Lögreglumál Grýttu börn með flöskum og dósum á Ráðhústorginu Hópur fólks grýtti föður og tvo drengi hans með bjórdósum og glerflöskum á Ráðhústorginu á Akureyri í gærkvöldi. Faðirinn segir drengina hafa verið afar skelkaða og íhugar að kæra fólkið. Innlent 2.4.2023 16:19 Líkfundur í Reykjanesbæ Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um líkfund við fjöruborðið við Fitjabraut í Reykjanesbæ á hádegi í dag. Innlent 2.4.2023 15:32 Sló til lögreglu sem reyndi að skerast í leikinn Lögregla stöðvaði átök tveggja manna í miðborginni í gær. Annar þeirra var ósáttur með afskiptin og sló til lögreglumanns á vettvangi. Hann fékk að gista í fangageymslu í nótt. Innlent 2.4.2023 08:29 Kallað til lögreglu og barnaverndar vegna heiftugra bílastæðadeilna í Kauptúni Tveir einstaklingar misstu stjórn á skapi sínu vegna deilna um bílastæði í Kauptúni í Garðabæ um miðjan dag. Annar þeirra er sakaður um líkamsárás og hinn um eignaspjöll. Innlent 1.4.2023 17:48 Ungmenni sem hrelldu íbúa á bak og burt Lögreglu barst tilkynning um ungmenni sem áttu að hafa verið að hrella íbúa í Mosfellsbæ í nótt með því að banka á glugga og hurðar og taka í hurðarhúna. Ungmennin voru hvergi sjáanleg þegar lögregla mætti á vettvang. Innlent 1.4.2023 07:35 Ekki talið óhætt að aflétta rýmingum frekar Veðurstofa Íslands hefur kannað ástand hlíða á Austurlandi með tilliti til rýminga í dag. Ekki þykir óhætt að aflétta rýmingum frekar að svo stöddu. Innlent 31.3.2023 17:50 Landsréttur þyngir dóm yfir nýdæmdum barnaníðingi Barnaníðingurinn Brynjar Joensen Creed hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum. Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag og þyngdi dóm héraðsdóms um eitt ár. Innlent 31.3.2023 14:49 Hvetja íbúa fyrir austan að huga að niðurföllum Lögreglan á Austurlandi biðlar til íbúa að huga að niðurföllum en búist er við því að úrkoma þar nái hámarki síðar í dag. Í tilkynningu segir að allar varúðarráðstafanir vegna snjóflóðahættu og annars séu enn til staðar. Innlent 30.3.2023 10:00 Harður árekstur á Fagradal Tveggja bíla árekstur varð í Fagradal á Austurlandi fyrr í kvöld. Tveir voru fluttir á slysadeild. Innlent 28.3.2023 21:41 Þrír fluttir á slysadeild eftir að rúta valt á Öræfum Rúta með tæplega þrjátíu farþegum valt í Öræfasveit í dag. Þrír voru fluttir með sjúkrabíl til Hafnar í Hornafirði og verða þaðan fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Enginn þeirra slösuðu er með lífshættulega áverka. Innlent 28.3.2023 13:50 Glóð frá opnum eldi orsök stórbruna á Tálknafirði Bruninn sem varð í nýbyggingu fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish í botni Tálknafjarðar varð líklegast vegna glóðar sem barst frá opnum eldi sem unnið var með í plastteninga sem ekki voru langt frá. Málið telst upplýst en enginn var með stöðu sakbornings við rannsókn málsins. Innlent 28.3.2023 11:43 Leita að eiganda peninga í óskilum Heiðarlegur borgari fann peninga í verslun í Mosfellsbæ í síðustu viku og kom þeim í hendur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Eigandans er nú leitað. Innlent 27.3.2023 18:45 Hlupu uppi fíkniefnasala sem reyndist vera í ólöglegri dvöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði fyrr í dag afskipti af aðila sem grunaður var um að að selja fíkniefni. Sá reyndi að komast undan á hlaupum en var hlaupinn uppi af lögreglumönnum. Innlent 27.3.2023 18:18 Leita að ökumanni sem ók á ungan strák á hlaupahjóli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að ökumanni bifreiðar sem ók á ungan pilt á rafmagnshlaupahjóli á gangbraut á Neshaga í Reykjavík síðastliðinn föstudagsmorgun. Innlent 27.3.2023 15:43 Snjóflóð féll í Norðfirði og búið að rýma eitt hús Snjóflóð féll í Norðfirði í nótt vestan leiðigarða við Urðarteig í nótt. Flóðið fór yfir Strandgötu og í sjó fram. Verið er að rýma eitt hús. Innlent 27.3.2023 07:27 Ákærður fyrir að nauðga konu í bifreið við bensínstöð í Reykjavík Héraðssaksóknari