Innlent

Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn

Samgöngusafnið á Skógum fær ekki þristinn Gunnfaxa til varðveislu nema það takist að útvega landeigendum Sólheimasands aðra DC 3-flugvél til að sýna ferðamönnum á sandinum. Þetta er meginefni svars sem stjórn Loðmundar, landeigendafélags Ytri-Sólheima, hefur sent Vinum Gunnfaxa, áhugahópi um verndun gamallar Douglas Dakota-flugvélar Flugfélags Íslands.

Innlent

Rússum „drullusama“ um friðar­um­leitanir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt sýna svart á hvítu að þeir kjósi hernað yfir frið. Ljóst sé að Rússum sé „drullusama“ um friðarumleitanir Bandaríkjaforseta og annarra vestrænna ríkja.

Innlent

Ís­land fýsi­legur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpa­manna

Tveir menn voru handteknir eftir aðgerð hér á landi þar sem starfsemi einnar stærstu rafmyntaþvottastöðvar heims var stöðvuð. Forstöðumaður netöryggissveitar bendir á að löggjöf hér á landi taki ekki á námugreftri sem geri Ísland að fýsilegri kosti í augum glæpamanna fyrir rafmyntaþvott.

Innlent

Sprengjuregn, svikin lof­orð, og vel heppnuð hárígræðsla

Rússar hæfðu sendiskrifstofur og íbúðahverfi í hjarta Kænugarðs í einni stærstu árás þeirra í Úkraínu frá upphafi innrásarstríðsins. Við ræðum við Íslending sem leitaði skjóls inni á baðherbergi í íbúð sinni og heyrum hávaðann í sprengingunum sem hann tók upp. Þá mætir utanríkisráðherra í myndver og ræðir árásina í ljósi friðarumleitana.

Innlent

Greip í húna en var gripinn mígandi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að fólk væri að grípa í húna á bílum. Þegar lögregla kom á staðinn var einn þeirra að kasta af sér þvagi. Hann reyndist í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur.

Innlent

Ís­jaki stærri en Hall­gríms­kirkja blasti við

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug fram á borgarísjaka sem var hærri en Hallgrímskirkja í ískönnunarflugi undan ströndum landsins í dag. Ísjakinn var þrjú hundruð metra langur, þrjú hundruð metra breiður og allt að 75 metra hár. Til samanburðar er Hallgrímskirkja 74,5 metrar á hæð.

Innlent

Eldur kviknaði út frá glerkúlu í glugga­kistu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar fólk við því að vanmeta íslenska sólarljósið, sem geti sannarlega kveikt eld inni í húsum við ákveðnar aðstæður. Til að mynda hafi eldur nýverið kviknað vegna vatnsfylltrar glerkúlu í gluggakistu húss í Reykjavík.

Innlent

Setti byssu­kúlu í póst­kassa: „Næsta kemur ekki í um­slagi“

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir nokkurn fjölda refsibrota. Þar á meðal eru kynferðisbrot, líkamsárásir og hótunarbrot. Það síðastnefnda er hann sagður hafa framið með því að setja umslag í póstkassa við heimili fjölskyldu sem innihélt byssukúlu og bréf sem á stóð „Næsta kemur ekki í umslagi“.

Innlent

Stefnir Hödd vegna á­sökunar um nauðgun

Hörður Ólafsson læknir hefur stefnt Hödd Vilhjálmsdóttur almannatengli fyrir meiðyrði. Í sumar birti Hödd færslu á Facebook þar sem hún sakaði Hörð um að hafa nauðgað sér tvisvar, en þau voru í sambandi um tíma.

Innlent

Rektor rýfur þögnina eftir mót­mælin á Þjóð­minja­safninu

Rektor Háskóla Íslands segist ætla að efna til umræðu um tjáningarfrelsi í skólanum í aðdraganda háskólaþings í haust í kjölfar þess að mótmælendur stöðvuðu fyrirlestur ísraelsks fræðimanns. Ekki sé hægt að takast á við áskoranir samtímans án umræðu. Þetta er í fyrsta skipti sem rektor tjáir sig síðan mótmælt áttu sér stað fyrir þremur vikum.

