Handbolti

Óðinn markahæstur í tapi Kadetten

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæsti maður Kadetten Schaffhausen með átta mörk er liðið heimsótti Montpellier í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Það dugði þó ekki til því liðið mátti þola fjögrra marka tap, 40-36.

Handbolti

Selfoss fyrsta liðið í undanúrslit

Selfoss var í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna í handbolta er liðið vann öruggan níu marka sigur gegn HK í Set-höllinni á Selfossi í kvöld, 36-27.

Handbolti

Lærisveinar Gumma Gumm með tvo sigra í röð eftir HM

Íslendingalið Fredericia, undir stjórn landsliðsþjálfarans Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, vann öruggan fimm marka sigur er liðið heimsótti SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 22-27 og Fredericia hefur nú unnið báða deildarleiki sína eftir jóla- og HM-pásuna löngu.

Handbolti

Þriðja Evróputapið í röð hjá Kristjáni og félögum

Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í franska liðinu PAUC máttu þola þriggja marka tap er liðið sótti Frencváros heim til Ungverjalands í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-25, en þetta var þriðja tap liðsins í keppninni í röð.

Handbolti

Valdi þær bestu í klefanum

Góður liðsfélagi er mikilvægur öllum íþróttaliðum og það á vel við í Olís deild kvenna í handbolta eins og í öðrum deildum. Seinni bylgjan tók í gær saman fimm manna lista yfir leikmenn sem fá hæstu einkunn í búningsklefanum.

Handbolti

„Eigum að vera með kassann úti og sjálfstraust“

Guðmundur Hólmar Helgason átti frábæran leik fyrir Selfoss er liðið vann mikilvægan þriggja marka sigur gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann skoraði níu mörk fyrir liðið og var sérstaklega ánægður með að Selfyssingar hafi aldrei gefist upp í kvöld.

Handbolti

Telur fjár­hags­vand­ræði stór­liðs Ki­elce al­var­legri en áður

Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss í Olís-deild karla í handbolta og fyrrum leikmaður pólska stórveldisins Kielce, var á línunni í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. Þar fór hann meðal annars yfir ástandið hjá sínu fyrrum félagi, en framtíð Kielce er í mikilli óvissu eftir að stærsti styrktaraðili félagsins hætti að styrkja félagið í byrjun þessa árs.

Handbolti