Fréttir „Alls ekki bjartsýn“ á að verkföllum verði afstýrt Formaður samninganefndar sveitarfélaga í kjaraviðræðum við Kennarasamband Íslands er ekki bjartsýnn á að samningar náist fyrir þriðjudag, þegar fyrirhugað er að fyrstu verkföll skelli á. Hún segir mikilvægt að hafa í huga muninn á kjörum og réttindum opinberra starfsmanna og þeirra sem starfi á almennum markaði. Kennarar hafa nefnt rúma milljón á mánuði sem eðlileg grunnlaun. Innlent 23.10.2024 19:01 Vilja „epískt“ samfélag, minna væl og meiri jákvæðni Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og frambjóðandi Sósíalistaflokksins segist tilbúin að gera málamiðlanir og vinna með hverjum þeim flokki sem sé tilbúinn að setja hagsmuni vinnandi fólks í fyrsta sæti, meira að segja Sjálfstæðisflokki ef flokkurinn geti sýnt fram á að flokkurinn uppfylli það skilyrði. Ólafur Adolfsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi segir fullreynt með samstarf flokka lengst frá vinstri til hægri en fagnar því að fólk geti talað saman. Innlent 23.10.2024 18:26 Barn á gjörgæslu, offframboð miðaldra karla og hjartnæmir endurfundir Eitt barn er á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar sem rakin er til leikskólans Mánagarðs. Alls liggja sex börn inni á Barnaspítala Hringsins og talið er að tólf séu með sýkinguna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um málið og rætt við sérfræðilækni sem segir flest börnin mjög ung. Innlent 23.10.2024 18:01 Alexandra afþakkar þriðja sætið Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, mun ekki taka þriðja sæti á lista flokks síns í Reykjavíkurkjördæmi suður, eins og henni stóð til boða. Hún hefur ákveðið að óska eftir því við kjörstjórn að vera færð í fjórða sæti í Reykjavík norður. Innlent 23.10.2024 17:52 Tveir fluttir á slysadeild vegna áreksturs við Dalshraun Tveir voru fluttir á slysadeild vegna áreksturs við Dalshraun í Hafnarfirði. Það staðfestir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 23.10.2024 17:44 Fyrsti fundur Xi og Modi í meira en fimm ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur tekið móti leiðtogum BRICS-ríkjanna svokölluðu, auk annarra þjóðarleiðtoga og erindreka í Kazan í Rússlandi en þar fer sextándi leiðtogafundur BRICS-ríkjanna svokölluðu fram. Fundur leiðtoga Kína og Indlands á hliðarlínunum í Kazan hefur vakið mikla athygli. Erlent 23.10.2024 16:56 Skipverjar urðu varir við eldinn þegar þeir voru í kaffi Eldur sem kom upp í vinnsluþilfari skipsins Jökuls ÞH 299 þann 17. júlí í fyrra, þegar skipið var statt um sextíu sjómílum norðaustur af Horni, var vegna viðgerðar þar sem verið var að rafsjóða. Glóð fór í svokallaðan burstakamb, og náði að krauma í hálftíma áður en eldurinn braust út. Á meðan voru skipverjar í kaffi. Innlent 23.10.2024 16:48 Eitt barnanna alvarlega veikt og óvissa fram yfir helgi Eitt barn er alvarlega veikt eftir að E.coli sýking kom upp á leikskólanum Mánagarði, en tólf hafa leitað á spítala vegna hennar. Læknir á Barnaspítala Hringsins segir óvissuástand uppi um umfang smitsins, sem muni líklega vara fram yfir helgi. Óráðlegt sé að gefa börnum sýklalyf við þessar aðstæður, og mikilvægast að tryggja að þau fái nægan vökva. Innlent 23.10.2024 15:42 Andrés Ingi gefur Dóru Björt annað sætið Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur óskað eftir því við kjörstjórn Pírata að setja hann í þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann varð í fjórða sæti í prófkjöri Pírata í Reykjavík og hefði því átt að fá annað sætið í öðru hvoru kjördæminu. Með þessu færist Dóra Björt Guðjónsdóttir upp í annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Innlent 23.10.2024 15:16 Fjórir sagðir látnir eftir hryðjuverkaárás í Ankara Mikil skothríð og háværar sprengingar heyrðust í dag frá aðalskrifstofu fyrirtækisins Turkish Aerospace Industries í Ankara, höfuðborg Tyrklands í dag. Þungvopnað fólk ruddist svo þar inn. Erlent 23.10.2024 13:59 Karl Gauti til í oddvitann eftir óvænt brotthvarf Tómasar Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir að búið sé að hafa samband við sig varðandi það að taka sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hann segist munu íhuga það vandlega að taka sæti á lista ef honum yrði boðið oddvitasætið. Innlent 23.10.2024 13:35 Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. Innlent 23.10.2024 13:35 Staðfesta flutninga hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir hermenn frá Norður-Kóreu hafa verið senda til Rússlands. Þar eigi þeir að aðstoða Rússa við stríðið gegn Úkraínu en óljóst sé með hvaða hætti. Erlent 23.10.2024 13:29 Steinunn Ólína ekki á leið í framboð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hefur lengi verið orðuð við framboð í komandi Alþingiskosningum. Helst hefur Sósíalistaflokkur Íslands verið nefndur í tengslu við það. Steinunn Ólína segir hins vegar ekkert slíkt í pípunum. Innlent 23.10.2024 13:25 Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær. Innlent 23.10.2024 12:58 Þau skipa lista Vinstri grænna í Kraganum Listi Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í gærkvöldi með öllum greiddum atkvæðum. Innlent 23.10.2024 12:33 Isavia sækir um leyfi til að færa flugvallargirðingu Isavia undirbýr núna afhendingu flugvallarlands í Skerjafirði til Reykjavíkurborgar með færslu flugvallargirðingar í samræmi við tilmæli Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi innviðaráðherra, frá því í síðasta mánuði. Innlent 23.10.2024 12:21 Spennulosun á laugardag Jón Gnarr fær ekki fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík eins og hann hafði óskað eftir. Mikil spenna ríkir fyrir laugardeginum þegar fjölmargir framboðslistar verða kynntir, þar á meðal allir listar flokksins sem mælist með mest fylgi í könnunum. Innlent 23.10.2024 12:18 Sex börn inniliggjandi vegna E.Coli-sýkingar Mikið álag er á barnaspítalanum vegna E.coli-sýkingar meðal leikskólabarna samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sex börn eru inniliggjandi eða voru það að minnsta kosti á tímabili í morgun. Starfsfólk býst við að innlögnum fjölgi. Innlent 23.10.2024 11:56 Íbúum Úkraínu fækkað um tíu milljónir frá innrásinni Sameinuðu þjóðirnar áætla að íbúum Úkraínu hafi fækkað um fjórðung eða tíu milljónir manna frá því að innrás Rússa í landið hófst af fullum krafti fyrir tveimur árum. Fækkunin er rakin til fólksflótta, hruni í fæðingartíðni og mannfalli í stríðinu. Erlent 23.10.2024 11:50 „Hvernig gastu boðið þessum mönnum inn í svefnherbergið mitt?“ Gisèle Pelicot mætti fyrir dóm í Avignon í morgun og hóf mál sitt á því að ávarpa eiginmann sinn fyrrverandi, sem hefur játað að hafa nauðgað eiginkonu sinni og boðið öðrum mönnum að brjóta á henni í um áratug. Erlent 23.10.2024 11:49 Kennarar á leið í verkfall og framboðslistar skýrast Í hádegisfréttum fjöllum við um niðurstöðu Félagsdóms þar sem kennarar voru sýknaðir af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi ólöglega boðað til verkfallsaðgerða. Innlent 23.10.2024 11:46 Jón Gnarr sáttur með annað sætið Samkvæmt heimildum Vísis bendir flest til þess að Jón Gnarr verði settur í annað sæti Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Innlent 23.10.2024 11:28 Skeiða- og Gnúpverjahreppur valið sveitarfélag ársins Skeiða- og Gnúpverjahreppur hreppti nafnbótina Sveitarfélag ársins 2024. Könnun var gerð meðal félagsfólks í tíu bæjarstarfsmannafélögum Innlent 23.10.2024 11:07 Menn geti komist upp með morð með því að berjast í Úkraínu Einstaklingum sem eru handteknir í Rússlandi býðst nú að berjast í Úkraínu gegn því að mál þeirra séu sett á bið og líklega felld niður. Samkvæmt BBC virðist langt gengið í að þvinga menn til að ganga að samkomulaginu. Erlent 23.10.2024 10:58 Kosningapallborð: Nýliðar í landsmálapólitík mætast Framboðslistar stjórnmálaflokkanna eru jafnt og þétt að taka á sig mynd fyrir komandi alþingiskosningar. Fjölmargir þjóðkunnir einstaklingar hafa þegar stigið fram og lýst áhuga á að taka sæti á Alþingi og kosningamaskínur flokkanna komnar í fullan gang. Innlent 23.10.2024 10:56 Kennarar telja rúma milljón í grunnlaun sanngjarna Formaður Félags grunnskólakennara segir sanngjarnt að miða við að kennarar hafi rúma milljóna króna í grunnlaun. Verkfallsaðgerðir kennara hefjast eftir helgi að óbreyttu eftir að félagsdómur dæmdi boðun þeirra löglega í morgun. Innlent 23.10.2024 10:26 Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. Innlent 23.10.2024 09:32 Fyrirburinn talinn í Belgíu Drengurinn Santiago, átján daga gamall fyrirburi sem tekinn var af sjúkrahúsi í París í fyrrakvöld er talinn hafa verið fluttur til Belgíu. Foreldrar drengsins tóku hann af sjúkrahúsi en sökum þess að hann er fyrirburi er talið að hann geti ekki lifað lengi án aðhlynningar heilbrigðisstarfsmanna. Erlent 23.10.2024 09:31 Tíu börn með einkenni E.Coli-sýkingar Tíu börn á leikskólanum Mánagarði höfðu í gærkvöldi leitað á sjúkrahús með einkenni E.Coli-sýkingar. Fjögur eru nú inniliggjandi til eftirlits og fjögur til viðbótar höfðu leitað á bráðamóttöku Landspítalans. Innlent 23.10.2024 09:09 « ‹ 106 107 108 109 110 111 112 113 114 … 334 ›
„Alls ekki bjartsýn“ á að verkföllum verði afstýrt Formaður samninganefndar sveitarfélaga í kjaraviðræðum við Kennarasamband Íslands er ekki bjartsýnn á að samningar náist fyrir þriðjudag, þegar fyrirhugað er að fyrstu verkföll skelli á. Hún segir mikilvægt að hafa í huga muninn á kjörum og réttindum opinberra starfsmanna og þeirra sem starfi á almennum markaði. Kennarar hafa nefnt rúma milljón á mánuði sem eðlileg grunnlaun. Innlent 23.10.2024 19:01
Vilja „epískt“ samfélag, minna væl og meiri jákvæðni Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og frambjóðandi Sósíalistaflokksins segist tilbúin að gera málamiðlanir og vinna með hverjum þeim flokki sem sé tilbúinn að setja hagsmuni vinnandi fólks í fyrsta sæti, meira að segja Sjálfstæðisflokki ef flokkurinn geti sýnt fram á að flokkurinn uppfylli það skilyrði. Ólafur Adolfsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi segir fullreynt með samstarf flokka lengst frá vinstri til hægri en fagnar því að fólk geti talað saman. Innlent 23.10.2024 18:26
Barn á gjörgæslu, offframboð miðaldra karla og hjartnæmir endurfundir Eitt barn er á gjörgæslu vegna E. coli-sýkingar sem rakin er til leikskólans Mánagarðs. Alls liggja sex börn inni á Barnaspítala Hringsins og talið er að tólf séu með sýkinguna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um málið og rætt við sérfræðilækni sem segir flest börnin mjög ung. Innlent 23.10.2024 18:01
Alexandra afþakkar þriðja sætið Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, mun ekki taka þriðja sæti á lista flokks síns í Reykjavíkurkjördæmi suður, eins og henni stóð til boða. Hún hefur ákveðið að óska eftir því við kjörstjórn að vera færð í fjórða sæti í Reykjavík norður. Innlent 23.10.2024 17:52
Tveir fluttir á slysadeild vegna áreksturs við Dalshraun Tveir voru fluttir á slysadeild vegna áreksturs við Dalshraun í Hafnarfirði. Það staðfestir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 23.10.2024 17:44
Fyrsti fundur Xi og Modi í meira en fimm ár Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur tekið móti leiðtogum BRICS-ríkjanna svokölluðu, auk annarra þjóðarleiðtoga og erindreka í Kazan í Rússlandi en þar fer sextándi leiðtogafundur BRICS-ríkjanna svokölluðu fram. Fundur leiðtoga Kína og Indlands á hliðarlínunum í Kazan hefur vakið mikla athygli. Erlent 23.10.2024 16:56
Skipverjar urðu varir við eldinn þegar þeir voru í kaffi Eldur sem kom upp í vinnsluþilfari skipsins Jökuls ÞH 299 þann 17. júlí í fyrra, þegar skipið var statt um sextíu sjómílum norðaustur af Horni, var vegna viðgerðar þar sem verið var að rafsjóða. Glóð fór í svokallaðan burstakamb, og náði að krauma í hálftíma áður en eldurinn braust út. Á meðan voru skipverjar í kaffi. Innlent 23.10.2024 16:48
Eitt barnanna alvarlega veikt og óvissa fram yfir helgi Eitt barn er alvarlega veikt eftir að E.coli sýking kom upp á leikskólanum Mánagarði, en tólf hafa leitað á spítala vegna hennar. Læknir á Barnaspítala Hringsins segir óvissuástand uppi um umfang smitsins, sem muni líklega vara fram yfir helgi. Óráðlegt sé að gefa börnum sýklalyf við þessar aðstæður, og mikilvægast að tryggja að þau fái nægan vökva. Innlent 23.10.2024 15:42
Andrés Ingi gefur Dóru Björt annað sætið Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur óskað eftir því við kjörstjórn Pírata að setja hann í þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann varð í fjórða sæti í prófkjöri Pírata í Reykjavík og hefði því átt að fá annað sætið í öðru hvoru kjördæminu. Með þessu færist Dóra Björt Guðjónsdóttir upp í annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Innlent 23.10.2024 15:16
Fjórir sagðir látnir eftir hryðjuverkaárás í Ankara Mikil skothríð og háværar sprengingar heyrðust í dag frá aðalskrifstofu fyrirtækisins Turkish Aerospace Industries í Ankara, höfuðborg Tyrklands í dag. Þungvopnað fólk ruddist svo þar inn. Erlent 23.10.2024 13:59
Karl Gauti til í oddvitann eftir óvænt brotthvarf Tómasar Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum og fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, segir að búið sé að hafa samband við sig varðandi það að taka sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Hann segist munu íhuga það vandlega að taka sæti á lista ef honum yrði boðið oddvitasætið. Innlent 23.10.2024 13:35
Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. Innlent 23.10.2024 13:35
Staðfesta flutninga hermanna frá Norður-Kóreu til Rússlands Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir hermenn frá Norður-Kóreu hafa verið senda til Rússlands. Þar eigi þeir að aðstoða Rússa við stríðið gegn Úkraínu en óljóst sé með hvaða hætti. Erlent 23.10.2024 13:29
Steinunn Ólína ekki á leið í framboð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hefur lengi verið orðuð við framboð í komandi Alþingiskosningum. Helst hefur Sósíalistaflokkur Íslands verið nefndur í tengslu við það. Steinunn Ólína segir hins vegar ekkert slíkt í pípunum. Innlent 23.10.2024 13:25
Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær. Innlent 23.10.2024 12:58
Þau skipa lista Vinstri grænna í Kraganum Listi Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í gærkvöldi með öllum greiddum atkvæðum. Innlent 23.10.2024 12:33
Isavia sækir um leyfi til að færa flugvallargirðingu Isavia undirbýr núna afhendingu flugvallarlands í Skerjafirði til Reykjavíkurborgar með færslu flugvallargirðingar í samræmi við tilmæli Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi innviðaráðherra, frá því í síðasta mánuði. Innlent 23.10.2024 12:21
Spennulosun á laugardag Jón Gnarr fær ekki fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík eins og hann hafði óskað eftir. Mikil spenna ríkir fyrir laugardeginum þegar fjölmargir framboðslistar verða kynntir, þar á meðal allir listar flokksins sem mælist með mest fylgi í könnunum. Innlent 23.10.2024 12:18
Sex börn inniliggjandi vegna E.Coli-sýkingar Mikið álag er á barnaspítalanum vegna E.coli-sýkingar meðal leikskólabarna samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sex börn eru inniliggjandi eða voru það að minnsta kosti á tímabili í morgun. Starfsfólk býst við að innlögnum fjölgi. Innlent 23.10.2024 11:56
Íbúum Úkraínu fækkað um tíu milljónir frá innrásinni Sameinuðu þjóðirnar áætla að íbúum Úkraínu hafi fækkað um fjórðung eða tíu milljónir manna frá því að innrás Rússa í landið hófst af fullum krafti fyrir tveimur árum. Fækkunin er rakin til fólksflótta, hruni í fæðingartíðni og mannfalli í stríðinu. Erlent 23.10.2024 11:50
„Hvernig gastu boðið þessum mönnum inn í svefnherbergið mitt?“ Gisèle Pelicot mætti fyrir dóm í Avignon í morgun og hóf mál sitt á því að ávarpa eiginmann sinn fyrrverandi, sem hefur játað að hafa nauðgað eiginkonu sinni og boðið öðrum mönnum að brjóta á henni í um áratug. Erlent 23.10.2024 11:49
Kennarar á leið í verkfall og framboðslistar skýrast Í hádegisfréttum fjöllum við um niðurstöðu Félagsdóms þar sem kennarar voru sýknaðir af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi ólöglega boðað til verkfallsaðgerða. Innlent 23.10.2024 11:46
Jón Gnarr sáttur með annað sætið Samkvæmt heimildum Vísis bendir flest til þess að Jón Gnarr verði settur í annað sæti Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Innlent 23.10.2024 11:28
Skeiða- og Gnúpverjahreppur valið sveitarfélag ársins Skeiða- og Gnúpverjahreppur hreppti nafnbótina Sveitarfélag ársins 2024. Könnun var gerð meðal félagsfólks í tíu bæjarstarfsmannafélögum Innlent 23.10.2024 11:07
Menn geti komist upp með morð með því að berjast í Úkraínu Einstaklingum sem eru handteknir í Rússlandi býðst nú að berjast í Úkraínu gegn því að mál þeirra séu sett á bið og líklega felld niður. Samkvæmt BBC virðist langt gengið í að þvinga menn til að ganga að samkomulaginu. Erlent 23.10.2024 10:58
Kosningapallborð: Nýliðar í landsmálapólitík mætast Framboðslistar stjórnmálaflokkanna eru jafnt og þétt að taka á sig mynd fyrir komandi alþingiskosningar. Fjölmargir þjóðkunnir einstaklingar hafa þegar stigið fram og lýst áhuga á að taka sæti á Alþingi og kosningamaskínur flokkanna komnar í fullan gang. Innlent 23.10.2024 10:56
Kennarar telja rúma milljón í grunnlaun sanngjarna Formaður Félags grunnskólakennara segir sanngjarnt að miða við að kennarar hafi rúma milljóna króna í grunnlaun. Verkfallsaðgerðir kennara hefjast eftir helgi að óbreyttu eftir að félagsdómur dæmdi boðun þeirra löglega í morgun. Innlent 23.10.2024 10:26
Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. Innlent 23.10.2024 09:32
Fyrirburinn talinn í Belgíu Drengurinn Santiago, átján daga gamall fyrirburi sem tekinn var af sjúkrahúsi í París í fyrrakvöld er talinn hafa verið fluttur til Belgíu. Foreldrar drengsins tóku hann af sjúkrahúsi en sökum þess að hann er fyrirburi er talið að hann geti ekki lifað lengi án aðhlynningar heilbrigðisstarfsmanna. Erlent 23.10.2024 09:31
Tíu börn með einkenni E.Coli-sýkingar Tíu börn á leikskólanum Mánagarði höfðu í gærkvöldi leitað á sjúkrahús með einkenni E.Coli-sýkingar. Fjögur eru nú inniliggjandi til eftirlits og fjögur til viðbótar höfðu leitað á bráðamóttöku Landspítalans. Innlent 23.10.2024 09:09
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent