
Heilsugæsla

Styrkari heilbrigðisþjónusta á Austurlandi
Íbúar í heilbrigðisumdæmi Austurlands voru árið 2020 10.795 talsins. Samkvæmt lýðheilsuvísum Embættis landlæknis frá árinu 2020 mælist vellíðan eldri grunnskólanema í umdæminu yfir meðallagi góð og sama er að segja um andlega heilsu framhaldsskólanema.

Ný reglugerð tekur gildi á miðnætti: 500 mega koma saman og opnunartími lengdur
Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir en samkvæmt henni munu 500 geta komið saman án takmarkana og opnunartími skemmtistaða verður lengdur um klukkustund, það er að segja að staðirnir mega hleypa gestum inn til miðnættis en verða að vera búnir að loka klukkan eitt.

Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana
Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lengja opnunartímann í bólusetningu til klukkan 19 á morgun
Á morgun verður opið í bólusetningar frá kl. 10 til 19 á Suðurlandsbraut 34. Með þessu vonast Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu til að fleiri sjái sér fært að mæta.

Milljón sýni tekin frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst
Milljónasta sýnið vegna skimunar eftir SARS-CoV-2 var tekið í gær. Forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segist allt eins gera ráð fyrir því að milljón sýni verði tekin til viðbótar áður en yfir lýkur.

Tilbúin með aðstöðu til að framkvæma hraðpróf fyrir smitgát og stærri viðburði
Aðstaða til að framkvæma hraðpróf er nú tilbúin í húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut 34. Enn þá er unnið að því að klára uppsetningu tölvukerfis og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið á morgun, 7. september.

Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf
Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum.

Allir óbólusettir og hálfbólusettir velkomnir í bólusetningu
Í þessari viku og næstu geta allir óbólusettir og hálfbólusettir einstaklingar 12 ára og eldri með íslenska kennitölu mætt í bólusetningu að Suðurlandsbraut 34. Bólusett er frá kl. 10 til 15 alla virka daga, með bóluefnunum frá Pfizer, Moderna og Janssen.

Einkareknar heilsugæslur greiða allt að þrjátíu prósentum meira
Einkareknar heilsugæslustöðvar þurfa að greiða allt að sextíu prósentum meira í rannsóknarkostnað en hinar opinberu, að sögn forstjóra Heilsugæslunnar Höfða. Hann segir að um sé að ræða mismunun í heilbrigðiskerfinu og íhugar að leita til dómstóla.

Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins
Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands.

Heilbrigðisráðuneytið treysti ekki rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins
Það er mat heilbrigðisráðuneytisins að rannsóknarstofa Krabbameinsfélagsins hafi ekki uppfyllt gæðaskilyrði til að sinna rannsóknum á leghálssýnum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“.

Segir umræðuna um leghálskrabbamein hafa snúist um hræðsluáróður
Konur sem koma í leghálsskimun þurfa nú að bíða í sex vikur, jafnvel fjórar, eftir niðurstöðum. Þetta segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Fréttablaðið.

Konurnar fái niðurstöður í þessari eða næstu viku
Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimana eiga von á niðurstöðum í þessari viku eða þeirri næstu. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.

Reikna með að gefa um tíu þúsund skammta í dag
Bólusetningar í Laugardalshöll í Reykjavík verða teknar upp á ný eftir sumarfrí í dag. Bólusett verður næstu fjóra daga milli klukkan 10 og 15.

Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara
Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis.

Kristján segir sig frá krabbameinsskimunum
Kristján Oddsson, svæðisstjóri Heilsugæslunnar Hamraborgar, hefur sagt sig frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, sem hann hefur stýrt frá miðju síðasta ári. Samhæfingarstöðin sá meðal annars um skimanir fyrir leghálskrabbameini eftir að þær voru færðar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar.

