
Þýski boltinn

Bayern verðmætasta vörumerkið í boltanum
Bayern München heldur áfram að vinna frækna sigra en félagið er nú orðið verðmætasta vörumerkið í fótboltaheiminum. Bayern hefur velt Man. Utd af stalli úr toppsætinu.

Lewandowski vildi ekki ræða um Bayern
Þó svo umboðsmaður pólska framherjans, Roberts Lewandowski, sé búinn að lýsa því yfir að skjólstæðingur hans sé á leið til Bayern München frá Dortmund þá vill leikmaðurinn ekki staðfesta það.


Badstuber frá í tíu mánuði í viðbót
Holger Badstuber, varnarmaður Bayern München, hefur ekkert spilað síðan í desember og verður nú frá í minnst tíu mánuði til viðbótar.

Hoffenheim á enn möguleika á að bjarga sér frá falli.
Hoffenheim vann dramatískan 2-1 sigur á Borussia Dortmund í síðustu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar sem leikinn var í dag. Liðið á því enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.

Enginn leikur í gangi en samt troðfullur leikvangur
Stuðningsmenn Bayern München voru fljótir að kaupa alla þá 45 þúsund miða sem voru í boði þegar félagð ákvað að bjóða sínu stuðningsfólki tækifæri til að fylgjast með úrslitaleik Meistaradeildarinnar á stórum skjá á Allianz Arena, heimavelli Bayern.

Rekinn eftir 40 ára starf
Thomas Schaaf, stjóri þýska liðsins Werder Bremen, var látinn taka poka sinn eftir rúmlega 40 ára samfellt starf fyrir félagið.

Bæjarar böðuðu sig upp úr bjór | Myndir
Bayern München fékk í dag afhentan skjöldinn fyrir sigur í þýsku úrvalsdeildinni. Var mikil gleði á Allianz-vellinum.

Neuer varði víti frá Lewandowski
Borussia Dortmund og Bayern München hituðu í kvöld upp fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í þýsku úrvalsdeildinni. Dortmund fékk víti í stöðunni 1-1 og lék manni fleiri síðustu 26 mínúturnar en tókst samt ekki að tryggja sér sigur á þýsku meisturunum.

Ætlar ekki að borða með Bæjurum
Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Borussia Dortmund, segist ekki ætla að snæða hádegisverð með kollegum sínum hjá Bayern München um helgina.

Ársmiðinn hjá Bayern aðeins dýrari en hjá KR
Bayern München er líklega besta lið Evrópu í dag. Liðið gerir allt rétt innan vallar og liðið virðist vart misstíga sig utan vallar heldur. Mikið er kvartað yfir miðaverði á leiki í ensku úrvalsdeildinni enda hefur það hækkað talsvert á undanförnum árum.

Ekki alltaf gott að fara frá Dortmund
Þýska liðinu Dortmund hefur gengið illa að halda lykilmönnum sínum á síðustu árum en stærstu stjörnur liðsins undanfarin ár hafa oftar en ekki haft vistaskipti eftir að hafa slegið í gegn hjá félaginu.

Ferguson hefur áhuga á Lewandowski
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur gefið það í skyn að hann hafi áhuga á því að klófesta Robert Lewandowski frá Borussia Dortmund í sumar en leikmaðurinn hefur farið á kostum með þýska félaginu í vetur.

Enn einn sigurinn hjá Bayern
Þó svo að Jupp Heynckes, stjóri Bayern, hafi hvílt sínar stærstu stjörnur fyrir seinni leikinn gegn Barcelona í Meistaradeildinni vann liðið samt enn einn sigurinn í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Götze vildi spila fyrir Guardiola
Ástæða þess að Mario Götze ákvað að taka tilboði Bayern München var fyrst og fremst að spila undir stjórn Pep Guardiola.

Hertha Berlín í efstu deild á ný
Stuðningsmenn Herthu frá Berlín geta fagnað í dag því liðið mun endurnýja kynni sín við Bundesliguna á næstu leiktíð.

Völler staðfestir viðræður við Chelsea
Andre Schürrle gæti verið á leiðinni til enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea í sumar. Íþróttastjóri Bayer Leverkusen hefur staðfest viðræður félaganna.

Slegist um síðustu miðana á Real Madrid leikinn
Heitustu miðarnir í Þýskalandi þessa dagana eru miðar á leik Borussia Dortmund og Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Stuðningsmenn Dortmund bókstaflega slógust um síðustu miðana á leikinn.

Bayern gekk frá Wolfsburg í bikarnum | Gomez með þrennu á sex mínútum
Bayern München er komið í úrslit þýsku bikarkeppninnar eftir 6-1 stórsigur á Wolfsburg í undanúrslitum í kvöld.

Alfreð reykspólaði fram úr Bale og Michu
Alfreð Finnbogason skoraði tvö mörk fyrir Heerenveen í 3-2 sigri á Willem II í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Hann hefur þar með skorað 23 deildarmörk á tímabilinu og jafnað 33 ára gamalt met Péturs Péturssonar en enginn Íslendingur hefur skorað fleiri deildarmörk á einu tímabili í efstu deild.

Ég þarf engin ráð frá Guardiola
Jupp Heynckes, þjálfari Bayern München, er búinn að gera frábæra hluti með þýska liðið á þessu tímabili. Bayern er að bursta þýsku deildina og fór auðveldlega í gegnum Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Hummels heitur fyrir Barcelona
Þýski landsliðsmaðurinn Mats Hummels, leikmaður Dortmund, hefur gefið Barcelona undir fótinn þó svo hann segist vera ánægður hjá þýska félaginu.

Bayern meistari í Þýskalandi
Bayern München tryggði sér í dag þýska meistaratitilinn eftir 1-0 sigur á Frankfurt. Liðið er með 20 stiga forystu á toppnum þegar sex umferðir eru eftir.

Dortmund með bestu aðsóknina í Evrópu
Die Welt í Þýskalandi hefur tekið saman lista yfir bestu aðsóknina á fótboltaleiki Evrópu og þar kemur í ljós að þýska liðið Borussia Dortmund er á toppnum. Þýsku liðin koma afar vel út og átta þeirra eru inn á topp tuttugu.

Missa Þjóðverjar af EM í Danmörku?
Þýskaland er í miklu basli í undankeppni EM 2014 í handbolta eftir að liðið tapaði fyrir Tékklandi í gær.

Robben hefur ekki áhuga á því að yfirgefa Bayern München
Arjen Robben, leikmaður Bayern München, hefur engan áhuga á því að yfirgefa félagið í sumar og blæs á þær sögusagnir.

Bayern Munchen gjörsamlega valtaði yfir Hamburger 9-2
Bayern Munchen vann ótrúlegan sigur á Hamburger SV, 9-2, í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og má svo sannarlega segja að liðið hafi niðurlægt Hamburger á Allianz-vellinum.

Dortmund með sterkan sigur gegn Stuttgart
Sex leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en þar má helst nefna fínn útisigur hjá Borussia Dortmund gegn Stuttgart 2-1.

Hertha Berlin með öruggan sigur á Hólmari og félögum
Hertha Berlin vann öruggan sigur, 2-0, á Bochum í þýsku annarri deildinni í knattspyrnu í dag en Hólmar Örn Eyjólfsson leikur með liðið Bochum.

Bierhoff: Nánast vonlaust fyrir Þýskaland að vinna HM 2014
Oliver Bierhoff, fyrrum liðsmaður og liðsstjóri þýska landsliðsins í knattspyrnu, er ekki bjartsýnn fyrir hönd þýska landsliðsins á HM í Brasilíu næsta sumar. Ástæðan er ekki geta liðsins heldur það að keppnin fer fram í Suður-Ameríku.