Spænski boltinn Ronaldo: Er bjartsýnn á framtíð mína hjá Real Madrid Portúgalinn Cristiano Ronaldo lék sinn fyrsta leik með Real Madrid í gærkvöld þegar spænska stórliðið vann 0-1 sigur gegn írska liðinu Shamrock Rovers. Fótbolti 20.7.2009 23:19 Vill byggja framtíðarvöll Barcelona á eyju fyrir utan borgina Katólónískur arkitekt hefur djarfan draum um hvar Barcelona á að spila í framtíðinni. Hann vill byggja nýjan 150 þúsund manna leikvang á manngerðri eyju fyrir utan Barcelona-borg. Arkitektinn heitir Emili Vidal og hann vill með þessu hanna fótboltaleikvang framtíðarinnar. Fótbolti 19.7.2009 23:27 Zlatan tekur á sig launalækkun upp á 533 milljónir á ári Zlatan Ibrahimovic er tilbúinn að leggja á sig ýmislegt til þess að fá að spila með Evrópumeisturum Barcelona og þar á meðal að taka á sig mikla launalækkun. Ibrahimovic kemur til Barcelona á morgun til að ganga frá nýjum samningi en sænska blaðið Expressen hefur heimildir fyrir því að sænska stórstjarnan muni lækka þar mikið í launum. Fótbolti 18.7.2009 23:02 Platini segist hafa verið betri en Cristiano Ronaldo Michel Platini, núverandi forseti UEFA, hefur áhyggjur af risastórum upphæðum sem félög eru farin að borga fyrir leikmenn. Platini notaði athyglisverða aðferð til að gagnrýna kaup Real Madrid á Cristiano Ronaldo með því að segist hafa sjálfur átt að kosta meira en Ronaldo í viðtali við ítalska blaðið L’Espresso. Fótbolti 18.7.2009 14:06 Samuel Eto'o + 35 milljónir punda = Zlatan Ibrahimovic Barcelona og Inter Milan hafa nú náð samkomulagi um að skipta á framherjunum Zlatan Ibrahimovic og Samuel Eto'o en þau skipta ekki alveg á jöfnu því Barcelona borgar ítölsku meisturunum einnig 35 milljónir punda til viðbótar til að fá til sín Zlatan. Nú veltur það á Svíanum og Kamerúnmanninum að ná samningum við sín nýju lið. Fótbolti 18.7.2009 11:45 Zlatan á leið í Barcelona og Eto'o í Inter Fátt virðist geta komið í veg fyrir að sænski markvarðahrellirinn Zlatan Ibrahimovic gangi til liðs við Barcelona frá Inter. Samuel Eto'o fer til Inter í skiptum. Fótbolti 17.7.2009 18:19 Cristiano Ronaldo: Ég hefði aldrei farið til City Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmaður Manchester United, segir það aldrei hafa komið til greina að hann færi yfir til Manchester City eins og fyrrum félagi hans í sóknarlínu United, Carlos Tevez. Enski boltinn 17.7.2009 10:47 Inter Milan og Barcelona ræða um skipti á Ibrahimovic og Eto’o Ítalska liðið Inter Milan og spænska liðið Barcelona er nú komin í viðræður um að skipta á leikmönnum. Forseti Inter, Massimo Moratti, hefur staðfest þetta við fjölmiðla. Svíinn Zlatan Ibrahimovic færi þá til Inter sem í staðinn fengi þá Samuel Eto’o og Aleksandr Hleb í staðinn. Fótbolti 17.7.2009 09:27 Hleb á leið til Inter í skiptum fyrir Maxwell? Barcelona staðfesti á opinberri heimasíðu félagsins í gærkvöld að samkomulag hefði náðst við Inter vegna fyrirhugaðra félagsskipta Maxwell til Spánar. Fótbolti 16.7.2009 18:12 Eiður Smári er til sölu fyrir fimm milljónir punda - á leið til West Ham? Það lítur allt úr fyrir að Barcelona vilji losa sig við Eið Smára Guðjohnsen. Eiður hefur fengið skýr skilaboð frá þjálfaranum að hann eigi ekki mikla möguleika á að fá að spila mikið og nú hefur íþróttastjórinn Txiki Begiristain gefið það út að íslenski landsliðsmaðurinn sé til sölu fyrir fimm milljónir punda eða um rúman milljarð íslenskra króna. Enski boltinn 16.7.2009 10:18 Stuttgart er tilbúið að eyða miklum pening í Huntelaar Erwin Staudt, stjórnarmaður Stuttgart, segir félagið tilbúið að eyða stórbrotnum upphæðum til þess að kaupa hollenska framherjann Klaas-Jan Huntelaar frá Real Madrid. Félögin eru komin langt í viðræðum sínum og það þykir afar líklegt að Huntelaar spili í þýsku úrvalsdeildinni næsta tímabil. Fótbolti 15.7.2009 11:40 AC Milan hefur áhuga á að kaupa fyrirliða Barcelona Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er ekki alltof sáttur með að félagið sé ekki tilbúið að framlengja samning hans nú þegar. Spænska blaðið El Mundo Deportivo segir frá því að nú gæti spænski landsliðsmaðurinn verið á leið frá liðinu og ítalska stórliðið AC Milan hefur mikinn áhuga. Fótbolti 15.7.2009 09:09 Xabi Alonso vill fara frá Liverpool - búinn að tala við Benítez Xabi Alonso hefur tjáð Rafa Benítez, stjóra Liverpool, að hann vilji fara frá Anfield. Real Madrid hefur sýnt spænska miðjumanninum mikinn áhuga og vonast nú til að Xabi Alonso takist að sannfæra Benítez um að selja sig til Madridborgar. Enski boltinn 14.7.2009 13:53 Þýðir ekki að bjóða minna en 50 milljónir evra í David Villa Valencia vill fá 50 milljónir evra eða meira fyrir David Villa samkvæmt frétt í spænska blaðinu Marca í dag. Spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona sem og enska liðið Manchester City hafa öll frá því í maí haft mikinn áhuga á að kaupa spænska landsliðsmanninn. Fótbolti 14.7.2009 11:58 Pellegrini: Ekkert leyndarmál að við viljum fá Alonso Knattspyrnustjórinn Manuel Pellegrini hjá Real Madrid bindur enn vonir við að félagið nái að krækja í spænska landsliðsmanninn Xabi Alonso hjá Liverpool en knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur ítrekað að leikmaðurinn sé ekki til sölu. Enski boltinn 12.7.2009 15:26 Kaka: Við erum peninganna virði Brasilíumaðurinn Kaka sem kom til Real Madrid á 56 milljónir punda segir ekkert athugavert við eyðslu spænska félagsins í sumar og telur alls ekkert óeðlilegt við kaupverðið á sér og Ronaldo, sem Madridingar keyptu fyrir metfé eða 80 milljónir punda. Fótbolti 12.7.2009 13:19 Keirrison á leiðinni til Barcelona Joan Laporta hefur staðfest að Barcelona sé við það að ganga frá samningum við framherjann Keirrison hjá Palmeiras í Brasilíu. Fótbolti 11.7.2009 22:49 Barcelona vonast til þess að fá Villa eða Forlan Forsetinn Joan Laporta hjá Barcelona hefur ítrekað að félag ætli að fá til sín nýjan framherja burt séð frá því hvort að Samuel Eto'o verði áfram hjá félaginu eða ekki. Fótbolti 11.7.2009 13:07 Huntelaar þarf að ákveða hvort hann fari til Stuttgart Real Madrid hefur staðfest að félagið sé búið að ná samkomulagi við Stuttgart um sölu á framherjanum Klaas-Jan Huntelaar á 17,2 milljónir punda sem er sama verð og Madridingar borguðu fyrir leikmanninn í janúar síðast liðnum. Fótbolti 11.7.2009 11:41 Engin boð borist í Sergio Aguero Forsetinn Enrique Cerezo hjá Atletico Madrid hefur tekið fyrir þær