Lífið

Fyrsta stikla GTA 6 væntan­leg í desem­ber

Forsvarsmenn fyrirtækisins Rockstar Games tilkynntu í dag að fyrsta stikla Grand Theft Auto 6 yrði sýnd í næsta mánuði. Tíu ár eru síðan GTA 5, einn vinsælasti leikur sögunnar og arðbærasta skemmtanaafurð heimsins, var gefinn út.

Leikjavísir

„Rétta leiðin er sjaldnast sú skemmti­legasta“

„Leiðin í gegn er augljós en þú hefur samt val um að fara inn flókna ganga sem leiða ekki neitt. Mér finnst þeir gangar oft meira spennandi,“ segir listakonan Rakel Tómas um sýninguna Möguleikar sem hún opnar á morgun á Tíu sopum. Blaðamaður tók púlsinn á henni.

Menning

Ein­stakar skandinavískar húðvörur

Sanzi Beauty er danskt vörumerki sem var stofnað árið 2016. Fyrsta vara vörumerkisins var augnháraserum sem sló alveg rækilega í gegn. Fullkomið magn af virkum efnum í bland við efni sem næra, styrkja og vernda augnhárin.

Lífið samstarf

Allur skólinn horfði á en enginn gerði neitt

Unnur Edda Björnsdóttir varð fyrir hrottalegu einelti og útskúfun í grunnskóla og framan af í framhaldsskóla. Viðbrögð kennara og skólastjórnenda voru þau að kenna Unni um ofbeldið. Hún flosnaði að lokum upp úr námi. Á tímabili var líðan hennar svo slæm að hún íhugaði að svipta sig lífi.

Lífið

Glæsikerra súkkulaðierfingjans komin á einkanúmer

Fjölmiðlamaðurinn Ágúst Bein­teinn Árna­son, bet­ur þekkt­ur sem Gústi B, gaf tónlistarmanninum, Pat­rik Snæ Atlasyni, eða Prettyboitjokkó, einkanúmerið PBT í 29 ára afmælisgjöf í síðustu viku. Slík gjöf kostar tæpar 70 þúsund krónur. 

Lífið

Hver vill villu ömmu Villa Vill?

Gamalt og fallegt steinhús við botn Ísafjarðardjúps, þekkt sem Kastalinn er til sölu. Um er að ræða 94 fermetra hús á tveimur hæðum sem var reist árið 1928. Eignin stendur á 2500 fermetra lóð. Á lóðinni er 72 fermetra geymslu­hús sem er hálfhrunið.

Lífið

Inga Lind orð­laus með orðu frá Spánarkonungi

Inga Lind Karlsdóttir fjölmiðlakona var sæmd heiðursorðu frá Spánarkonungi á viðburði í Reykjavík í gær þar sem því var fagnað að hundrað ár eru frá því að viðskipti Íslands og Spánar með þorsk og rauðvín hófust.

Lífið

„Við erum ó­­­mögu­­legir án hvor annars“

Þeir Jafet Máni og Rúnar kynntust fyrir tilviljun í gegnum Instagram. Tveimur árum síðar búa þeir saman í fallegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Eftir að hafa hist í fyrsta skipti segir Jafet það aldrei hafa verið spurning. Þeir vildu alltaf verða saman.

Makamál

28 syngjandi karlar í sama heita pottinum á Sel­fossi

Það var engin ládeyða hjá félögum í Karlakórnum Esju úr Reykjavík um helgina því á sama tíma og þeir fögnuðu útkomu nýrrar plötu brugðu þeir sér í bæjarferð á Flúðir og fengu sér hrossakjöt þar, og enduðu ferðina svo með söng og Mullersæfingum í sundlauginni á Selfossi.

Lífið

Aftur til for­tíðar í Fortnite

Strákarnir í GameTíví ætla að kíkja aftur til fortíðar í Fortnite í kvöld. Þeir eru ekki að fara langt heldur til 2018 en tilefnið er að gamla upprunalega kort leiksins er komið aftur.  

Leikjavísir