Ítalski boltinn

Fréttamynd

Juventus vill fá Cavani

Það eru margar sögusagnir um Juventus þessa dagana enda er liðið talið ætla að styrkja sig umtalsvert í sumar. Nú er hermt að félagið ætli sér að næla í Edinson Cavani, leikmann Napoli.

Fótbolti
Fréttamynd

Ellefu stuðningsmenn Genoa fengu fimm ára bann

Ellefu stuðningsmenn ítalska fótboltaliðsins Genoa létu afar ófriðlega á áhorfendapöllunum gegn Siena s.l. sunnudag og ítalska knattspyrnusambandið tók afar hart á hegðun þeirra. Stuðningsmennirnir fá ekki að stíga fæti inn á áhorfendasvæðin á ítölskum fótboltavöllum næstu fimm árin

Fótbolti
Fréttamynd

Forlan ætlar að vera áfram hjá Inter

Það hefur ekkert gengið hjá Diego Forlan í herbúðum Inter og búið er að orða hann við lið í Suður-Ameríku. Hann ætlar þó að vera áfram í herbúðum félagsins næsta vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Hamsik framlengir við Napoli

Slóvakinn Marek Hamsik hefur endalega bundið enda á sögusagnir um framtíð sína með því að skrifa undir nýjan samning við hið stórskemmtilega lið Napoli.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan vill fá Kagawa og Kolarov

Það verða hugsanlega asísk áhrif í leik AC Milan á næstu leiktíð því félagið er með Japanann Shinji Kagawa í sigtinu en leikmaðurinn hefur slegið í gegn hjá Borussia Dortmund.

Fótbolti
Fréttamynd

Morosini fékk heiðurslíkfylgd um heimavöll Livorno

Liðsfélagar Piermario Morosini og þúsundir stuðningsmanna Livorno minntust hans í dag þremur dögum eftir að hann fékk hjartaáfall og lést í miðjum leik Livorno og Pescara í ítölsku b-deildinni. Morosini verður jarðsunginn á morgun í heimabæ sínum Bergamo.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikil sorg á Ítalíu eftir fráfall Morosini

Piermario Morosini lést í miðjum knattspyrnuleik á Ítalíu í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Mikil sorg ríkir nú á Ítalíu en öllum leikjum helgarinnar í tveimur efstu deildunum var frestað.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan: Ég var meiri maður en Guardiola

Zlatan Ibrahimovic er ekkert hættur orðastríði sínu við Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, þótt að Barcelona-liðið sé búið að slá Zlatan og félaga hans í AC Milan út úr Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Benitez ætlar að bíða eftir rétta starfinu

Rafael Benitez, fyrrum stjóri Liverpool, hefur verið atvinnulaus síðan að hann var rekinn frá Inter Milan í árslok 2010 og er hann jafnan orðaður við öll störf sem losna í bestu deildunum í Evrópu. Spánverjinn ætlar að bíða þolinmóður eftir rétta starfinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Skoraði viljandi sjálfsmark og tók 50 milljónir fyrir

Nýjasti sökudólgurinn í stóra svikamálinu í kringum hagræðingu úrslita í ítalska fótboltanum er Atalanta-maðurinn Andrea Masiello en hann var handtekinn í gær grunaður um að hafa þegið dágóða upphæð fyrir að skora viljandi í eigið mark.

Fótbolti