Innlent

Ragna og Rögn­valdur ráðin aðstoðarrektorar

Ragna Benedikta Garðarsdóttir, prófessor við Sálfræðideild, og Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, hafa verið ráðin aðstoðarrektorar við Háskóla Íslands.

Innlent

Vinstri­beygja inn á Bústaða­veg gæti heyrt sögunni til

Til stendur að afnema ljósastýringu á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar í Reykjavík. Til skoðunar er svokölluð „hægri inn og hægri út lausn“, sem myndi gera það að verkum að hvorki væri hægt að komast inn á né út af Bústaðavegi ef ekið er Reykjanesbrautina í norður. Fyrsti valkostur Vegagerðarinnar er þó brú yfir Reykjanesbraut til vinstri inn á Bústaðaveg. Enginn valkostur býður upp á vinstribeygju inn á Reykjanesbrautina af Bústaðavegi.

Innlent

„Aug­ljóst að bæst hefur við í­búa“

Hvert og eitt atkvæði skiptir gríðarlegu máli í atkvæðagreiðslu um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar sem hefst í næstu viku. Oddviti Skorradalshrepps segir íbúum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna.

Innlent

Stytta þurfi sumar­frí barna um að lág­marki tvær vikur

Varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundaráðgjafi telur mikilvægt að stytta sumarfrí grunnskólabarna á Íslandi um tvær vikur. Sumarfríið sé lengra en tíðkist hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum. Þá sé ekki sjálfsagt að börn séu skráð á námskeið allt sumarið meðan foreldrar vinni.

Innlent

Sá blóðugan mann hlaupa út og á­rásar­manninn á eftir honum

Karlmaður sem er grunaður um stórfellda líkamsárás og rán í júní síðastliðnum hefur verið látinn afplána 120 daga eftirstöðvar fangelsisrefsingar sem hann hlaut í fyrra. Maðurinn er sagður hafa bankað upp á hjá manni, ráðist á hann, og síðan elt hann þegar honum tókst að komast undan og beitt frekara ofbeldi.

Innlent

Boðar fyrstu sam­gönguáætlunina í fimm ár á haustþingi

Innviðaráðherra ætlar að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun á haustþingi þar sem jarðgöngum verður meðal annars forgangsraðað. Fimm ár eru frá því að síðasta samgönguáætlun var lögð fram en lög gera ráð fyrir að hún sé uppfærð á þriggja ára fresti.

Innlent

Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálf­stæðan rekstur en heldur eftirlaununum

Helgi Magnús Gunnarsson, sem lét nýlega af embætti vararíkissaksóknara, hefur fengið lögmannsréttindin sín afhent á ný eftir að þau höfðu legið inni í 24 ár. Hann stefnir á sjálfstæðan rekstur sem lögmaður en mögulegar tekjur sem hann hefur af honum munu engin áhrif hafa á eftirlaun hans hjá ríkinu. Níu ár eru í að hann nái eftirlaunaaldri.

Innlent

Þvættuðu milljarða af illa fenginni raf­mynt á Ís­landi

Ein af stærstu peningaþvottastöðvum heims er sögð hafa leigt netþjóna frá íslensku hýsingarfyrirtæki til þess að þvætta tæpa 25 milljarða króna af illa fenginni rafmynt. Íslenska lögreglan aðstoðaði bandarísku alríkislögregluna við að upplýsa peningaþvættið.

Innlent

Játning á borðinu í um­fangs­mestu þjófnuðum seinni tíma

Karlmaður sem játað hefur aðild að tveimur umfangsmestu þjófnuðum á reiðufé í sögu landsins heitir Hrannar Markússon. Litlu virðist hafa mátt muna að hann yrði þátttakandi í Gufunesmálinu svokallaða en hann segist ekki hafa nennt með Stefáni Blackburn til Þorlákshafnar. 

Innlent

Sé hægt að gera byltingu í ís­lensku heil­brigðis­kerfi

Fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að hægt sé að gera byltingu í íslenska heilbrigðiskerfinu með einstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu. Hver einstaklingur þurfi að bera meiri ábyrgð á að afla sér upplýsinga um sig sjálfan. Vinna að þess konar heilbrigðisþjónustu sé þegar hafin en ekki á þeim grundvelli að allir hafi jafnan aðgang.

Innlent