrstu æfingu með Barcelona í gær eftir að hafa farið aðgerð á hendi vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta leiknum með Inter. Ibrahimovic tók þátt í stærstum hluta æfingarinnar og fór á kostum á skotæfingunni. Fótbolti 4.8.2009 11:12 Barcelona ætlar að bjóða Messi 4,7 milljónir í laun á dag Evrópumeistarar Barcelona ætla að passa upp á það að þeir missi ekki argentínska undrabarnið Lionel Messi og nú eru fréttir frá bæði Spáni og Ítalíu um að félagið ætli að bjóða hinum 22 ára gamla sóknarmanni nýjan langtíma samning. Fótbolti 4.8.2009 09:18 Liverpool mun ekki lækka verðið á Alonso - kostar 30 milljónir Xabi Alonso er mættur með Liverpool í æfingaferð til Noregs og það lítur út fyrir það að Real Madrid ætli ekki að ná að kaupa spænska landsliðsmanninn. Liverpool vill frá 30 milljónir punda fyrir hann og er ekki tilbúið að lækka verðið. Enski boltinn 4.8.2009 09:04 Zlatan Ibrahimovic: Messi er eins og Playstation Zlatan Ibrahimovic fer ekki leynt með að hann er orðinn mikill aðdáandi Lionel Messi eftir að hafa æft með honum í nokkra daga hjá Barcelona. Zlatan talaði um argentínska undrabarnið en hann getur ekki spilað með Messi strax vegna meiðsla. Fótbolti 3.8.2009 11:08 Van der Vaart á förum frá Real Madrid Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart er einn þeirra leikmanna sem fastlega er búist við því að Real Madrid reyni að losa sig við í sumar og leikmaðurinn sjálfur hefur staðfest i viðtölum að litlar líkur séu á því að hann verði áfram hjá félaginu. Fótbolti 2.8.2009 16:15 Vítamark Cristiano Ronaldo dugði ekki Real Madrid Juventus tryggði sér sæti í úrslitaleik Friðarbikarsins á móti Aston Villa á morgun eftir 2-1 sigur á Real Madrid í gærkvöldi. Bæði mörk Juventus komu eftir föst leikatriði eitthvað sem er að verða mikill akkilesarhæll hjá Madridarliðinu. Fótbolti 1.8.2009 00:36 Valencia ítrekar að David Silva sé ekki til sölu Spænski landsliðsmaðurinn David Silva hjá Valencia hefur verið sterklega orðaður við Manchester United og Liverpool í sumar en Mauel Llorente forseti spænska félagsins ítrekar að leikmaðurinn sé ekki til sölu. Fótbolti 31.7.2009 13:45 Hleb valdi á endanum að fara til Stuttgart Hvítrússinn Alexander Hleb er kominn á fornar slóðir því hann gekk í dag til liðs við þýska félagið Stuttgart á árs löngum lánssamningi frá Barcelona. Fótbolti 30.7.2009 12:48 Sir Alex: Ætli þeir verði ekki bara að nota Ronaldo í miðverðinum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur sérstaklega gaman af því þessa daganna að gagnrýna kaupæði félaga eins og Manchester City og Real Madrid en þangað fóru tveir af bestu leikmönnum hans í sumar - Cristiano Ronaldo til Real og Carlos Tevez til City. Fótbolti 29.7.2009 18:01 Ronaldo búinn að opna markareikninginn fyrir Real Portúgalinn Cristiano Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real Madrid í kvöld eftir að hann kom til liðsins frá Manchester United fyrir metupphæð. Fótbolti 28.7.2009 23:00 Villa ánægður með að vera áfram hjá Valencia David Villa segist vera ánægður með að vera áfram hjá Valencia þrátt fyrir að um tíma hafi mörg stærstu fótboltafélög heims verið á eftir honum. Fótbolti 28.7.2009 20:09 Zlatan forðaði sér undan æstum aðdáendum - myndir Zlatan Ibrahimovic var í dag kynntur sem nýr leikmaður spænska liðsins Barcelona og fékk Svíinn snjalli að leika sér fyrir framan fjölmarga ljósmyndara og stuðningsmenn félagsins sem fjölmenntu á Nou Camp. Það er talið að 60 þúsund manns hafi mætt á kynningu Zlatan. Fótbolti 28.7.2009 12:52 Eiður Smári: Ég mun ekki taka ákvörðun í flýti Eiður Smári Guðjohnsen ítrekar í viðtali á heimasíðu UEFA í dag að hann útiloki ekki að vera áfram hjá Barcelona á næstu leiktíð og ætli í það minnsta ekki að flýta sér að taka ákvörðun um