Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleit sést enn ekki fyrir endann á fíkniefnamálinu umfangsmikla á Raufarhöfn. Einn útlendingur er í varðhaldi og verður honum að öllum líkindum vísað til Albaníu. Aftur á móti er málið enn ekki komið til ákærusviðs. Innlent 15.8.2025 16:59
Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Höfuðborgarsvæðið og Suðurland hafa bæst í hóp þeirra landshluta þar sem gul viðvörun er nú í gildi. Viðvaranirnar eru vegna eldinga- og þrumuveðurs. Veður 15.8.2025 16:30
Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ „Sjókvíeldislaxinn sem veiddist um nóttina 14. ágúst var sjókvíeldislax, en ætlaður eldislax í talningu Fiskistofu, allavega að hluta til, reyndist vera hnúðlax. Það eru þeirra mistök. Við getum bara sagt það eins og er.“ Innlent 15.8.2025 15:52
Pólitískur refur og samningamaður mætast Mikil eftirvænting ríkir fyrir leiðtogafund Bandaríkjanna og Rússlands sem hefst klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma. Krafa Rússa á fundinum lýtur í raun að því að Úkraína verði leppríki Rússlands, segir prófessor í sagnfræði. Óljóst sé hvort Úkraínumenn neyðist til að fallast á slíka niðurstöðu. Innlent 15.8.2025 13:08
„Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. Innlent 15.8.2025 12:30
Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans geri hlé á vaxtalækkunarferlinu, haldi stýrivöxtum óbreyttum og að þeir muni ekki lækka meira á árinu. Nefndin hefur lækkað vexti á síðustu fimm fundum en í ljósi „þrálátrar verðbólgu og kröftugrar eftirspurnar“ er talið að hún staldri við í bili. Innlent 15.8.2025 11:50
Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu lögreglu um vikulangt gæsluvarðhald yfir rúmlega tvítugum starfsmanni á leikskóla. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi. Innlent 15.8.2025 11:31
Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Netið datt út í Ráðhúsinu í Reykjavík í morgun. Um öryggisráðstöfun var að ræða. Innlent 15.8.2025 11:06
Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir heilbrigðisráðherra ekki enn hafa fundið tíma til að funda með formönnum félags ljósmæðra, lækna, sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga um niðurstöður stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um mönnun og flæði sjúklinga á Landspítalanum. Innlent 15.8.2025 11:01
Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Hamína, Sky og Kaleo eru meðal þeirra nafna sem Mannanafnanefnd samþykkti á fundi sínum í vikunni. Þá má einnig heita Anída, Silfurregn og Dúni. Innlent 15.8.2025 10:58
Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Utanríkisráðherra Rússlands mætti til fundarins með Bandaríkjaforseta í Alaska í dag klæddur í bol með skammstöfun Sovétríkjanna sálugu. Á fundinum á að ræða um stríðsrekstur Rússa í Úkraínu sem var eitt sinn hluti af Sovétríkjunum. Erlent 15.8.2025 10:35
Stefán Kristjánsson er látinn Stefán Þór Kristjánsson, útgerðarbóndi frá Grindavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi 12. ágúst, 61 árs að aldri. Innlent 15.8.2025 10:29
Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Rúmlega tvítugur karlmaður var á þriðjudaginn handtekinn af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu grunaður um kynferðisbrot gegn ungu barni. Rannsókn málsins sögð er á frumstigi. Innlent 15.8.2025 10:19
Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Fjölþjóðlegum viðræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir til þess að bregðast við plastmengun á jörðinni fóru út um þúfur í dag. Viðræðunum lauk án samkomulags. Olíuríki settu sig upp á móti hugmyndum um takmörk á plastframleiðslu. Erlent 15.8.2025 09:09
Spá eldingum á Vesturlandi Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna eldingaspár á vestanverðu landinu í dag en eldingar hafa mælst vestur af landinu og má búast við eldingum á vestanverðu landinu fram yfir hádegi. Innlent 15.8.2025 08:47
Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Hjón særðust í árás landtökufólks á þorpið Susya á Vesturbakkanum í nótt og þá voru gerðar árásir á þorpið Atara, þar sem kveikt var í bifreiðum Palestínumanna. Erlent 15.8.2025 08:02
Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Vísindamenn við Massachusetts Institute of Technology (MIT) hafa beitt gervigreind til að uppgötva tvö möguleg sýklalyf sem vinna á fjölónæmum stafýlókokkum og lekanda sýkingum. Erlent 15.8.2025 07:17
Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veðurstofan gerir ráð fyrir suðvestan kalda eða strekkingi á landinu í dag, en að síðdegis megi búast við allhvössum eða jafnvel hvössum vindstrengjum norðvestantil á landinu, frá Snæfellsnesi til Eyjafjarðar. Veður 15.8.2025 07:11
Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti vildi komast að samkomulagi um frið í Úkraínu og að hann teldi 75 prósent líkur á því að fundur þeirra í Alaska í kvöld myndi bera árangur. Erlent 15.8.2025 06:44
Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá einstaklinga í gær eftir að tilkynning barst um þrjá menn sem voru sagðir vera að ræna mann. Tveir voru vistaðir í fangageymslum en einn látinn laus að lokinni skýrslutöku. Innlent 15.8.2025 06:24
Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Að minnsta kosti þrír rússneskir málaliðar Africa Corps féllu í umsátri vígamanna sem tengjast Al-Qaeda í Malí í upphafi mánaðarins. Þetta er fyrsta staðfesta mannfallið meðal Rússa frá því Africa Corps, sem rekið er af leyniþjónustu rússneska hersins (GRU), tók við af málaliðahópnum Wagner Group. Erlent 14.8.2025 22:31
Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels „Eins og skrattinn úr sauðaleggnum, þegar Jens Stoltenberg fjármálaráðhera gekk um götur Óslóar, hringdi Donald Trump. Hann vildi friðarverðlaun Nóbels og ræða tolla.“ Svona hefst grein sem norski miðillinn Dagens Næringsliv birti í morgun þar sem greint var frá símtali við Bandaríkjaforseti átti með fjármálaráðherra Noregs í júlí. Erlent 14.8.2025 22:16
„Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. Innlent 14.8.2025 20:26
30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Blómstrandi dagar hófstu formlega í dag í Hveragerði með setningarathöfn í Listasafni Árnesinga og verður boðið upp á glæsilega dagskrá á morgun og alla helgina. Innlent 14.8.2025 20:03