Lögreglumál Lögreglan lýsir eftir Daníel Cross Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Daníel Cross, 18 ára. Hann er rúmlega 190 sentimetrar á hæð, þéttvaxinn og með mikið krullað hár. Innlent 26.2.2023 17:28 Sást til veggjakrotarans í Vesturbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er engu nær um það hver stóð að verki þegar krotað var á fjölda veggja í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Innlent 26.2.2023 10:43 Kveikt í rusli fyrir framan hús í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að kveikt hefði verið í ruslið fyrir framan hús í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögreglumenn sem fóru á vettvang náðu að slökkva eldinn en málið er nú í rannsókn. Innlent 26.2.2023 07:53 Stórsér á Vesturbænum eftir skemmdarvarginn Veggjakrotari, vopnaður spreybrúsum í öllum litum, framdi skemmdarverk á fjölda mannvirkja í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Maðurinn krotaði meðal annars á vegg Melabúðarinnar og furðar eigandi sig á atferli skemmdarvargsins. Lögreglan er með málið til rannsóknar. Innlent 25.2.2023 22:06 Réttindalaus ók lyftara á bíl Ökumaður lyftara ók á bifreið við Hafnarfjarðarhöfn klukkan hálf tvö í dag. Ökumaðurinn var ekki með réttindi til að vinna á vinnuvél á opnu svæði. Innlent 25.2.2023 17:07 Lokuðu veitingastað sem var ekki með rekstrarleyfi í miðborginni Lögregla hafði afskipti af tveimur veitinga- og skemmtistöðum í gærkvöldi og í nótt. Lét hún meðal annars loka veitingastað þar sem hann hafði ekki leyfi fyrir rekstrinum. Innlent 25.2.2023 07:30 Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. Innlent 24.2.2023 13:21 Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. Innlent 24.2.2023 11:22 Kölluð út vegna tveggja líkamsárása í borginni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna tveggja líkamsárása á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Innlent 24.2.2023 06:11 Þrír slösuðust í árekstri í miðborginni Þrír slösuðustu í árekstri í miðborg Reykjavíkur í morgun. Bíl var ekið í veg fyrir aðra á gatnamótum með fyrrgreindum afleiðingum. Báðar bifreiðar voru óökuhæfar eftir áreksturinn. Innlent 23.2.2023 21:57 Sú sem ók bílnum fannst köld og illa áttuð í Nauthólsvík Ökumaður bílsins sem hafnaði í sjó við dælustöðina í Skerjafirði í morgun slasaðist mjög lítið. Um var að ræða konu sem tilkynnt var um á gangi nærri Nauthólsvík í morgun, illa áttuð og köld. Bíllinn er í eigu bílaleigunnar Avis. Innlent 23.2.2023 14:55 Mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann Nemandi á unglingastigi Lundarskóla á Akureyri mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann fyrir helgi og sýndi ógnandi hegðun gagnvart kennara. Lögregla var kölluð til vegna málsins. Innlent 22.2.2023 10:38 Ók undir áhrifum og gaf upp kennitölu annars manns Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann vegna rásandi aksturslags í gærkvöldi og gaf sá upp kennitölu annars manns þegar rætt var við hann. Auk þess kom í ljós að hann var sviptur ökuréttindum og hafði ekið bílnum undir áhrifum fíkniefna. Innlent 22.2.2023 06:11 Árekstur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar Árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar nú í kvöld. Innlent 21.2.2023 20:19 Tekinn á 172 kílómetra hraða Ökumaður var stöðvaður í Reykjavík í nótt þar sem hann ók á 172 kílómetra hraða á svæði þar sem hámarkshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum til bráðabirgða. Innlent 21.2.2023 06:11 Þrír í áframhaldandi gæsluvarðhaldi: Lögðu hald á tuttugu milljónir króna Fyrir helgi voru þrír karlmenn úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar sem snýr að framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum sem handtekinn var í tengslum við málið. Innlent 20.2.2023 19:48 Í áfalli eftir heimsókn þriggja handrukkara „Ég er ennþá að reyna að jafna mig. Ég bara skil ekkert í þeim að vera að ráðast á mig,“ segir Ragnar Rúnar Þorgeirsson, íbúi í Ásahverfinu í Hafnarfirði en hann varð fyrir óhugnanlegri reynslu í gærdag