Forsetakjör

Fréttamynd

Ástþór gerði ógilt

Ástþór Magnússon braut kosningalögin með því að flagga kjörseðlinum sínum og setja hann ekki samanbrotinn í kjörkassann í forsetakosningunum í gær. Þórunn Guðmundsson, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður segir að með þessu hafi Ástþór ógilt atkvæðið sitt.

Innlent
Fréttamynd

Ekki forseti þjóðarinnar

"Aðalatriðið er það að samkvæmt þessum tölum er Ólafur Ragnar Grímsson með minnihluta atkvæðisbærra manna á bak við sig. Hann er því ekki forseti þjóðarinnar, heldur forseti vinstrimanna," sagði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði.

Innlent
Fréttamynd

Hefur ótvírætt umboð frá þjóðinni

Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi fengið ótvírætt umboð frá þjóðinni til að gegna áfram forsetaembættinu. Hann bendir á að meirihluti þjóðarinnar hafi hafnað þeim málflutningi að forsetinn hefði ekki rétt til að skjóta málum til þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Dræm kjörsókn viðvörunarmerki

"Ég fór í þessar kosningar vegna þess að ég hafði ákveðna hluti að segja. Ég vonaðist til að þetta færi öðruvísi en það er þjóðin sem ræður," sagði Baldur Ágústsson um úrslit kosninganna.

Innlent
Fréttamynd

Traustsyfirlýsing eða áfall

Ólafur Ragnar Grímsson, nýkjörinn forseti Íslands, segir kosningaúrslitin afgerandi traustsyfirlýsingu og mjög sterkt umboð. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir úrslitin hins vegar áfall fyrir Ólaf og að hyldýpisgjá hafi myndast á milli hans og þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hefði viljað vinna

Baldur Ágústsson, forsetaframbjóðandi, segir niðurstöðuna í forsetakosningunum aðra en hann vonaðist eftir, en kjósendur ráði. Hann segir vaktaskipti á Bessastöðum tímabær og því hafi hann viljað vinna kosningarnar.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar tölur úr Suðurkjördæmi

Öll kjörgögn eru nú komin í hús á talningarstað á Selfossi þar sem talning atkvæða í Suðurkjördæmi fer fram. Búið er að telja tæplega 15.000 atkvæði og hefur Ólafur Ragnar Grímsson hlotið tæp 70% atkvæðanna.

Innlent
Fréttamynd

Kjörfundaratkvæði í Kraganum talin

Talningu kjörfundaratkvæða í Suðvesturkjrödæmi erlokið. Einungis á eftir að telja 4.400 til 4.500 utankjörfundaratkvæði. Ólafur Ragnar Grímsson hlaut 63,3% greiddra atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Andstaðan segir sína skoðun

Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn með traustum meirihluta, þrátt fyrir árásir Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Þetta er mat nokkurra stjórnarandstöðuþingmanna.

Innlent
Fréttamynd

Yfirlit yfir úrslit kosninga

Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í gær með tæplega 85 prósent gildra atkvæða. Fimmtungur kjósenda skilaði hins vegar auðu og kjörsókn hefur aldrei verið minni í sextíu ára sögu lýðveldisins.

Innlent
Fréttamynd

Ekki lengur sameiningartákn

Ólafi Ragnari Grímssyni hefur mistekist að verða sameiningartákn þjóðarinnar. Þetta segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor. Hannes Hólmsteinn verður seint talinn til aðdáenda Ólafs Ragnars Grímssonar, og túlkun hans á niðurstöðun kosninganna er ljós.

Innlent
Fréttamynd

Kjörsókn í sögulegu lágmarki

"Þetta er mun minni kjörsókn en skoðanakannanir bentu til og í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið síðustu vikur," segir Þórólfur Þórlindsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Hrærður yfir stuðningnum

"Ákveðin öfl úr ákveðnu pólitísku litrófi hafa beitt sér mjög gegn mér og hvatt fólk til að skila auðu. Morgunblaðið hefur farið þar fremst í flokki eins og forsíða blaðsins í dag ber með sér. Hlutfall auðra seðla í þessum kosningum er lítil uppskera miðað við það sem á undan hefur gengið," sagði Ólafur Ragnar Grímsson.

Innlent
Fréttamynd

Úrslitin hljóti að vera áfall

Davíð Oddsson forsætisráðherra segir úrslit forsetakosningarnar hljóta að vera Ólafi Ragnari áfall. Forsætisráðherra er í Tyrklandi á fundi leiðtoga Atlantshafsbandalagsins en tal náðist af honum stuttu fyrir fréttir. Hann óskar Ólafi Ragnari Grímssyni þó til hamingju með að hafa verið endurkjörinn forseti Íslands næstu fjögur árin.

Innlent
Fréttamynd

Enginn spámaður í eigin föðurlandi

Ástþór Magnússon segist hafa fengið fleiri atkvæði upp úr kjörkössunum í gærkvöldi en Kristur átti sér fylgismenn. Hann segir engann vera spámann í eigin föðurlandi. Alls hlaut Ástþór Magnússon 1,89 prósent gildra atkvæða. Hann hefði viljað sjá fleiri koma með mannúð í hjarta á kjörstað til að styðja friðarmálin. Hann sagðist þó alls ekki vera hættur og héldi baráttunni áfram.

Innlent
Fréttamynd

Lokatölur úr Reykjavík og Kraga

Talningu er lokið í Reykjavíkurkjördæmi suður og í Suðvesturkjördæmi. Í báðum kjördæmum hlaut Ólafur Ragnar Grímsson um 64% atkvæða. Auðir seðlar voru tæpur fjórðungur greiddra atkvæða.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan sótti kjörkassa

Landhelgisgæslan kom yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis til hjálpar við að flytja atkvæði frá Vestmannaeyjum á talningarstað á Selfossi. Veður kom að mestu í veg fyrir flug en þyrla Landhelgisgæslunnar komst þangað sem aðrar flugvélar komu ekki og sótti kjörseðla til talningar.

Innlent
Fréttamynd

Gömul kaldastríðsblaðamennska

Ólafur Ragnar Grímsson segir Morgunblaðið hafa rekið markvissan og hatramman áróður gegn sér og segir blaðið komið í gamla kaldastríðsblaðamennsku.

Innlent
Fréttamynd

Fimmti hver skilaði auðu

Ólafur Ragnar Grímsson var endurkjörinn forseti Íslands í kosningunum í gær með 85,6 prósentum gildra atkvæða. Ástþór Magnússon hlaut innan við 2 prósent og Baldur Ágústsson 12 og hálft prósent. Fimmti hver kjósandi skilaði auðu, sem á sér engin fordæmi hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi

Í Norðvesturkjördæmi hafa nú verið talin 500 atkvæði en talning þar fór seint af stað. Litlar breytingar eru á fylgi frambjóðendanna miðað við fyrstu tölur úr öðrum kjördæmum.

Innlent
Fréttamynd

Kenni ómálaefnalegri umfjöllun um

"Ég er með meira fylgi en Kristur hafði á sínum tíma og læt þessa krossfestingu ekki stöðva mig," sagði Ástþór Magnússon þegar fyrstu tölur úr forsetakosningunum lágu fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Fylgi Ólafs 70% í Suðurkjördæmi

Fylgi Ólafs Ragnars Grímssonar er rúm 70% samkvæmt fyrstu tölum, úr Suðurkjördæmi. Það breytir þó litlu um fylgi hans á landsvísu, það er rúm 85%.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar með 85,6 % atkvæða

Samkvæmt fyrstu tölum úr Reykjavíkurkjördæmi norður, Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi er Ólafur Ragnar Grímsson með ríflega 85% fylgi. Auðir seðlar eru tæpur fjórðungur.

Innlent
Fréttamynd

Mesta kjörsókn á Akureyri

Kjörsókn fer hægt af stað í dag þegar Íslendingar kjósa sér forseta. Í Reykjavíkurkjördæmunum voru tæplega 19 prósent atkvæðisbærra manna búnir að kjósa klukkan tvö en í síðustu forsetakosningum fyrir átta árum höfðu rúmlega fjórðungur kjósenda greitt atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Frambjóðendur á kjörstað

Forsetakosningar fara fram á Íslandi í dag, í sjötta sinn í sögu lýðveldisins. Þótt allar líkur séu á því að Ólafur Ragnar Grímsson verði endurkjörinn með meirihluta atkvæða verður horft til þess hversu margir kjósendur munu nota tækifærið til að lýsa andstöðu sinni við hann.

Innlent
Fréttamynd

Kjörsókn mun minni en 1996

Kjörsókn nú er mun minni en í forsetakosningunum árið 1996 og í alþingiskosningunum í fyrra. Framkvæmd kosninganna hefur víðast hvar gengið mjög vel. Slæmt veður gæti þó sett strik í reikninginn í Suðurkjördæmi, því ekki hefur verið hægt að fljúga með atkvæði frá Vestmannaeyjum og útlitið fyrir kvöldið er slæmt.

Innlent