Ítalski boltinn

Fréttamynd

Moratti veltir risatilboði í Eto'o fyrir sér

Massimo Moratti, forseti ítalska knattspyrnufélagsins Inter, veltir fyrir sér risatilboði rússneska félagisns Anzhi Makhachkala í kamerúnska sóknarmanninn Samuel Eto'o. Tilboðið hljómar upp á 35 milljón evrur eða sem nemur tæpum sex milljörðum íslenskra króna.

Fótbolti
Fréttamynd

Sneijder segist til sölu fyrir rétta upphæð

Hollenskir fjölmiðlar hafa eftir Wesley Sneijder leikmanni Inter í Mílanó að hann sé til sölu fyrir rétta upphæð. Sneijder hefur þrálátlega verið orðaður við Manchester-félögin City og United undanfarið.

Fótbolti
Fréttamynd

Þurfum að skoða stöðu Sneijder

Gian Piero Gasperini, þjálfari Inter, gaf til kynna eftir tap liðsins fyrir AC Milan í ítalska ofurbikarnum í dag að til greina komi að skoða betur stöðu Wesley Sneijder hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sneijder skoraði en Inter tapaði

AC Milan vann í dag 2-1 sigur á grönnum sínum í Inter í árlegum leik um ítalska ofurbikarinn. Leikurinn fór að þessu sinni fram á Ólympíuleikvanginum í Peking að viðstöddu fjölmenni.

Fótbolti
Fréttamynd

Knattspyrnumenn á Ítalíu hóta verkfalli

Leikmenn í Serie A hafa hótað því að fara í verkfall verði ekki gengið frá lausum endum í samkomulag þeirra við deildina. Tvisvar sinnum á síðustu leiktíð voru leikmenn nálægt því að fara í verkfall.

Fótbolti
Fréttamynd

Pastore á leið til PSG - yrði sjötti dýrasti í sögunni

Argentínumaðurinn Javier Pastore hefur staðfest að hann sé á leiðinni til franska knattspyrnufélagsins Paris Saint Germain. Kaupverðið á Pastore, sem leikið hefur með Palermo undanfarin ár, er talið vera um 43 milljónir evra eða sem nemur rúmum sjö milljörðum íslenskra króna.

Fótbolti
Fréttamynd

Stekelenburg samdi við Roma

Hollenski markvörðurinn Marten Stekelenburg hefur gengið til liðs við ítalska félagið Roma frá Ajax í heimalandinu. Kaupverðið er sagt vera um 6,3 milljónir evra.

Fótbolti
Fréttamynd

Vucinic til Juventus

Juventus hefur gengið frá kaupum á Mirko Vucinic frá Roma á 15 milljónir evra. Þessi 27 ára gamli framherji frá Svartfjallalandi skrifaði undir 4 ára samning við Juventus.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool og Fiorentina komast að samkomulagi um Aquilani

Umboðsmaður ítalska knattspyrnumannsins Alberto Aquilani leggur áherslu á að ekki sé frágengið að Aquilani gangi til liðs við Fiorentina. Að hans sögn hafa félögin komist að samkomulagi en Aquilani eigi þó enn eftir að semja við ítalska félagið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Boateng bræður mætast í beinni í München í dag

Heimamenn í Bayern München taka á móti ítölsku meisturunum AC Milan á Allianz-vellinum á Audi Cup síðdegis í dag. Í hinum leik keppninnar mætast Evrópumeistarar Barcelona og Suður-Ameríkumeistarar árið 2010 Internacional.

Fótbolti
Fréttamynd

Vidal kominn til Juventus

Juventus hefur fest kaup á Arturo Vidal og það gleður þjálfara liðsins, Antonio Conte, afar mikið. Leikmaðurinn kemur frá Bayer Leverkusen á 12,5 milljónir evra.

Fótbolti
Fréttamynd

Bojan seldur til Roma en Barcelona fær hann aftur 2013

Spænski framherjinn Bojan Krkic er á leið til Roma og leikur í Serie A næstu tvö árin. Kaupsamningur Barcelona og Roma er í einkennilegri kantinum. Í honum er ákvæði þess efnis að Barcelona kaupi Bojan aftur til félagsins að tveimur árum liðnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Lucio verður áfram hjá Inter

Brasilíski varnarmaðurinn Lucio mun skrifa undir nýjan samning við ítalska liðið Inter á næstu dögum. Nýi samningurinn mun gilda til ársins 2014.

Fótbolti
Fréttamynd

Heinze á leiðinni til Roma

Argentínski bakvörðurinn Gabriel Heinze er á leið til ítalska félagsins Roma. Hann mun koma til félagsins á frjálsri sölu frá Marseille. Þessi 33 ára bakvörður mun væntanlega skrifa undir eins árs samning við Roma.

Fótbolti
Fréttamynd

Melo á förum frá Juventus

Brasilíski landsliðsmaðurinn Felipe Melo er á förum frá Juventus. Hann er ekki inn í áætlunum nýja þjálfarans, Antonio Conte, og fær því að róa á önnur mið.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter og United komast að samkomulagi - Ferguson blæs á sögusagnir

Enski vefmiðillinn Goal.com greinir frá því að Manchester United og Inter hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á Wesley Sneijder. Kaupverðið er talið rúmar 35 milljónir punda eða sem nemur 6.6 milljörðum íslenskra króna. Sir Alex Ferguson neitar sögusögnum af Sneijder í bandarískum fjölmiðlum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ólafur Kristjáns: Elfar var settur í mjög erfiða stöðu

Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta norska liðinu Rosenborg í meistaradeildinni í kvöld. Leikið er á Lerkendal-vellinum í Þrándheimi. Það hefur varpað nokkrum skugga á undirbúning leiksins að varnarmaðurinn sterki, Elfar Freyr Helgason, verður ekki með í leiknum eins og samið var um.

Fótbolti
Fréttamynd

John Arne Riise í læknisskoðun hjá Fulham

John Arne Riise fyrrverandi leikmaður Liverpool sem leikið hefur með Roma á Ítalíu undanfarin ár er í læknisskoðun hjá Fulham þessa stundina. Samkvæmt frétt á vef norska ríkisútvarpsins verður Riise kynntur sem nýr leikmaður félagsins síðar í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Roma semur við eina skærustu stjörnu Argentínu

Ítalska félagið AS Roma hefur gengið frá kaupum á argentínska táningnum Erik Lamela frá River Plate í Argentínu. Talið er að kaupverðið sé um 12 milljónir evra eða sem nemur tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna.

Fótbolti
Fréttamynd

West Ham vill að Diamanti verði meinað að spila fótbolta

Enska knattspyrnufélagið West Ham vilja að FIFA og ítalska knattspyrnusambandið komi í veg fyrir að Alessandro Diamanti fái að spila fótbolta. Diamanti gekk til liðs við Brescia frá West Ham á síðasta ári. Að sögn West Ham hefur Brescia ekki enn lokið við að greiða fyrir kaupin á leikmanninum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Motta verður áfram hjá Inter

Þrátt fyrir miklar vangaveltur síðustu vikur verður ekkert af því að Thiago Motta fari frá ítalska liðinu Inter. Leikmaðurinn vill ekki fara frá liðinu.

Fótbolti