Lögreglumál Hiti aftur farinn að aukast í bátnum Enn er nokkur hiti í netabátnum Grímsnesi GK-555 sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Slökkvilið er enn að störfum og verið að dæla töluverðum sjó í gegnum skipið til að kæla það. Innlent 25.4.2023 12:28 Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. Innlent 25.4.2023 12:02 Gríðarlegur hiti og eldurinn erfiður viðureignar Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu. Innlent 25.4.2023 11:06 Ökumaður vespu ekki grunaður um annað en ofsaakstur Ökumaður á vespu sem meðal annars var stöðvaður af sérsveit ríkislögreglustjóra í Borgartúni í gær sinnti ekki stöðvunarskyldu eftir ofsaakstur. Málið er ekki víðtækara en það að sögn lögreglu en vegfarendum í Borgartúni var brugðið vegna hamagangsins. Innlent 25.4.2023 10:44 Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. Innlent 25.4.2023 10:07 Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. Innlent 25.4.2023 06:45 Innbrotsþjófar á faraldsfæti í nótt Innbrotsþjófar voru á ferð víð og dreif um höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi og í nótt. Ekki tókst að handtaka alla þá og komust einhverjir á brott með þýfi. Þá var mikið um að lögregla hafi þurft að vísa fólki í annarlegu ástandi úr heimahúsi í nótt. Innlent 25.4.2023 06:18 „Enginn hefði getað ímyndað sér að þetta gæti gerst í þessu annars rólega landi“ Fjölskylda pólska mannsins sem lést eftir stunguárás fyrir helgi er í áfalli að sögn sendiherra Póllands á Íslandi. Pólska samfélagið hér á landi hafi ekki órað fyrir því að slíkt gæti gerst á hinu örugga og hægláta samfélagi á Íslandi. Innlent 24.4.2023 19:31 Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. Innlent 24.4.2023 19:20 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. Innlent 24.4.2023 17:10 Sífellt fleiri mál felld niður hjá lögreglu 17.161 mál voru felld niður hjá lögregluembættunum á síðasta ári og 170 kærum vísað frá. Heildarfjöldi skráðra brota voru 77.079 og því 22,5 prósent mála sem dóu drottni sínum í skúffu lögreglunnar. Innlent 24.4.2023 15:46 Þrjú ungmennanna nú vistuð á Stuðlum Öll þrjú ungmennin, sem eru undir lögaldri og sæta nú gæsluvarðhaldi vegna stunguárásarinnar við Fjarðarkaup í Hafnarfirði um helgina og leiddi til þess að karlmaður á þrítugsaldri lést, eru nú vistuð á Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga. Innlent 24.4.2023 13:35 Þingmaður veltir ábyrgð Rokkbarsins fyrir sér Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefur vakið nokkra athygli fyrir tíst sitt um manndrápið í Hafnarfirði. Veltir hann fyrir sér ábyrgð Íslenska rokkbarsins í atburðarásinni. Innlent 24.4.2023 10:42 Áreitti fólk við verslunarkjarna og stal bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gær tilkynningu um mann sem var að áreita fólk við verslunarkjarna. Stuttu síðar stal sami maður bíl sem hafði verið skilinn eftir í gangi fyrir utan veitingastað. Lögreglunni tókst að finna bílinn og stöðvuðu för mannsins. Var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa, grunaður um nytjastuldur, akstur undir áhrifum, eignaspjöll og akstur án réttinda. Innlent 24.4.2023 06:46 Hrækti á lögreglumann við handtöku Kallað var á lögreglu vegna manns í annarlegu ástandi á hóteli í miðborginni í dag. Þegar lögregla kom á vettvang hrækti hann á lögreglumann. Innlent 23.4.2023 18:03 „Þetta er svipað því að vera lokaður inni í íbúð“ Tveir hinna handteknu í manndrápsmálinu í Hafnarfirði eru í einangrunarúrræði á vegum barnaverndaryfirvalda, þar sem þeir eru undir átján ára. Þriðji sakborningurinn, sem einnig er undir lögaldri, er á Hólmsheiði. Fangelsismálastjóri segir kappkostað við að draga úr neikvæðum áhrifum einangrunar á börn þegar svo ber undir. Innlent 23.4.2023 11:58 Handtekinn fyrir að sveifla hnífi í miðborginni Lögreglumenn handtóku mann sem sveiflaði hnífi í miðborg Reykjavíkur. Hann er grunaður um vopnalagabrot og var vistaður í fangaklefa lögreglunnar í þágu rannsóknar málsins í nótt. Innlent 23.4.2023 08:08 Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. Innlent 22.4.2023 21:15 Rán í Breiðholti Lögreglu barst í dag tilkynning um að þrír einstaklingar hafi verið rændir í Breiðholti. Málið er í rannsókn, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 22.4.2023 18:16 Pólskt samfélag í áfalli Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. Skoðun 22.4.2023 18:00 „Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. Innlent 22.4.2023 17:46 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. Innlent 22.4.2023 16:46 Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum. Innlent 22.4.2023 14:07 Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 22.4.2023 11:48 Boðar bænastund í Landakotskirkju vegna dauða pólska mannsins Kristófer Gajowski, skipulagsstjóri Support for Ukraine Iceland, hefur boðað til bænastundar í Landakotskirkju klukkan 13:00 í dag vegna dauða pólska mannsins sem stunginn var til bana á bílastæði Fjarðarkaupa á fimmtudag. Innlent 22.4.2023 09:32 Reyndi að stela hraðbanka Maður sem virðist hafa reynt að stela hraðbanka í Hafnarfirði var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Búið var að binda reipi við afturenda bifreiðar og í hraðbankann. Innlent 22.4.2023 07:25 Börn óku um á gröfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að börn léku sér í gröfu í gær. Börnin voru sögð hafa kveikt á gröfunni og ekið um. Sá sem tilkynnti um athæfi barnanna sagði lögreglu að honum hefði tekist að hræða þau á brott áður en lögreglumenn bar að garði. Innlent 22.4.2023 07:17 Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. Innlent 21.4.2023 21:44 Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. Innlent 21.4.2023 18:54 Yfirlýsing frá Hreggviði: Léttir að málinu sé lokið Hreggviður Jónsson, stærsti hluthafi Veritas samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum, segir að honum sé létt eftir að héraðssaksóknari felldi niður rannsókn á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum og tveimur öðrum áberandi mönnum í viðskiptalífinu. Innlent 21.4.2023 16:40 « ‹ 76 77 78 79 80 81 82 83 84 … 280 ›
Hiti aftur farinn að aukast í bátnum Enn er nokkur hiti í netabátnum Grímsnesi GK-555 sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Slökkvilið er enn að störfum og verið að dæla töluverðum sjó í gegnum skipið til að kæla það. Innlent 25.4.2023 12:28
Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. Innlent 25.4.2023 12:02
Gríðarlegur hiti og eldurinn erfiður viðureignar Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu. Innlent 25.4.2023 11:06
Ökumaður vespu ekki grunaður um annað en ofsaakstur Ökumaður á vespu sem meðal annars var stöðvaður af sérsveit ríkislögreglustjóra í Borgartúni í gær sinnti ekki stöðvunarskyldu eftir ofsaakstur. Málið er ekki víðtækara en það að sögn lögreglu en vegfarendum í Borgartúni var brugðið vegna hamagangsins. Innlent 25.4.2023 10:44
Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. Innlent 25.4.2023 10:07
Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. Innlent 25.4.2023 06:45
Innbrotsþjófar á faraldsfæti í nótt Innbrotsþjófar voru á ferð víð og dreif um höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi og í nótt. Ekki tókst að handtaka alla þá og komust einhverjir á brott með þýfi. Þá var mikið um að lögregla hafi þurft að vísa fólki í annarlegu ástandi úr heimahúsi í nótt. Innlent 25.4.2023 06:18
„Enginn hefði getað ímyndað sér að þetta gæti gerst í þessu annars rólega landi“ Fjölskylda pólska mannsins sem lést eftir stunguárás fyrir helgi er í áfalli að sögn sendiherra Póllands á Íslandi. Pólska samfélagið hér á landi hafi ekki órað fyrir því að slíkt gæti gerst á hinu örugga og hægláta samfélagi á Íslandi. Innlent 24.4.2023 19:31
Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. Innlent 24.4.2023 19:20
„Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. Innlent 24.4.2023 17:10
Sífellt fleiri mál felld niður hjá lögreglu 17.161 mál voru felld niður hjá lögregluembættunum á síðasta ári og 170 kærum vísað frá. Heildarfjöldi skráðra brota voru 77.079 og því 22,5 prósent mála sem dóu drottni sínum í skúffu lögreglunnar. Innlent 24.4.2023 15:46
Þrjú ungmennanna nú vistuð á Stuðlum Öll þrjú ungmennin, sem eru undir lögaldri og sæta nú gæsluvarðhaldi vegna stunguárásarinnar við Fjarðarkaup í Hafnarfirði um helgina og leiddi til þess að karlmaður á þrítugsaldri lést, eru nú vistuð á Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga. Innlent 24.4.2023 13:35
Þingmaður veltir ábyrgð Rokkbarsins fyrir sér Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefur vakið nokkra athygli fyrir tíst sitt um manndrápið í Hafnarfirði. Veltir hann fyrir sér ábyrgð Íslenska rokkbarsins í atburðarásinni. Innlent 24.4.2023 10:42
Áreitti fólk við verslunarkjarna og stal bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gær tilkynningu um mann sem var að áreita fólk við verslunarkjarna. Stuttu síðar stal sami maður bíl sem hafði verið skilinn eftir í gangi fyrir utan veitingastað. Lögreglunni tókst að finna bílinn og stöðvuðu för mannsins. Var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa, grunaður um nytjastuldur, akstur undir áhrifum, eignaspjöll og akstur án réttinda. Innlent 24.4.2023 06:46
Hrækti á lögreglumann við handtöku Kallað var á lögreglu vegna manns í annarlegu ástandi á hóteli í miðborginni í dag. Þegar lögregla kom á vettvang hrækti hann á lögreglumann. Innlent 23.4.2023 18:03
„Þetta er svipað því að vera lokaður inni í íbúð“ Tveir hinna handteknu í manndrápsmálinu í Hafnarfirði eru í einangrunarúrræði á vegum barnaverndaryfirvalda, þar sem þeir eru undir átján ára. Þriðji sakborningurinn, sem einnig er undir lögaldri, er á Hólmsheiði. Fangelsismálastjóri segir kappkostað við að draga úr neikvæðum áhrifum einangrunar á börn þegar svo ber undir. Innlent 23.4.2023 11:58
Handtekinn fyrir að sveifla hnífi í miðborginni Lögreglumenn handtóku mann sem sveiflaði hnífi í miðborg Reykjavíkur. Hann er grunaður um vopnalagabrot og var vistaður í fangaklefa lögreglunnar í þágu rannsóknar málsins í nótt. Innlent 23.4.2023 08:08
Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. Innlent 22.4.2023 21:15
Rán í Breiðholti Lögreglu barst í dag tilkynning um að þrír einstaklingar hafi verið rændir í Breiðholti. Málið er í rannsókn, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 22.4.2023 18:16
Pólskt samfélag í áfalli Síðastliðinn fimmtudag átti sér stað hræðilegt atvik í Hafnarfirði. Ungur Pólskur maður var stunginn til bana á bílastæði fyrir utan Fjarðarkaup. Meintir gerendur eru fjórir Íslenskir strákar á framhaldsskólaaldri, sem gerir þetta kannski en sorglegra. Þetta atvik er mikill harmleikur og hefur tekið mjög á pólskt samfélag hér á landi. Skoðun 22.4.2023 18:00
„Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. Innlent 22.4.2023 17:46
Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. Innlent 22.4.2023 16:46
Telja myndband af árásinni mögulega í dreifingu Lögregla er nú með til skoðunar hvort myndband af árásinni í Hafnarfirði, sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri, sé í dreifingu. Lögregla telur sig vera með hnífinn sem notaður var við árásina undir höndum. Innlent 22.4.2023 14:07
Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 22.4.2023 11:48
Boðar bænastund í Landakotskirkju vegna dauða pólska mannsins Kristófer Gajowski, skipulagsstjóri Support for Ukraine Iceland, hefur boðað til bænastundar í Landakotskirkju klukkan 13:00 í dag vegna dauða pólska mannsins sem stunginn var til bana á bílastæði Fjarðarkaupa á fimmtudag. Innlent 22.4.2023 09:32
Reyndi að stela hraðbanka Maður sem virðist hafa reynt að stela hraðbanka í Hafnarfirði var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Búið var að binda reipi við afturenda bifreiðar og í hraðbankann. Innlent 22.4.2023 07:25
Börn óku um á gröfu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að börn léku sér í gröfu í gær. Börnin voru sögð hafa kveikt á gröfunni og ekið um. Sá sem tilkynnti um athæfi barnanna sagði lögreglu að honum hefði tekist að hræða þau á brott áður en lögreglumenn bar að garði. Innlent 22.4.2023 07:17
Mennirnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur fallist á kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir fjórum mönnum sem eru til rannsóknar í tengslum við andlát karlmanns á þrítugsaldri. Innlent 21.4.2023 21:44
Krefjast gæsluvarðhalds yfir fjórum Íslendingum vegna andlátsins Fjórir Íslendingar sem eru í haldi lögreglu vegna árásar sem leiddi til andláts pólsks manns á þrítugsaldri seint í gærkvöldi verða leiddir fyrir dómara í kvöld. Búið er að yfirheyra þá sem voru handteknir og verið er að rannsaka möguleg tengsl. Lögregla krefst gæsluvarðhalds. Innlent 21.4.2023 18:54
Yfirlýsing frá Hreggviði: Léttir að málinu sé lokið Hreggviður Jónsson, stærsti hluthafi Veritas samstæðunnar sem rekur nokkur stór fyrirtæki í lyfja- og heilbrigðisgeiranum, segir að honum sé létt eftir að héraðssaksóknari felldi niður rannsókn á kynferðisbrotamáli sem höfðað var gegn honum og tveimur öðrum áberandi mönnum í viðskiptalífinu. Innlent 21.4.2023 16:40
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent