

Lögreglan í Belgrad leyfði stuðningsmönnum Bolton að horfa á leik liðsins gegn Rauðu stjörnunni í kvöld.
Tottenham tryggði sér í kvöld sæti í 32-úrslitum UEFA-bikarkeppninnar. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Anderlecht á útivelli.
Lögreglan í Belgrad, höfuðborg Serbíu, ákvað að hleypa stuðningsmönnum Bolton ekki út af National-hótelinu nú í kvöld.
Hollenski þjálfarinn Dick Advocaat var ekki ánægður með vítaspyrnudóm Kristins Jakobssonar í leik Everton og Zenit St. Pétursborg í kvöld.
AZ Alkmaar og Brann töpuðu sínum leikjum í UEFA-bikarkeppninni í kvöld. Brann tapaði fyrir Basel á útivelli, 1-0, og AZ fyrir Nürnberg í Þýskalandi, 2-1.
Kristinn Jakobsson dæmdi leik Everton og Zenit St. Pétursborgar í kvöld og komst vel frá sínu. Everton vann leikinn, 1-0, með marki Tim Cahill.
Kristinn Jakobsson er búinn að dæma vítaspyrnu í leik Everton og Zenit St. Pétursborgar og reka leikmann rússneska liðsins út af í kjölfarið.
Íslendingar munu eiga fulltrúa á Goodison Park í Liverpool annað kvöld þegar Everton tekur á móti læsiveinum Dick Advocaat í Zenit frá Pétursborg í Evrópukeppni félagsliða.
Leikur Everton og Zenit St. Pétursborgar í Evrópukeppni félagsliða verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á miðvikudaginn.
Margir forvitnilegir leikir voru á dagskrá í Uefa keppninni í knattspyrnu í kvöld. Tottenham náði að bjarga andlitinu gegn danska liðinu Álaborg og vinna 3-2 sigur eftir að hafa verið 2-0 undir á heimavelli í hálfleik.
Íslensku leikmennirnir sem voru í eldlínunni með liðum sínum í Uefa keppninni í knattspyrnu í kvöld létu mikið að sér kveða. Ólafur Örn Bjarnason kom Brann á bragðið úr vítaspyrnu þegar liðið lagði Dinamo Zagreb að velli 2-1 og Ólafur Ingi Skúlason skoraði fyrsta mark Helsingborg þegar liðið skellti Austría frá Vín 3-0.
Nú er kominn hálfleikur í viðureign Tottenham og Aalborg í riðlakeppni UEFA keppninnar og hafa gestirnir frá Danmörku verðskuldaða 2-0 forystu. Enevoldsen og Risgard skoruðu mörk danska liðsins, en frammistaða heimamanna hefur verið í besta falli sorgleg.
Þeir Jermain Defoe og Younes Kaboul eru ekki í leikmannahópi Tottenham sem mætir Álaborg á heimavelli sínum í UEFA-bikarkeppninni á morgun.
Ensku liðin komust vel frá sínum verkefnum í UEFA-bikarkeppninni í kvöld er sextán leikir fóru fram í keppninni.
Kristinn Jakobsson dæmdi leik Spartak Moskvu og Bayer Leverkusen í E-riðli UEFA-bikarkeppninnar í kvöld.
Fjöldi leikja er á dagskrá í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og verður viðureign Bayern Munchen og Bolton sýnd beint á Sýn klukkan 18:55. Þjálfarar liðanna hafa lagt línurnar fyrir einvígið í Munchen.
Ármann Smári Björnsson er með hálsbólgu og verður því ekki í byrjunarliði Brann sem mætir Rennes í UEFA-bikarkeppninni á morgun.
Tottenham tapaði í kvöld fyrir Getafe, 2-1, á heimavelli sínum í UEFA-bikarkeppninni. Þetta var kveðjuleikur Martin Jol knattspyrnustjóra Tottenham.
Brann tapaði í kvöld fyrir þýska úrvalsdeildarliðinu HSV í fyrst umferð riðlakeppni UEFA-bikarkeppninnar, 1-0, á heimavelli.
Kristinn Jakobsson mun dæma viðureign Spartak Moskvu og Bayer Leverkusen á Luzhniki-leikvanginum eftir tvær vikur.
Grétar Rafn Steinsson verður ekki með AZ Alkmaar sem mætir Zenit St. Petersburg í UEFA-bikarkeppninni á morgun vegna meiðsla.
Í morgun var dregið í riðlakeppni Evrópukeppni félagsliða. Bolton fær það erfiða verkefni að spila í riðli með Bayern Munchen og Grétar Rafn Steinsson og félagar í AZ Alkmaar leika í riðli með Everton.
Everton, Brann og Helsingborg komust öll áfram í riðlakeppni UEFA-bikarkeppninnar.
Blackburn datt úr leik í Evrópukeppni félagsliða í kvöld þrátt fyrir 2-1 sigur á gríska liðinu Larissa á Ewood Park í kvöld. Larissa vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli og því er enska liðið úr leik.
Everton er komið í riðlakeppni Uefa bikarsins eftir nauman 2-3 útisigur á Metalist Kharkiv frá Úkraínu í síðari leik liðanna í kvöld. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og í rauninni var úkraínska liðið óheppið að fara ekki áfram á miðað við gang mála í kvöld.
Bolton tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Uefa bikarsins þegar liðið vann 1-0 sigur á Larissa á heimavelli í síðari leik liðanna í undankeppninni. Fyrri leiknum lauk með jafntefli 1-1. Það var varamaðurinn Nicolas Anelka sem tryggði Bolton sigurinn með marki aðeins 80 sekúndum eftir að hann kom inn á völlinn.
Það verður nóg að gera í evrópsku knattspyrnunni í kvöld. 39 leikir fara fram í síðari viðureign fyrstu umferðar Evrópukeppni félagsliða.
Keflvíkingar lögðu danska liðið Midtjylland 3-2 á heimavelli í kvöld í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Evrópukeppni félagsliða. Keflvíkingar lentu 2-0 undir í leiknum eftir um 20 mínútur, en náðu að jafna stundarfjórðungi síðar. Símun Samuelsen skoraði sigurmark Keflavíkur þegar skammt var liðið á síðari hálfleik en auk hans voru þeir Þórarinn Kristjánsson og Guðmundur Steinarsson á skotskónum hjá Keflavík.
KR-ingar gerðu í dag 1-1 jafntefli við sænska liðið Hacken í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópukeppni félagsliða, en leikið var í Gautaborg. Heimamenn komust í 1-0 eftir 10 mínútna leik, en Guðmundur Pétursson jafnaði metin fyrir KR á 68. mínútu. KR-ingar eru því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn sem fram fer á KR-velli í byrjun næsta mánaðar.
Fyrri leikur Håcken og KR í Evrópukeppni félagsliða verður í beinni lýsingu í KR-Útvarpinu í kvöld og hefst lýsingin klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og hægt er að fylgjast með lýsingunni á tíðninni 98,3.