Innlent Veðurspá slæm fyrir vikuna og bændur hvattir til að huga að búfénaði Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir næstu viku, en undir kvöld á mánudag má búast við norðan og norðvestan hvassviðri eða stormi víða um land. Í tilkynningu frá almannavörnum á Norðurlandi vestra eru bændur hvattir til að huga að bústofni sínum og koma honum í skjól. Innlent 1.6.2024 16:25 Slasaðist á buggy-bíl í Básum í Goðalandi Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag að beiðni lögreglunnar til að sækja konu sem hafði slasast við akstur buggy-bifreiðar í Básum í Goðalandi. Innlent 1.6.2024 16:22 Bláa lónið opnar aftur á morgun Bláa Lónið tekur aftur til starfa á morgun eftir að hafa lokað þegar svæðið var rýmt við upphaf eldgossins sem hófst 29. maí 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjunum. Innlent 1.6.2024 14:39 Margir góðir frambjóðendur í boði Kjósendum fannst miserfitt að ákveða hvert atkvæði þeirra ætti að fara. Sumir tóku lokaákvörðun í kjörklefanum en aðrir segja valið hafa verið alveg ákveðið og ákvörðunin ekki erfið. Fréttamenn Stöðvar 2 fóru á stúfana í dag og tóku kjósendur tali. Innlent 1.6.2024 14:25 Jón Gnarr mjög bjartsýnn: „Fyrsti krúnurakaði rauðhærði forsetinn“ „Þetta var ekki erfitt val,“ sagði Jón Gnarr í sem kom atkvæði sínu til skila ásamt fjölskyldu sinni í Vesturbæjarskóla í dag. Innlent 1.6.2024 14:06 „Held ég fari bara að sofa upp úr miðnætti“ „Ég efast um að ég fylgist mikið með kosningasjónvarpinu,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi og leikkona eftir að hafa komið sínu atkvæði til skila í Ráðhúsinu í dag. Innlent 1.6.2024 13:08 Rolluhótel sárabót fyrir að missa gistiheimilið Útvegsbóndinn Hermann Ólafsson í Grindavík er kominn með rolluhótel skammt vestan bæjarins þar sem hann hýsir stóran hluta af sauðfé Grindvíkinga. Hann segir þetta sárabót vegna gistiheimilis sem hann neyddist til að loka vegna hamfaranna. Innlent 1.6.2024 12:52 „Væta í minni sveit boðaði heldur betur grósku“ Halla Hrund Logadóttir segir að tilfinningin að mæta á kjörstað sé góð, dagurinn framundan sé spennandi en hún hvetur alla til að nýta sinn kosningarétt í dag. Hún hefur ekki áhyggjur af dvínandi fylgi sínu í skoðanakönnunum, en hún segir að væta hafi boðað grósku í hennar sveit og fer bjartsýn í daginn. Innlent 1.6.2024 12:11 „Unga fólkið er klárlega að velja okkar framboð“ Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi kaus í ráðhúsinu ásamt fjölskyldu sinni í dag. Hún segir ljóst að unga fólkið velji hennar framboð og vonar að það skili sér á kjörstað í dag. Innlent 1.6.2024 12:02 Kjörsókn víða ívið betri en í síðustu kosningum Kjörsókn klukkan ellefu í morgun var aðeins meiri en í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. Innlent 1.6.2024 11:59 Fékk „gríðarlega góð“ viðbrögð eftir kappræðurnar „Það er ekki sjálfgefið að fá tækifæri til að breyta heiminum, en við getum það í dag.