Úkraína

Fréttamynd

Enn gustar um dómsmálaráðuneyti eftir stormasama viku

Fréttir bárust af nokkrum pólitískum eldfimum málum sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur rannsakað í gær í lok viku þar sem efast hefur verið um sjálfstæði ráðuneytisins gagnvart pólitískum þrýstingi Trump forseta.

Erlent
Fréttamynd

Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins deilir á framferði Trump

John Kelly taldi sérfræðing þjóðaröryggisráðsins sem kvartaði undan símtali Trump við forseta Úkraínu aðeins hafa fylgt þjálfun sinni sem hermanns. Trump hefur kallað eftir því að herinn refsi honum fyrir að bera vitni gegn honum í rannsókn Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum.

Erlent
Fréttamynd

Stólpagrín gert að kortaleikfimi ráðherrans

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa hellt sér yfir Mary Louis Kelly, dagskrárgerðarmann hjá NPR, eftir útvarpsviðtal á dögunum. Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu stólpagrín að Pompeo vegna málsins í gær.

Lífið
Fréttamynd

Pressa á Repúblikönum

Tveir mikilvægir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins segja fregnir um John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, ýta undir það að kalla eigi hann, og mögulega aðra, til að bera vitni í réttarhöldunum gegn Trump.

Erlent
Fréttamynd

Tveimur eldflaugum var skotið að flugvélinni

Hermenn í Íran skutu tveimur eldflaugum að úkraínskri farþegaþotu sem verið var að fljúga frá Teheran í síðustu viku. Eldflaugunum var skotið með tuttugu og þriggja sekúndna millibili og frá herstöð skammt frá flugvellinum.

Erlent