Fastir pennar

Glamúrviðtöl við gangstera

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Foreldrar nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík kvörtuðu réttilega yfir því að í Menntaskólatíðindum skólafélagsins skyldi birtast viðtal við vitgrannt vöðvatröll, sem komið hefur við sögu eiturlyfjasölu og -neyzlu, handrukkana, líkamsmeiðinga og hótana og er grunað um tengsl við skipulagða glæpastarfsemi.

Fastir pennar

Stjórnarskrá fólksins

Þorvaldur Gylfason skrifar

Það hafði ýmsa áþreifanlega kosti í för með sér og enga galla að bjóða fólkinu í landinu til samstarfs um samningu frumvarps Stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár. Fyrir lá, að almenningur hafði hug á málinu, því að annars hefðu 522 frambjóðendur varla gefið kost á sér til setu á Stjórnlagaþingi.

Fastir pennar

Hundsúrar húsmæður

Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar

Börnum þykja feður sínir skemmtilegri en mæður sínar. Þetta er niðurstaða danskrar könnunar sem ég las um hér í blaðinu um daginn. Niðurstöðurnar komu mér ekki beinlínis á óvart. Þær eru í samræmi við það lífseiga lögmál að velferð fjölskyldulífsins sé á ábyrgð móðurinnar, og þá gömlu lummu að stúlkur séu ábyrgðarfullar og drengir þurfi þess ekki. Ég hef löngum öfundað stráka af frelsi hins ábyrgðarlausa og það súrnaði í mér.

Fastir pennar

Fá, skýr markmið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Antti Kuosmanen, sendiherra Finnlands hjá OECD og fyrrverandi samningamaður í aðildarviðræðum landsins við Evrópusambandið, lýsti í Fréttablaðinu í gær þeirri nálgun sem finnsk stjórnvöld beittu í viðræðunum; að leggja mesta áherzlu á fá og skýr lykilatriði. Þessi aðferðafræði nýttist Finnum vel er samið var um ESB-aðild og hefur raunar gert það áfram; sem aðildarríki ESB hefur Finnland lagt áherzlu á fá en skýrt skilgreind hagsmunamál sín til að nýta vel krafta lítillar stjórnsýslu.

Fastir pennar

Svikin vara?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ákvörðun hagfræðideildar Háskóla Íslands um að taka upp inntökupróf er skiljanleg og skynsamleg. Daði Már Kristófersson, dósent við deildina, sagði í Fréttablaðinu í gær að of mikið væri um að til náms kæmu nemendur sem stæðust ekki þær kröfur sem gerðar væru. Hann segir að algengt sé að þriðjungur til helmingur skráðra nemenda sjáist aldrei í tímum og drjúgur hluti falli í lok fyrstu annar.

Fastir pennar

Reiðin

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Reiðin er skrýtin skrúfa, sem bæði getur hert að og losað um tilfinningastreymi. Til eru þeir sem gefa sig henni á vald þegar hún bærir á sér. Aðrir hleypa henni ekki inn. Gera henni ekki svo hátt undir höfði. Hún nýtur reyndar þeirrar virðingar að vera tengd réttlætinu í vitund mannsins, sem styður sig við þá staðreynd þegar skapsmunir fara úr böndum. Þá er sem sagt verið að þjóna réttlætinu. Munnsöfnuður sem að jafnaði er ekki talinn vitna um gáfur og góða siði er tryggur fylgifiskur reiðinnar. Og geri einhver athugasemd við óheflað tungutak, er því svarað með þótta: "Ég var öskureiður, og ekki að ástæðulausu!" Reiðinni eru þannig gefin þau forréttindi, að ávirðingar, yfirgangur og jafnvel ofbeldi er án ábyrgðar, af því að viðkomandi gaf sig reiðinni á vald. Kaus það. Því að hvað sem hver segir, þá hefur maður alltaf val.

Fastir pennar

Fiðrildaáhrif systralags

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Fiðrildavika UN Women er nú haldin í annað sinn. Markmiðið er að vekja athygli á kjörum kvenna í fátækustu löndum heims. Um leið er þess farið á leit við Íslendinga að ganga í systralag með þessum konum með því að láta fé af hendi rakna til baráttunnar gegn ofbeldi og fátækt.