“ Þetta sagði Baldur Þórhallsson í samtali við fréttastofu þegar komið var að því að kjósa forseta í Hagaskóla. Innlent 1.6.2024 10:42 Fólk kasti atkvæði sínu á stríðsbálið Ástþóri Magnússyni Wium forsetaframbjóðanda líður vel að kjósa friðarframboð í dag, að eigin sögn. Hann segir það eina vitið í þeirri stöðu sem við erum komin í núna. Kjósi fólk annað séu þau að kasta atkvæði sínu á glæ, á stríðsbálið. Hann kaus í Hagaskóla í morgun. Innlent 1.6.2024 10:34 „Ég held að þetta verði mjög spennandi“ Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi, mætti í Hagaskóla í morgun til þess kjósa nýjan forseta. Hún býst við spennandi kosninganótt. Innlent 1.6.2024 09:36 Forsetavaktin: Halla Tómasdóttir kjörin forseti Nú er orðið ljóst að Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. Áfram verður þó fylgst með gangi mála í forsetavaktinni. Innlent 1.6.2024 07:06 Tívolíbomba hefði getað skapað stórhættu Lögregla hefur til rannsóknar íkveikju í iðnaðarbili við Dofrahellu í Hafnarfirði aðfaranótt þriðjudags. Tívolíbombu var kastað inn um glugga á iðnaðarbilinu þar sem gin er bruggað í miklu magni. Mildi þykir að ekki fór verr. Innlent 1.6.2024 07:01 Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. Innlent 31.5.2024 23:04 „Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri“ Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Innlent 31.5.2024 22:00 Skítkast í „skrýtinni og óvæginni“ kosningabaráttu Skiptar skoðanir eru um kosningabaráttu síðustu vikna meðal kjósenda sem fréttastofa ræddi við í dag. Sumir segja hana leiðinlega og óvægna en aðrir siðsamlega. Þá var allur gangur á því hvort fólk væri löngu búið að gera upp hug sinn eða hygðist ákveða hvern það kysi í kjörklefanum á morgun. Innlent 31.5.2024 21:00 „Við höfum ekki séð þetta á Íslandi áður“ Lögregla rannsakar nú mál um tuttugu útlendinga sem fóru með sendingar fyrir fyrirtækið Wolt án þess að vera með atvinnuleyfi á Íslandi. Sérfræðingur hjá ASÍ segir ábyrgð fyrirtækisins mikla í málinu. Innlent 31.5.2024 20:21 Mótmælin í dag þau hörðustu í mörg ár Mótmælin á vegum félagsins Íslands-Palestína í morgun eru þau hörðustu á síðari árum að sögn lögreglu. Mótmælendur segja lögreglu hafa gengið fram af hörku og ofbeldi og sýnt einbeittan brotavilja. Lögregla segist ekki hafa átt annarra kosta völ og fullyrðir að verklagsreglum hafi verið fylgt. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu muni fá aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum. Innlent 31.5.2024 19:45 Sækja veikan jeppamann á Langjökli Björgunarsveitir frá Borgarfirði og Árnessýslu eru nú á leið til aðstoðar veikum ferðamanni á jeppa á Langjökli. Flytja á ferðamanninn til móts við sjúkrabíl sem er á leiðinni að jöklinum. Innlent 31.5.2024 19:24 VÍS þarf að bæta hluta jarðýtu í mannskæðu vinnuslysi Vátryggingafélag Íslands þarf að bæta þriðjung tjóns verktakafyrirtækis þegar ýta á vegum þess féll ofan í malarnámu árið 2020. Orsök slyssins var rakin til ölvunar og stórkostlegs gáleysis jarðýtustjórans sem fórst í slysinu. Innlent 31.5.2024 18:32 Lokasprettur fyrir kosningar og umræða um kynbundið ofbeldi Undirbúningur er í fullum gangi fyrir forsetakosningarnar á morgun og víða verið að stilla upp kjörstöðum. Þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu hefur verið minni en oft áður. Í kvöldfréttum verður rætt við almenning í landinu um morgundaginn og svo við sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu í beinni útsendingu um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna. Innlent 31.5.2024 18:01 Ný könnun sýnir stefna í æsispennandi kjördag Katrín Jakobsdóttir er með 25,6 prósenta fylgi og Halla Tómasdóttir með 23,9 prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ekki er marktækur munur á þeim. Innlent 31.5.2024 16:57 Hvar áttu að kjósa í forsetakosningum? Kjörstaðir um allt land verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið og má búast við að meirihluti kosningabærra Íslendinga greiði atkvæði í forsetakosningunum sem stefnir í að verði æsispennandi. Innlent 31.5.2024 16:31 Fyrirskipar forsætisráðuneytinu að fara yfir ferla Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur beðið ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins um að farið verði yfir verkferla og ákvarðanir lögreglu, þegar piparúða var beitt á mótmælendur fyrir utan ríkisstjórnarfund í morgun. Innlent 31.5.2024 15:53 „Heiðurstengt ofbeldi er ekki okkar stærsta vandamál“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir mál sem tengjast heiðurstengdu ofbeldi afar alvarleg, en einnig mjög fá. Greint var frá því fyrr í dag að átta hefðu verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Innlent 31.5.2024 15:05 Eldgosið í beinni útsendingu Hér fyrir neðan má sjá vefmyndavélar Vísis sem eru staðsettar á svæðinu í kringum Sundhnúksgígaröðina. Gos hófst á svæðinu þann 29. maí síðastliðinn. Innlent 31.5.2024 15:02 Taka aftur við eignum í Grindavík eftir helgi Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið, í samráði við Almannavarnir og Lögreglustjórann á Suðurnesjum, að halda áfram móttöku fasteigna í Grindavík strax á mánudag. Ákvörðunin er þó með þeim fyrirvara að aðstæður í bænum og við eldstöðvarnar breytist ekki til hins verra. Innlent 31.5.2024 14:40 Páll sýknaður Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari hefur verið sýknaður af öllum kröfum tveggja blaðamanna á Heimildinni í Landsrétti. Innlent 31.5.2024 14:07 « ‹ 157 158 159 160 161 162 163 164 165 … 334 ›
Veðurspá slæm fyrir vikuna og bændur hvattir til að huga að búfénaði Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir næstu viku, en undir kvöld á mánudag má búast við norðan og norðvestan hvassviðri eða stormi víða um land. Í tilkynningu frá almannavörnum á Norðurlandi vestra eru bændur hvattir til að huga að bústofni sínum og koma honum í skjól. Innlent 1.6.2024 16:25
Slasaðist á buggy-bíl í Básum í Goðalandi Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum í dag að beiðni lögreglunnar til að sækja konu sem hafði slasast við akstur buggy-bifreiðar í Básum í Goðalandi. Innlent 1.6.2024 16:22
Bláa lónið opnar aftur á morgun Bláa Lónið tekur aftur til starfa á morgun eftir að hafa lokað þegar svæðið var rýmt við upphaf eldgossins sem hófst 29. maí 2024. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjunum. Innlent 1.6.2024 14:39
Margir góðir frambjóðendur í boði Kjósendum fannst miserfitt að ákveða hvert atkvæði þeirra ætti að fara. Sumir tóku lokaákvörðun í kjörklefanum en aðrir segja valið hafa verið alveg ákveðið og ákvörðunin ekki erfið. Fréttamenn Stöðvar 2 fóru á stúfana í dag og tóku kjósendur tali. Innlent 1.6.2024 14:25
Jón Gnarr mjög bjartsýnn: „Fyrsti krúnurakaði rauðhærði forsetinn“ „Þetta var ekki erfitt val,“ sagði Jón Gnarr í sem kom atkvæði sínu til skila ásamt fjölskyldu sinni í Vesturbæjarskóla í dag. Innlent 1.6.2024 14:06
„Held ég fari bara að sofa upp úr miðnætti“ „Ég efast um að ég fylgist mikið með kosningasjónvarpinu,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi og leikkona eftir að hafa komið sínu atkvæði til skila í Ráðhúsinu í dag. Innlent 1.6.2024 13:08
Rolluhótel sárabót fyrir að missa gistiheimilið Útvegsbóndinn Hermann Ólafsson í Grindavík er kominn með rolluhótel skammt vestan bæjarins þar sem hann hýsir stóran hluta af sauðfé Grindvíkinga. Hann segir þetta sárabót vegna gistiheimilis sem hann neyddist til að loka vegna hamfaranna. Innlent 1.6.2024 12:52
„Væta í minni sveit boðaði heldur betur grósku“ Halla Hrund Logadóttir segir að tilfinningin að mæta á kjörstað sé góð, dagurinn framundan sé spennandi en hún hvetur alla til að nýta sinn kosningarétt í dag. Hún hefur ekki áhyggjur af dvínandi fylgi sínu í skoðanakönnunum, en hún segir að væta hafi boðað grósku í hennar sveit og fer bjartsýn í daginn. Innlent 1.6.2024 12:11
„Unga fólkið er klárlega að velja okkar framboð“ Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi kaus í ráðhúsinu ásamt fjölskyldu sinni í dag. Hún segir ljóst að unga fólkið velji hennar framboð og vonar að það skili sér á kjörstað í dag. Innlent 1.6.2024 12:02
Kjörsókn víða ívið betri en í síðustu kosningum Kjörsókn klukkan ellefu í morgun var aðeins meiri en í forsetakosningunum fyrir fjórum árum. Innlent 1.6.2024 11:59
Fékk „gríðarlega góð“ viðbrögð eftir kappræðurnar „Það er ekki sjálfgefið að fá tækifæri til að breyta heiminum, en við getum það í dag.“ Þetta sagði Baldur Þórhallsson í samtali við fréttastofu þegar komið var að því að kjósa forseta í Hagaskóla. Innlent 1.6.2024 10:42
Fólk kasti atkvæði sínu á stríðsbálið Ástþóri Magnússyni Wium forsetaframbjóðanda líður vel að kjósa friðarframboð í dag, að eigin sögn. Hann segir það eina vitið í þeirri stöðu sem við erum komin í núna. Kjósi fólk annað séu þau að kasta atkvæði sínu á glæ, á stríðsbálið. Hann kaus í Hagaskóla í morgun. Innlent 1.6.2024 10:34
„Ég held að þetta verði mjög spennandi“ Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi, mætti í Hagaskóla í morgun til þess kjósa nýjan forseta. Hún býst við spennandi kosninganótt. Innlent 1.6.2024 09:36
Forsetavaktin: Halla Tómasdóttir kjörin forseti Nú er orðið ljóst að Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. Áfram verður þó fylgst með gangi mála í forsetavaktinni. Innlent 1.6.2024 07:06
Tívolíbomba hefði getað skapað stórhættu Lögregla hefur til rannsóknar íkveikju í iðnaðarbili við Dofrahellu í Hafnarfirði aðfaranótt þriðjudags. Tívolíbombu var kastað inn um glugga á iðnaðarbilinu þar sem gin er bruggað í miklu magni. Mildi þykir að ekki fór verr. Innlent 1.6.2024 07:01
Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. Innlent 31.5.2024 23:04
„Við útrýmum ekki ofbeldi með hatri“ Ofbeldi gegn konum verður ekki stöðvað með því að ýta undir kynþáttafordóma. Þetta segir palestínsk kona sem óttast að umræða um alvarleg ofbeldisbrot gegn löndu sinni á Íslandi ali á fordómum, frekar en að styðja þolendur og berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Innlent 31.5.2024 22:00
Skítkast í „skrýtinni og óvæginni“ kosningabaráttu Skiptar skoðanir eru um kosningabaráttu síðustu vikna meðal kjósenda sem fréttastofa ræddi við í dag. Sumir segja hana leiðinlega og óvægna en aðrir siðsamlega. Þá var allur gangur á því hvort fólk væri löngu búið að gera upp hug sinn eða hygðist ákveða hvern það kysi í kjörklefanum á morgun. Innlent 31.5.2024 21:00
„Við höfum ekki séð þetta á Íslandi áður“ Lögregla rannsakar nú mál um tuttugu útlendinga sem fóru með sendingar fyrir fyrirtækið Wolt án þess að vera með atvinnuleyfi á Íslandi. Sérfræðingur hjá ASÍ segir ábyrgð fyrirtækisins mikla í málinu. Innlent 31.5.2024 20:21
Mótmælin í dag þau hörðustu í mörg ár Mótmælin á vegum félagsins Íslands-Palestína í morgun eru þau hörðustu á síðari árum að sögn lögreglu. Mótmælendur segja lögreglu hafa gengið fram af hörku og ofbeldi og sýnt einbeittan brotavilja. Lögregla segist ekki hafa átt annarra kosta völ og fullyrðir að verklagsreglum hafi verið fylgt. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu muni fá aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum. Innlent 31.5.2024 19:45
Sækja veikan jeppamann á Langjökli Björgunarsveitir frá Borgarfirði og Árnessýslu eru nú á leið til aðstoðar veikum ferðamanni á jeppa á Langjökli. Flytja á ferðamanninn til móts við sjúkrabíl sem er á leiðinni að jöklinum. Innlent 31.5.2024 19:24
VÍS þarf að bæta hluta jarðýtu í mannskæðu vinnuslysi Vátryggingafélag Íslands þarf að bæta þriðjung tjóns verktakafyrirtækis þegar ýta á vegum þess féll ofan í malarnámu árið 2020. Orsök slyssins var rakin til ölvunar og stórkostlegs gáleysis jarðýtustjórans sem fórst í slysinu. Innlent 31.5.2024 18:32
Lokasprettur fyrir kosningar og umræða um kynbundið ofbeldi Undirbúningur er í fullum gangi fyrir forsetakosningarnar á morgun og víða verið að stilla upp kjörstöðum. Þátttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu hefur verið minni en oft áður. Í kvöldfréttum verður rætt við almenning í landinu um morgundaginn og svo við sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu í beinni útsendingu um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna. Innlent 31.5.2024 18:01
Ný könnun sýnir stefna í æsispennandi kjördag Katrín Jakobsdóttir er með 25,6 prósenta fylgi og Halla Tómasdóttir með 23,9 prósenta fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ekki er marktækur munur á þeim. Innlent 31.5.2024 16:57
Hvar áttu að kjósa í forsetakosningum? Kjörstaðir um allt land verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið og má búast við að meirihluti kosningabærra Íslendinga greiði atkvæði í forsetakosningunum sem stefnir í að verði æsispennandi. Innlent 31.5.2024 16:31
Fyrirskipar forsætisráðuneytinu að fara yfir ferla Félags- og vinnumarkaðsráðherra hefur beðið ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins um að farið verði yfir verkferla og ákvarðanir lögreglu, þegar piparúða var beitt á mótmælendur fyrir utan ríkisstjórnarfund í morgun. Innlent 31.5.2024 15:53
„Heiðurstengt ofbeldi er ekki okkar stærsta vandamál“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir mál sem tengjast heiðurstengdu ofbeldi afar alvarleg, en einnig mjög fá. Greint var frá því fyrr í dag að átta hefðu verið ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og líkamsárásir gegn konu sem tengist þeim öllum fjölskylduböndum. Innlent 31.5.2024 15:05
Eldgosið í beinni útsendingu Hér fyrir neðan má sjá vefmyndavélar Vísis sem eru staðsettar á svæðinu í kringum Sundhnúksgígaröðina. Gos hófst á svæðinu þann 29. maí síðastliðinn. Innlent 31.5.2024 15:02
Taka aftur við eignum í Grindavík eftir helgi Fasteignafélagið Þórkatla hefur ákveðið, í samráði við Almannavarnir og Lögreglustjórann á Suðurnesjum, að halda áfram móttöku fasteigna í Grindavík strax á mánudag. Ákvörðunin er þó með þeim fyrirvara að aðstæður í bænum og við eldstöðvarnar breytist ekki til hins verra. Innlent 31.5.2024 14:40
Páll sýknaður Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari og bloggari hefur verið sýknaður af öllum kröfum tveggja blaðamanna á Heimildinni í Landsrétti. Innlent 31.5.2024 14:07