sögusagnir að Manchester United sé búið að leggja fram kauptilboð í Sergio Aguero en breskir og spænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að United hefði boðið 30 milljónir punda og miðjumanninn Nani í skiptum fyrir Aguero. Fótbolti 11.7.2009 11:26 Mun færri mættu á kynningu Benzema en hjá Ronaldo og Kaka Real Madrid kynnti Karim Benzema fyrir stuðningsmönnum sínum á Santiago Bernabeu í dag en áður hafði liðið haldið kynningarfundi fyrir þá Cristiano Ronaldo og Kaka. Real keypti Benzema frá franska liðinu Lyon fyrir upphæð sem gæti farið alla leið upp í 35 milljónir punda. Fótbolti 10.7.2009 15:41 Real Madrid að kaupa D'Agostino? Samkvæmt Marca þá er Real Madrid nálægt því að ganga frá kaupum á miðjumanninum Gaetano D'Agostino frá ítalska félaginu Udinese. Fótbolti 10.7.2009 11:13 Laporta: Barcelona er búið að bjóða í David Villa Forsetinn Joan Laporta hjá Barcelona staðfesti í dag við spænska fjölmiðla að Katalóníufélagið væri ekki búið að gefast upp á að fá framherjann David Villa til félagsins en erkifjendurnir í Real Madrid hafa dregið sig út úr kapphlaupinu á þeim forsendum að kaupverðið sem Valencia vilji fá sé of hátt. Fótbolti 9.7.2009 13:32 Messi vill fá Mascherano og Fabregas til Barca Argentínski snillingurinn Lionel Messi hjá Barcelona hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig félagið geti haldið áfram á beinu brautinni á næsta tímabili eftir ótrúlegt þrennu tímabil þar sem félagið vann deild og bikar á Spáni auk þess að vinna Meistaradeildina. Fótbolti 9.7.2009 10:30 Ronaldo: Allt sem ég er í dag er Ferguson að þakka Portúgalinn Cristiano Ronaldo varð dýrasti leikmaður heims þegar Real Madrid keypti hann á 80 milljónir punda frá Manchester United. Fótbolti 8.7.2009 16:26 Real gefst upp á Alonso - De Rossi næstur á blaði Samkvæmt breskum og spænskum fjölmiðlum hafa forráðamenn Real Madrid gefið upp vonina á að krækja í spænska miðjumanninn Xabi Alonso frá Liverpool og hafa nú beint athyglinni að ítalska miðjumanninum Daniele De Rossi hjá Roma. Fótbolti 8.7.2009 13:50 Benzema kynntur stuðningsmönnum Real á morgun Real Madrid hefur tilkynnt að framherjinn Karim Benzema sem keyptur var félagsins frá Lyon á 30 milljónir punda muni verða kynntur fyrir stuðningsmönnum á Bernabeu-leikvanginum annað kvöld. Fótbolti 8.7.2009 13:32 Seldu 2000 Ronaldo-treyjur á fyrstu tveimur klukkutímunum Real Madrid seldi 2000 treyjur merktar Cristiano Ronaldo á fyrstu tveimur klukkutímunum en þær væru settar í sölu í kjölfar kynningarhátíðar kappans á Santiago Bernabeu í gær. Fótbolti 7.7.2009 19:44 Franck Ribery og Xabi Alonso eru of dýrir fyrir Real Madrid Jorge Valdano, framkvæmdastjóri Real Madrid, hefur nú viðurkennt að spænska félagið hafi ekki efni á því að kaupa þá Franck Ribery og Xabi Alonso í viðbót við þær hundruðir milljóna evra sem Real hefur eytt í Cristiano Ronaldo, Kaka og Karim Benzema. Fótbolti 7.7.2009 18:49 Börsungar segja Puyol ekki á förum Evrópumeistarar Barcelona hafa blásið á þær sögusagnir að varnarmaðurinn Carles Puyol sé á leið til Manchester City. Enska liðið er í leit að varnarmanni og hefur gert tilboð í John Terry, fyrirliða Chelsea. Fótbolti 7.7.2009 00:34 « ‹ 208 209 210 211 212 213 214 215 216 … 268 ›
Ronaldo: Er bjartsýnn á framtíð mína hjá Real Madrid Portúgalinn Cristiano Ronaldo lék sinn fyrsta leik með Real Madrid í gærkvöld þegar spænska stórliðið vann 0-1 sigur gegn írska liðinu Shamrock Rovers. Fótbolti 20.7.2009 23:19
Vill byggja framtíðarvöll Barcelona á eyju fyrir utan borgina Katólónískur arkitekt hefur djarfan draum um hvar Barcelona á að spila í framtíðinni. Hann vill byggja nýjan 150 þúsund manna leikvang á manngerðri eyju fyrir utan Barcelona-borg. Arkitektinn heitir Emili Vidal og hann vill með þessu hanna fótboltaleikvang framtíðarinnar. Fótbolti 19.7.2009 23:27
Zlatan tekur á sig launalækkun upp á 533 milljónir á ári Zlatan Ibrahimovic er tilbúinn að leggja á sig ýmislegt til þess að fá að spila með Evrópumeisturum Barcelona og þar á meðal að taka á sig mikla launalækkun. Ibrahimovic kemur til Barcelona á morgun til að ganga frá nýjum samningi en sænska blaðið Expressen hefur heimildir fyrir því að sænska stórstjarnan muni lækka þar mikið í launum. Fótbolti 18.7.2009 23:02
Platini segist hafa verið betri en Cristiano Ronaldo Michel Platini, núverandi forseti UEFA, hefur áhyggjur af risastórum upphæðum sem félög eru farin að borga fyrir leikmenn. Platini notaði athyglisverða aðferð til að gagnrýna kaup Real Madrid á Cristiano Ronaldo með því að segist hafa sjálfur átt að kosta meira en Ronaldo í viðtali við ítalska blaðið L’Espresso. Fótbolti 18.7.2009 14:06
Samuel Eto'o + 35 milljónir punda = Zlatan Ibrahimovic Barcelona og Inter Milan hafa nú náð samkomulagi um að skipta á framherjunum Zlatan Ibrahimovic og Samuel Eto'o en þau skipta ekki alveg á jöfnu því Barcelona borgar ítölsku meisturunum einnig 35 milljónir punda til viðbótar til að fá til sín Zlatan. Nú veltur það á Svíanum og Kamerúnmanninum að ná samningum við sín nýju lið. Fótbolti 18.7.2009 11:45
Zlatan á leið í Barcelona og Eto'o í Inter Fátt virðist geta komið í veg fyrir að sænski markvarðahrellirinn Zlatan Ibrahimovic gangi til liðs við Barcelona frá Inter. Samuel Eto'o fer til Inter í skiptum. Fótbolti 17.7.2009 18:19
Cristiano Ronaldo: Ég hefði aldrei farið til City Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmaður Manchester United, segir það aldrei hafa komið til greina að hann færi yfir til Manchester City eins og fyrrum félagi hans í sóknarlínu United, Carlos Tevez. Enski boltinn 17.7.2009 10:47
Inter Milan og Barcelona ræða um skipti á Ibrahimovic og Eto’o Ítalska liðið Inter Milan og spænska liðið Barcelona er nú komin í viðræður um að skipta á leikmönnum. Forseti Inter, Massimo Moratti, hefur staðfest þetta við fjölmiðla. Svíinn Zlatan Ibrahimovic færi þá til Inter sem í staðinn fengi þá Samuel Eto’o og Aleksandr Hleb í staðinn. Fótbolti 17.7.2009 09:27
Hleb á leið til Inter í skiptum fyrir Maxwell? Barcelona staðfesti á opinberri heimasíðu félagsins í gærkvöld að samkomulag hefði náðst við Inter vegna fyrirhugaðra félagsskipta Maxwell til Spánar. Fótbolti 16.7.2009 18:12
