Rektorskjör við Háskóla Íslands

Fréttamynd

Magnús Karl er ein­stakur kennari og verður af­burða rektor

Rektorskjör er framundan í Háskóla Íslands. Í framboði er Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild. Hluti af starfi hans sem prófessor er að sinna kennslu í lyfjafræði á þriðja ári í tannlæknisfræði og hefur hann fyrir löngu stimplað sig inn sem einn vinsælasti kennari deildarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Mann­legi rektorinn Silja Bára

Fyrir dyrum stendur kjör til rektors Háskóla Íslands. Fimm frambærilegir Íslendingar og tveir erlendir umsækjendur eru í kjöri. Mest hefur heyrst af málefnum og áherslum íslendinganna, og ljóst er að þau eru öll hæf og atorkusöm.

Skoðun
Fréttamynd

Við kjósum Kol­brúnu!

Innan fárra daga munu starfsfólk og stúdentar kjósa sér nýjan leiðtoga til næstu fimm ára. Fyrir okkur er valið augljóst og einfalt: Við munum kjósa Kolbrúnu Pálsdóttur.

Skoðun
Fréttamynd

Styðjum Magnús Karl í em­bætti rektors Há­skóla Ís­lands

Eftir hálfan mánuð ganga starfsmenn og nemendur Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa sér rektor til næstu fimm ára. Það er fagnaðarefni að góðir kandídatar gefi kost á sér en ég tel eftir sem áður einn þeirra fremstan meðal jafningja. Sá er Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild.

Skoðun
Fréttamynd

Ingi­björg Gunnars­dóttir til rektors

Fram undan eru kosningar til rektors Háskóla Íslands. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags við Háskólann, vann með okkur að rannsóknum í meistaranámi okkar og var yfirmaður okkar sem deildarstjóri Næringarstofu Landspítala. Okkur langar að staldra aðeins við áherslur Ingibjargar sem snúa að samvinnu og mannauði en á vef framboðsins segir hún meðal annars:

Skoðun
Fréttamynd

Hags­munir stúdenta eru hags­munir há­skóla

Það er mikilvægt fyrir framtíðina að háskólar skili út í samfélagið vel menntuðu fólki sem getur tekist á við helstu vandamálin sem nú eru yfirvonandi. Þar á meðal eru hverfandi líffræðilegur fjölbreytileiki, loftslagsvá, aukin skautun og bakslag í jafnréttisbaráttu. 

Skoðun
Fréttamynd

Tæki­færi fyrir nem­endur Há­skóla Ís­lands

„Tækifæri fyrir nemendur“ er fyrirsögn í áherslukafla um mannauð á heimasíðu framboðs míns til embættis rektors Háskóla Íslands (ingibjorg.hi.is). Þar hef ég lagt fram metnaðarfullar aðgerðir, ákveðnar kerfisbreytingar.

Skoðun
Fréttamynd

Björn til rektors

Óðum styttist í að gengið verði til rektorskjörs við Háskóla Íslands. Rektorskjörið í ár skiptir óvanalega miklu máli af ýmsum ástæðum.

Skoðun
Fréttamynd

Ingi­björg Gunnars­dóttir - Rektor með fram­tíðar­sýn fyrir Háskola Ís­lands

Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur skipað sér í fremstu röð íslenskra fræðimanna á sviði næringarfræði og heilsu. Sem prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda og samfélags hefur hún haft veruleg áhrif á þróun og stefnu næringarfræðirannsókna á Íslandi. Hennar faglega nálgun, metnaður og frumkvæði hafa gert hana að einum af lykilpersónum í þessari fræðigrein og háskólasamfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Kol­brún Páls­dóttir – Öflugur leið­togi fyrir Há­skóla Ís­lands

Eftir að hafa kynnst Kolbrúnu Pálsdóttur í gegnum okkar eigin náms- og starfsár í Háskóla Íslands, erum við sannfærð um að hún sé rétti leiðtoginn til að stýra skólanum inn í framtíðina. Hún hefur verið námsbrautarformaður tómstunda- og félagsmálafræði og einnig sviðsforseti Menntavísindasviðs.

Skoðun
Fréttamynd

Ég styð Magnús Karl

Það gladdi mig mikið þegar minn kæri vinur Magnús Karl sagði mér að hann ætlaði að gefa kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hann er ekki bara einn gáfaðasti maður sem ég hef kynnst heldur og ljúfmenni og sannur mannvinur. 

Skoðun
Fréttamynd

Rektor sem gerir ómögu­legt mögu­legt

Undirrituð stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Vegna erfiðra langvinnra veikinda töldu flestir langsótt að ég ætti eitthvað í jafn stórt og krefjandi verkefni og doktorsnám er.

Skoðun
Fréttamynd

Björn Þor­steins­son er gott rektorsefni

Háskóli Íslands gegnir svo mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi að það skiptir alla miklu máli hver velst þar til forystu, bæði þá sem starfa þar og nema og þá sem utan við hann standa. Við systkinin höfum haft löng og góð kynni af Birni Þorsteinssyni og viljum því nota tækifærið og gefa honum hin bestu meðmæli í starf rektors. Þegar við leggjum saman þekkjum við vel til starfa hans bæði innan og utan HÍ.

Skoðun
Fréttamynd

Ingi­björg Gunnars­dóttir - Fram­tíð Há­skóla Ís­lands

Nýlega var embætti rektors Háskóla Íslands auglýst laust til umsóknar. Í auglýsingunni kemur fram að rektor sé forseti háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans. Hann er einnig talsmaður háskólans gagnvart mönnum og stofnunum bæði innan hans og utan.

Skoðun
Fréttamynd

Far­sæl reynsla af stjórnun og sam­vinnu

Í ráðningaferli fyrir stjórnendastöður er almennt lögð mikil áhersla á samskiptahæfni og leiðtogahæfileika og eru umsækjendur oftar en ekki beðnir um að segja frá dæmum þar sem verulega reyndi á leiðtogahæfileika, samskiptahæfni eða taka þurfti erfiðar ákvarðanir.

Skoðun
Fréttamynd

Til stuðnings Kol­brúnu Páls­dóttur í rektors­kjöri

Það er óvenjumikið mannval í boði til kosningar háskólarektors að þessu sinni. Frómt frá sagt tel ég þó Kolbrúnu Pálsdóttur, forseta Menntavísindasviðs, þar fremsta meðal jafningja. Ég hvet kjósendur til að kynna sér stefnumál hennar og ljá henni atkvæði sitt.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2