Krabbamein

Fréttamynd

Fleiri konur mættu í krabba­meins­skimun í ár en í fyrra

Fleiri konur mættu í bæði legháls- og krabbameinsskimun í fyrra en árið áður. Hlutfall þeirra kvenna sem mætir í skimun árlega nær þó enn ekki viðmiðunarmörkum sem eru 75 prósent. Greint er frá þessu í nýju gæðauppgjöri embættis landlæknis vegna skimunar.

Innlent
Fréttamynd

Dawson's Creek leikari með krabba­mein

Bandaríski leikarinn James Van Der Beek hefur verið greindur með ristilkrabbamein. Van Der Beek er hvað þekktastur fyrir leik sinn í unglingaþáttunum Dawson‘s Creek og kvikmyndinni Varsity Blues. Hann er 47 ára gamall. Hann greindi frá greiningunni í viðtali við tímaritið People.

Lífið
Fréttamynd

Krabba­meins­greining og and­leg líðan

Að greinast með krabbamein getur haft margvísleg áhrif á daglegt líf þann sem greinist og hans nánustu. Krabbamein er streituvaldur sem felur í sér ýmsar breytingar m.a. á hlutverkum og almennri færni. 

Skoðun
Fréttamynd

Fram fyrir Ljósið: „Veit að hún hugsar hlý­lega til okkar“

„Það er svolítið sárt að hugsa til þess en engu að síður þá veit ég að hún hugsar hlýlega til Ljóssins og okkar sem erum að vinna í þessu,“ segir Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, sem missti Bryndísi systur sína úr krabbameini í byrjun árs. Framarar hafa nú ákveðið að lokaleikur þeirra í Bestu deildinni í ár verði til styrktar Ljósinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Með sam­vinnu, stuðning og skilningi er hægt að finna nýjar leiðir til að vera fé­lags­lega virkur – jafn­vel í erfiðum að­stæðum

Þegar einstaklingur greinist með krabbamein verður lífið fyrir miklum breytingum. Orkuleysi, þreyta og aukin hætta á sýkingum veldur því oft að fólk dregur sig í hlé úr félagslegri þátttöku sinni. Fólk sem var áður virkt í t.d. líkamsrækt eða útivist með vinum getur ekki tekið þátt á sama hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Hélst þú upp á krabba­meinið?

Fyrr í þessari viku var bleiki dagurinn haldinn af Krabbameinsfélaginu. Víða á vinnustöðum voru veggir og fólk skreytt með bleiku hátt og lágt, og eflaust hafa ófáir gætt sér á bleikum veitingum.

Skoðun
Fréttamynd

Sýnir örin í fyrsta sinn

Bandaríska Hollywood stjarnan Olivia Munn sýnir ör sín eftir brjóstnám í fyrsta sinn í auglýsingum á vegum nærfataframleiðandans Skims. Munn segist hafa viljað vera öðrum konum í sömu sporum fyrirmynd en lengi hafi hún skammast sín fyrir ör sín.

Lífið
Fréttamynd

Bleikur dagur

Í dag, 23. október, er Bleikur dagur, sem er hluti af októberátakinu. Á þessum degi fögnum við styrknum og seiglunni sem einkennir baráttuna gegn brjóstakrabbameini.

Skoðun
Fréttamynd

Venjur og rútína

Venjur skapa mynstur í okkar daglega lífi og auðvelda okkur að framkvæma það sem við þurfum og viljum gera. Venjur geta því einfaldað daglegt líf en einnig verið okkur fjötur um fót ef þær henta aðstæðum ekki lengur.

Skoðun
Fréttamynd

Lítil slaufa með mikla þýðingu

Í dag er Bleikur dagur um allt land. Ísland er bleikt til stuðnings konum sem fengið hafa krabbamein og aðstandendum þeirra og í minningu þeirra sem við höfum misst.

Skoðun
Fréttamynd

Krabbameinsrannsóknir á Ís­landi

Gera má ráð fyrir að um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Um árabil hefur október verið helgaður árvekniátaki til að vekja athygli á krabbameinum hjá konum og verðum við því áþreifanlega vör við umræðu um krabbamein þessa dagana og ekki að ástæðulausu.

Skoðun
Fréttamynd

Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“

„Málið er að mig langar ekki til að deyja. Ef þetta er einhver sofandi risi, þá er ég ekki að fara að láta pota í hann og mögulega vekja,“ segir dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, íþróttagarpur, sauðfjárbóndi og skólastjóri, til útskýringar á því að það sé víst hægt að skoða það eitthvað sérstaklega, hvers vegna krabbameinið er ekkert að láta á sér kræla lengur.

Áskorun
Fréttamynd

Hlaupa Bleiku slaufuna í sólar­hring

„Þetta verður í 24 tíma því að krabbameinið sefur aldrei, hvort sem það er nótt eða dagur. Það er fólk búið að skrá sig á alla tímanna í nótt. Þetta gengur frábærlega.“

Lífið
Fréttamynd

Berum brjóstin

Í þessum mánuði er bleikur október, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Því er viðeigandi að ræða brjóstakrabbamein og mikilvægi forvarna gegn því.

Skoðun
Fréttamynd

Tíma­mót fyrir kvenheilsu

Októbermánuður er tileinkaður vitundarvakningu um brjóstakrabbamein en það er algengasta krabbameinið meðal íslenskra kvennaog um 200 ný tilfelli greinast á hverju ári. Brjóstaskimun gegnir lykilhlutverki í forvörnum og baráttunni gegn sjúkdómnum, þar sem hún eykur verulega líkurnar á árangursríkari meðferð og bata.

Skoðun
Fréttamynd

Skrepp í skimun, októ­ber tími um­hugsunar

Forvarnir og skimun gegn krabbameinum er eitt stærsta lýðheilsuverkefni sem sett hefur verið á laggirnar hérlendis. Nýgengi krabbameina hefur aukist frá því skráningar hófust fyrir 70 árum. Ýmsar skýringar liggja þar að baki, meðal annars aukinn mannfjöldi, aukin krabbameinsáhætta, hækkandi meðalaldur þjóðar, skimanir og bætt greiningartækni. Tilgangur skimunar fyrir krabbameini er að bjarga mannslífum, draga úr nýgengi (tíðni) og dánartíðni af völdum ákveðinna tegunda krabbameina.

Skoðun
Fréttamynd

Komu­gjald í brjósta­skimun lækkar gríðar­lega

Frá og með mánudeginum 14. október þurfa konur sem fara í skimun fyrir brjóstakrabbameini einungis að greiða fimm hundruð krónur í komugjald fyrir skimunina. Önnur gjöld fyrir hana, sem kostaði áður sex þúsund krónur, verða felld niður.

Innlent
Fréttamynd

Bæta við upp­hæð við­skipta­vina til styrktar Bleiku slaufunni

Bleika slauf­an er ár­legt ár­vekni- og fjár­öfl­un­ar­átak Krabba­meins­fé­lags­ins til­einkað bar­átt­unni gegn krabba­meini hjá kon­um. Hag­kaup er stolt­ur söluaðili Bleiku slauf­unn­ar og ætlar að styrkja átakið með því að bjóða okk­ar viðskipta­vin­um að leggja söfn­un­inni lið í versl­un­um okk­ar 2.-13. októ­ber.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Fylgst með tíma­skeiði í lífi konu sem greinist með krabba­mein

Ný sjónvarpsauglýsing fyrir Bleiku slaufuna 2024 var frumsýnd um helgina. Bleika slauf­an er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins, til­einkað bar­átt­unni gegn krabba­mein­um hjá kon­um. Auglýsingar Bleiku slaufunnar hafa vakið verðskuldaða athygli í gegnum árin og snert hugi og hjörtu fólks, enda mikið í þær lagt.

Lífið
Fréttamynd

Að dansa í regninu

„Lífið snýst ekki um að bíða eftir að storminn lægi, það snýst um að læra að dansa í regninu.“

Skoðun
Fréttamynd

List í anda frægustu orða Vig­dísar og allar slaufurnar á sama stað

„Listin á bolunum tengist brjóstakrabbameini. Þau máttu vinna annað hvort í kringum svarið hennar Vigdísar við spurningu frá þessum greyið blaðamanni sem spurði hana þessari fáránlegu spurningu, hvort það myndi há henni í starfi að vera bara með eitt brjóst? Hún var þá fljót til svara og sagði: „Það stóð nú aldrei til að hafa íslensku þjóðina á brjósti.“ Þau vinna í kringum þessa setningu eða í anda Bleiku slaufunnar.“

Innlent
Fréttamynd

Þú breytir öllu

Í dag hefst sala Bleiku slaufunnar og þar með árleg fjáröflun og vitundarvakning Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá konum.

Skoðun
Fréttamynd

Að brúa bilið

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB) er eitt margra almannaheillafélaga sem standa við bakið á fólki sem lendir á stað sem enginn kýs sér. Í flestum tilfellum þýðir það skerðingu á lífsgæðum: andlegum, líkamlegum og efnislegum.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég myndi gera allt fyrir hana“

Vinkonur sem rökuðu hár sitt vegna krabbameinsmeðferðar annarrar þeirra segja allan stuðning gríðarlega mikilvægan í bataferlinu. Þær hafa verið vinkonur í meira en þrjátíu ár og segjast gera allt fyrir hvora aðra.

Lífið
Fréttamynd

Ætla að veita Mikka eins gott líf og kostur er

Mikael Smári Evensen var þriggja ára gamall þegar hann var greindur með taugahrörnunar sjúkdóminn AT, eða ataxia telangiectasia en sjúkdómurinn leggst meðal annars á tauga- og ónæmiskerfið og leiðir til alvarlegrar færniskerðingar. Í sumarbyrjun í fyrra greindist Mikael Smári síðan einnig með bráðahvítblæði og er því í harðri krabbbameinsmeðferð, ofan á allt hitt.

Lífið
Fréttamynd

Þurfti að berjast við krabba­mein í stríðshrjáðu landi

„Ég var hrædd við að deyja, vissi ekki hvort það yrði úr krabbameini eða af völdum sprengju,“ segir Mouna Nasr en hún greindist með árásargjarnt hormónabrjóstakrabbamein einungis 30 ára gömul. Hún stóð frammi fyrir þeirri áskorun að lifa af á stríðsátaka svæði og berjast við lífshættulegan sjúkdóm á sama tíma.

Lífið