Aðrir en skólastarfsmenn geta ekki mætt í bólusetningu strax
Bólusetningar með örvunarskammti frá Pfizer fyrir kennara og starfsmenn skóla sem fengu Janssen bóluefnið hófust í dag. Aðrir sem fengu bóluefni Janssen geta ekki freistað þess að mæta í aukaskammta í dag, eins og stundum var boðið upp á þegar heilsugæslan var með skipulegar fjöldabólusetningar í Laugardalshöll fyrr í sumar.

Kennarar sem fengu Janssen fá örvunarskammt
Að tillögu sóttvarnalæknis er öllum kennurum og starfsmönnum skóla sem fengu Janssen bólusetningu í vor boðinn örvunarskammtur með bóluefni frá Pfizer í næstu viku og vikunni þar á eftir.

Þriðji starfsmaður heilsugæslunnar greindist með veiruna
Starfsmenn heimahjúkrunar á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem greinst hafa með kórónuveiruna eru orðnir tveir. Áður hafði verið greint frá því að einn starfsmaður heimahjúkrunar hefði greinst, auk starfsmanns á heilsugæslunni Sólvangi, sem sinnti ungbarnaeftirliti.

Tveir starfsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu smitaðir
Starfsmaður á heilsugæslunni Sólvangi og starfsmaður heimahjúkrunar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa greinst smitaðir af Covid-19. Þetta segir í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Veit ekki hve lengi þau halda út án fleiri starfsmanna
Stanslaust fjölgar í sýnatöku vegna Covid-19 hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnastjóri skimana sagðist í gær ekki vita hversu lengi hægt er að halda ástandið út ef ekki fengist fleira fólk til starfa.

Rúmlega þúsund skráðir í sýnatöku í dag
Löng röð fólks á leið í sýnatöku myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í morgun. Klukkan rúmlega ellefu í morgun voru 1172 skráðir í sýnatöku í dag en sú tala gæti hækkað þegar líður á daginn að sögn verkefnastjóra hjá heilsugæslunni.

Forsetinn þakkar heilsugæslunni en segir verk að vinna í baráttu við veiruna
„Kæru vinir. Bólusetningu vegna heimsfaraldurs er núna lokið í bili. Sú aðgerð tókst með eindæmum vel, meðal annars vegna þess að landsmenn áttuðu sig vel á nauðsyn þess að grípa til varna af því tagi.“

Verða með „björgunarlínu“ í bólusetningu meðan á fríinu stendur
Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar.

Mæting í brjóstaskimun „langt undir ásættanlegu viðmiði“
Það sem af er ári hafa aðeins 49 prósent kvenna mætt í skimun eftir brjóstakrabbameinum eftir að hafa fengið boð frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana.

Konur í landinu fá hrós dagsins
Í gær, þann 1. júlí 2021, bárust þau tíðindi að heilbrigðisyfirvöld hefðu ákveðið að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur til Íslands eftir að þær voru fluttar til Danmerkur í janúar. Krabbameinsfélagið fagnar þessari ákvörðun, sem er stórt skref í þá átt að vinda ofan af þeim vandræðum sem uppi eru varðandi leghálsskimanir. Ákvörðunin mun á endanum draga úr vantrausti kvenna og stytta biðtíma eftir niðurstöðum verulega.

Heilsugæslan boðar rannsóknir á Landspítala en ekki fyrr en næstu áramót
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að hefja undirbúning þess að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim til Íslands, nánar tiltekið á Landspítala. Ákvörðunin er tekin í samráði við heilbrigðisráðuneytið.

Fylgir því gríðarlegt flækjustig að senda sýnin út
Mikil og flókin skriffinska fylgir móttöku, merkingu og áframsendingu leghálssýna til Danmerkur, þar sem þau eru rannsökuð. Ferlinu er lýst í erindi sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Persónuvernd, sem hefur ferlið til skoðunar.

Biðlistastjórnin
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stóð að íslenska heilbrigðiskerfið ætti að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum og að allir landsmenn eigi að fá notið góðrar þjónustu óháð efnahag og búsetu.

„Þetta er ekki einu sinni vont“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var á meðal þeirra sem bólusettir voru með bóluefni AstraZeneca í dag. Um var að ræða bólusetningu með seinni skammti.