Eiður Smári er til sölu fyrir fimm milljónir punda - á leið til West Ham? Það lítur allt úr fyrir að Barcelona vilji losa sig við Eið Smára Guðjohnsen. Eiður hefur fengið skýr skilaboð frá þjálfaranum að hann eigi ekki mikla möguleika á að fá að spila mikið og nú hefur íþróttastjórinn Txiki Begiristain gefið það út að íslenski landsliðsmaðurinn sé til sölu fyrir fimm milljónir punda eða um rúman milljarð íslenskra króna. Enski boltinn 16.7.2009 10:18
Stuttgart er tilbúið að eyða miklum pening í Huntelaar Erwin Staudt, stjórnarmaður Stuttgart, segir félagið tilbúið að eyða stórbrotnum upphæðum til þess að kaupa hollenska framherjann Klaas-Jan Huntelaar frá Real Madrid. Félögin eru komin langt í viðræðum sínum og það þykir afar líklegt að Huntelaar spili í þýsku úrvalsdeildinni næsta tímabil. Fótbolti 15.7.2009 11:40
AC Milan hefur áhuga á að kaupa fyrirliða Barcelona Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er ekki alltof sáttur með að félagið sé ekki tilbúið að framlengja samning hans nú þegar. Spænska blaðið El Mundo Deportivo segir frá því að nú gæti spænski landsliðsmaðurinn verið á leið frá liðinu og ítalska stórliðið AC Milan hefur mikinn áhuga. Fótbolti 15.7.2009 09:09
Xabi Alonso vill fara frá Liverpool - búinn að tala við Benítez Xabi Alonso hefur tjáð Rafa Benítez, stjóra Liverpool, að hann vilji fara frá Anfield. Real Madrid hefur sýnt spænska miðjumanninum mikinn áhuga og vonast nú til að Xabi Alonso takist að sannfæra Benítez um að selja sig til Madridborgar. Enski boltinn 14.7.2009 13:53
Þýðir ekki að bjóða minna en 50 milljónir evra í David Villa Valencia vill fá 50 milljónir evra eða meira fyrir David Villa samkvæmt frétt í spænska blaðinu Marca í dag. Spænsku stórliðin Real Madrid og Barcelona sem og enska liðið Manchester City hafa öll frá því í maí haft mikinn áhuga á að kaupa spænska landsliðsmanninn. Fótbolti 14.7.2009 11:58
Pellegrini: Ekkert leyndarmál að við viljum fá Alonso Knattspyrnustjórinn Manuel Pellegrini hjá Real Madrid bindur enn vonir við að félagið nái að krækja í spænska landsliðsmanninn Xabi Alonso hjá Liverpool en knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur ítrekað að leikmaðurinn sé ekki til sölu. Enski boltinn 12.7.2009 15:26
Kaka: Við erum peninganna virði Brasilíumaðurinn Kaka sem kom til Real Madrid á 56 milljónir punda segir ekkert athugavert við eyðslu spænska félagsins í sumar og telur alls ekkert óeðlilegt við kaupverðið á sér og Ronaldo, sem Madridingar keyptu fyrir metfé eða 80 milljónir punda. Fótbolti 12.7.2009 13:19
Keirrison á leiðinni til Barcelona Joan Laporta hefur staðfest að Barcelona sé við það að ganga frá samningum við framherjann Keirrison hjá Palmeiras í Brasilíu. Fótbolti 11.7.2009 22:49
Barcelona vonast til þess að fá Villa eða Forlan Forsetinn Joan Laporta hjá Barcelona hefur ítrekað að félag ætli að fá til sín nýjan framherja burt séð frá því hvort að Samuel Eto'o verði áfram hjá félaginu eða ekki. Fótbolti 11.7.2009 13:07
Huntelaar þarf að ákveða hvort hann fari til Stuttgart Real Madrid hefur staðfest að félagið sé búið að ná samkomulagi við Stuttgart um sölu á framherjanum Klaas-Jan Huntelaar á 17,2 milljónir punda sem er sama verð og Madridingar borguðu fyrir leikmanninn í janúar síðast liðnum. Fótbolti 11.7.2009 11:41