framtíð sína. Fótbolti 27.7.2009 16:26 Æfingaleikir: Eiður lék í 45 mínútur Eiður Smári Guðjohnsen lék í dag síðari hálfleikinn með Barcelona sem burstaði Al Ahly frá Egyptalandi 4-1. Leikurinn var hluti af Wembley-Cup æfingamótinu. Fótbolti 26.7.2009 23:16 Eiður fer ekkert endilega til Englands Eiður Smári Guðjohnsen segir það alls ekkert víst að hann fari í enska boltann ef hann yfirgefur Barcelona. Spænska stórliðið er tilbúið að selja Eið sem hefur verið orðaður sterklega við West Ham. Fótbolti 26.7.2009 11:27 Henry: Arsenal má alls ekki selja Cesc Fábregas Thierry Henry hefur skorað á hans gamla lið Arsenal að standast öll boð í Spánverjann Cesc Fábregas sama hversu hagstæð þau verða peningalega fyrir klúbbinn. Enski boltinn 24.7.2009 17:21 Eiður Smári lék fyrri hálfleikinn á Wembley í kvöld Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona og lék fyrri hálfleikinn í 1-1 jafntefli Barcelona á móti Tottenham á Wembley-æfingamótinu í kvöld. Fótbolti 24.7.2009 20:45 Vill enginn kaupa gömlu stjörnurnar hjá Real Madrid? Spænska liðinu Real Madrid gengur illa að selja leikmenn til að eiga fyrir frekari fjárfestingum í nýjum leikmönnum. Fótbolti 23.7.2009 16:07 Eiður: Mikilvægt að Zlatan aðlagi sig fljótt Eiður Smári Guðjohnsen ráðleggur Svíanum Zlatan Ibrahimovic að aðlaga sig leikstíl Barcelona eins fljótt og hann getur þegar félagaskipti hans frá inter í Mílanó eru frágengin. Þetta kemur fram í viðtali við Eið í Aftonbladet í dag. Fótbolti 23.7.2009 10:02 Eiður Smári enn óviss með framtíð sína hjá Barca Landsliðsframherjinn Eiður Smári Guðjohnsen viðurkennir í samtali við Sky Sports fréttastofuna að hann sé óviss um framtíð sína hjá Barcelona og segir að aðeins tíminn leiði í ljós hvað muni gerast í hans málum. Fótbolti 22.7.2009 19:49 Ronaldo: Er bjartsýnn á framtíð mína hjá Real Madrid Portúgalinn Cristiano Ronaldo lék sinn fyrsta leik með Real Madrid í gærkvöld þegar spænska stórliðið vann 0-1 sigur gegn írska liðinu Shamrock Rovers. Fótbolti 20.7.2009 23:19 Vill byggja framtíðarvöll Barcelona á eyju fyrir utan borgina Katólónískur arkitekt hefur djarfan draum um hvar Barcelona á að spila í framtíðinni. Hann vill byggja nýjan 150 þúsund manna leikvang á manngerðri eyju fyrir utan Barcelona-borg. Arkitektinn heitir Emili Vidal og hann vill með þessu hanna fótboltaleikvang framtíðarinnar. Fótbolti 19.7.2009 23:27 « ‹ 207 208 209 210 211 212 213 214 215 … 268 ›
Eiður Smári spilaði seinni hálfleikinn í jafntefli Barcelona og Chivas Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Chivas í San Francisco í síðasta æfingaleik sínum fyrir tímabilið. Barcelona lenti undir í leiknum í upphafi síðari hálfleiks en Bojan Krkic jafnaði metin á 63. mínútu. Fótbolti 9.8.2009 10:51
Fyrirliði Espanyol lést eftir að hafa fengið hjartaáfall Daniel Jarque, 26 ára fyrirliði spænska úrvalsdeildarliðsins Espanyol, lést í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall á hótelbergi sínu þegar spænska liðið var í æfingaferð í Coverciano á Ítalíu. Félagar Jarque fundu hann þegar þeir fóru að undrast um hann þegar hann skilaði sér ekki í mat. Fótbolti 8.8.2009 21:09
Real ætlar að kaupa Ribery á næsta ári - búið að semja við leikmanninn Spænskir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Real Madrid sé búið að gera samkomulag við franska landsliðsmanninn Franck Ribery um að hann komi til liðsins næsta sumar en hann er nú leikmaður Bayern Munchen. Fótbolti 8.8.2009 17:12
Real Madrid hrökk í stuð fyrir framan NBA-stjörnurnar Real Madrid vann 5-1 sigur á Toronto FC í Toronto í Kanada í nótt en Toronto-liðið spilar í bandarísku MLS-deildinni. Meðal 22 þúsund áhorfenda voru NBA-stjörnurnar Steve Nash og Chris Bosh. Fótbolti 8.8.2009 10:15
