Lífið

Hönnunarperla úr smiðju HAF-hjóna til sölu

Við Sólvallagötu í Reykjavík stendur yfirmáta sjarmerandi íbúð í húsi sem byggt var árið 1944. Íbúðin var endurhönnuð af fyrri eigendum, Haf-hjónunum Karitas Sveinsdóttur og Hafsteini Júlíussyni, árið 2018 á afar glæsilegan máta.

Lífið

„Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði“

„Mig vantar hjálp en hún er ekki í boði,“ segir viðmælandi Gunnars Inga Valgeirssonar, í viðtalsþættinum Lífið á biðlista. Viðmælandinn er karlmaður sem kýs að vera nafnlaus. Hann er heimilislaus í virki neyslu en dreymir um betra líf til að geta verið til staðar fyrir fjölskyldu sína og vini. 

Lífið

Klósett­­krakkinn upp­­lifir mömmu­­skipti

Nýlega kom út barnabókin Mömmuskipti eftir þær Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur. Þær skrifuðu saman bókina Blokkin á heimsenda sem kom út árið 2020 og sló samstundis í gegn en bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur.

Lífið samstarf

Töfrandi endur­fundir Lindu Pé í London

Linda Pétursdóttir, fegurðardrottning og athafnakona, átti töfrandi kvöldstund með fjölskyldu sinni og vinum úr fegurðarsamkeppninni Ungfrú heimur á glæsihótelinu The Sa­voy í Lund­ún­um í vikunni. 

Lífið

Vig­dís fallin og dottin í það

„Já, besti minn, heldurðu að ég hafi getað hætt eins og ég ætlaði mér? Nei. Þetta Ævintýri vildi út. Fjallar um tvo stráka í heitasta landi í heimi sem fara með gamalli konu að hitta Drottninguna sem ræður þar lögum og lofum.

Menning

Yfir 400 fyrir­tæki með frá­bær til­boð

Singles Day er einn af stóru afsláttardögum ársins í íslenskri verslun og raunar víðast hvar annars staðar í heiminum. Á morgun, laugardaginn 11. nóvember, munu yfir 400 verslanir og fyrirtæki bjóða upp á frábæra afslætti á margskonar vörum og þjónustu á 1111.is.

Lífið samstarf

Konurnar voru bara eins og eitt af hús­gögnunum

„Ég hef gert myndirnar fyrst og haft áhyggjurnar á eftir. Þegar ég opnaði mína fyrstu sýningu árið 1976 hafði ég áhyggjur af því að ég yrði bara rökkuð niður,“ segir grafíkerinn og kolateiknarinn Ragnheiður Jónsdóttir, sem er gagnrýnin og óhrædd við að segja sína skoðun í listsköpun sinni. Ragnheiður er viðmælandi í Kúnst.

Menning

Fortnite-dælan gang­sett

Strákarnir í Dælunni ætla að verja kvöldinu í Fortnite og skoða nýja/gamla kortið. Þeir munu einnig væntanlega skjóta fullt af fólki.

Leikjavísir

Lang­þráður samningur í höfn í Hollywood

Leikarar í Hollywood í Bandaríkjunum snúa í dag til vinnu eftir samanlagt sex mánaða verkfall. Samkomulag náðist í gærkvöldi sem bindur endi á lengsta verkfall í sögu leikara í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðnum vestan hafs.

Lífið

Toppar ekkert að hlaupa fram af fjalli

Fjörkálfarnir hjá ævintýrafyrirtækinu True Adventure segja svifvængjaflug núvitund á hæsta stigi. Ofskammtur af adrenalíni geti sannarlega fylgt augnablikinu þegar fólk hendir sér fram af brúninni en tilfinningin sem á eftir komi sé engu lík.

Lífið samstarf

Rappa um verka­lýðinn, sam­einað Ír­land og mál­vernd

Írska rapptríóið Kneecap hefur vakið mikla athygli á heimsvísu og það bæði af góða og slæma toganum. Það er kannski helst fyrir ögrandi textasmíð og krassandi framkomu. Í lögum sínum láta þeir í ljós vanþóknun sína á hendur ráðandi öflum, stuðning þeirra við hinn umdeilda Írska lýðveldisher og ýmislegt fleira lítt ríkisútvarpshæft.

Tónlist

Vont að vera lítið barn þegar það var talað illa um mömmu

Söngkonan Una Torfadóttir segist vera þakklát foreldrum sínum fyrir áhersluna á tónlist þegar hún var að alast upp í Vesturbænum. Hún segist alltaf hafa haft sterka réttlætiskennda, segist takast á við tilfinningar sínar með tónlistinni og kveðst vera orðin þreytt á að tala um krabbameinið sem hún sigraðist á þegar hún var tvítug.

Lífið