Fastir pennar

Hinn óbreytti heimur

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Mikið hefur verið rætt og ritað um árás hryðjuverkamanna á skotmörk í Bandaríkjunum 11. september 2001. Skyldi engan undra; um hræðilega atburði var að ræða sem haft hafa mikil áhrif á heimsbyggðina. Nú, tíu árum síðar, er hins vegar grátlegast að líta yfir farinn veg og sjá þau tækifæri sem glatast hafa til að gera heiminn sem við öll búum í að betri stað. Þeim var fórnað á altari eigin hagsmuna, hefndarþorsta og gamaldags heimsmyndar. Leiðtoga heimsins skorti áræði og þor til að breyta til hins betra.

Fastir pennar

Aðildarferlið og skynsemin

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Á vefnum skynsemi.is er nú efnt til undirskriftasöfnunar til stuðnings því að Alþingi leggi umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til hliðar. Þar koma fram þrjár meginröksemdir fyrir því að hætta aðildarviðræðunum. Í fyrsta lagi að Evrópusambandið hafi breytzt frá því að sótt var um aðild og óvissa ríki um framtíð þess og myntbandalags Evrópu. Í öðru lagi sé umsóknin dýr og stjórnsýslan eigi fremur að beina kröftunum að "mun brýnni verkefnum“. Loks sýni skoðanakannanir yfirgnæfandi og vaxandi andstöðu við aðild að ESB.

Fastir pennar

11.09.2001

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Snjöll þessi ábending hjá Chomsky: að rifja það upp að hinn ellefta september árið 1973 steyptu Bandaríkjamenn réttkjörnum forseta Chile, sósíalistanum Salvador Allende og leiddu til valda morðóða herforingja sem bjuggu í haginn fyrir taumlausa auðhyggju. Bandaríkjamenn voru á síðustu öld lávarðar heimsins og gerðu það sem þeim sýndist í krafti auðs og valda og þess ósigranlega náðarvalds sem þeir höfðu, og hafa sumpart enn, í menningarlegum efnum. En samt: ég man hvað mér varð mikið um þær fréttir fyrir tíu árum að ráðist hefði verið á Bandaríkin. Það hvarflaði aldrei að mér að þetta hefði verið slys. Ég hélt að það væri komið stríð.

Fastir pennar

Þjóðhöfðinginn

Þorsteinn Pálsson skrifar

Forseti Íslands hefur vakið athygli að undanförnu með yfirlýsingum í fjölmiðlum heima og erlendis. Mörgum finnst að það sem þjóðhöfðingi landsins hafi fram að færa sé allt með endemum. Svo eru þeir sem telja að hann sé sverð og skjöldur fámennrar þjóðar sem óvinveitt ríki hefðu knésett ef hans nyti ekki við.

Fastir pennar

Helmingur óákveðinn

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Innan við helmingur aðspurðra í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö treystir sér til þess að svara því hvaða flokk þeir myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga nú. Engu að síður er þráspurt í könnuninni til þess að reyna að ná fram svörum frá fleirum en þeim sem eru harðákveðnir.

Fastir pennar

Nöturlegar tölur um HIV-smit fíkla

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Aldrei hafa fleiri greinst með HIV-veiruna á Íslandi en í fyrra þegar 24 greindust. Sautján hafa greinst á þessu ári, þar af þrettán sprautufíklar. Hlutfall sprautufíkla í hópi HIV-greindra er hvergi hærra en hér á landi þar sem 55 af þeim 271 sem greinst hafa með HIV á 26 árum eru sprautufíklar, og hlutur þeirra hefur aldrei verið meiri en síðustu ár.

Fastir pennar

Allt verður gott í áfanga 2

Pawel Bartoszek skrifar

Landspítalasvæðið og raunar borgin öll eru full af óbyggðum seinni tíma áföngum. Sjálf aðalbyggingin er einungis fyrsti áfangi í húsasamstæðu sem öll átti að vera í sama stíl. Húsgaflinn á Læknagarði ber það með sér að menn hafi bara tekið sér pásu, og ætli að klára á eftir. Vestan Suðurgötu stóð svo í mörg ár steyptur grunnur að óbyggðu húsi Verkfræði- og raunvísindadeilda, uns möl var sturtað yfir hann og hann þannig nýttur undir bílastæði.

Fastir pennar

Kynlíf foreldra og áhugaleysi

Sigga Dögg. skrifar

Maki minn hefur næstum því algerlega misst áhugann á kynlífi. Er svona áhugaleysi tímabundið eða varanlegt? Henni þykir líkamsvessi minn tengdur kynlífi ógeðslegur og það hefur aukist með árunum. Er eðlilegt að konum þyki slíkt ógeðslegt? Hvað veldur?

Fastir pennar

Lítið framlag getur skipt sköpum

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Þróunarsamvinna ber ávöxt er yfirskrift átaks sem stendur þessa viku á vegum frjálsra félagasamtaka sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Átakið er unnið í samvinnu við Þróunarsamvinnustofnun Íslands og er markmið þess að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda og um leið efla vitund um samfélagslegar og siðferðilegar skyldur þjóðarinnar í baráttunni gegn fátækt í heiminum.

Fastir pennar

Aðlögunaráætlunin

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Andstæðingar þess að Íslendingar fái að kjósa um aðildarsamning við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu gera nú mikið úr því að ESB hafi sett skilyrði fyrir því að hægt sé að fara að ræða landbúnaðarmál í aðildarviðræðunum.

Fastir pennar

Grasrótarstarf léttir ríkinu róður

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Á Íslandi eru færri kvennaathvörf en þekkist í nokkru landi sem við viljum bera okkur saman við. Á þetta benti Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í grein hér í Fréttablaðinu á laugardaginn. Tilefni greinar Guðrúnar var þau tímamót að Stígamót hafa opnað annað kvennaathvarfið á Íslandi; athvarf sem býður velkomnar konur á leið úr klámiðnaði, vændi og mansali. Fyrir er eitt athvarf sem starfað hefur hátt á þriðja áratug og miðar starf sitt við að þjóna konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánum samböndum og börnum þeirra, en dyr þess athvarfs hafa einnig staðið öðrum konum í margvíslegum vanda opnar.

Fastir pennar

Hugsað út fyrir rammann

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Það er einstök og stórmerkileg upplifun að heimsækja lífræna býlið Vallanes á Fljótsdalshéraði, eins og lesa mátti út úr frásögn Svavars Hávarðssonar blaðamanns í helgarblaði Fréttablaðsins. Eymundur Magnússon bóndi hefur ekki aðeins breytt búskaparháttum í Vallanesi, hann hefur breytt veðrinu með því að gróðursetja milljón trjáplöntur og þannig skapað skjól og skilyrði fyrir stórfellda ræktun á korni og grænmeti. Kona Eymundar, Eygló Björk Ólafsdóttir, hefur reynslu af markaðssetningu matvöru bæði hér á landi og erlendis.

Fastir pennar

Óbyggðirnar kalla

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Þegar Woody Guthrie var orðinn leiður á að heyra lag Irvings Berlin God Bless America samdi hann þjóðsöng hinna landlausu, This land is your land, um þá Ameríku sem allir eiga og þar sem engum óviðkomandi er bannaður aðgangur því að allir eru viðkomandi: This land was made for you and me. Eiginlega finnst mér þessi söngur svara því ágætlega hvað manni eigi að finnast um áform Huangs Nubo um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum og landflæmi sem því tilheyrir að sögn. Þetta land er þitt land, þetta land er mitt land, frá Gerpi að Gjögri, frá Hofi að Hörpu …

Fastir pennar

Hvar er heildarsýnin?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins sagðist Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra myndu beita sér fyrir því að verðtryggingin yrði afnumin. Það er göfugt markmið og væri alveg klárlega heimilum landsins í hag að það næðist.

Fastir pennar

Tilboð í nafla alheimsins

Pawel Bartoszek skrifar

Það kemur margt gott frá útlöndum. Ég er til dæmis þakklátur fyrir að hafa IKEA á Íslandi, mér finnst leiðinlegt að McDonald's hafi farið, ég vona að Bauhaus opni einn daginn og mig dreymir um H&M-búð á ofanverðum Laugaveginum. Ég myndi fátt vilja frekar en að hingað kæmu fleiri vondar erlendar keðjur til að græða á Íslendingum. Þeir sem verslað hafa beggja vegna hafsins, og víðar, vita að þar er oft gaman að láta græða á sér.

Fastir pennar

Ekki fjárfesta takk

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er efins um að veita eigi kínverska fjárfestinum Huang Nubo heimild til að kaupa 72 prósenta hlut í Grímsstöðum á Fjöllum. Auðmaðurinn hyggst greiða eigendum jarðarinnar nærri milljarð króna fyrir landið, sem er um 300 ferkílómetrar.

Fastir pennar

Gosið og kvótinn

Bergsteinn Sigurðsson skrifar

Vestmannaeyjar eru rótgróinn útgerðarbær sem á allt sitt undir auðlindum hafsins. Því er rétt að leggja við eyrun þegar forsvarsmenn bæjarfélagsins tjá sig um hvernig nýtingu þeirra auðlinda skuli háttað. Í fyrradag lagði bæjarráð Vestmannaeyja fram umsögn um frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum. Þar kemur fram að verði frumvarpið samþykkt muni það ríða útgerðarfyrirtækjum í bænum á slig og valda svo mikilli fólksfækkun að ekki "verður séð að aðrir viðburðir í sögu byggðar í Vestmannaeyjum muni hafa áður haft viðlík áhrif á samfélag Eyjamanna nema ef til vill eldgosið 1973 og Tyrkjaránið 1627".

Fastir pennar

Vantraust á flokksforystuna

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Samþykkt flokksráðs Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til að fara yfir aðdraganda þess að Ísland studdi hernaðar-aðgerðir Atlantshafsbandalagsins í Líbíu er veruleg tíðindi.

Fastir pennar

Fegurð einfaldleikans

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Þegar indverski hugsuðurinn og baráttukonan Vandana Shiva kynnir sig segir hún frá veganestinu sem foreldrar hennar sendu hana með út í lífið og felst í að vera meðvituð um fegurð einfaldleikans. Þannig leggur baráttukonan áherslu á að verkefni nútímamannsins sé að tengja að nýju það sem í samfélagi nútímans hefur verið slitið í sundur og þar með glatað merkingu sinni. Sem dæmi um þetta nefnir hún fjármálakerfi sem öðlast hefur sjálfstætt líf óháð þeim fjölmörgu þáttum sem eru því þó nauðsynlegir til að viðhalda sér. Mikilvægast er að mati Vandönu að tengja að nýju mann og náttúru því milli manns og náttúru hafi alvarlegasti aðskilnaðurinn átt sér stað.

Fastir pennar

Frelsi er ekki sjálfsagður hlutur

Jónína Michaelsdóttir skrifar

Manneskjan almennt metur ekki að verðleikum það sem hún hefur fyrr en hún er svipt því. Þá fer hún að trega það. Hún tekur gott heilsufar fyrir sjálfsagðan hlut þar til hún veikist. Hún gengur að því sem vísu að fá þrjár máltíðir á dag, þangað til hún kynnist hungri,

Fastir pennar

Græn skattalækkun

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ríkisstjórnin hefur sett sér markmið um að árið 2020 komi tíu prósent allrar orku sem notuð er í samgöngum á Íslandi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þetta er gott markmið og nauðsynlegt. Talsvert er til vinnandi að gera Ísland minna háð olíu, sem sífellt hækkar í verði. Orkuskiptin geta eflt nýsköpun og atvinnu og síðast en ekki sízt eru þau nauðsynleg til að Ísland geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar um að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda.

Fastir pennar

Kerfið þegir

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Maður hefur svolítið verið að bíða eftir því að meiri og minni spámenn tjáðu sig um frumvarp stjórnlagaráðsins að nýrri stjórnarskrá. Kannski eru allir enn að hugsa. Allir stjórnmálafræðingarnir, heimspekingarnir, stjórnmálamennirnir, háskólamennirnir, já og lögfræðingarnir sem alltaf eru að fella úrskurði sína í fréttatímunum…

Fastir pennar