þegar þrír menn ruddust inn á heimili hans með ógnandi tilburðum og enduðu á því að keyra á brott á bílnum hans. Að sögn Ragnars vildu mennirnir ná tali af syni hans, sem einn þeirra mun hafa átt í viðskiptum við. Innlent 20.2.2023 11:33 Kveikti í tveimur ruslagámum í Kópavogi Dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru í þrjú útköll í nótt, þar af tvö vegna íkveikja í ruslagámum í Kópavogi. Þriðja útkallið var vegna hugsanlegs elds í bíl. Innlent 20.2.2023 07:17 Hellisheiði og Þrengsli lokuð: Allt að tíu bíla árekstur við Hveradali Nokkrir hafa verið fluttir á slysadeild eftir allt að tíu bíla árekstur á Hellisheiði í dag. Nánar tiltekið varð áreksturinn við Hveradali en enginn slasaðist alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi. Innlent 19.2.2023 18:21 Maðurinn sem leitað var er fundinn Sjötugur karlmaður, sem lögregla lýsti eftir í gærkvöldi, er fundinn heill á húfi. Innlent 19.2.2023 08:53 Fór húsavillt og kallað var til lögreglu Í nótt var tilkynnt um mann sem var að reynast komast inn í hús í umdæmi lögreglustöðvar tvö. Fljótlega kom í ljós að maðurinn hafði einfaldlega farið húsavillt. Innlent 18.2.2023 07:24 Leita ökumanns sem stakk af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns bifreiðar sem ók á gangandi vegfaranda á gatnamótum Hrafnsgötu og Burknagötu í Reykjavík í gærmorgun. Ökumaðurinn nam staðar og ræddi við vegfarandann en stakk síðan af frá vettvangi. Vegfarandinn er töluvert slasaður. Innlent 17.2.2023 17:38 Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. Innlent 17.2.2023 14:13 Lögregla eltist við bifreiða-, ferðatösku- og stálplötuþjófa Tveir voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gær þegar lögreglu barst tilkynning um ferðir bifreiðar sem hafði áður verið tilkynnt stolin. Búið var að skipta um skráningarnúmer á bílnum og ökumaður og farþegi gista nú fangageymslu. Innlent 17.2.2023 06:36 Vildu að öðru lögregluembætti yrði falin rannsókn Óshlíðarmálsins Ríkissaksóknari hefur gert lögreglunni á Vestfjörðum að taka ný gögn, sem komið hafa fram um dauða ungs manns í Óshlíð árið 1973, til skoðunar. Rannsókn málsins var látin niður falla í október en fjölskylda mannsins sem lést kærði ákvörðun lögreglunnar til saksóknara og vildi að öðru embættið yrði falin rannsókn málsins. Innlent 16.2.2023 15:25 „Ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur“ „Það er náttúrulega ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur og mjög alvarlegt að fólk sé að keyra þarna þar sem akstur er bannaður.“ Innlent 16.2.2023 14:02 Handteknir með mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst heldur undarlegt útkall í gær þegar hringt var inn og tilkynnt um mögulegt innbrot í verslun í miðborg Reykjavíkur. Ekkert var hæft í því en sá sem hringdi var í bifreið fyrir utan verslunina og var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Innlent 16.2.2023 06:28 Tilkynnt um grunsamlega einstaklinga með skíðagrímur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í gærkvöldi og nótt vegna grunsamlegra mannaferða. Í öðru tilfellinu var tilkynnt um grunsamlega einstaklinga með skíðagrímur í miðborg Reykjavíkur en þeir fundust ekki þrátt fyrir leit. Innlent 15.2.2023 06:27 Stúlkan sem leitað var að er fundin Stúlkan sem lögreglan á Suðurnesjum leitaði að fyrr í kvöld er fundin. Innlent 14.2.2023 23:04 Fjórir í gæsluvarðhaldi grunaðir um framleiðslu og sölu amfetamíns Fjórir eru í gæsluvarðhaldi í tengslum við fund lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á miklu magni fíkniefna við húsleitir í síðustu viku. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að fimm hafi verið handteknir í þessum aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi en fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Innlent 14.2.2023 13:34 « ‹ 83 84 85 86 87 88 89 90 91 … 280 ›
Lögreglan lýsir eftir Daníel Cross Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Daníel Cross, 18 ára. Hann er rúmlega 190 sentimetrar á hæð, þéttvaxinn og með mikið krullað hár. Innlent 26.2.2023 17:28
Sást til veggjakrotarans í Vesturbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er engu nær um það hver stóð að verki þegar krotað var á fjölda veggja í Vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Innlent 26.2.2023 10:43
Kveikt í rusli fyrir framan hús í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um að kveikt hefði verið í ruslið fyrir framan hús í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Lögreglumenn sem fóru á vettvang náðu að slökkva eldinn en málið er nú í rannsókn. Innlent 26.2.2023 07:53
Stórsér á Vesturbænum eftir skemmdarvarginn Veggjakrotari, vopnaður spreybrúsum í öllum litum, framdi skemmdarverk á fjölda mannvirkja í Vesturbæ Reykjavíkur í gær. Maðurinn krotaði meðal annars á vegg Melabúðarinnar og furðar eigandi sig á atferli skemmdarvargsins. Lögreglan er með málið til rannsóknar. Innlent 25.2.2023 22:06
Réttindalaus ók lyftara á bíl Ökumaður lyftara ók á bifreið við Hafnarfjarðarhöfn klukkan hálf tvö í dag. Ökumaðurinn var ekki með réttindi til að vinna á vinnuvél á opnu svæði. Innlent 25.2.2023 17:07
Lokuðu veitingastað sem var ekki með rekstrarleyfi í miðborginni Lögregla hafði afskipti af tveimur veitinga- og skemmtistöðum í gærkvöldi og í nótt. Lét hún meðal annars loka veitingastað þar sem hann hafði ekki leyfi fyrir rekstrinum. Innlent 25.2.2023 07:30
Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. Innlent 24.2.2023 13:21
Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. Innlent 24.2.2023 11:22
Kölluð út vegna tveggja líkamsárása í borginni Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna tveggja líkamsárása á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Innlent 24.2.2023 06:11
Þrír slösuðust í árekstri í miðborginni Þrír slösuðustu í árekstri í miðborg Reykjavíkur í morgun. Bíl var ekið í veg fyrir aðra á gatnamótum með fyrrgreindum afleiðingum. Báðar bifreiðar voru óökuhæfar eftir áreksturinn. Innlent 23.2.2023 21:57
Sú sem ók bílnum fannst köld og illa áttuð í Nauthólsvík Ökumaður bílsins sem hafnaði í sjó við dælustöðina í Skerjafirði í morgun slasaðist mjög lítið. Um var að ræða konu sem tilkynnt var um á gangi nærri Nauthólsvík í morgun, illa áttuð og köld. Bíllinn er í eigu bílaleigunnar Avis. Innlent 23.2.2023 14:55
Mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann Nemandi á unglingastigi Lundarskóla á Akureyri mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann fyrir helgi og sýndi ógnandi hegðun gagnvart kennara. Lögregla var kölluð til vegna málsins. Innlent 22.2.2023 10:38
Ók undir áhrifum og gaf upp kennitölu annars manns Lögregla á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann vegna rásandi aksturslags í gærkvöldi og gaf sá upp kennitölu annars manns þegar rætt var við hann. Auk þess kom í ljós að hann var sviptur ökuréttindum og hafði ekið bílnum undir áhrifum fíkniefna. Innlent 22.2.2023 06:11
Árekstur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar Árekstur varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar nú í kvöld. Innlent 21.2.2023 20:19
Tekinn á 172 kílómetra hraða Ökumaður var stöðvaður í Reykjavík í nótt þar sem hann ók á 172 kílómetra hraða á svæði þar sem hámarkshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum til bráðabirgða. Innlent 21.2.2023 06:11
Þrír í áframhaldandi gæsluvarðhaldi: Lögðu hald á tuttugu milljónir króna Fyrir helgi voru þrír karlmenn úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar sem snýr að framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ekki var farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir einum sem handtekinn var í tengslum við málið. Innlent 20.2.2023 19:48
Í áfalli eftir heimsókn þriggja handrukkara „Ég er ennþá að reyna að jafna mig. Ég bara skil ekkert í þeim að vera að ráðast á mig,“ segir Ragnar Rúnar Þorgeirsson, íbúi í Ásahverfinu í Hafnarfirði en hann varð fyrir óhugnanlegri reynslu í gærdag þegar þrír menn ruddust inn á heimili hans með ógnandi tilburðum og enduðu á því að keyra á brott á bílnum hans. Að sögn Ragnars vildu mennirnir ná tali af syni hans, sem einn þeirra mun hafa átt í viðskiptum við. Innlent 20.2.2023 11:33
Kveikti í tveimur ruslagámum í Kópavogi Dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu fóru í þrjú útköll í nótt, þar af tvö vegna íkveikja í ruslagámum í Kópavogi. Þriðja útkallið var vegna hugsanlegs elds í bíl. Innlent 20.2.2023 07:17
Hellisheiði og Þrengsli lokuð: Allt að tíu bíla árekstur við Hveradali Nokkrir hafa verið fluttir á slysadeild eftir allt að tíu bíla árekstur á Hellisheiði í dag. Nánar tiltekið varð áreksturinn við Hveradali en enginn slasaðist alvarlega, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi. Innlent 19.2.2023 18:21
Maðurinn sem leitað var er fundinn Sjötugur karlmaður, sem lögregla lýsti eftir í gærkvöldi, er fundinn heill á húfi. Innlent 19.2.2023 08:53
Fór húsavillt og kallað var til lögreglu Í nótt var tilkynnt um mann sem var að reynast komast inn í hús í umdæmi lögreglustöðvar tvö. Fljótlega kom í ljós að maðurinn hafði einfaldlega farið húsavillt. Innlent 18.2.2023 07:24
Leita ökumanns sem stakk af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns bifreiðar sem ók á gangandi vegfaranda á gatnamótum Hrafnsgötu og Burknagötu í Reykjavík í gærmorgun. Ökumaðurinn nam staðar og ræddi við vegfarandann en stakk síðan af frá vettvangi. Vegfarandinn er töluvert slasaður. Innlent 17.2.2023 17:38
Ekki taldir alvarlega slasaðir eftir brunann Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir bruna í Vatnagörðum í Reykjavík í morgun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg að sögn lögreglu. Slökkvistarf gekk vel en margir voru í húsnæðinu, sem hýsir meðal annars áfangaheimili. Lögregla rannsakar nú vettvanginn. Innlent 17.2.2023 14:13
Lögregla eltist við bifreiða-, ferðatösku- og stálplötuþjófa Tveir voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gær þegar lögreglu barst tilkynning um ferðir bifreiðar sem hafði áður verið tilkynnt stolin. Búið var að skipta um skráningarnúmer á bílnum og ökumaður og farþegi gista nú fangageymslu. Innlent 17.2.2023 06:36
Vildu að öðru lögregluembætti yrði falin rannsókn Óshlíðarmálsins Ríkissaksóknari hefur gert lögreglunni á Vestfjörðum að taka ný gögn, sem komið hafa fram um dauða ungs manns í Óshlíð árið 1973, til skoðunar. Rannsókn málsins var látin niður falla í október en fjölskylda mannsins sem lést kærði ákvörðun lögreglunnar til saksóknara og vildi að öðru embættið yrði falin rannsókn málsins. Innlent 16.2.2023 15:25
„Ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur“ „Það er náttúrulega ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur og mjög alvarlegt að fólk sé að keyra þarna þar sem akstur er bannaður.“ Innlent 16.2.2023 14:02
Handteknir með mikið magn lyfseðilsskyldra lyfja Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst heldur undarlegt útkall í gær þegar hringt var inn og tilkynnt um mögulegt innbrot í verslun í miðborg Reykjavíkur. Ekkert var hæft í því en sá sem hringdi var í bifreið fyrir utan verslunina og var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Innlent 16.2.2023 06:28
Tilkynnt um grunsamlega einstaklinga með skíðagrímur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í gærkvöldi og nótt vegna grunsamlegra mannaferða. Í öðru tilfellinu var tilkynnt um grunsamlega einstaklinga með skíðagrímur í miðborg Reykjavíkur en þeir fundust ekki þrátt fyrir leit. Innlent 15.2.2023 06:27
Stúlkan sem leitað var að er fundin Stúlkan sem lögreglan á Suðurnesjum leitaði að fyrr í kvöld er fundin. Innlent 14.2.2023 23:04
Fjórir í gæsluvarðhaldi grunaðir um framleiðslu og sölu amfetamíns Fjórir eru í gæsluvarðhaldi í tengslum við fund lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á miklu magni fíkniefna við húsleitir í síðustu viku. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að fimm hafi verið handteknir í þessum aðgerðum gegn skipulagðri brotastarfsemi en fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Innlent 14.2.2023 13:34
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent