A&B

Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Endurkoma Georges Kirby á Akranes 1990 fór ekki eins og vonast var eftir. Faðir Arnars og Bjarka Gunnlaugssonar sagði Kirby meðal annars til syndanna.

Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997
Arnar Gunnlaugsson sneri heim til Íslands með stæl sumarið 1995. Heimkoman tveimur árum seinna var hins vegar ekki jafn eftirminnileg og Arnar segir að hann hafi verið langt niðri á þeim tíma.

Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró
„Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B.

Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“
„Þetta er búið að vera ævintýri. Ups and downs,“ segir Arnar Gunnlaugsson í stiklu fyrir nýja þáttaröð, A&B, sem hefst á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í kvöld. Þættirnir fjalla um tvíburabræðurna Arnar og Bjarka sem sett hafa sterkan svip á íslenskan fótbolta með ýmsum hætti.