hefur höfðað mál gegn manni sem er grunaður um að hafa nauðgað konu í bifreið við bensínstöð í Reykjavík í janúar síðastliðnum. Málið var þingfest 21. mars síðastliðinn. Innlent 27.3.2023 06:38 Taldi lögreglu hafa hótað sér í skýrslutökum Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir peningaþvætti í tengslum við stórkostlegt fíkniefnasmygl, um endurupptöku á dómnum. Guðlaugur byggði meðal annars á því að við rannsókn málsins hafi lögregla beitt hann hótunum um að gera föður hans að sakborningi í málinu. Innlent 26.3.2023 21:28 Aðgerðum lokið í Straumsvík Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk í gærkvöld störfum á vettvangi í Straumsvík þar sem mikill sinubruni kviknaði í fyrradag. Varðstjóri segir að áfram sé þó fylgst grannt með svæðinu. Innlent 25.3.2023 11:17 Dró upp hafnaboltakylfu í deilum við bensínstöð Deilur á milli þriggja einstaklinga við bensínstöð í austurhluta borgarinnar enduðu með því að einn þeirra dró upp hafnaboltakylfu. Innlent 25.3.2023 08:11 Neitar því að axarárásin hafi verið tilraun til manndráps Rúmlega fimmtugur karlmaður viðurkenndi við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa ráðist að barnsmóður sinni með öxi á bílastæðinu við Dalskóla í Úlfarsárdal í nóvember. Hann neitaði því hins vegar að árásin hafi verið tilraun til manndráps. Innlent 25.3.2023 08:01 Rannsaka kynferðisbrot gegn barni í Reykjadal Lögregla hefur til rannsóknar meint kynferðisbrot í sumarbúðunum í Reykjadal í ágúst 2022. Foreldrar barnsins lýsa brotunum í samtali við Heimildina og þeim áhrifum sem þau hafa haft á fjölskylduna. Málið allt hafi verið helvíti frá upphafi til enda. Innlent 24.3.2023 15:15 Koma þurfi í veg fyrir að fólk labbi upp að Glym yfir vetrartímann Ferðamálastjóri segir að koma þurfi í veg fyrir að fólk labbi upp að Glym yfir vetrartímann. Hann mun eiga samtal við landeigendur, fulltrúa sveitarfélagsins, lögreglu og aðra hlutaðeigandi aðila til þess að ræða aðgerðir til að auka öryggi á svæðinu. Innlent 24.3.2023 12:33 Hefði verið betra að fá þyrluna Slökkvilið fylgist enn vel með vettvangi mikils sinubruna í Straumsvík sem kviknaði í gær. Erfitt hefur verið að eiga við brunann að sögn varðstjóra, enda svæðið þungt yfirferðar. Eina þyrla Landhelgisgæslunnar sem nothæf er til slökkvistarfa var ekki tiltæk til aðstoðar í gær. Innlent 24.3.2023 11:56 Handteknu sleppt: „Einhver tenging“ við árásina á Bankastræti Club Einstaklingarnir fjórir sem voru handteknir í kjölfar slagsmála í miðborginni á miðvikudagskvöld hafa verið látnir lausir. Innlent 24.3.2023 11:04 Sérsveitin kölluð út og fimm handteknir eftir átök í heimahúsi Um klukkan 3 í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um átök í heimahúsi. Rætt var að hnífi hefði verið beitt í árásinni. Lögregla fór á staðinn ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, en ekki er tekið fram hvar á höfuðborgarsvæðinu átökin áttu sér stað. Innlent 24.3.2023 06:14 Dansaði úti á miðri götu og truflaði umferð Lögreglu barst tilkynning um mann sem truflaði umferð í Múlunum með dansi. Manninum var bent á að gangstéttin væri betri dansstaður og færði hann sig þangað. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu yfir verkefni dagsins í dag. Innlent 23.3.2023 19:07 Hættulegur staður allt árið um kring Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. Innlent 23.3.2023 11:45 Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. Innlent 23.3.2023 10:37 Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. Innlent 23.3.2023 08:49 Fjórir handteknir í kjölfar slagsmála í miðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan 22 í gærkvöldi þess efnis að menn væru vopnaðir hnífum fyrir utan skemmtistað í miðbænum. Fjölmennt lið var sent á vettvang en mennirnir voru farnir þegar lögregla mætti á staðinn. Innlent 23.3.2023 06:26 « ‹ 79 80 81 82 83 84 85 86 87 … 280 ›
