Körfubolti

Sektaður um þrjár milljónir fyrir að segja aðdáanda að þegja
Körfuboltamaðurinn Kevin Durant hefur verið sektaður um 25 þúsund dollara fyrir að segja aðdáanda að þegja í tveggja stiga tapi Brooklyn Nets gegn Dallas Mavericks síðastliðinn miðvikudag. Það samsvarar rúmlega þremur milljónum íslenskra króna.

Fjörutíu börn í rútu Njarðvíkinga sem fauk af veginum
Tæplega fimmtíu stuðningsmenn Njarðvíkur, þar af um fjörutíu börn, voru í rútu sem fauk út af Reykjanesbrautinni í gærkvöld. Rúður brotnuðu en betur fór en á horfðist þó að börnunum væri skiljanlega brugðið.

Áttundi fimmtíu stiga leikurinn í NBA-deildinni í mars
Hinn 22 ára gamli Saddiq Bey bættist í nótt í hóp þeirra leikmanna sem hafa skorað fimmtíu stig í einum leik í NBA deildinni í körfubolta á þessu tímabili.

Búast við því að Steph Curry nái úrslitakeppninni
Meiðsli Stephen Curry eru alvarleg en þó sem betur ekki það alvarleg að hann missi af úrslitakeppninni.

Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 57-83 | Bikarmeistararnir á leið í úrslit eftir að hafa kafsiglt Njarðvíkinga
Bikarmeistarar Hauka eru á leið í úrslit VÍS-bikarsins í körfubolta eftir 26 stiga sigur gegn Njarðvík í kvöld, 57-83.

Bjarni: Við ætlum okkur að vinna þennan bikar
Haukar unnu Njarðvíkinga fyrri í kvöld í undanúrslitum VÍS bikarsins í körfuknattleik 57-83. Þó lokatölurnar gefi annað til kynna þá var leikurinn í mjög góðu jafnvægi í 30 mínútur en góð skorpa frá Helenu Sverrisdóttur og frábær vörn í fjórða leikhluta gerðu það að verkum að Haukar leika til úrslita á laugardaginn.

Elvar stigahæstur í tapi
Elvar Már Friðriksson var stigahæsti leikmaður Antwerp Giants með 18 stig er liðið mátti þola 14 stiga tap gegn Den Bosch í BNXT-deildinni í körfubolta í kvöld, 95-81.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Snæfell - Breiðablik 55-89 | Breiðablik í fyrsta sinn í bikarúrslit
Breiðablik var ekki í vandræðum með fyrstu deildar lið Snæfells. Breiðablik vann alla leikhlutana sem endaði með 34 stiga sigri 55-89.

Lovísa: Viljum að sjálfsögðu halda titlinum en engin aukapressa
„Ég held að ég geti lofað virkilega flottum leik,“ segir Lovísa Björt Henningsdóttir um stórleik Njarðvíkur og Hauka í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta sem fram fer í Smáranum í kvöld.

Njarðvíkinga þyrstir í titil
Aliyah Collier segir Njarðvíkinga hungraða í að binda endi á langa titlaþurrð félagsins. Njarðvík varð tvöfaldur meistari 2012 en hefur ekki unnið titil síðan þá. En það gæti breyst um helgina.

Gæsahúð og geðshræring eftir sigurkörfu frá miðju
Kate Cordes kom sínu liði í úrslitaleikinn á fylkismeistaramótinu með ótrúlegri sigurkörfu frá miðju.

Gæsluvarðhald yfir bandarískri körfuboltastjörnu í Rússlandi framlengt
Dómstóll í Moskvu hefur framlengt gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltastjörnunni Brittney Griner þar til 19. mars næstkomandi. Griner var handtekin fyrir mánuði síðan á flugvelli í Rússlandi og ekkert til hennar sést eða frá henni heyrst síðan.

„Eina sem við erum búnar að horfa á er bikarinn“
Blikar eru í dauðafæri á að komast í bikarúrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins. Breiðablik mætir 1. deildarliði Snæfells í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta í dag.

„Þær eru betri en við en það getur allt gerst“
1. deildarlið Snæfells komst alla leið í undanúrslit VÍS-bikarsins þar sem þær mæta Subway-deildar liði Breiðabliks í dag. Fyrirliði Hólmara er ekkert allt of bjartsýn á sigur fyrir leikinn en miði er möguleiki.

Enginn veit hvar ein besta körfuboltakona heims er niðurkomin
Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner var handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir mánuði síðan. Síðan veit enginn hvað varð um hana.

Curry meiddist og Golden State réð ekkert við Boston-liðið án hans
Þetta var ekki góð nótt fyrir Golden State Warriors sem tapaði ekki aðeins illa á heimavelli heldur missti líka Stephen Curry meiddan af velli.

„Ef maður fær galopið skot í horninu í jöfnum leik lætur maður það fljúga“
Davíð Arnar Ágústsson setti niður tvö stór skot undir lokin þegar Þór Þ. vann Val í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta í kvöld. Leikurinn var mjög jafn en Þórsarar höfðu sigur á endanum.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Þór Þ. - Valur 90-85 | Þórsarar sterkari á svellinu undir lokin
Íslandsmeistarar Þórs Þ. eru komnir í úrslit VÍS-bikars karla eftir sigur á Val, 90-85, í Smáranum í kvöld. Þórsarar mæta Stjörnumönnum í úrslitaleiknum á laugardaginn.

Valencia vann nauman sigur í Eurocup
Martin Hermannsson, leikmaður Valencia, fagnaði sigri í Eurocup á meðan Ægir Þór, leikmaður Gipuzkoa, varð að sætta sig vð tap í Leb Oro.

Jón Axel stigalaus í tapi Harko Merlins
Jón Axel Guðmundsson og félagar í Harko Merlins Crailsheim eru úr leik í Evrópudeild FIBA í körfubolta eftir 85-77 tap gegn ZZ Leiden.

Umfjöllun, viðtal og myndir: Stjarnan - Keflavík 95-93 | Stjarnan í bikarúrslit fjórða skiptið í röð eftir framlengdan leik
Stjarnan vann tveggja stiga sigur á Keflavík 95-93 í spennutrylli þar sem úrslitin réðust á loka sekúndunum í framlengingu. Þetta er í fjórða skiptið í röð sem Stjarnan kemst í bikarúrslit.

„Mætum vel gíraðir og vonandi með alla Höfnina með okkur“
„Okkur langar í þennan. Hinn kom í fyrra og núna er vonandi kominn tími á þennan,“ sagði Ragnar Örn Bragason um bikarmeistaratitilinn sem er mögulega í boði fyrir Íslandsmeistara Þórs Þorlákshöfn ef þeir vinna Val í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta í dag.

„Væri gríðarlega stórt að stimpla nýtt ártal á vegginn“
Kristófer Acox segir spennandi fyrir Valsmenn að vera loksins komnir í baráttu um stóra titla. Valur mætir Íslandsmeisturum Þórs Þ. í undanúrslitum VÍS-bikarsins í körfubolta í kvöld.

„Líður eins og liðið sé á mikilli uppleið“
Arnþór Freyr Guðmundsson og félagar í Stjörnuliðinu mæta Keflavík í dag í undanúrslitum VÍS bikars karla í körfubolta.

„Það er alltaf hungur í Keflavík að fá titla í hús“
Valur Orri Valsson og félagar í Keflavíkurliðinu mæta Stjörnunni í dag í undanúrslitum VÍS bikars karla í körfubolta.

Kyrie fékk að spila og hann bauð upp á 60 stiga kvöld: „NBA á stórkostlegum stað“
Brooklyn Nets er líklega eina liðið í NBA-deildinni sem er miklu betra að mæta á útivelli en á heimavelli þessa dagana. Ástæðan er auðvitað að hinn frábæri Kyrie Irving má bara spila útileikina vegna bólusetningareglna. Irving bauð NBA-deildinni upp á sextíu stiga mann annað kvöldið í röð þegar hann var á kostum í Orlando í nótt.

Ármann tryggði sér deildarmeistaratitilinn með stórsigri
Ármann er deildarmeistari í 1. deild kvenna eftir öruggan 34 stiga sigur gegn botnliði Vestra í kvöld, 80-46.

Aðeins þrír hafa skorað fleiri stig í NBA á afmælisdaginn sinn
Stephen Curry hélt upp á 34. afmælisdaginn sinn með stæl í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og kom sér ofarlega á afmælislistann.

Bandaríkjamenn gætu veðjað 411 milljörðum á Marsfárið í háskólakörfuboltanum
Úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans er fram undan og þar er á ferðinni eitt vinsælasta íþróttaefni í bandarísku sjónvarpi. Það eru líka ófáir sem setja pening á lið eða leiki þessar vikur sem úrslitin ráðast í háskólaboltanum.

KR er kryptonít Benna Gum: Þrettán töp í síðustu fjórtán leikjum
Njarðvíkingar steinlágu á móti KR-ingum á heimavelli í gærkvöldi og gáfu um leið Þorlákshafnar Þórsurum frumkvæðið í baráttunni um deildarmeistaratitilinn.