Mannfjöldi

611 þúsund íbúar á Íslandi árið 2074
Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða íbúar á Íslandi 611 þúsund árið 2074 og gætu orðið 500 þúsund innan 20 ára. Íbúum á Íslandi fjölgar úr 388 þúsund skráðum einstaklingum árið 2023 í 518 til 760 þúsund íbúa á næstu 50 árum, með 90% líkum.

Íbúum í Skagafirði fjölgar og fjölgar
Íbúum Skagafjarðar fjölgar og fjölgar og eru nú orðnir rúmlega fjögur þúsund og fjögur hundruð en alls hefur fjölgað um 80 íbúa á árinu. Mikið er byggt út um allt í sveitarfélaginu en það, sem skortir eru vinnandi hendur því næga atvinnu er að hafa í Skagafirði.

Á íslenskum vinnumarkaði eru 55 kvár
Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar eru skráð 150 kvár á Íslandi, eða fólk sem flokkast sem kynsegin/annað.

Ástarlífið blómstrar í Fjallabyggð
Íbúum í Fjallabyggð fjölgar og fjölgar enda segir bæjarstjórinn að ástarlífið blómstri í sveitarfélaginu. Þá er verið að byggja mikið af nýju húsnæði í Fjallabyggð eins og á Siglufirði og í Ólafsfirði.

Íbúum Snæfellsbæjar fjölgar smátt og smátt
Íbúum Snæfellsbæjar er smátt og smátt að fjölga en vandamálið þar eins og svo víða í öðrum sveitarfélögum úti á landi er vöntun á húsnæði fyrir nýja íbúa. Þá hefur fjöldi ferðamanna í Snæfellsbæ sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í sumar og haust.

Tíundi hver Japani áttatíu ára eða eldri
Í fyrsta sinn í sögunni er tíundi hver maður í Japan áttatíu ára eða eldri.

Erlendum ríkisborgurum fjölgað um tíu prósent frá desember
Erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi voru 71.250 þann 1. ágúst síðastliðinn. Þeim fjölgaði um 6.665 einstaklinga frá 1. desember 2022 eða um 10,3 prósent. Úkraínskum ríkisborgurum hefur fjölgað um helming á tímabilinu.

Íbúum í Múlaþingi fjölgað um þrjú hundruð á síðustu tveimur árum
Íbúum í Múlaþingi hefur fjölgað um þrjú hundruð á síðustu tveimur árum að sögn sveitarstjórans sem segir ungt fólk sækja í að flytja Austur á land. Þar spili möguleikar á fjarvinnu frá höfuðborginni stóran þátt.

Mesta fjölgun í Evrópusambandinu í meira en hálfa öld
Íbúum Evrópusambandslanda fjölgaði um 2,7 milljónir árið 2022 sem er mesta hækkun síðan árið 1965. Tvö ár þar á undan var fólksfækkun.

Erlendum ríkisborgurum fjölgað um níu prósent frá í desember
Alls voru 70.307 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. júlí síðastliðinn og fjölgaði þeim um 5.722 einstaklinga frá 1. desember 2022 eða um 8,9%. Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár. Erlendir ríkisborgarar eru nú um 18 prósent landsmanna og hefur hlutfallið aukist að um rúmt prósent á ári undanfarin fimm ár.

Sögulega lág fæðingartíðni geti haft efnahagslegar afleiðingar
Fæðingartíðni lækkaði sögulega á milli ára og hefur aldrei verið lægri en í fyrra. Prófessor í hagfræði segir að ef fram heldur sem horfir geti efnahagslegar afleiðingar orðið talsverðar.

Frjósemi aldrei verið minni á Íslandi
Frjósemi hefur aldrei verið minni á Íslandi síðan mælingar hófust árið 1853. Frjósemistölur eru langt undir viðmiðum um þá frjósemi sem þarf til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Frjósemi hefur ekki náð því viðmiði í yfir tíu ár.

Íbúum fjölgar og fjölgar í Hveragerði
„Hvergi á landinu hefur verið jafn mikil fjölgun hlutfallslega af íbúum eins og í Hveragerði síðustu tvö árin eða um sjö prósent“. Þetta segir Geir Sveinsson, bæjarstjóri um leið og hann ítrekar að vaxtarverkir fylgi slíkri fjölgun því allir innviðir bæjarfélagsins þurfi að vera í lagi.

Ásgeiri brugðið þegar hann heyrði að Íslendingum hafi fjölgað um 3.000 á árinu
Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra var brugðið þegar hann fékk að vita það á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun að Íslendingum hafi fjölgað um þrjú þúsund frá áramótum.

Þúsundasta Bolvíkingnum heilsast vel
Þúsundasti Bolvíkingurinn fæddist á fimmtudag og heilsast vel. Sveitarfélagið hefur lengi stefnt að þessu markmiði og nú þarf að hækka ránna.

„Við erum að halda áfram í þessu frjálsa falli“
„Við erum að halda áfram í þessu frjálsa falli í raun og veru,“ segir Sunna Kristín Símonardóttir nýdoktor í félagsfræði, sem rannsakar orsakir sífellt lækkandi fæðingartíðni á Íslandi. Á hverju ári lækkar fæðingartíðnin, með undantekingu í Covid, og eftir að hafa njósnað um óútkomnar tölur frá 2022, telur Sunna líklegt að þær verði lægri en nokkru sinni fyrr.

Spá því að mannfjöldinn toppi lægra og fyrr en áður var talið
Niðurstöður nýrrar rannsóknar virðast benda til þess að „mannfjöldasprengjan“ muni ekki springa, heldur muni mannfjöldinn toppa lægra og fyrr en áður var talið.

Íbúar Kópavogsbæjar hafa rofið 40 þúsund manna múrinn
Íbúar Kópavogsbæjar eru nú orðnir 40 þúsund talsins. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri afhenti á dögunum dreng sem kom í heiminn um miðjan mánuðinn, ásamt foreldrum hans gjafir til að fagna tímamótunum í sögu bæjarins.

Íbúum í Þorlákshöfn hefur fjölgað um 20 prósent á fimm árum
Ekkert lát er á uppbyggingu í Þorlákshöfn en þar hefur íbúum fjölgað um tuttugu prósent á síðustu fimm árum. Ný hverfi rísa eins og gorkúlur um bæjarfélagið og atvinnutækifæri eru næg.

Aldrei meiri fjölgun íbúa
Íbúum á Íslandi fjölgaði um rúmlega 11.500 manns eða 3,1 prósent á milli ára í upphafi árs. Það er mesta fjölgun í sögu mannfjöldatalna á Íslandi sem ná aftur til fyrri hluta átjándu aldar.

Íslendingur búsettur í 100 ríkjum heims
Þann 1. desember 2022 voru 48.951 Íslendingur með skráð lögheimili erlendis, þar af 11.590 í Danmörku. Næst flestir voru skráðir í Noregi, 9.278, og 8.933 í Svíþjóð. Alls eru 62,1 prósent hópsins með skráð lögheimili á Norðurlöndunum.

Íbúar á Íslandi nálgast 400 þúsunda markið hratt og örugglega
Landsmönnum fjölgaði um 2.570 á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs.

Elsti Íslendingurinn er 105 ára
Í dag eru 47 einstaklingar á Íslandi 100 ára og eldri. Þrír af þessum 47 einstaklingum eiga maka á lífi. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt Þjóðskrár yfir elstu íbúa landsins.

Kínverjum fækkar í fyrsta sinn frá árinu 1961
Kínverjum fer nú fækkandi í fyrsta sinn síðan árið 1961. Í lok síðasta árs voru Kínverjar 1.41175 milljarðar en ári áður voru þeir 1.41260 milljarðar, sem er fækkun um 850 þúsund einstaklinga á einu ári.

Langlífir og hamingjusamir en um leið methafar í lyfjanotkun
Á meðan Íslendingar eru meðal hamingjusömustu og langlífustu þjóða í heimi setja þeir hvert metið á fætur öðru í lyfjanotkun. Heimilislæknir segir mikilvægt að finna út hvað veldur þessu og meta stöðuna upp á nýtt. Það geti verið skaðlegt að vera mörgum lyfjum í langan tíma.

Borga Tókýóbúum milljón krónur á barn fyrir að flytja frá borginni
Stjórnvöld í Japan hyggjast nú bjóða fjölskyldum eina milljón króna á barn fyrir að flytja frá Tókýó til strjálbýlari svæða landsins. Markmiðið er að draga úr fólksfækkun á landsbyggðinni.

Íbúar Íslands 467 þúsund árið 2073
Íbúar Íslands verða 467 þúsund árið 2073 samkvæmt nýrri mannfjöldaspá Hagstofunnar.

„Þetta kom mér alls ekki á óvart“
Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir margar skýringar á því hvers vegna mannfjöldi var oftalinn um tíu þúsund hér á landi, eins og kom í ljós í nýju manntali Hagstofunnar. Ein sú helsta séu útlendingar sem flytja aftur til síns heima.

Jarðarbúar nú orðnir átta milljarðar talsins
Sameinuðu þjóðirnar áætla að fjöldi jarðarbúa fari yfir átta milljarða í dag.

Tæplega tíu þúsund færri en reiknað var með
Rétt tæplega tíu þúsund fleiri einstaklingar eru skráðir í þjóðskrá en teljast til mannfjölda hér á landi, miðað við manntal ársins í fyrra.