Ítalski boltinn

Fréttamynd

Krasic fékk tveggja leikja bann fyrir leikaraskap

Serbneski leikmaðurinn Milos Krasic hjá Juventus var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að fiska víti á óheiðarlegan hátt í markalausu jafntefli á móti Bologna um helgina. Ítalska knattspyrnusambandið studdist við sjónvarpsupptökur af leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Sampdoria nældi í jafntefli gegn Inter

Ítalíumeistarar Inter misstu af mikilvægum stigum á heimavelli í kvöld þegar Sampdoria kom í heimsókn á San Siro. Inter náði aðeins jafntefli í leiknum sem endaði 1-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Sneijder mun semja til ársins 2015

Ekkert varð af því að Hollendingurinn Wesley Sneijder skrifaði undir nýjan samning við Inter í vikunni líkt og búist var við. Nú er hermt að hann skrifi undir samninginn í næstu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Ciro Ferrara þjálfar 21 árs landslið Ítala

Ciro Ferrara, fyrrum þjálfari Juventus, hefur tekið að sér þjálfun 21 árs landslið Ítala. Pierluigi Casiraghi var rekinn eftir að Ítölum mistókst að komast í úrslitakeppni EM í Danmörku á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Bjóðið okkur 39 milljarða og þá getum við kannski talað saman

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hlær bara af fréttunum um að Evrópumeistarar Inter Milan ætli að reyna að kaupa Lionel Messi frá Barcelona eftir þrjú ár. Massimo Moratti, forseti Inter, tjáði sig á dögunum um framtíðarplan sitt að reyna að kaupa Messi frá spænsku meisturunum sumarið 2013.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Edinson Cavani vera betri en Fernando Torres

Paolo Rossi, hetja Ítala á HM 1982, hefur mikla trú á 23 ára framherja Napoli-liðsins, Edinson Cavani, en Úrúgvæmaðurinn verður í sviðsljósinu þegar Napoli tekur á móti Liverpool í Evrópudeildinni annað kvöld. Rossi segir að eins og staðan sé í dag þá sé Edinson Cavani betri en Fernando Torres hjá Liverpool.

Fótbolti
Fréttamynd

Pierluigi Casiraghi hættur með 21 árs landslið Ítala

Ítalska 21 árs landsliðinu tókst ekki að komast í úrslitakeppni EM eins og því íslenska og það voru mikil vonbrigði fyrir ítalska knattspyrnu. Pierluigi Casiraghi, þjálfari ítalska 21 árs liðsins, hefur í kjölfarið hætt sem þjálfari liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Ranieri tekur ekki í mál að hætta

Claudio Ranieri, þjálfari Roma, er enn eina ferðina á ferlinum lentur í vandræðum með lið sitt. Það gengur hvorki né rekur hjá honum og neyðarlegt 3-1 tap fyrir Basel í Meistaradeildinni í gær fyllti mælinn hjá mörgum.

Fótbolti
Fréttamynd

Benitez vill fá Kuyt og Afellay

Rafa Benitez, þjálfari Inter, er á fullu að undirbúa kaup i janúar. Efstir á óskalista hans eru Hollendingarnir Dirk Kuyt og Ibrahim Afellay, leikmaður PSV, sem og Gareth Bale hjá Spurs.

Fótbolti
Fréttamynd

Bale á óskalista Inter

Forráðamenn Inter ætla að nýta leikinn gegn Tottenham í Meistaradeildinni til þess að ræða við forráðamenn Spurs um Gareth Bale.

Fótbolti
Fréttamynd

Forseti Inter: Ætlar að reyna að kaupa Messi árið 2013

Massimo Moratti, forseti Inter, er alltaf skemmtilega hreinskilinn í viðtölum og ítalskir fjölmiðlamenn eru duglegir að heyra í þessum 65 ára knattspyrnuáhugamanni sem hefur gert frábæra hluti með Inter síðan að hann settist í forsetastólinn hjá Internazionale Milano fyrir fimmtán árum.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan líkir Guardiola við Tiger Woods

Zlatan Ibrahimovic átti ekki skap saman við Pep Guardiola þegar hann var í herbúðum Barcelona og entist spænski landsliðsframherjinn því bara í eitt tímabil hjá spænsku meisturunum. Síðan að Zlatan fór til AC Milan hefur hann nokkrum sinnum tjáð sig um fyrrum þjálfara sinn og þar á meðal í nýju viðtali í ítalska blaðinu La Gazzetta dello Sport.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter á toppinn – Stórsigur hjá Juve

Ítalíumeistararnir í Inter Milan eru komnir upp að hlið nágranna sinn í AC Milan á topp ítölsku deildarinnar eftir sigur á Cagliari í dag, 0-1. Samuel Eto skoraði sigurmark Inter Milan á 39. mínútu og er liðið nú með 14 stig eftir sjö leiki.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho notaði báða hælana - myndband

Það eru ekki margir knattspyrnumenn sem eru betri með boltann en Brasilíumaðurinn Ronaldinho. Það eru líka til mörg myndband á netinu sem sýna hann leika sér með boltann hvort sem það er á æfingu, í leik eða bara í upphitun.

Fótbolti