Umfjöllun: Tékkland - Ísland 1-1 | Jafntefli á móti sterkum Tékkum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. október 2017 18:00 Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir á fullri ferð í leiknum gegn Þjóðverjum á dögunum. vísir/getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Tékka í undankeppni HM 2019 ytra í dag. Dagný Brynjarsdóttir kom Íslendingum yfir á 44. mínútu eftir glæsilegan undirbúning Elínar Mettu Jensen, en Eva Bartonova jafnaði leikinn fyrir Tékka á 63. mínútu. Heimakonur voru ívið sterkari í byrjun leiks, en voru ekki að valda íslensku stelpunum neinum teljandi vandræðum. Íslendingar pressuðu mjög vel og það var mikil barátta í leiknum, bæði lið sterk og stæðileg og létu finna vel fyrir sér. Eftir leikhléið komu Tékkarnir mun sterkari og sóttu stíft allt þar til þær jöfnuðu leikinn. Þá var eins og það kviknaði aftur í íslensku stelpunum, en Tékkarnir náðu að verjast öllum þeirra aðgerðum og leiknum lauk með jafntefli. Elín Metta Jensen átti algjörlega frábæran leik fyrir Ísland í dag, átti marga frábæra spretti, lagði upp markið fyrir Dagnýju og pressaði varnarmenn og markmann Tékka hvað eftir annað. Íslenska liðið hefur átt betri leiki, en frammistaðan samt ágæt og fyrirfram hefðu flestir sætt sig við stig á erfiðum útivelli. Ísland er nú komið með sjö stig eftir þrjá leiki. Liðið er jafnt Tékkum að stigum og tveimur stigum á eftir Þjóðverjum, en bæði lið hafa leikið einum leik fleira en Íslendingar. Næsti leikur er svo ekki fyrr en í apríl, en þá mætir Ísland Slóveníu úti. HM 2019 í Frakklandi
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Tékka í undankeppni HM 2019 ytra í dag. Dagný Brynjarsdóttir kom Íslendingum yfir á 44. mínútu eftir glæsilegan undirbúning Elínar Mettu Jensen, en Eva Bartonova jafnaði leikinn fyrir Tékka á 63. mínútu. Heimakonur voru ívið sterkari í byrjun leiks, en voru ekki að valda íslensku stelpunum neinum teljandi vandræðum. Íslendingar pressuðu mjög vel og það var mikil barátta í leiknum, bæði lið sterk og stæðileg og létu finna vel fyrir sér. Eftir leikhléið komu Tékkarnir mun sterkari og sóttu stíft allt þar til þær jöfnuðu leikinn. Þá var eins og það kviknaði aftur í íslensku stelpunum, en Tékkarnir náðu að verjast öllum þeirra aðgerðum og leiknum lauk með jafntefli. Elín Metta Jensen átti algjörlega frábæran leik fyrir Ísland í dag, átti marga frábæra spretti, lagði upp markið fyrir Dagnýju og pressaði varnarmenn og markmann Tékka hvað eftir annað. Íslenska liðið hefur átt betri leiki, en frammistaðan samt ágæt og fyrirfram hefðu flestir sætt sig við stig á erfiðum útivelli. Ísland er nú komið með sjö stig eftir þrjá leiki. Liðið er jafnt Tékkum að stigum og tveimur stigum á eftir Þjóðverjum, en bæði lið hafa leikið einum leik fleira en Íslendingar. Næsti leikur er svo ekki fyrr en í apríl, en þá mætir Ísland Slóveníu úti.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti