Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Þú hakkar ekki á tóman maga“

Eini kvenkyns þátttakandi Gagnaglímunnar biðlar til ungra kvenna að leggja fyrir sig að hakka í auknum mæli. Iðjan sé einkar skemmtileg og mikilvæg að hennar mati.

Innlent
Fréttamynd

„Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“

Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra, sem til stendur að vísa úr landi í upphafi júní, segja að hann verði hætt kominn endi hann aftur út á götum Bogotá í Kólumbíu. Síðast hafi hann þurft að þola hræðilegar raunir. Ákvörðunin sé mikið áfall. 

Innlent
Fréttamynd

Dúxinn fjarri góðu gamni

Dúx Flensborgarskólans í Hafnarfirði þetta árið var ekki viðstaddur brautskráningarathöfnina vegna þess að hann er þessa stundina staddur úti í Andorra þar sem hann etur kappi á Smáþjóðaleikunum í sundi fyrir Íslands hönd.

Innlent
Fréttamynd

Vísar á­sökunum um smölun aftur til sendanda

Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir.

Innlent
Fréttamynd

Skiptar skoðanir á „for­ljótum“ varð­turnum gegn vasaþjófnaði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komið upp varðturnum með eftirlitsmyndavélum við Hallgrímskirkju og á Skólavörðustíg til að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófnaðar. Skiptar skoðanir eru milli íbúa miðborgarinnar á turnunum, sem þykja ljótir þrátt fyrir að gegna göfugum tilgangi. 

Innlent
Fréttamynd

Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag

Það er mikið um að vera á jörðinni Blikastöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag en þar fer fram dráttarvéladagur þar sem margar af elstu dráttarvélum landsins eru til sýnis. Þá er markaður á staðnum með allskonar traktorsdóti þar sem hægt er að gera góð kaup.

Innlent
Fréttamynd

Nýr meiri­hluti komi ekki til greina

Oddviti Í-listans sem var með eins manns meirihluta áður en hann féll á þriðjudag segir það útilokað að nýr meirihluti verði myndaður í bæjarstjórn. Andinn í bæjarstjórn sé góður þrátt fyrir væringar. 

Innlent
Fréttamynd

Þrjár er­lendar stúlkur með hæstu ein­kunn í FÁ

Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma.

Innlent
Fréttamynd

Hitabylgjan sú mesta í maí­mánuði svo vitað sé

Hitabylgjan sem reið yfir landið dagana 13. til 22. maí er sú mesta sem vitað er um í maímánuði hér á landi. Tíu daga í röð mældist hiti 20 stig eða hærri einhvers staðar á landinu og fjöldi hitameta í maímánuði var sleginn. 

Veður
Fréttamynd

Árásarkonan Þjóð­verji á fer­tugs­aldri

Þýsk kona á fertugsaldri var handtekinn á aðallestarstöðinni í Hamborg í Þýskalandi í gærkvöldi eftir að hafa veist að fólki sem beið þess að komast inn í lest vopnuð hníf. Átján eru særðir eftir árásina og þar af eru fjórir í lífshættu. 

Erlent
Fréttamynd

Skýjað og sums staðar blautt

Lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag og önnur smálægð er við suðausturströndina. Veðurfræðingur spáir hægri og breytilegri átt. 

Veður
Fréttamynd

Tekist á um breytta á­sýnd Suður­lands­brautar með til­komu Borgar­línunnar

Tilkoma Borgarlínunnar mun koma til með að breyta ásýnd og umferð verulega um Suðurlandsbraut. Akbrautum verður þar fækkað um tvær fyrir Borgarlínuna auk þess sem bæta á við göngu- og hjólastígum þannig að þeir séu báðum megin. Tillaga að þessari breytingu var samþykkt á fundi borgarráðs í gær og gengur nú til endanlegrar samþykktar í borgarstjórn. 

Innlent