Engin boð borist í Sergio Aguero Forsetinn Enrique Cerezo hjá Atletico Madrid hefur tekið fyrir þær sögusagnir að Manchester United sé búið að leggja fram kauptilboð í Sergio Aguero en breskir og spænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að United hefði boðið 30 milljónir punda og miðjumanninn Nani í skiptum fyrir Aguero. Fótbolti 11.7.2009 11:26
Mun færri mættu á kynningu Benzema en hjá Ronaldo og Kaka Real Madrid kynnti Karim Benzema fyrir stuðningsmönnum sínum á Santiago Bernabeu í dag en áður hafði liðið haldið kynningarfundi fyrir þá Cristiano Ronaldo og Kaka. Real keypti Benzema frá franska liðinu Lyon fyrir upphæð sem gæti farið alla leið upp í 35 milljónir punda. Fótbolti 10.7.2009 15:41
Real Madrid að kaupa D'Agostino? Samkvæmt Marca þá er Real Madrid nálægt því að ganga frá kaupum á miðjumanninum Gaetano D'Agostino frá ítalska félaginu Udinese. Fótbolti 10.7.2009 11:13
Laporta: Barcelona er búið að bjóða í David Villa Forsetinn Joan Laporta hjá Barcelona staðfesti í dag við spænska fjölmiðla að Katalóníufélagið væri ekki búið að gefast upp á að fá framherjann David Villa til félagsins en erkifjendurnir í Real Madrid hafa dregið sig út úr kapphlaupinu á þeim forsendum að kaupverðið sem Valencia vilji fá sé of hátt. Fótbolti 9.7.2009 13:32
Messi vill fá Mascherano og Fabregas til Barca Argentínski snillingurinn Lionel Messi hjá Barcelona hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig félagið geti haldið áfram á beinu brautinni á næsta tímabili eftir ótrúlegt þrennu tímabil þar sem félagið vann deild og bikar á Spáni auk þess að vinna Meistaradeildina. Fótbolti 9.7.2009 10:30
Ronaldo: Allt sem ég er í dag er Ferguson að þakka Portúgalinn Cristiano Ronaldo varð dýrasti leikmaður heims þegar Real Madrid keypti hann á 80 milljónir punda frá Manchester United. Fótbolti 8.7.2009 16:26
Real gefst upp á Alonso - De Rossi næstur á blaði Samkvæmt breskum og spænskum fjölmiðlum hafa forráðamenn Real Madrid gefið upp vonina á að krækja í spænska miðjumanninn Xabi Alonso frá Liverpool og hafa nú beint athyglinni að ítalska miðjumanninum Daniele De Rossi hjá Roma. Fótbolti 8.7.2009 13:50
Benzema kynntur stuðningsmönnum Real á morgun Real Madrid hefur tilkynnt að framherjinn Karim Benzema sem keyptur var félagsins frá Lyon á 30 milljónir punda muni verða kynntur fyrir stuðningsmönnum á Bernabeu-leikvanginum annað kvöld. Fótbolti 8.7.2009 13:32
Seldu 2000 Ronaldo-treyjur á fyrstu tveimur klukkutímunum Real Madrid seldi 2000 treyjur merktar Cristiano Ronaldo á fyrstu tveimur klukkutímunum en þær væru settar í sölu í kjölfar kynningarhátíðar kappans á Santiago Bernabeu í gær. Fótbolti 7.7.2009 19:44
Franck Ribery og Xabi Alonso eru of dýrir fyrir Real Madrid Jorge Valdano, framkvæmdastjóri Real Madrid, hefur nú viðurkennt að spænska félagið hafi ekki efni á því að kaupa þá Franck Ribery og Xabi Alonso í viðbót við þær hundruðir milljóna evra sem Real hefur eytt í Cristiano Ronaldo, Kaka og Karim Benzema. Fótbolti 7.7.2009 18:49
Börsungar segja Puyol ekki á förum Evrópumeistarar Barcelona hafa blásið á þær sögusagnir að varnarmaðurinn Carles Puyol sé á leið til Manchester City. Enska liðið er í leit að varnarmanni og hefur gert tilboð í John Terry, fyrirliða Chelsea. Fótbolti 7.7.2009 00:34