Lífið

Gáfu bílskúrsfylli af dósum til Grinda­víkur

Þrír ungir drengir skiluðu í gær hundrað þúsund krónum til Rauða krossins eftir mikla dósasöfnun í Laugardalnum. Móðir eins þeirra segir að bílskúr hafi verið orðinn troðfullur af dósum eftir söfnunina.

Lífið

Hjálpaði manni að opna á sam­ræður og „fleira“ á stefnu­móti

Grínistarnir og þáttastjórnendur hlaðvarpsþáttarins HæHæ, Hjálmar Örn Jóhannesson og Helga Jean Claessen, segjast miklir spilaáhugamenn og hafa báðir átt sér langþráðan draum um að gefa út íslenskt borðspil sem sameinar fólk og fjölskyldur. Spilið heitir Heita sætið og eru engin takmörk á fjölda þátttakenda.

Lífið

Æsi­leg meta­fóra um leitina að ljósinu

Skáldsagan Men, eftir Sigrúnu Pálsdóttur, fjallar um ungan klassískan flautuleikara sem starfar sem menningarblaðamaður. Dag nokkurn fær hann það óvænta verkefni að taka afmælisviðtal við fyrrverandi utanríkisráðherra sem farið hefur huldu höfði árum saman eftir að hafa hrökklast úr embætti fyrir um tveimur áratugum.

Lífið samstarf

Kjartan Henry og Helga eignuðust stúlku

Kjartan Henry Finnbogason, knattspyrnumaður og sérfræðingur hjá Stöð 2 Sport, og Helga Björnsdóttir lögfræðingur eignuðust sitt þriðja barn 29. nóvember síðastliðinn. Gleðitíðindunum deilir Helga á Instagram með fallegri mynd af hvítvoðungnum.

Lífið

Allt til að fegra og skreyta heimilið að innan og utan fyrir jólin

Það er óhætt að segja að það sé afar blómleg verslun þessa dagana í Blómaheildsölunni Samasem sem staðsett er á horni Grensásvegar og Miklubrautar. Eflaust hafa margir vegfarendur sem leið eiga framhjá þessum gatnamótum tekið eftir hinum stóru og glæsilegu jólakrönsum sem skreyta blómaheildsöluna með miklum myndarbrag.

Lífið samstarf

Listaverkauppboð á Instagram til styrktar Palestínu

Efnt hefur verið til listaverkauppboðs sem fram fer á samfélagsmiðlinum Instagram, til styrktar Palestínu. Meðal listamanna sem gefa verk sín í uppboðið eru Tolli Morthens og Kristín dóttir hans, Leifur Ýmir og Sólveig Pálsdóttir.

Menning

Fyrsta stikla Furiosa: A Mad Max Saga

Fyrsta stikla kvikmyndarinnar Furiosa: A Mad Max Saga hefur verið birt. Myndin er formáli Mad Max: Fury Road, og er einnig leikstýrt af George Miller. Væntingarnar fyrir Furiosa eru miklar, þar sem Fury Road frá 2015 er af mörgum talinn meðal heimsins bestu mynda.

Bíó og sjónvarp

Glimmer og glamúr í hátíðardressum ársins

Jólin nálgast óðfluga og er ekki seinna vænna en að hefja leitina að hinu fullkomna hátíðardressi. Glimmer, glamúr og pallíettur einkenna hátíðina sem endurspeglast í fjölbreyttu úrvali fatnaðar og fylgihluta.

Jól

Vinnur þú 500.000 kr. gjafa­bréf út í heim?

Hvernig á að velja jólagjafir? Þessi árlegu heilabrot eru í fullum gangi á heimilum um allt land. Öll langar okkur að gefa gjafir sem hitta í mark. Eitthvað sem viðtakandinn elskar að fá og nýtur í botn. En hvað á það að vera? Það er stóra aðventuspurningin.

Lífið samstarf

„Það kemur ekki sá dagur að við hugsum ekki til hennar“

„Í þessu ferli er ég oft búin að vera við þolmörk, við það að gefast upp og geta ekki meira. Þá hugsa ég til hennar, hvað hefði gert hana stolta af mér. Ég minni mig á að ég er að gera þetta fyrir hana. Ég ætla að halda áfram fyrir hana,“ segir Viðar Pétur Styrkársson. 

Lífið

„Mér finnst dauðinn bara fal­leg pæling“

Tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hefur glímt við ýmsar geðraskarnir frá unga aldri sem hafa hamlað honum í gegnum lífið en eru einnig aflgjafi í listsköpuninni. 

Lífið

Dælan í fullum gangi

Strákarnir í Dælunni ætla að verja kvöldinu í Fortnite, þar sem þeir munu skjóta mann og annan og berjast fyrir sigri. 

Leikjavísir

Segir engin jól án sörubaksturs

Elenóra Rós Georgesdóttir bakari birti klassíska uppskrift að sörum sem hún hefur bakað á hverju ári með móður sinni frá því að hún var lítil. Hefðin hefur síðan verið hennar eftirlætis á aðventunni.

Jól

Þarf að fram­reiða fimm kokteila á sjö mínútum

Síðar í dag kemur í ljós hvort að Grétar Matthíasson kemst í lokaúrslit á Heimsmeistaramóti barþjóna sem nú fer fram í Róm. Grétar skráði sig til keppni með kokteil sinn Candied Lemonade. Þrír komast í lokaúrslit sem fara fram á morgun. 

Lífið

Sebastian Stan mun leika Donald Trump

Bandaríski leikarinn Sebastian Stan mun fara með hlutverk Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í væntanlegri ævisögumynd um milljarðamæringinn. Myndin mun bera heitið The Apprentice, í höfuðið á raunveruleikaþáttum forsetans fyrrverandi.

Lífið