Óheppnin eltir Rafael Marquez - reif kálfavöðva Rafael Marquez mexíkóski landsliðmaðurinn hjá Barcelona varð fyrir því óláni að rífa kálfavöðva á æfingu en hann var nýkominn til baka eftir erfið hnémeiðsli. Marquez verður frá í allt að fimmtán daga og missir af upphafi tímabilsins. Fótbolti 6.8.2009 10:36
Eiður Smári spilaði seinni hálfleikinn sem framherji Lionel Messi skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Barcelona á Seattle í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Messi spilaði aðeins fyrri hálfleikinn en hin mörkin skoruðu Pedro og Jeffren. Fótbolti 6.8.2009 08:52
Xabi Alonso áttundu kaup Real Madrid í sumar Spænski landsliðsmaðurinn Xabi Alonso er genginn í raðir Real Madrid frá Liverpool. Alonso stóðst í dag læknisskoðun hjá spænska félaginu en í gær komust félögin tvö að samkomulagi um kaupverð á miðjumanninum sem talið er nema um 30 milljónum punda. Fótbolti 5.8.2009 14:26
Robben líklega áfram hjá Real Madrid - neitaði að fara til Tottenham Hollendingurinn Arjen Robben hefur líst því yfir að hann sé tilbúinn að berjast fyrir sæti í byrjunarliði Real Madrid á næstu leiktíð. Eini möguleikinn á að hann yfirgefi herbúðir Madridinga sé ef að Meistaradeildarfélag komi kallandi en vængmaðurinn hefur sterklega verið orðaður við Tottenham í sumar. Fótbolti 5.8.2009 13:44
Ibrahimovic fór á kostum á fyrstu æfingunni með Barcelona Zlatan Ibrahimovic fékk að taka þátt í sinni fyrstu æfingu með Barcelona í gær eftir að hafa farið aðgerð á hendi vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta leiknum með Inter. Ibrahimovic tók þátt í stærstum hluta æfingarinnar og fór á kostum á skotæfingunni. Fótbolti 4.8.2009 11:12
Barcelona ætlar að bjóða Messi 4,7 milljónir í laun á dag Evrópumeistarar Barcelona ætla að passa upp á það að þeir missi ekki argentínska undrabarnið Lionel Messi og nú eru fréttir frá bæði Spáni og Ítalíu um að félagið ætli að bjóða hinum 22 ára gamla sóknarmanni nýjan langtíma samning. Fótbolti 4.8.2009 09:18
Liverpool mun ekki lækka verðið á Alonso - kostar 30 milljónir Xabi Alonso er mættur með Liverpool í æfingaferð til Noregs og það lítur út fyrir það að Real Madrid ætli ekki að ná að kaupa spænska landsliðsmanninn. Liverpool vill frá 30 milljónir punda fyrir hann og er ekki tilbúið að lækka verðið. Enski boltinn 4.8.2009 09:04
Zlatan Ibrahimovic: Messi er eins og Playstation Zlatan Ibrahimovic fer ekki leynt með að hann er orðinn mikill aðdáandi Lionel Messi eftir að hafa æft með honum í nokkra daga hjá Barcelona. Zlatan talaði um argentínska undrabarnið en hann getur ekki spilað með Messi strax vegna meiðsla. Fótbolti 3.8.2009 11:08
Van der Vaart á förum frá Real Madrid Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart er einn þeirra leikmanna sem fastlega er búist við því að Real Madrid reyni að losa sig við í sumar og leikmaðurinn sjálfur hefur staðfest i viðtölum að litlar líkur séu á því að hann verði áfram hjá félaginu. Fótbolti 2.8.2009 16:15
Vítamark Cristiano Ronaldo dugði ekki Real Madrid Juventus tryggði sér sæti í úrslitaleik Friðarbikarsins á móti Aston Villa á morgun eftir 2-1 sigur á Real Madrid í gærkvöldi. Bæði mörk Juventus komu eftir föst leikatriði eitthvað sem er að verða mikill akkilesarhæll hjá Madridarliðinu. Fótbolti 1.8.2009 00:36
Valencia ítrekar að David Silva sé ekki til sölu Spænski landsliðsmaðurinn David Silva hjá Valencia hefur verið sterklega orðaður við Manchester United og Liverpool í sumar en Mauel Llorente forseti spænska félagsins ítrekar að leikmaðurinn sé ekki til sölu. Fótbolti 31.7.2009 13:45
Hleb valdi á endanum að fara til Stuttgart Hvítrússinn Alexander Hleb er kominn á fornar slóðir því hann gekk í dag til liðs við þýska félagið Stuttgart á árs löngum lánssamningi frá Barcelona. Fótbolti 30.7.2009 12:48
Sir Alex: Ætli þeir verði ekki bara að nota Ronaldo í miðverðinum Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur sérstaklega gaman af því þessa daganna að gagnrýna kaupæði félaga eins og Manchester City og Real Madrid en þangað fóru tveir af bestu leikmönnum hans í sumar - Cristiano Ronaldo til Real og Carlos Tevez til City. Fótbolti 29.7.2009 18:01
Ronaldo búinn að opna markareikninginn fyrir Real Portúgalinn Cristiano Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real Madrid í kvöld eftir að hann kom til liðsins frá Manchester United fyrir metupphæð. Fótbolti 28.7.2009 23:00
Villa ánægður með að vera áfram hjá Valencia David Villa segist vera ánægður með að vera áfram hjá Valencia þrátt fyrir að um tíma hafi mörg stærstu fótboltafélög heims verið á eftir honum. Fótbolti 28.7.2009 20:09
Zlatan forðaði sér undan æstum aðdáendum - myndir Zlatan Ibrahimovic var í dag kynntur sem nýr leikmaður spænska liðsins Barcelona og fékk Svíinn snjalli að leika sér fyrir framan fjölmarga ljósmyndara og stuðningsmenn félagsins sem fjölmenntu á Nou Camp. Það er talið að 60 þúsund manns hafi mætt á kynningu Zlatan. Fótbolti 28.7.2009 12:52
Eiður Smári: Ég mun ekki taka ákvörðun í flýti Eiður Smári Guðjohnsen ítrekar í viðtali á heimasíðu UEFA í dag að hann útiloki ekki að vera áfram hjá Barcelona á næstu leiktíð og ætli í það minnsta ekki að flýta sér að taka ákvörðun um framtíð sína. Fótbolti 27.7.2009 16:26
Æfingaleikir: Eiður lék í 45 mínútur Eiður Smári Guðjohnsen lék í dag síðari hálfleikinn með Barcelona sem burstaði Al Ahly frá Egyptalandi 4-1. Leikurinn var hluti af Wembley-Cup æfingamótinu. Fótbolti 26.7.2009 23:16
Eiður fer ekkert endilega til Englands Eiður Smári Guðjohnsen segir það alls ekkert víst að hann fari í enska boltann ef hann yfirgefur Barcelona. Spænska stórliðið er tilbúið að selja Eið sem hefur verið orðaður sterklega við West Ham. Fótbolti 26.7.2009 11:27
Henry: Arsenal má alls ekki selja Cesc Fábregas Thierry Henry hefur skorað á hans gamla lið Arsenal að standast öll boð í Spánverjann Cesc Fábregas sama hversu hagstæð þau verða peningalega fyrir klúbbinn. Enski boltinn 24.7.2009 17:21
Eiður Smári lék fyrri hálfleikinn á Wembley í kvöld Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona og lék fyrri hálfleikinn í 1-1 jafntefli Barcelona á móti Tottenham á Wembley-æfingamótinu í kvöld. Fótbolti 24.7.2009 20:45
Vill enginn kaupa gömlu stjörnurnar hjá Real Madrid? Spænska liðinu Real Madrid gengur illa að selja leikmenn til að eiga fyrir frekari fjárfestingum í nýjum leikmönnum. Fótbolti 23.7.2009 16:07
Eiður: Mikilvægt að Zlatan aðlagi sig fljótt Eiður Smári Guðjohnsen ráðleggur Svíanum Zlatan Ibrahimovic að aðlaga sig leikstíl Barcelona eins fljótt og hann getur þegar félagaskipti hans frá inter í Mílanó eru frágengin. Þetta kemur fram í viðtali við Eið í Aftonbladet í dag. Fótbolti 23.7.2009 10:02
Eiður Smári enn óviss með framtíð sína hjá Barca Landsliðsframherjinn Eiður Smári Guðjohnsen viðurkennir í samtali við Sky Sports fréttastofuna að hann sé óviss um framtíð sína hjá Barcelona og segir að aðeins tíminn leiði í ljós hvað muni gerast í hans málum. Fótbolti 22.7.2009 19:49
Ronaldo: Er bjartsýnn á framtíð mína hjá Real Madrid Portúgalinn Cristiano Ronaldo lék sinn fyrsta leik með Real Madrid í gærkvöld þegar spænska stórliðið vann 0-1 sigur gegn írska liðinu Shamrock Rovers. Fótbolti 20.7.2009 23:19
Vill byggja framtíðarvöll Barcelona á eyju fyrir utan borgina Katólónískur arkitekt hefur djarfan draum um hvar Barcelona á að spila í framtíðinni. Hann vill byggja nýjan 150 þúsund manna leikvang á manngerðri eyju fyrir utan Barcelona-borg. Arkitektinn heitir Emili Vidal og hann vill með þessu hanna fótboltaleikvang framtíðarinnar. Fótbolti 19.7.2009 23:27