Handbolti

Fréttamynd

Barcelona kaupir Sjöstrand frá Flensburg

Barcelona tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að félagið hefði keypt sænska markvörðinn Johan Sjöstrand frá Flensburg. Hann fær það verðuga verkefni að leysa David Barrufet af hólmi en Barrufet hefur lagt skóna á hilluna eftir giftusaman 27 ára feril.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð og Aron mæta Barcelona

Í dag var dregið í riðla fyrir Meistaradeild Evrópu í handbolta. Kiel er í riðli með Barcelona en með Kiel leikur Aron Pálmarsson og Alfreð Gíslason þjálfar liðið.

Handbolti
Fréttamynd

Bielecki meiddist illa á auga með pólska landsliðinu

Ferill pólsku stórskyttunnar Karol Bielecki gæti verið í hættu eftir að hann meiddist illa á auga í landsleik Póllands og Króatíu um helgina. Bielecki er nýbúinn að framlengja samning sinn við Rhein-Neckar Löwen til ársins 2015 en svo alvarleg eru meiðslin að óttast er um að ferill hans sé í hættu.

Handbolti
Fréttamynd

Norðmenn í fínum málum en meiri spenna hjá Þjóðverjum

Fimm leikir fóru fram í gær í umspili um laus sæti á HM í handbolta sem fer fram í Svíþjóð á næsta ári. Úkraínumenn voru eina liðið sem vann á útivelli en Austurríki, Noregur, Þýskaland og Serbía fara öll með forskot í útileikinn um næstu helgi.

Handbolti
Fréttamynd

Dagur kominn með Austurríki hálfa leið á HM í Svíþjóð

Austurríki vann sextán marka stórsigur á Hollandi í dag, 31-15, í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti á HM í Svíþjóð á næsta ári. Leikurinn fór fyrir framan tæplega fjögur þúsund áhorfendur í Dornbirn í Austurríki og lærisveinar Dags Sigurðssonar voru í miklu stuði síðustu 45 mínúturnar í leiknum sem liðið vann 24-8.

Handbolti
Fréttamynd

Berglind Íris til Noregs

Landsliðsmarkvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir hefur gengið frá tveggja ára samningi við Fredrikstad Ballklubb sem leikur í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Handbolti
Fréttamynd

Júlíus: Ekki draumariðillinn

Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari í handbolta, hafði blendnar tilfinningar gagnvart riðlinum sem Ísland keppir í á EM í handbolta í desember næstkomandi.

Handbolti
Fréttamynd

Flott frammistaða en naumt tap á móti Frökkum - myndasyrpa

Íslenska kvennalandsliðið tókst ekki að tryggja sig inn í lokakeppni EM á móti Frökkum í gær þrátt fyrir að hafa staðið sig vel á móti sterku liði Frakka. Íslenska liðið tapaði 24-27 en jafntefli hefði nægt til að koma stelpunum á EM í fyrsta sinn í sögunni.

Handbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur Lemgo

Lemgo vann öruggan sex marka sigur á Kadetten Schaffhausen, 24-18, í fyrri úrslitaleik liðanna í EHF-bikarkeppninni í dag.

Handbolti
Fréttamynd

FCK tapaði fyrsta bronsleiknum

FCK tapaði í gær fyrir Bjerringbro-Silkeborg á útivelli, 30-27, í fyrstu viðureign liðanna um bronsverðlaun dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur: Ekki erfið ákvörðun

Landsliðsmaðurinn Ólafur Andrés Guðmundsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við danska ofurliðið AG Köbenhavn. Hann mun ganga í raðir liðsins sumarið 2011 en verður lánaður til FH í vetur þar sem hann leikur einmitt núna.

Handbolti
Fréttamynd

Björgvin Páll svissneskur meistari

Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Kadetten urðu í kvöld svissneskir meistarar í handbolta aðeins nokkrum dögum eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik EHF-bikarsins með því að slá út þýska stórliðið Flensburg.

Handbolti
Fréttamynd

Alex var erfiður en það þarf fleiri en einn mann til þess að klára okkur

Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik á lokakaflanum þegar Kadetten vann 24-21 sigur á Alexander Petersson og félögum Flensburg í seinni leik liðanna í undanúrslitum EHF-bikarsins í gær. Alexander náði að skora fimm sinnum hjá Björgvini en íslenski landsliðsmarkvörðurinn fékk aðeins þrjú mörk á síg á síðustu tuttugu mínútum leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

Gunnar Steinn: Við erum með betra lið en Ystad

Gunnar Steinn Jónsson og félagar í Drott eru komnir í oddaleik í undanúrslitum sænska handboltans og geta tryggt sér sæti í úrslitaleiknum á móti Sävehof vinni þeir Ystad í dag. Gunnar Steinn og félagar verða í beinni útsendingu á SVT 2 sem næst á Digital Ísland.

Handbolti