

Þáttastjórnendum útvarpsstöðvarinnar X977 hefur verið sagt upp. Útvarpsstjóri Sýnar segir að um sé að ræða dagskrárbreytingar.
Sjónvarpsstöðin Sýn, áður Stöð 2, verður í opinni dagskrá fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst næstkomandi. Áskrift að Sýn+ veitir notendum forskot á allt efni stöðvarinnar.
Eins og lesendum Vísis er kunnugt um var múrarinn Eyjólfur Eiríksson valinn Iðnaðarmaður ársins 2025 í síðustu viku. Hann var einn af átta iðnaðarmönnum sem komust í úrslit og stóðst þar með strangar kröfur dómnefndar X977 og Sindra.
Stefán Valmundarson hefur verið ráðinn útvarpsstjóri Sýnar. Hann mun stýra starfsemi útvarpsstöðvanna Bylgjunnar, FM957, X977, Léttbylgjunnar, Gullbylgjunnar og hlaðvarpsveitunnar TAL.
Iðnaðarmaður ársins 2025 er múrarinn Eyjólfur Eiríksson. Hann var einn af átta iðnaðarmönnum sem komust í úrslit og stóðust þar með strangar kröfur dómnefndar X977 og Sindra.
Í dag sameinast vörumerkin Vodafone, Stöð 2, Stöð2+ og Stöð 2 Sport undir merki Sýnar.
Það styttist í að Iðnaðarmaður ársins verði krýndur en sá eða sú sem hlýtur titilinn fær glæsileg verðlaun frá SINDRA. Verslunin er stútfull af flottum verkfærum og Tommi Steindórs kíkti í hillurnar og týndi til topp fimm mikilvægustu tólin sem hver iðnaðarmaður þarf að eiga.
Þorklákur Ari Ágústsson málarameistari er kominn í úrslit um iðnaðarmann ársins 2025 hjá X977 og SINDRA. Þorlákur lauk námi árið 2014 og getur ekki verið án spartlspaða og borvélar í vinnunni. Þegar hann er ekki á kafi í vinnu spilar hann tölvuleiki og nýtur lífsins með konunni sinni.
Máni Jökulsson húsasmiður og byggingafræðingur er kominn í úrslit um Iðnaðarmann ársins hjá X977 og SINDRA. Máni lærði í Verkmenntaskólanum á Akureyri og í Danmörku og ákvað snemma að hann ætlaði að leggja þetta fag fyrir sig.
Þorleifur Einar Leifsson iðnaðar rafvirki er kominn í úrslit um iðnaðarmann ársins 2025 hjá X977 og SINDRA. Þorleif langaði alltaf til þess að verða smiður en pabbi hans er rafvirki og það hafði úrslitaáhrif um val á námi í Tækniskólanum. Þorleifur sér ekki eftir því og hefur bætt við sig réttindum til að tengja 66kV háspennu jarðstreng.
Eyjólfur Eiríksson er kominn í úrslit um Iðnaðarmann ársins 2025 hjá X977 og SINDRA. Eyjólfur byrjaði að múra í sumarvinnu en fannst svo gaman að hann ákvað að demba sér í Tækniskólann. Þegar hann er ekki í vinnunni skreppur hann í golf og hlustar á Ice guys til að koma sér í stuð.
Róbert Örn Diego dúkari er kominn í úrslit um Iðnaðarmann ársins hjá X977 og Sindra. Eðli málsins samkvæmt er dúkahnífur það áhald sem hann kemst ekki af án í vinnunni auk ryksugu og slípivélar. Rage Against the machine er uppáhalds hljómsveitin hans og þegar hann er ekki í vinnunni sinnir hann fjölskyldunn, ferðast og fer í ræktina og lifir í almennri gleði.
Þór Einarsson pípari er kominn í úrslit um Iðnaðarmann ársins hjá X977 og Sindra. Þór lærði hjá píparann í Tækniskólanum og hjá Rörtönginni ehf. Hann „datt inn í bransann“ og gæti ekki verið án The handy folding bucket í vinnunni. Þegar hann er ekki að vinna spilar hann fótbolta, gengur á fjöll meðal annars.
Elsa Lillian Meibing Ívarsdóttir er rafvirki og komin í úrslit í Iðnaðarmanni ársins 2025 hjá X977 og Sindra. Þegar hún er ekki í vinnunni er hún að gera upp íbúð, hendir sér í ræktina og tekur einn og einn enduoro hring með pabba sínum. Tami Impala er uppáhalds hljómsveitin hennar og hún getur ekki verið án spótatangar, bítara og Wera skrúfujárns í vinnunni.Elsa svarar hér nokkrum laufléttum spurningum:
Davíð Már Stefánsson rafvirki er kominn í úrslit um Iðnaðarmann ársins hjá X977 og Sindra. Davíð hefur alltaf haft áhuga á rafmagni og ákvað sem strákur að verða rafvirki. Hann getur ekki verið án bítarans í vinnunni en þegar hann er ekki að vinna þrífur hann bíla og fer í ræktina.
X977 og Sindri leita nú að Iðnaðarmanni ársins 2025. Fjöldi ábendinga um flinka iðnaðarmenn bárust dómnefndinni sem hefur legið undir feldi síðustu daga. Átta einstaklingar þóttu skara fram úr og nú gefst lesendum kostur á að kjósa á milli þeirra.
Leitin að verðugum titilhafa Iðnaðarmanns ársins 2025 er hafin.
Hlustendaverðlaunin 2025 voru afhent við hátíðlega athöfn á Nasa í kvöld. Herra Hnetusmjör sópaði að sér verðlaunum en hann hlaut verðlaun sem söngvari ársins, fyrir lag ársins og plötu ársins.
Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen fór fram í fyrsta sinn í fjórtán ár í dag. 32 keppendur voru skráðir til leiks og stóðu sig misvel að sögn mótshaldara. Það sé ekki nóg að vera heppinn.
Blásið verður til Íslandsmeistaramótsins í Ólsen ólsen næsta laugardag. Stefán Árni Pálsson spáði í spilin fyrir mótið í Ólsen ólsen extra, sérstökum þætti fyrir mót ásamt Tomma Steindórs dagskrárstjóra X977 og Ingimari Helga Finnssyni, keppanda í mótinu.
Útvarpsstöðin X977, í samstarfi við Reykjavík Brewing Company, blæs til Íslandsmeistaramóts í Ólsen ólsen laugardaginn 15. mars. Þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem slíkt mót er haldið og má því búast við miklu fjöri.
Hafnfirska rokkhljómsveitin SIGN treður upp í Gamla bíói 23. maí í samstarfi við útvarpsstöðina X977. SIGN er eitt af stærstu nöfnum íslenskrar rokksögu og fyrsta íslenska „emo“ bandið sem sprakk út.
Það var þakklæti í lofti hjá spenntum tónleikagestum þegar harðkjarnahljómsveitin I adapt steig á svið í Iðnó í desember í síðasta sinn. Uppselt var á tónleikana og gríðarleg stemning. Sveitin kom aftur saman í sumar eftir tólf ára hlé en söngvari sveitarinnar segir almættið eitt geta svarað því hvenær sveitin kemur aftur saman.
Sérlegir stórvinir X-ins 977, rokkararnir í Brain Police mæta og rífa þakið af húsinu í nýjasta og síðasta þættinum af Live in a fishbowl. Sveitin er nú á fullu við að vinna í nýrri plötu, sinni fyrstu frá því að hún gaf út Beyond The Wasteland árið 2006.
Harðkjarnahljómsveitin I adapt steig á svið í nýjasta tónleikaþætti Live in a fishbowl á X-inu 977. Sveitin kom aftur saman í sumar eftir að hafa ekki spilað saman í tólf ár og mun halda risatónleika í Iðnó þann 14. desember.
Strákarnir í Spacestation mættu með pompi og prakt í fiskabúrið hjá X-inu 977. Þar spiluðu þeir nokkur af sínum bestu lögum líkt og All of the Time, Sickening og Can't be mine og þá taka þeir einnig klassískt lag Bjartmars Guðlaugssonar.
Dr. Gunni og félagar í Dr. Gunna fóru mikinn þegar þeir mættu í fiskabúri X-ins 977 í nýrri þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Félagarnir voru í essinu sínu og spiluðu gamalkunnug lög í bland við ný.
Biggi Maus er annar gestur í fiskabúri X-ins 977 í nýrri þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Þetta er tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið en það er vel við hæfi að Biggi haldi þar nú tónleika enda er nafnið skírskotun í goðsagnakennt lag Maus.
Fyrstu tónleikarnir í fiskabúri X-ins 977 eru komnir í loftið en um er að ræða nýja þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Félagarnir í HAM stíga fyrstir á stokk í tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið og er skírskotun í goðsagnakennt lag Maus.
Fyrstu tónleikarnir í fiskabúri X-ins 977 fara í loftið á morgun en um er að ræða nýja þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Þetta er tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið og er skírskotun í goðsagnakennt lag Maus.