Grýttu börn með flöskum og dósum á Ráðhústorginu Hópur fólks grýtti föður og tvo drengi hans með bjórdósum og glerflöskum á Ráðhústorginu á Akureyri í gærkvöldi. Faðirinn segir drengina hafa verið afar skelkaða og íhugar að kæra fólkið. Innlent 2.4.2023 16:19
Líkfundur í Reykjanesbæ Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um líkfund við fjöruborðið við Fitjabraut í Reykjanesbæ á hádegi í dag. Innlent 2.4.2023 15:32
Sló til lögreglu sem reyndi að skerast í leikinn Lögregla stöðvaði átök tveggja manna í miðborginni í gær. Annar þeirra var ósáttur með afskiptin og sló til lögreglumanns á vettvangi. Hann fékk að gista í fangageymslu í nótt. Innlent 2.4.2023 08:29
Kallað til lögreglu og barnaverndar vegna heiftugra bílastæðadeilna í Kauptúni Tveir einstaklingar misstu stjórn á skapi sínu vegna deilna um bílastæði í Kauptúni í Garðabæ um miðjan dag. Annar þeirra er sakaður um líkamsárás og hinn um eignaspjöll. Innlent 1.4.2023 17:48
Ungmenni sem hrelldu íbúa á bak og burt Lögreglu barst tilkynning um ungmenni sem áttu að hafa verið að hrella íbúa í Mosfellsbæ í nótt með því að banka á glugga og hurðar og taka í hurðarhúna. Ungmennin voru hvergi sjáanleg þegar lögregla mætti á vettvang. Innlent 1.4.2023 07:35
Ekki talið óhætt að aflétta rýmingum frekar Veðurstofa Íslands hefur kannað ástand hlíða á Austurlandi með tilliti til rýminga í dag. Ekki þykir óhætt að aflétta rýmingum frekar að svo stöddu. Innlent 31.3.2023 17:50
Landsréttur þyngir dóm yfir nýdæmdum barnaníðingi Barnaníðingurinn Brynjar Joensen Creed hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir nauðganir og önnur brot gegn ólögráða stúlkum. Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag og þyngdi dóm héraðsdóms um eitt ár. Innlent 31.3.2023 14:49
Hvetja íbúa fyrir austan að huga að niðurföllum Lögreglan á Austurlandi biðlar til íbúa að huga að niðurföllum en búist er við því að úrkoma þar nái hámarki síðar í dag. Í tilkynningu segir að allar varúðarráðstafanir vegna snjóflóðahættu og annars séu enn til staðar. Innlent 30.3.2023 10:00
Harður árekstur á Fagradal Tveggja bíla árekstur varð í Fagradal á Austurlandi fyrr í kvöld. Tveir voru fluttir á slysadeild. Innlent 28.3.2023 21:41
Þrír fluttir á slysadeild eftir að rúta valt á Öræfum Rúta með tæplega þrjátíu farþegum valt í Öræfasveit í dag. Þrír voru fluttir með sjúkrabíl til Hafnar í Hornafirði og verða þaðan fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Enginn þeirra slösuðu er með lífshættulega áverka. Innlent 28.3.2023 13:50
Glóð frá opnum eldi orsök stórbruna á Tálknafirði Bruninn sem varð í nýbyggingu fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish í botni Tálknafjarðar varð líklegast vegna glóðar sem barst frá opnum eldi sem unnið var með í plastteninga sem ekki voru langt frá. Málið telst upplýst en enginn var með stöðu sakbornings við rannsókn málsins. Innlent 28.3.2023 11:43
Leita að eiganda peninga í óskilum Heiðarlegur borgari fann peninga í verslun í Mosfellsbæ í síðustu viku og kom þeim í hendur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Eigandans er nú leitað. Innlent 27.3.2023 18:45
Hlupu uppi fíkniefnasala sem reyndist vera í ólöglegri dvöl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði fyrr í dag afskipti af aðila sem grunaður var um að að selja fíkniefni. Sá reyndi að komast undan á hlaupum en var hlaupinn uppi af lögreglumönnum. Innlent 27.3.2023 18:18
Leita að ökumanni sem ók á ungan strák á hlaupahjóli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að ökumanni bifreiðar sem ók á ungan pilt á rafmagnshlaupahjóli á gangbraut á Neshaga í Reykjavík síðastliðinn föstudagsmorgun. Innlent 27.3.2023 15:43
Snjóflóð féll í Norðfirði og búið að rýma eitt hús Snjóflóð féll í Norðfirði í nótt vestan leiðigarða við Urðarteig í nótt. Flóðið fór yfir Strandgötu og í sjó fram. Verið er að rýma eitt hús. Innlent 27.3.2023 07:27
Ákærður fyrir að nauðga konu í bifreið við bensínstöð í Reykjavík Héraðssaksóknari hefur höfðað mál gegn manni sem er grunaður um að hafa nauðgað konu í bifreið við bensínstöð í Reykjavík í janúar síðastliðnum. Málið var þingfest 21. mars síðastliðinn. Innlent 27.3.2023 06:38
Taldi lögreglu hafa hótað sér í skýrslutökum Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Guðlaugs Agnars Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir peningaþvætti í tengslum við stórkostlegt fíkniefnasmygl, um endurupptöku á dómnum. Guðlaugur byggði meðal annars á því að við rannsókn málsins hafi lögregla beitt hann hótunum um að gera föður hans að sakborningi í málinu. Innlent 26.3.2023 21:28
Aðgerðum lokið í Straumsvík Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk í gærkvöld störfum á vettvangi í Straumsvík þar sem mikill sinubruni kviknaði í fyrradag. Varðstjóri segir að áfram sé þó fylgst grannt með svæðinu. Innlent 25.3.2023 11:17
Dró upp hafnaboltakylfu í deilum við bensínstöð Deilur á milli þriggja einstaklinga við bensínstöð í austurhluta borgarinnar enduðu með því að einn þeirra dró upp hafnaboltakylfu. Innlent 25.3.2023 08:11
Neitar því að axarárásin hafi verið tilraun til manndráps Rúmlega fimmtugur karlmaður viðurkenndi við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa ráðist að barnsmóður sinni með öxi á bílastæðinu við Dalskóla í Úlfarsárdal í nóvember. Hann neitaði því hins vegar að árásin hafi verið tilraun til manndráps. Innlent 25.3.2023 08:01
Rannsaka kynferðisbrot gegn barni í Reykjadal Lögregla hefur til rannsóknar meint kynferðisbrot í sumarbúðunum í Reykjadal í ágúst 2022. Foreldrar barnsins lýsa brotunum í samtali við Heimildina og þeim áhrifum sem þau hafa haft á fjölskylduna. Málið allt hafi verið helvíti frá upphafi til enda. Innlent 24.3.2023 15:15
Koma þurfi í veg fyrir að fólk labbi upp að Glym yfir vetrartímann Ferðamálastjóri segir að koma þurfi í veg fyrir að fólk labbi upp að Glym yfir vetrartímann. Hann mun eiga samtal við landeigendur, fulltrúa sveitarfélagsins, lögreglu og aðra hlutaðeigandi aðila til þess að ræða aðgerðir til að auka öryggi á svæðinu. Innlent 24.3.2023 12:33
Hefði verið betra að fá þyrluna Slökkvilið fylgist enn vel með vettvangi mikils sinubruna í Straumsvík sem kviknaði í gær. Erfitt hefur verið að eiga við brunann að sögn varðstjóra, enda svæðið þungt yfirferðar. Eina þyrla Landhelgisgæslunnar sem nothæf er til slökkvistarfa var ekki tiltæk til aðstoðar í gær. Innlent 24.3.2023 11:56
Handteknu sleppt: „Einhver tenging“ við árásina á Bankastræti Club Einstaklingarnir fjórir sem voru handteknir í kjölfar slagsmála í miðborginni á miðvikudagskvöld hafa verið látnir lausir. Innlent 24.3.2023 11:04
Sérsveitin kölluð út og fimm handteknir eftir átök í heimahúsi Um klukkan 3 í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um átök í heimahúsi. Rætt var að hnífi hefði verið beitt í árásinni. Lögregla fór á staðinn ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, en ekki er tekið fram hvar á höfuðborgarsvæðinu átökin áttu sér stað. Innlent 24.3.2023 06:14
Dansaði úti á miðri götu og truflaði umferð Lögreglu barst tilkynning um mann sem truflaði umferð í Múlunum með dansi. Manninum var bent á að gangstéttin væri betri dansstaður og færði hann sig þangað. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu yfir verkefni dagsins í dag. Innlent 23.3.2023 19:07
Hættulegur staður allt árið um kring Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. Innlent 23.3.2023 11:45
Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. Innlent 23.3.2023 10:37
Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. Innlent 23.3.2023 08:49
Fjórir handteknir í kjölfar slagsmála í miðborginni Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um klukkan 22 í gærkvöldi þess efnis að menn væru vopnaðir hnífum fyrir utan skemmtistað í miðbænum. Fjölmennt lið var sent á vettvang en mennirnir voru farnir þegar lögregla mætti á staðinn. Innlent 23.3.2023 06:26
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent