Kolbrún svarar í engu kröfu um að hún skuldi afsökunarbeiðni Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2025 15:51 Bæði Diljá Karen og Pétur Orri telja vert að Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir biðji þau afsökunar á ummælum sínum en ekkert næst í Kolbrúnu. Vísir/vilhelm Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir þingmaður Flokks fólksins lætur ekki ná í sig en Vísir hefur reynt að ná tali af henni núna í nokkra daga vegna umdeildra ummæla sem hún lét falla í síðustu viku. Um er að ræða ummæli sem Kolbrún lét falla þess efnis að ungt fólk sem hafi verið leitt fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í tengslum við frumvarp um grunnskóla og námsmat hafi verið handbendi minnihlutans. Diljá Karen Kristófersdóttir Kjerúlf nýútskrifuð frá MR furðar sig á ummælum Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur þingmanns flokks fólksins og telur sig ómaklega hafa orðið fyrir skeyti sem hún hafi líklega ætlað minnihlutanum. Diljá segir orð Kolbrúnar til þess fallin að þagga niður í röddum ungs fólks og telur sig eiga inni afsökunarbeiðni frá þingmanninum. Diljá hefur ekkert heyrt frá Kolbrúnu, hvorki hefur henni borist afsökunarbeiðni né útskýringar. Blaut tuska í andlit ungs fólks Og sömu sögu er að segja um Pétur Orra Pétursson nýstúdent frá Verzlunarskólanum. Hann skrifaði pistil á Vísi sem snýr að því sem hann vill kalla árásir Kolbrúnar en hún hélt því fram í tvígang í ræðustól Alþingis að framhaldsskólanemar sem skiluðu inn umsögnum um stjórnarfrumvarp um námsmat í grunnskólum væru ómarktækir. Ummælin snúa að fjórum ungmennum sem Kolbrún vildi meina að væru sérvalin af minnihlutanum: „Þessi ummæli eru niðrandi, ekki bara fyrir okkur fjórmenningana, heldur eru þau blaut tuska í andlit ungs fólks sem vill taka þátt í lýðræðislegri umræðu og beita sér gagnvart löggjafanum. Orð Kolbrúnar eru til vitnis um skort hennar á virðingu gagnvart því unga fólki sem reynir að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni á einn eða annan hátt.“ Pétur Orri telur einsýnt að Kolbrún skuldi ungmennunum afsökunarbeiðni. Upptekin í allan dag Vísir hefur reynt að ná í Kolbrúnu nú í nokkra daga með það fyrir augum að spyrja hana hvernig hún hyggist bregðast við óskum um afsökunarbeiðni en án árangurs. Ítrekuð símtöl, tölvupóstur og Facebook-skilaboð en allt kemur fyrir ekki. Á þriðjudaginn náðist í Heimi Má Pétursson framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa þingflokks Flokks fólksins. Honum var gerð grein fyrir erindinu og hann spurður um ferðir Kolbrúnar. Svör hans voru stutt: „Hún er upptekin á fundum.“ Og þegar hann var spurður hvenær hún losni, en þá voru ekki fundir í fastanefndum þingsins sem Kolbrún situr í, í svaraði Heimir: „Upptekin í allan dag.“ Alþingi Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Þetta unga fólk getur bara haldið kjafti Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. 10. júní 2025 08:32 Kolbrún og Kafka Franz Kafka er einn merkasti rithöfundur allra tíma. Hann gat með fáránleikanum ljáð áhorfendum ofurskynjun á raunveruleikanum eins og því hefur verið lýst. En ekkert verka Kafka kom út meðan hann lifði. Hans besti vinur, Max Brod, gaf verkin út að Kafka liðnum þvert á óskir hans um að þeim yrði fargað. 7. júní 2025 14:33 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Um er að ræða ummæli sem Kolbrún lét falla þess efnis að ungt fólk sem hafi verið leitt fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í tengslum við frumvarp um grunnskóla og námsmat hafi verið handbendi minnihlutans. Diljá Karen Kristófersdóttir Kjerúlf nýútskrifuð frá MR furðar sig á ummælum Kolbrúnar Áslaugar Baldursdóttur þingmanns flokks fólksins og telur sig ómaklega hafa orðið fyrir skeyti sem hún hafi líklega ætlað minnihlutanum. Diljá segir orð Kolbrúnar til þess fallin að þagga niður í röddum ungs fólks og telur sig eiga inni afsökunarbeiðni frá þingmanninum. Diljá hefur ekkert heyrt frá Kolbrúnu, hvorki hefur henni borist afsökunarbeiðni né útskýringar. Blaut tuska í andlit ungs fólks Og sömu sögu er að segja um Pétur Orra Pétursson nýstúdent frá Verzlunarskólanum. Hann skrifaði pistil á Vísi sem snýr að því sem hann vill kalla árásir Kolbrúnar en hún hélt því fram í tvígang í ræðustól Alþingis að framhaldsskólanemar sem skiluðu inn umsögnum um stjórnarfrumvarp um námsmat í grunnskólum væru ómarktækir. Ummælin snúa að fjórum ungmennum sem Kolbrún vildi meina að væru sérvalin af minnihlutanum: „Þessi ummæli eru niðrandi, ekki bara fyrir okkur fjórmenningana, heldur eru þau blaut tuska í andlit ungs fólks sem vill taka þátt í lýðræðislegri umræðu og beita sér gagnvart löggjafanum. Orð Kolbrúnar eru til vitnis um skort hennar á virðingu gagnvart því unga fólki sem reynir að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni á einn eða annan hátt.“ Pétur Orri telur einsýnt að Kolbrún skuldi ungmennunum afsökunarbeiðni. Upptekin í allan dag Vísir hefur reynt að ná í Kolbrúnu nú í nokkra daga með það fyrir augum að spyrja hana hvernig hún hyggist bregðast við óskum um afsökunarbeiðni en án árangurs. Ítrekuð símtöl, tölvupóstur og Facebook-skilaboð en allt kemur fyrir ekki. Á þriðjudaginn náðist í Heimi Má Pétursson framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa þingflokks Flokks fólksins. Honum var gerð grein fyrir erindinu og hann spurður um ferðir Kolbrúnar. Svör hans voru stutt: „Hún er upptekin á fundum.“ Og þegar hann var spurður hvenær hún losni, en þá voru ekki fundir í fastanefndum þingsins sem Kolbrún situr í, í svaraði Heimir: „Upptekin í allan dag.“
Alþingi Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Þetta unga fólk getur bara haldið kjafti Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. 10. júní 2025 08:32 Kolbrún og Kafka Franz Kafka er einn merkasti rithöfundur allra tíma. Hann gat með fáránleikanum ljáð áhorfendum ofurskynjun á raunveruleikanum eins og því hefur verið lýst. En ekkert verka Kafka kom út meðan hann lifði. Hans besti vinur, Max Brod, gaf verkin út að Kafka liðnum þvert á óskir hans um að þeim yrði fargað. 7. júní 2025 14:33 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Þetta unga fólk getur bara haldið kjafti Það er jákvætt þegar fólk afhjúpar sig. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, var margoft búinn að segja, með stuðningi Samfylkingar og Viðreisnar, að þetta unga fólk ætti ekkert erindi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. 10. júní 2025 08:32
Kolbrún og Kafka Franz Kafka er einn merkasti rithöfundur allra tíma. Hann gat með fáránleikanum ljáð áhorfendum ofurskynjun á raunveruleikanum eins og því hefur verið lýst. En ekkert verka Kafka kom út meðan hann lifði. Hans besti vinur, Max Brod, gaf verkin út að Kafka liðnum þvert á óskir hans um að þeim yrði fargað. 7. júní 2025 14:33