Efnahagsmál

Meirihluti stjórnenda sér fram á samdrátt
63% stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum og stofnunu sjá fram á samdrátt í íslensku hagkerfi á næstu tólf mánuðum. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri könnun MMR.

Áætluð skattsvik yfir þriggja ára tímabil um 80 milljarðar á ári
Fjármálaáætlun til ársins 2023 er gert ráð fyrir hertari aðgerðum á sviði skattaskila sem gætu skilað um einum milljarði í ríkissjóð frá árinu 2020.

Staða ferðaþjónustunnar í hnotskurn
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar dregur upp dökka mynd af stöðunni.

Gistinóttum á Airbnb fækkaði um 29 prósent
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um 10,2% milli 2018 og 2019.

Tíu þúsund atvinnulausir
Samkvæmt árstíðaleiðréttingum tölum frá Hagstofunni voru atvinnulausir 10.000 í maí, eða 4,7%

Vaxtalækkun Seðlabankans enn eitt skrefið í átt að markmiðum kjarasamninga
Drífa Snædal, forseti ASÍ, er ánægð með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans.

Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður stýrivaxtalækkun
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka meginvexti bankans um 0,25 prósentustig á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum

Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig
Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar.

Skrípaleikur
Þætti einhverjum eðlilegt að forstjóri eftirlitsskylds félags á fjármálamarkaði færi fyrir nefnd sem ákvarðaði hæfi umsækjenda um starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins?

Steingrímur harðorður áður en þingi var formlega frestað
Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar.

„Áttu þetta að vera einhverjar leynitillögur?“
Til snarpra orðaskipta kom á milli stjórnarliða og Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar og fulltrúa í fjárlaganefnd Alþingis, þegar hann mælti fyrir nefndaráliti minnihlutans sem lúta að breytingum á fjármálastefnu og fjármálaáætlun á lokadegi þingsins í dag

Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið
Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun.

Fjöldi reglugerða margfaldast
Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, segir að óháð efni reglna hljóti að vakna spurning um hvort ekki sé mikilvægt að gæta hófs í fjölda til að auðveldara sé að fara eftir þeim. Smærri fyrirtæki bera þyngstu byrðarnar.

Fjármálin ein eftir á dagskrá
Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar.

Telur umræðu um breytingar á fjármálaáætlun á villigötum
Sundrung virðist innan fjárlaganefndar vegna nýrrar fjármálaáætlunar sem ræða á á Alþingi á morgun.

Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning
Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum.

Að milda niðursveifluna
Þótt veðrið hafi leikið við okkur landsmenn síðustu vikurnar hafa efnahagslegir hagvísar leikið okkur grátt.

Samdrátturinn dýpri en spáð hefur verið
Samtök iðnaðarins telja líkur á því að samdrátturinn í efnahagslífinu verði dýpri og vari lengur en nýlegar efnahagsspár hljóða upp á.

Þingmenn orðnir langeygir eftir fjármálaáætlun
Ekki enn borist fundarboð til þeirra sem skipa fjárlaganefnd.

Forsætisráðherra segir þjóðina geta tekist á við stinningskalda þó blási á móti í efnahagslífinu
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir á 75 ára afmæli íslenska lýðveldisins að sjaldan hafi verið mikilvægara að standa með fullveldinu og lýðræðinu.

Segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu
Þingmaður Samfylkingarinnar segir formann fjárlaganefndar fara með tóma vitleysu þegar hann segir að boðaður niðurskurður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til endurskoðunar, bitni ekki á almenningi og fyrirtækjum í landinu.

Ágúst Ólafur segir fjármálaáætlun byggða á óraunsærri bjartsýnisspá
Það er ábyrgðarhluti að byggja fjármálaáætlun á bjartsýnustu spánni, segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd sem hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Fjármálaáætlun sem kynnt var á dögunum.

Formaður fjárlaganefndar segir gagnrýni á fjármálaáætlun rakalausa
Formaður fjárlaganefndar segir orð þingmanns Samfylkingarinnar um niðurskurð og breytingar á fjármálaáætlun rakalausan. Hann segir engan koma til með að finna fyrir breytingum á áður boðaðri aukningu til málefnasviða ríkisins á næsta ári.

Björn Leví: „Þessi drasl fjármálaráðherra má vinsamlegast hætta að úða út svona fokking bulli“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ekki par sáttur með nýja fjármálaáætlun sem liggur nú fyrir Alþingi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir markmið ríkisstjórnarinnar vera að bæta nýtingu fjármuna í bótakerfinu.

Bjarni svarar gagnrýni Ágústs Ólafs
Framlög til málefnasviðsins örorka og málefni fatlaðs fólks hafa vaxið úr 45,7 milljörðum á ári upp í 69 milljarða í ár en samkvæmt áformum stefnir upphæðin að 77 milljörðum árið 2024. Þetta kemur fram í stuttum pistli fjármálaráðherra.

Í áfalli vegna fjármálaáætlunar
Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan.

Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA
Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar of bjartsýna. Forstöðumaður efnahagssviðs SA telur líklegt að á næsta ári þurfi að koma fram með fimmtu stefnuna á fimm árum.

Ræddu breytta fjármálastefnu inn í nóttina
Þingfundur stóð til klukkan 00:45 í nótt á Alþingi og fór mesta púðrið í að ræða breytingar á fjármálastefnunni til ársins 2022.

Segir ríkisstjórnina hafa farið frjálslega með lög um opinber fjármál
Þorsteinn Víglundsson segir að endurskoðuð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar byggi á of bjartsýnum efnahagsforsendum.

Lök afkoma ríkissjóðs slæm tíðindi
Segir endurskoðaða fjármálastefnu stjórnvalda kvikk fix.