
Elín Hirst

Ríkissjóður undir smásjá
Árið 2014 verður afar mikilvægt og stefnumarkandi í ríkisbúskapnum. Búið er að samþykkja það sem lög frá Alþingi að ríkissjóður skuli rekinn hallalaus. Í fyrsta skipti í mörg ár stíga menn á bremsuna og segja: „Hingað og ekki lengra í hallarekstri og skuldasöfnun.“

Vertu á verði
Almenn ánægja var með það í þjóðfélaginu skömmu fyrir jól þegar samningar náðust á hinum almenna vinnumarkaði um hóflegar launahækkanir til þess að standa vörð um stöðugleikann í landinu. Nú þegar nýgerðir kjarasamningar bíða staðfestingar berast afar slæm tíðindi um verðhækkanir vítt og breytt um þjóðfélagið. Ekki er mikill tími til

Blæðingin stöðvuð
Staða ríkissjóðs minnir mig á sjúkling með alvarlega blæðingu. Verði blæðingin ekki stöðvuð er sjúklingurinn í bráðri hættu.

Að „víla og díla“
Á fundi Viðskiptaráðs og í viðtali í Viðskiptablaðinu nýlega kom fram lýsing Andra Guðmundssonar, framkvæmdastjóra H.F. Verðbréfa, á íslenska fjármálaheiminum í dag. Sú lýsing vakti sérstaka athygli mína.

Kæru alþingismenn
Alþingi verður sett í dag, en þá hefst framhald sumarþings. Ég hef eins og örugglega flestir þingmenn lesið skýrslu Félagsvísindastofnunar sem kynnt var í sumar um það hvaða augum fólk lítur vinnustað okkar.

Mér krossbrá
Marta Andreasen, Evrópuþingmaður breska Íhaldsflokksins, heimsótti Ísland nýlega. Marta varð víðfræg þegar hún var rekin úr toppstöðu sem fjármálastjóri framkvæmdastjórnar ESB fyrir nokkrum árum þegar hún neitaði að skrifa upp reikninga sambandsins.

Netherinn í Jørstadmoen
Því má halda fram með góðum rökum að ef til átaka kæmi í heiminum í nánustu framtíð myndu net- og tölvuvarnir viðkomandi þjóða skipta afar miklu máli. Netöryggi er því brýnt þjóðaröryggismál, eitt það allra mikilvægasta á vorum tímum. Ljóst er að Íslendingar verða að móta sér skýra stefnu í þessum málaflokki.

Hvað heitir makríll á ensku?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra gerði góða för til Brussel í vikunni og heimsótti meðal annars Evrópusambandið og NATO. Það er gaman að fylgjast með þessum yngsta forsætisráðherra í sögu lýðveldisins á fundum með erlendum stjórnmálaleiðtogum því að hann talar ensku reiprennandi og á í engum vandræðum með að tjá sig um flóknustu mál á erlendri tungu.

Snowden á Alþingi
Uppljóstrarinn Edward Snowden hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið en hann hefur valdið uppnámi um allan heim eftir