Bandaríkin

Fréttamynd

Microsoft og Sony semja um Call of Duty

Forstjóri leikjadeildar Microsoft tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst við forsvarsmenn Sony um Call of duty, leikina vinsælu. PlayStation eigendum verður áfram tryggður aðgangur að leikjunum, jafnvel þó Microsoft, sem framleiðir xBox leikjavélarnar, kaupir Activision Blizzard, eins og í stefnir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður

Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 

Erlent
Fréttamynd

Grunaður raðmorðingi giftur íslenskri konu

Maðurinn, sem handtekinn var í New York í gær og er ákærður fyrir að myrða þrjár konur, er giftur íslenskri konu. Spjótin beindust meðal annars að honum vegna DNA-sýnis sem fannst á konunum þremur og talið er vera af íslensku konunni.

Erlent
Fréttamynd

Biden kallaði Katrínu Írlandsdóttur

Joe Biden Bandaríkjaforseti átti fund leiðtogum Norðurlandana í vikunni. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands kallaði hann Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrst dóttur Írlands og svo dóttur Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Kúkaði á sig á miðjum tón­leikum

Tónlistarmaðurinn Joe Jonas, þriðjungur þríeykisins Jonas Brothers, segist hafa kúkað á sig á miðjum tónleikum. Hann segist verið klæddur í hvít föt þegar það gerðist og þess vegna þurft að drífa sig baksviðs og skipta um föt.

Lífið
Fréttamynd

Skæður raðmorðingi loks gómaður

Lögreglan í New York hefur handtekið mann sem grunaður er um aðild að „Morðunum á Gilgo Beach“ svokölluðu. Hann er talinn hafa myrt nokkrar konur en líkamsleifar ellefu manns hafa fundist við rannsókn morðanna frá árinu 2010.

Erlent
Fréttamynd

Dánarorsök Presley liggur fyrir

Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, lést í janúar á þessu ári eftir að hafa verið flutt á sjúkrahús með hjartastopp. Dánarorsök hennar liggja nú fyrir en hún lést vegna fylgikvilla þyngdartapsaðgerðar.

Lífið
Fréttamynd

Reyna að góma ágengan og þjófóttan otur

Embættismenn í Kaliforníu vinna nú að því að handsama ágengan sæotur sem hefur verið að áreita fólk á brimbrettum og kajökum og jafnvel stolið brettum af fólki. Oturinn er fimm ára gamall og kvenkyns hefur hagað sér á ágengan hátt undan ströndum Santa Cruz.

Erlent
Fréttamynd

Leikarar í Hollywood komnir í verkfall

Stjórn stéttarfélags leikara í Hollywood (SAG) samþykkti í kvöld að leggja niður störf á miðnætti. Verkfallið nær til um 160 þúsund leikara sem hafa undanfarið reynt að ná nýjum samningi, fyrir leikara í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, í höfn.

Erlent
Fréttamynd

Biden segir Bandaríkin og Norðurlönd deila sögu og framtíðarsýn

Forsætisráðherra segir leiðtoga Norðurlandanna hafa átt mjög frjálslegan og opinn fund með forseta Bandaríkjanna í Helsinki í dag. Auk öryggismála hafi meðal annars verið rætt um jafnréttis- og loftslagsmál ásamt málefnum Norðurslóða. Bandaríkjaforseti segir ríkin deila sameiginlegri sýn um frelsi og samvinnu.

Erlent
Fréttamynd

„Ég vona að ég muni deyja í miðju lagi“

Tónlistarkonan Dolly Parton hefur engan áhuga á því að setjast í helgan stein þrátt fyrir að vera orðin sjötíu og sjö ára gömul. Hún gaf nýlega út nýtt lag og von er á nýrri plötu frá henni á næstunni. 

Lífið
Fréttamynd

Stefnir í verk­fall Hollywood leikara

Verka­lýðs­fé­lag Hollywood leikara hefur lagt til að gripið verði til verk­falls­að­gerða eftir að samnings­frestur rann út á mið­nætti. Ef af verður, verður það í fyrsta sinn sem leikarar og hand­rits­höfundar í Hollywood verða í verk­falli á sama tíma í sex­tíu ár.

Erlent
Fréttamynd

Fá grænt ljós á stærsta samruna leikjaiðnaðarins

Microsoft fékk í gær grænt ljós á að ganga frá 69 milljarða dala kaupum fyrirtækisins á leikjarisanum Activision Blizzard. Samruninn verður sá stærsti í sögu leikjaiðnaðarins og með kaupunum mun Microsoft koma höndum yfir vinsæla tölvuleiki eins og Call of Duty seríuna, Diablo, Overwatch, World of Warcraft og Candy Crush.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Madonna á bata­vegi

Tónlistarkonan Madonna var flutt á gjörgæslu í lok síðasta mánaðar vegna alvarlegrar bakteríusýkingar. Hún er núna á batavegi og er strax byrjuð að endurskipuleggja tónleikaferðalagið sitt.

Lífið
Fréttamynd

Einn fylgj­enda Man­son látinn laus eftir 53 ár í fangelsi

Leslie Van Houten hefur verið látið laus úr fangelsi eftir að hafa afplánað 53 ára dóm fyrir aðild sína að morðinu á Leno og Rosemary LaBianca. Van Houten var 19 ára gömul þegar hún tók þátt í morðunum sem einn af fylgjendum Charles Manson.

Erlent
Fréttamynd

„Hjart­sláttar­frum­varp“ sam­þykkt í Iowa

Ný lög hafa verið samþykkt í Iowa í Bandaríkjunum sem banna þungunarrof í nær öllum tilvikum eftir að hjartsláttur finnst, sem er yfirleitt eftir sex vikna meðgöngu, fyrir þann tíma sem flestar konur vita að þær eru óléttar.

Erlent
Fréttamynd

Þarf ekki að borga tugi milljóna í fundarlaun

Söng- og leikkonan Lady Gaga þarf ekki að greiða konu hálfa milljón dala í fundarlaun fyrir að skila hundum hennar. Konan, sem hefur verið dæmd vegna hundaránsins, fór í mál gegn Gaga og hélt því fram að hún ætti rétt á peningunum, þar sem söngkonan hefði heitið því að spyrja engra spurninga ef hún fengi hundana aftur.

Erlent
Fréttamynd

Vill frest­a rétt­ar­höld­um fram yfir kosn­ing­ar

Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á að réttarhöldum yfir honum vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu verði frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember á næsta ári. Þeir segja óréttlátt að rétta yfir Trump á þessu ári, þar sem Trump verði upptekinn við kosningabaráttu og vegna annarra sakamála sem að honum beinast.

Erlent
Fréttamynd

Fox enn í vanda vegna sam­særis­kenninga Carl­son

Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum.

Erlent
Fréttamynd

Nassar stunginn tíu sinnum í fangelsinu í Flórída

Larry Nassar, fyrrverandi læknir landsliðs Bandaríkjanna í fimleikum, var stunginn að minnsta kosti tíu sinnum í fangelsinu þar sem hann dvelur. Nassar var dæmdur í 175 ára fangelsi fyrir að brjóta kynferðislega á liðsmönnum landsliðsins.

Erlent
Fréttamynd

Met­ár í fjölda ferða­manna handan við hornið

Ferðamálastjóri segir að metár í fjölda ferðamanna hérlendis verði líklega slegið á næsta ári. Fjöldi brottfara erlendra ferðamanna frá Íslandi í júní síðastliðnum voru um 233 þúsund sem er álíka mikið og metárið 2018.

Innlent
Fréttamynd

Ók um á vespu og skaut fólk af handahófi

Lögreglan í New York segist hafa handtekið mann sem ók um götur borgarinnar í gær á vespu og skaut á fólk af handahófi. Hann skaut einn 87 ára gamlan mann til bana og særði þrjá aðra.

Erlent