Messi með tvennu og forskot Börsunga 13 stig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2019 17:15 Messi er kominn með 31 mark í spænsku úrvalsdeildinni. vísir/getty Barcelona er komið með 13 stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Espanyol í Katalóníuslag í dag. Lionel Messi skoraði bæði mörkin. Hann er langmarkahæstur í deildinni með 31 mark. Argentínumaðurinn hefur nú skorað 40 mörk eða meira í öllum keppnum tíu tímabil í röð. Messi kom Barcelona yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 70. mínútu. Hann bætti svo öðru marki við mínútu fyrir leikslok eftir skyndisókn og sendingu frá Malcolm. Börsungar hafa unnið sex síðustu leiki sína en liðið stefnir hraðbyri að öðrum Spánarmeistaratitlinum í röð. Spænski boltinn
Barcelona er komið með 13 stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á Espanyol í Katalóníuslag í dag. Lionel Messi skoraði bæði mörkin. Hann er langmarkahæstur í deildinni með 31 mark. Argentínumaðurinn hefur nú skorað 40 mörk eða meira í öllum keppnum tíu tímabil í röð. Messi kom Barcelona yfir með marki beint úr aukaspyrnu á 70. mínútu. Hann bætti svo öðru marki við mínútu fyrir leikslok eftir skyndisókn og sendingu frá Malcolm. Börsungar hafa unnið sex síðustu leiki sína en liðið stefnir hraðbyri að öðrum Spánarmeistaratitlinum í röð.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti