Fréttir Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn til viðbótar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á manndrápi og fjárkúgun. Tveir karlmenn og ein kona sitja í gæsluvarðhaldi og lagt hefur verið hald á bifreiðar og muni. Fjallað verður um rannsókn málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 13.3.2025 18:20 Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. Erlent 13.3.2025 18:00 Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Einn til viðbótar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á manndrápi. Tveir karlar og eina kona sæta gæsluvarðhaldi en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lítið verið að fá upp úr sakborningum sem sæta varðhaldi næstu vikuna. Alls hafa níu verið handteknir við rannsókn málsins. Innlent 13.3.2025 17:08 Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Björgunarsveitarmenn björguðu í morgun erlendum ferðamanni sem hafði verið týndur í Loðmundarfirði í nokkra daga. Síðast hafði sést til hans á laugardaginn í Seyðisfirði. Innlent 13.3.2025 16:53 Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um skammtímahúsnæðisleigu líkt og þeirri sem seld er á síðum á borð við AirBnB og fleirum hafa verið birt í samráðsgátt. Með frumvarpinu er lagt til að heimagisting verði afmörkuð við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, til dæmis sumarbústað. Þá er einnig lagt til að tímabinda þegar útgefin rekstrarleyfi innan þéttbýlis til fimm ára í senn. Innlent 13.3.2025 16:29 Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. Erlent 13.3.2025 16:06 Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Ásthildur Lóa Þórsdóttir menntamálaráðherra segist hafa misst alla trú á réttlæti í íslensku dómskerfi eftir að hafa tapað bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili hennar og manns hennar árið 2017. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka tveimur árum seinna á sama verði og þau höfðu keypt það árið 2007. Innlent 13.3.2025 16:00 Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. Erlent 13.3.2025 15:39 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR, segir úrslit í formannskjörinu ekki hafa komið sér á óvart. Sitjandi formaður sé alltaf með forskot en hún hafi haft aðgengi að sömu gögnum og aðrir frambjóðendur. Mikil vinna sé framundan í félaginu. Innlent 13.3.2025 15:29 Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Guðmundur Elís Briem Sigurvinsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti fyrir nauðgun sem hann framdi í Vestmannaeyjum í september árið 2021. Hann hefur áður komist í kast við lögin vegna grófs ofbeldis. Innlent 13.3.2025 15:25 Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Landsréttur staðfesti í dag fimmtán mánaða fangelsisdóm karlmanns vegna ráns og stunguárásar. Innlent 13.3.2025 15:11 Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Lögregluyfirvöld á Íslandi segjast ekki geta staðfest þá staðhæfingu Davíðs Karls Wiium, bróður Jóns Þrastar Jónssonar, að íslenska lögreglan og sú írska muni funda um hvarf Jóns í Haag í Hollandi á næstunni. Innlent 13.3.2025 15:00 Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, segist ekki aðeins hafa hætt í borgarstjórn vegna veikinda heldur hafi flokksforystan ráðskast með hann. Hann hafi til að mynda gefið þrjár milljónir af borgarstjórnarlaunum sínum til styrktarsjóðsins Vorstjörnunnar en engar þakkir fengið fyrir. Innlent 13.3.2025 14:48 Sex skjálftar yfir 3,0 Nokkuð áköf jarðskjálftahrina hófst nærri Reykjanestá klukkan 14:30 í gær og hafa þar mælst allt að sex hundruð skjálftar hingað til. Sex þeirra hafa mælst stærri en 3 að stærð. Innlent 13.3.2025 14:35 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Flóknar og sterkar tilfinningar losna úr læðingi þegar harmleikur á sér stað í litlu samfélagi og geta þeir haft djúpstæð áhrif á samfélagið allt. Smæð landsins getur ekki eingöngu leitt til sterkra tilfinningaviðbragða heldur einnig hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum. Innlent 13.3.2025 14:15 Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Þegar slökkviliðsmenn í Connecticut í Bandaríkjunum voru kallaðir út vegna elds í húsi, komu þeir þar að verulega vannærðum manni sem lokaður var inn í litlu herbergi. Þar hafði stjúpmóðir hans haldið honum í rúm tuttugu ár. Erlent 13.3.2025 14:06 Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Allt almennt starfsfólk Félagsbústaða skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur framkvæmdastjóra stofnunarinnar eftir að hann rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í síðasta mánuði. Starfsfólkið sakar framkvæmdastjórann um „ógnarstjórn“ og virðingarleysi. Innlent 13.3.2025 13:14 Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun kynna nýtt jarðhitaátak stjórnvalda sem sagt er það stærsta sem stjórnvöld hafi skipulagt á þessari öld, á fundi sem hefst klukkan 13. Innlent 13.3.2025 12:33 Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki miklar áhyggjur af geymslu flugelda utan sölutíma þeirra og annast ekki eftirlit með afgangsflugeldum. Meiri hætta myndist í kringum sjálfan sölutímann, þegar fyrirtæki eiga það til að geyma þá ótryggum svæðum. Innlent 13.3.2025 12:14 Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. Erlent 13.3.2025 11:55 Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Heilbrigðisráðherra segir brýnt að stytta bið fyrir börn og því hún ákveðið að styðja við Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins sem styður við börn með offitu. Hún hyggst skipa starfshóp sem er falið að kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu barna. Innlent 13.3.2025 11:46 Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um rannsókn lögreglunnar á andláti manns frá Ölfusi sem átt sér stað í vikunni. Innlent 13.3.2025 11:40 Vaktin: Halla kjörin formaður VR Halla Gunnarsdóttir hefur verið kjörin formaður VR samkvæmt heimildum fréttastofu. Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kjörs formanns og stjórnar VR lauk á hádegi í dag. Fréttastofa fylgist með þróun mála í vaktinni og í beinni útsendingu. Innlent 13.3.2025 11:40 Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir ekkert hafa heyrst frá sitjandi formanni, Sigurði Inga Jóhannessyni, um alvarlega stöðu flokksins. Ekki sé lengur „bara best að kjósa Framsóknarflokkinn“ og skorar hann á forystuna að bretta upp ermar. Innlent 13.3.2025 11:15 Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Á meðan ráðalausir foreldrar barna í Breiðholtsskóla hittust til að bera saman bækur sínar í gærkvöldi var að tilefnislausu ráðist á tólf ára dreng sem hafði í fyrsta sinn í langan tíma hætt sér út að leika sér. Foreldri í Breiðholtinu segir tifandi tímasprengju í hverfinu. Einn gerandi sem hafi verið skilað á heimili sitt í handjárnum í gær hafi að líkindum verði tilkynntur fleiri hundruð sinnum til lögreglu. Innlent 13.3.2025 11:12 Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Töluverð reiði ríkir í Ástralíu vegna myndbands af bandarískum áhrifavaldi grípa vambaunga frá móður sinni og hlaupa á brott með hann. Sam Jones hefur meðal annars verið gagnrýnd af forsætisráðherra Ástralíu og eru yfirvöld þar sögð skoða hvort hleypa eigi henni aftur inn í landið. Erlent 13.3.2025 11:07 Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ „Rannsóknin er enn á frumstigi. Það er mikil gagnaöflun í gangi og mikið um skýrslutökur. En í þeirri vinnu er að verða skýrari og skýrari mynd. En ég tek aftur fram að við erum á frumstigi,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi um rannsókn á manndrápi. Innlent 13.3.2025 11:02 Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hélt enn áfram að höggva í sama knérunn og gerði að umtalsefni klæðaburð sinn og annarra þingmanna í ræðu sem hann flutti í dagskrárliðnum störf þingsins nú rétt í þessu. Innlent 13.3.2025 10:56 Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Maður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er kominn í leitirnar. Um var að ræða karlmann á þrítugsaldri. Innlent 13.3.2025 10:38 Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) hefur nú það hlutverk að greiða fyrir markmiðum stjórnvalda um að lækka kostnaðinn við að kaupa bíl, hita heimilið og reka fyrirtæki. Erlent 13.3.2025 10:35 « ‹ 21 22 23 24 25 26 27 28 29 … 334 ›
Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn til viðbótar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á manndrápi og fjárkúgun. Tveir karlmenn og ein kona sitja í gæsluvarðhaldi og lagt hefur verið hald á bifreiðar og muni. Fjallað verður um rannsókn málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 13.3.2025 18:20
Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin. Erlent 13.3.2025 18:00
Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Einn til viðbótar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á manndrápi. Tveir karlar og eina kona sæta gæsluvarðhaldi en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lítið verið að fá upp úr sakborningum sem sæta varðhaldi næstu vikuna. Alls hafa níu verið handteknir við rannsókn málsins. Innlent 13.3.2025 17:08
Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Björgunarsveitarmenn björguðu í morgun erlendum ferðamanni sem hafði verið týndur í Loðmundarfirði í nokkra daga. Síðast hafði sést til hans á laugardaginn í Seyðisfirði. Innlent 13.3.2025 16:53
Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um skammtímahúsnæðisleigu líkt og þeirri sem seld er á síðum á borð við AirBnB og fleirum hafa verið birt í samráðsgátt. Með frumvarpinu er lagt til að heimagisting verði afmörkuð við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, til dæmis sumarbústað. Þá er einnig lagt til að tímabinda þegar útgefin rekstrarleyfi innan þéttbýlis til fimm ára í senn. Innlent 13.3.2025 16:29
Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. Erlent 13.3.2025 16:06
Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Ásthildur Lóa Þórsdóttir menntamálaráðherra segist hafa misst alla trú á réttlæti í íslensku dómskerfi eftir að hafa tapað bótamáli á hendur íslenska ríkinu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns við úthlutun eftir uppboð á heimili hennar og manns hennar árið 2017. Þau keyptu húsið aftur af Arion banka tveimur árum seinna á sama verði og þau höfðu keypt það árið 2007. Innlent 13.3.2025 16:00
Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad. Erlent 13.3.2025 15:39
Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR, segir úrslit í formannskjörinu ekki hafa komið sér á óvart. Sitjandi formaður sé alltaf með forskot en hún hafi haft aðgengi að sömu gögnum og aðrir frambjóðendur. Mikil vinna sé framundan í félaginu. Innlent 13.3.2025 15:29
Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Guðmundur Elís Briem Sigurvinsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti fyrir nauðgun sem hann framdi í Vestmannaeyjum í september árið 2021. Hann hefur áður komist í kast við lögin vegna grófs ofbeldis. Innlent 13.3.2025 15:25
Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Landsréttur staðfesti í dag fimmtán mánaða fangelsisdóm karlmanns vegna ráns og stunguárásar. Innlent 13.3.2025 15:11
Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Lögregluyfirvöld á Íslandi segjast ekki geta staðfest þá staðhæfingu Davíðs Karls Wiium, bróður Jóns Þrastar Jónssonar, að íslenska lögreglan og sú írska muni funda um hvarf Jóns í Haag í Hollandi á næstunni. Innlent 13.3.2025 15:00
Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, segist ekki aðeins hafa hætt í borgarstjórn vegna veikinda heldur hafi flokksforystan ráðskast með hann. Hann hafi til að mynda gefið þrjár milljónir af borgarstjórnarlaunum sínum til styrktarsjóðsins Vorstjörnunnar en engar þakkir fengið fyrir. Innlent 13.3.2025 14:48
Sex skjálftar yfir 3,0 Nokkuð áköf jarðskjálftahrina hófst nærri Reykjanestá klukkan 14:30 í gær og hafa þar mælst allt að sex hundruð skjálftar hingað til. Sex þeirra hafa mælst stærri en 3 að stærð. Innlent 13.3.2025 14:35
Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Flóknar og sterkar tilfinningar losna úr læðingi þegar harmleikur á sér stað í litlu samfélagi og geta þeir haft djúpstæð áhrif á samfélagið allt. Smæð landsins getur ekki eingöngu leitt til sterkra tilfinningaviðbragða heldur einnig hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum. Innlent 13.3.2025 14:15
Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Þegar slökkviliðsmenn í Connecticut í Bandaríkjunum voru kallaðir út vegna elds í húsi, komu þeir þar að verulega vannærðum manni sem lokaður var inn í litlu herbergi. Þar hafði stjúpmóðir hans haldið honum í rúm tuttugu ár. Erlent 13.3.2025 14:06
Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Allt almennt starfsfólk Félagsbústaða skrifaði undir yfirlýsingu um vantraust á hendur framkvæmdastjóra stofnunarinnar eftir að hann rak starfsmann fyrir allra augum á starfsmannafundi í síðasta mánuði. Starfsfólkið sakar framkvæmdastjórann um „ógnarstjórn“ og virðingarleysi. Innlent 13.3.2025 13:14
Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun kynna nýtt jarðhitaátak stjórnvalda sem sagt er það stærsta sem stjórnvöld hafi skipulagt á þessari öld, á fundi sem hefst klukkan 13. Innlent 13.3.2025 12:33
Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki miklar áhyggjur af geymslu flugelda utan sölutíma þeirra og annast ekki eftirlit með afgangsflugeldum. Meiri hætta myndist í kringum sjálfan sölutímann, þegar fyrirtæki eiga það til að geyma þá ótryggum svæðum. Innlent 13.3.2025 12:14
Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. Erlent 13.3.2025 11:55
Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Heilbrigðisráðherra segir brýnt að stytta bið fyrir börn og því hún ákveðið að styðja við Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins sem styður við börn með offitu. Hún hyggst skipa starfshóp sem er falið að kortleggja nýjar áskoranir í lýðheilsu barna. Innlent 13.3.2025 11:46
Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um rannsókn lögreglunnar á andláti manns frá Ölfusi sem átt sér stað í vikunni. Innlent 13.3.2025 11:40
Vaktin: Halla kjörin formaður VR Halla Gunnarsdóttir hefur verið kjörin formaður VR samkvæmt heimildum fréttastofu. Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kjörs formanns og stjórnar VR lauk á hádegi í dag. Fréttastofa fylgist með þróun mála í vaktinni og í beinni útsendingu. Innlent 13.3.2025 11:40
Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir ekkert hafa heyrst frá sitjandi formanni, Sigurði Inga Jóhannessyni, um alvarlega stöðu flokksins. Ekki sé lengur „bara best að kjósa Framsóknarflokkinn“ og skorar hann á forystuna að bretta upp ermar. Innlent 13.3.2025 11:15
Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Á meðan ráðalausir foreldrar barna í Breiðholtsskóla hittust til að bera saman bækur sínar í gærkvöldi var að tilefnislausu ráðist á tólf ára dreng sem hafði í fyrsta sinn í langan tíma hætt sér út að leika sér. Foreldri í Breiðholtinu segir tifandi tímasprengju í hverfinu. Einn gerandi sem hafi verið skilað á heimili sitt í handjárnum í gær hafi að líkindum verði tilkynntur fleiri hundruð sinnum til lögreglu. Innlent 13.3.2025 11:12
Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Töluverð reiði ríkir í Ástralíu vegna myndbands af bandarískum áhrifavaldi grípa vambaunga frá móður sinni og hlaupa á brott með hann. Sam Jones hefur meðal annars verið gagnrýnd af forsætisráðherra Ástralíu og eru yfirvöld þar sögð skoða hvort hleypa eigi henni aftur inn í landið. Erlent 13.3.2025 11:07
Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ „Rannsóknin er enn á frumstigi. Það er mikil gagnaöflun í gangi og mikið um skýrslutökur. En í þeirri vinnu er að verða skýrari og skýrari mynd. En ég tek aftur fram að við erum á frumstigi,“ segir Jón Gunnar Þórhallsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi um rannsókn á manndrápi. Innlent 13.3.2025 11:02
Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hélt enn áfram að höggva í sama knérunn og gerði að umtalsefni klæðaburð sinn og annarra þingmanna í ræðu sem hann flutti í dagskrárliðnum störf þingsins nú rétt í þessu. Innlent 13.3.2025 10:56
Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Maður sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er kominn í leitirnar. Um var að ræða karlmann á þrítugsaldri. Innlent 13.3.2025 10:38
Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) hefur nú það hlutverk að greiða fyrir markmiðum stjórnvalda um að lækka kostnaðinn við að kaupa bíl, hita heimilið og reka fyrirtæki. Erlent 13.3.2025 10:35
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent