Fótbolti

„Gott vega­nesti inn í kær­komið frí“

Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, var afar sáttur við spilamennsku liðs síns þegar það bar sigurorð af Skagamönnum með þremur mörkum gegn engu í leik liðanna í 10. umferð Bestu-deildar karla í fótbotla á Akranesi í kvöld. 

Fótbolti

„Erum með sjö stigum meira en á sama tíma í fyrra“

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var með blendnar tilfinningar eftir 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli þar sem KA jafnaði leikinn undir lok leiks. Alex Þór Hauksson, leikmaður Stjörnunnar, fékk að líta rautt spjald seint í fyrri hálfleik og lék KA því manni fleira stóran hluta leiksins.

Íslenski boltinn

Sæ­var Atli kallaður inn í lands­liðið

Það verður enn bið á því að Arnór Sigurðsson spili landsleik undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar því hann á við meiðsli að stríða. Sævar Atli Magnússon hefur verið kallaður inn í hans stað.

Fótbolti

Köln kaupir Ísak Berg­mann

Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson hefur samið við Köln og mun leika með liðinu í efstu deild Þýskalands á næstu leiktíð.

Fótbolti

„Ég held það vilji enginn upp­lifa svona aftur“

Sölvi Geir Otte­sen, þjálfari Víkings Reykja­víkur, segir tapið í úr­slita­leiknum um Ís­lands­meistara­titilinn í fyrra gegn Breiða­bliki ekki ofar­lega í huga fyrir stór­leik liðanna í kvöld í Bestu deildinni. Hins vegar geti menn nýtt sér til­finningarnar frá því kvöldi, muna hvernig þeim leið og mæta klárir í hörku leik.

Íslenski boltinn

Stuðnings­fólk Fortuna brjálað út í Ísak Berg­mann

Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson gæti leikið með Köln í efstu deild þýska fótboltans á næstu leiktíð. Köln er hins vegar helsti óvinur núverandi liðs hans, Fortuna Düsseldorf. Er stuðningsfólk Fortuna heldur ósátt með möguleg vistaskipti Skagamannsins.

Fótbolti

„Draumar rætast“

Khvicha Kvaratskhelia, einn af markaskorurum París Saint-Germain í ótrúlegum 5-0 sigri á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu, var heldur stuttorður er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik.

Fótbolti