Hávær krafa um að formenn útskýri ákvörðun um ESB aðild Hrund Þórsdóttir skrifar 22. febrúar 2014 20:00 Formenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag vegna fyrirhugaðrar afturköllunar umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Samkvæmt skoðanakönnunum vill þjóðin klára aðildarviðræðurnar og fyrir kosningarnar síðasta vor lofuðu formennirnir þjóðaratkvæðagreiðslu um þær. Eins og fram hefur komið hafa þingflokkar stjórnarflokkanna samþykkt tillögu utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka. Ef til þess kemur, verður Ísland fyrsta landið til að gera það. Þú talaðir um það í fréttum í gær að þetta myndi ekki þýða slit á viðræðum, en er það ekki útúrsnúningur? Þetta myndi þýða slit á aðildarviðræðum, ekki satt? „Ég vil einfaldlega ekki nota orðið slit, því við erum að draga til baka umsókn,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. „Þú getur kallað þetta útúrsnúning ef þú vilt, já já.“ Stóð aldrei til að standa við kosningaloforð um að þetta færi í þjóðaratkvæði? „Ég kannast ekki við að hafa gefið það kosningaloforð að þetta færi í þjóðaratkvæði,“ segir Gunnar. Í sameiginlegri stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna síðastliðið vor er ekki talað um slit á viðræðum við ESB, heldur hlé á þeim og segir orðrétt: „Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Stefnuyfirlýsing Sjálfstæðisflokksins er einnig afdráttarlaus og þar segir: „Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðargreiðslu á kjörtímabilinu.“ Við undirritun stjórnarsáttmála á Laugarvatni í vor svaraði forsætisráðherra spurningu fréttamanns, um hvort treysta mætti því að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu, játandi. Við hæfi er einnig að rifja upp ummæli formanna stjórnarflokkanna í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 frá síðastliðnu vori: „Við höfum opnað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ég er opinn fyrir því að nýta þjóðaratkvæðagreiðslu til að nýta þjóðarviljann í þessu máli,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, talaði á svipuðum nótum: „Ef menn vilja halda áfram og segja að þeir ætli að treysta þjóðinni, hljóta þeir líka að treysta henni til að taka ákvörðun um hvort verði haldið áfram eða ekki.“ Og þá er það stóra spurningin, treysta formenn stjórnarflokkanna þjóðinni ekki lengur til að taka þessa ákvörðun, eða hentar þeim einfaldlega ekki að standa við kosningaloforðin? Bjarni og Sigmundur neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag og eitt af því sem margir velta fyrir sér núna er, hvaða áhrif þetta mál muni hafa á framtíð Sjálfstæðisflokksins. Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Tillaga um viðræðuslit komin fram Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Málið verður rætt á þingi í upphafi næstu viku. 21. febrúar 2014 19:03 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04 Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag vegna fyrirhugaðrar afturköllunar umsóknar Íslands að Evrópusambandinu. Samkvæmt skoðanakönnunum vill þjóðin klára aðildarviðræðurnar og fyrir kosningarnar síðasta vor lofuðu formennirnir þjóðaratkvæðagreiðslu um þær. Eins og fram hefur komið hafa þingflokkar stjórnarflokkanna samþykkt tillögu utanríkisráðherra um að draga umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka. Ef til þess kemur, verður Ísland fyrsta landið til að gera það. Þú talaðir um það í fréttum í gær að þetta myndi ekki þýða slit á viðræðum, en er það ekki útúrsnúningur? Þetta myndi þýða slit á aðildarviðræðum, ekki satt? „Ég vil einfaldlega ekki nota orðið slit, því við erum að draga til baka umsókn,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. „Þú getur kallað þetta útúrsnúning ef þú vilt, já já.“ Stóð aldrei til að standa við kosningaloforð um að þetta færi í þjóðaratkvæði? „Ég kannast ekki við að hafa gefið það kosningaloforð að þetta færi í þjóðaratkvæði,“ segir Gunnar. Í sameiginlegri stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna síðastliðið vor er ekki talað um slit á viðræðum við ESB, heldur hlé á þeim og segir orðrétt: „Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Stefnuyfirlýsing Sjálfstæðisflokksins er einnig afdráttarlaus og þar segir: „Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðargreiðslu á kjörtímabilinu.“ Við undirritun stjórnarsáttmála á Laugarvatni í vor svaraði forsætisráðherra spurningu fréttamanns, um hvort treysta mætti því að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu, játandi. Við hæfi er einnig að rifja upp ummæli formanna stjórnarflokkanna í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 frá síðastliðnu vori: „Við höfum opnað fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins. Ég er opinn fyrir því að nýta þjóðaratkvæðagreiðslu til að nýta þjóðarviljann í þessu máli,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, talaði á svipuðum nótum: „Ef menn vilja halda áfram og segja að þeir ætli að treysta þjóðinni, hljóta þeir líka að treysta henni til að taka ákvörðun um hvort verði haldið áfram eða ekki.“ Og þá er það stóra spurningin, treysta formenn stjórnarflokkanna þjóðinni ekki lengur til að taka þessa ákvörðun, eða hentar þeim einfaldlega ekki að standa við kosningaloforðin? Bjarni og Sigmundur neituðu báðir að svara spurningum fréttamanns í dag og eitt af því sem margir velta fyrir sér núna er, hvaða áhrif þetta mál muni hafa á framtíð Sjálfstæðisflokksins.
Tengdar fréttir Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00 Tillaga um viðræðuslit komin fram Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Málið verður rætt á þingi í upphafi næstu viku. 21. febrúar 2014 19:03 Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04 Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Umfjöllun um tillögu Gunnars Braga: Vilja draga umsóknina til baka Ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu báðir í gær að styðja þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Skiptar skoðanir eru innan Sjálfstæðisflokks um slit viðræðna við ESB. 22. febrúar 2014 08:00
Tillaga um viðræðuslit komin fram Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka. Málið verður rætt á þingi í upphafi næstu viku. 21. febrúar 2014 19:03
Þingsályktun um viðræðuslit við ESB á leiðinni Formaður utanríkismálanefndar segir Alþingi hljóta að taka ákvörðun um framhald evrópumála að lokinni umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar. Stjórnarflokkarnir vilji ljúka viðræðunum. 20. febrúar 2014 20:00
Utanríkisráðherra segir ekki gengið gegn vilja almennings Gunnar Bragi Sveinsson blæs á yfirlýsingar sérfræðinga um að ákvörðunin um afturköllun viðræðna myndi útiloka Ísland frá sambandinu um langt skeið. 22. febrúar 2014 15:04
Framsóknarmenn samþykkja einnig að draga aðildarumsókn til baka Báðir ríkisstjórnarflokkarnir hafa samþykkt að draga aðildarumsókn Íslands í Evrópusambandið til baka. Framsóknarflokkurinn samþykkti það einróma rétt í þessu. 21. febrúar 2014 17:01