Lífið

Búið spil

Bandaríska leikkonan Dakota Johnson og breski tónlistarmaðurinn Chris Martin eru hætt saman. Þau voru trúlofuð og búin að vera saman í rúm sjö ár en hafa ákveðið að halda í sitthvora áttina.

Lífið

Margverðlaunaður garður með sól­skini allan daginn

Hjónin Agnes Ósk Snorradóttir og Björgvin Guðmundsson hafa nostrað við verðlaunagarð í kringum húsið sitt á Selfossi undanfarin ár. Þau hafa skipulagt hann þannig að hægt er að njóta sólar í garðinum allan daginn frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld en Vala Matt kíkti í heimsókn í Íslandi í dag.

Lífið

Syntu í hverri einustu laug landsins

Þær Hildur Helgadóttir og Margrét Guðjónsdóttir tóku upp á því fyrir tveimur árum síðan að heimsækja hverja einustu sundlaug landsins. Fyrst um sinn kepptust þær í að safna sundlaugum en áttuðu sig fljótt á því að það væri sennilega betra fyrir vinskapinn að klára laugarnar saman.

Lífið

Sjáðu myndirnar frá Ung­frú Ís­land

Húsfyllir var á Ungfrú Ísland sem fór fram með pompi og prakt í Gamla bíói síðastliðið miðvikudagskvöld. Hin átján ára Sóldís Vala Ívarsdóttir stóð uppi sem sigurvegari og mun keppa fyrir hönd Íslands í Miss Universe sem fram fer í Mexíkó síðar á árinu. 

Lífið

Svan­hildur selur 500 fer­metra höll í Akrahverfinu

Svan­hild­ur Nanna Vig­fús­dótt­ir fjárfestir hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt við Votakur í Garðabæ á sölu. Húsið er 462 fermetra að stærð á tveimur hæðum og byggt árið 2009. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Lífið

Dró Antonio grunlausan með sér í Gamla bíó

„Hann vissi ekkert hver ég var þegar hann kynnist mér. En eftir tvo daga, ég held að það hafi verið á miðvikudegi, sagði ég við hann: „Ég verð að segja þér við hvað ég vinn,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson sem dró eiginmann sinn, Edgar Antonio Lucena Angarita, með sér á skólaball í Gamla bíói. 

Lífið

Fimm á­kærðir í tengslum við and­lát Perry

Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. 

Lífið

For­stöðu­maðurinn fannst í Salnum

Axel Ingi Árnason hefur verið ráðinn forstöðumaður Salarins í Kópavogi. Hann hefur starfað hjá Salnum frá árinu 2022. Tæpt ár er síðan forstöðumaður Salarins til tólf ára lét af störfum og gagnrýndi áhugaleysi meirihlutans í bæjarfélaginu á starfseminni.

Menning

Sunn­eva og Tanja ræða lýtaaðgerðirnar sínar

Áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir og Tanja Ýr Ástþórsdóttir segjast báðar hafa gengist undir fjölda lýtaaðgerða frá unga aldri. Vinkonurnar voru gestir í hlaðvarpsþættinum Curly FM, sem er í umsjón Arn­ars Gauta Arn­ars­son­ar, þekkt­ur sem Lil Cur­ly, og Jak­obs Jó­hanns Veig­ars­son­ar, á dögunum. 

Lífið

Fundu ástina á ný eftir skilnað

Leik­ar­inn Árni Bein­teinn Árna­son og tón­skáldið Íris Rós Ragn­hild­ar­dótt­ir hafa fundið ástina á ný eftir tveggja ára aðskilnað. Árni og Íris fóru hvort í sína áttina sumarið 2022 eftir að hafa verið gift í eitt ár.

Lífið

„Ég á mjög auð­velt með að standa með þessu öllu saman“

„Ég hefði aldrei getað látið mig dreyma um að fá að upplifa allt það sem ég er búin að upplifa,“ segir tónlistarkonan Steinunn Jónsdóttir, jafnan tengd við hljómsveitirnar Reykjavíkurdætur og Amabadama. Hún er að vinna að sólóplötu og fagnar því að áratugur sé liðinn frá því að fyrsti smellur Amabadama fór út.

Tónlist

Sóldís Vala er Ung­frú Ís­land

Sóldís Vala Ívarsdóttir var í kvöld krýnd Ungfrú Ísland 2024 og mun keppa fyrir hönd Íslands í Miss Universe sem fram fer í Mexíkó síðar á árinu. Sóldís Vala er átján ára gömul og var fulltrúi Árbæjar í keppninni í ár sem fram fór í Gamla bíói.

Lífið

Kálhaus féll ekki í kramið

Liz Truss fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands var ekki skemmt og gekk af sviðinu þegar mótmælendur birtu mynd af kálböggli og skilaboð um slælega efnahagsstjórn hennar þá stuttu tíð sem hún var forsætisráðherra.

Lífið

Molly Mae og Tommy Fury hætt saman

Love Island stjörnurnar Molly Mae og Tommy Fury eru hætt saman eftir fimm ára samband. Molly Mae tilkynnir þetta í Instagram færslu þar sem hún segist aldrei á ævi sinni hafa trúað því að hún yrði að gefa út slíka yfirlýsingu um sambandið.

Lífið

Ástin blómstrar í fjar­lægð frá sviðs­ljósinu

Raunveruleikastjarnan, förðunarmógúllinn og áhrifavaldurinn Kylie Jenner man ekki eftir sjálfri sér án frægðarinnar. Hún prýðir forsíðu breska Vogue þar sem hún deilir því meðal annars hve mikilvægt það er fyrir henni að halda ástarsambandi sínu og hjartaknúsarans Timothée Chalamet frá sviðsljósinu. 

Lífið

Borgaði tvö­falt meira fyrir miklu minna

Diljá Jóhannsdóttir er hætt að njóta þess að fara út að borða og þarf auk þess að borga miklu meira fyrir matvöru en aðrir. Hún er með sjálfsofnæmissjúkdóminn Selíak en eina meðferðin er algjörlega glúteinlaust fæði. Kristín Ólafsdóttir fór í sérstaka verslunarferð með Diljá í Íslandi í dag.

Lífið

Pétur Jökull er Pj Glaze

Pétur Jökull Jónasson sem ákærður er fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni og réttað hefur verið yfir síðustu daga í Héraðsdómi Reykjavíkur er líka tónlistarmaður. Hann hefur gefið út raftónlist undir listamannsnafninu Pj Glaze. Þá spilaði hann líka á hljómborð í rafhljómsveitinni Dr. Mister & Mr. Handsome.

Tónlist

Jói Fel fór á skeljarnar

Einn frægasti veitingamaður landsins Jóhannes Felixsson, betur þekktur sem Jói Fel, fór á skeljarnar og bað um hönd kærustu sinnar, Kristínar Evu Sveinsdóttur hjúkrunarfræðings á Miami í Flórída í gær, á 50 ára afmælisdegi hennar.

Lífið