Lífið

Verðlaunaplötur úr ýmsum áttum

Kraumsverðlaunin voru afhent á Kex í gærkvöldi og í sextánda sinn. Að þessu sinni voru það þau Apex Anima, Elín Hall, Eva808, Neonme, Spacestation og ex.girls sem hlutu verðlaunin, sem veit eru fyrir þær hljómplötur sem þykja skara fram úr á Íslandi.

Tónlist

Herra Hnetu­smjör og Sara Linneth trú­lofuð

Tónlistarmaðurinn Árni Páll Árna­son, þekktur sem Herra Hnetusmjör, fór á skeljarnar og bað um hönd Söru Linneth Lovísudóttur Castañeda, tómstunda- og félagsmálafræðings. Sara greindi frá trúlofuninni á Instagram í gærkvöldi.

Lífið

Best klæddu Ís­lendingarnir 2023

Stílhreint eða krassandi? Fágað, pönkað eða bæði og? Klæðaburður landsmanna var fjölbreyttur á árinu sem er senn að líða og mátti sjá ólíka stíla njóta sín sem og hinar ýmsu tískubylgjur. 

Tíska og hönnun

Þvörusleikir kom til byggða í nótt

Þvörusleikir er fjórði jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann var mjór eins og girðingarstaur og þótti best að sleikja þvörur sem notaðar voru til að hræra í pottum.

Jól

Toni setur ókláraða höll á Arnar­nesi á sölu

Anton Kristinn Þórarinsson, einnig þekktur sem Toni, hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt á Arnarnesinu í Garðabæ á sölu. Húsið, sem er enn í byggingu, telur rúma 620 fermetra á tæplega 1500 fermetra lóð, en fasteignamat þess er 258 milljónir króna, og brunabótamat tæpar 138 milljónir.

Lífið

Heitustu jóla­gjafir ársins fyrir herrann

Jólin nálgast nú óðfluga og er ekki seinna vænna að huga að jólagjöfum. Gjafirnar geta verið vandfundnar fyrir þá sem eru manni kærastir en mikilvægt er að minna sig á að það er hugurinn sem gildir. Lífið á Vísi tók saman lista yfir heitustu jólagjafir ársins fyrir karlmenn.

Jól

Siggi Þór og Sonja orðin for­eldrar

Leikarinn Sigurður Þór Óskarsson, eða Siggi Þór eins og hann er kallaður, og unnusta hans Sonja Jónsdóttir vefhönnuður eignuðust dreng 14. nóvember síðastliðinn.

Lífið

„Ekki að segja að við viljum meiri laun en flug­um­ferðar­stjórar, en allt að því“

Viðræður eru í gangi um seríu tvö á sjónvarpsþáttunum Iceguys. Rúrik Gíslason segir tónlistarmennina fimm, sem skipa sveitina, alla vera að „springa úr egói,“ og verið sé að reyna finna flöt á launamálum. Stórtónleikar á laugardaginn eru þó ekki gerðir með sem mestan hagnað í huga, heldur sé allur metnaður lagður í að hafa þá sem glæsilegasta. 

Lífið

GDRN selur í­búðina

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, þekkt sem GDRN, og kærasti hennar Árni Steinn Steinþórsson hafa sett fallega íbúð sína við Hraunbæ 196 til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 59,9 milljónir. 

Lífið

Stúfur kom til byggða í nótt

Stúfur er þriðji jólasveinninn sem kemur til byggða. Honum fannst best að kroppa leifarnar af pönnunum, sérstaklega ef þær voru vel viðbrenndar.

Jól

Myndaveisla: Ekkert til sparað í 22 ára af­mæli Gústa B

Útvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, þekktur sem Gústi B, fagnaði 22 ára afmæli sínu í Cavasalnum liðna helgi líkt og sannri stjörnu sæmir. Veislan var hin glæsilegasta í alla staði þar sem gala þema, töfrandi skreytingar og fljótandi veigar einkenndu kvöldið. 

Lífið

Elliði Snær og Sóldís Eva eignuðust stúlku

Handbolta-og landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson og Sóldís Eva Gylfadóttir styrktarþjálfari eignuðust frumburð sinn 5. desember síðastliðinn. Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið

Helga Þóra og Brynjar í ClubDub slá sér upp

Helga Þóra Bjarnadóttir, MRingur og tískuáhugakona, og Brynjar Barkason meðlimur ClubDub, eru að stinga saman nefjum. Parið hefur sést víða saman undanfarnar vikur ásamt því að deila myndum af hvort öðru á samfélagsmiðlum.

Lífið

Blönk í bænum með uppblásið sófa­sett í stofunni

Birgitta Haukdal, söngkona, rithöfundur og sjónvarpsstjarna, segist ekki hafa átt krónu þegar hún flutti átján ára gömul til Reykjavíkur til þess að elta drauminn um að verða söngkona. Hún átti engin húsgögn og lét uppblásið sófasett duga til að byrja með.

Lífið

Krafturinn er kominn til baka

Anna Einarsdóttir er brosmild kona sem var svo óheppin að fá vefjagigt og hefur þjáðst af stoðkerfisverkjum í mörg ár. Þrálátir seyðingsverkir voru farnir að hafa áhrif á hreyfifærni hennar og valda orkuleysi á morgnana. Hún fékk svimaköst í tíma og ótíma út af kristöllum í eyra sem ollu ógleðistilfinningu og miklum höfuðverk.

Lífið samstarf