Skoðun

Fílabeins(flug)turninn

Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar

Flugumferðarstjórar virðast halda nú í einhvers konar krossferð. Hverrar markmið er að hækka launin sín úr magurri einni og hálfri milljón á mánuði, í skrilljón billjón trilljónir. Úr herbúðum flugumferðarstjóra streyma yfirlýsingar og þvertakanir en engar upplýsingar. Yfirlýsingarnar eru flestar ónákvæmar, margar villandi, sumar rangar, og ein rétt.

Skoðun

Vinnum saman – alltaf!

Sigurjón Kjærnested,María Fjóla Harðardóttir og Karl Óttar Einarsson skrifa

„Finnið þið út hverjum við getum hjálpað, ég fer niður að mála!” Þannig svaraði hjúkrunarforstjórinn á einu af hjúkrunarheimilum landsins þegar leitað var til hennar um að taka við fólki sem rýmt hafði verið frá hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík.

Skoðun

Þjóðar­sátt um hvað?

Sandra F. Franks skrifar

Þjóðarsátt er kannski ofnotað orð en stundum á það við. Einkum þegar mikið liggur við og þjóðin þarf að sameinast í aðgerðum en ekki í orðum. Það á til dæmis við þegar náttúruvá ber að garði og við sameinumst þegar utanaðkomandi ógnir herja á okkur.

Skoðun

Glæpurinn kyn­lífsman­sal

Jódís Skúladóttir skrifar

Við Íslendingar höfum sýnt það með löggjöf og samfélagslegri sátt að við lítum kynferðisbrot sérstaklega alvarlegum augum. Kynlífsmansal er alvarlegasta kynferðisbrot sem hægt er að fremja og því þurfa valdhafar hvers tíma að leggja sig fram við að endurspegla vilja þjóðarinnar í þessum efnum.

Skoðun

Undir­staða friðar og far­sældar

Bjarni Benediktsson skrifar

Um nýliðna helgi var því fagnað að 75 ár eru frá samþykkt mannréttindayfirlýsingarinnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Skoðun

Það er ekki of seint að sýna gæsku

Inga Sæland skrifar

Í dag verða greidd atkvæði um breytingartillögu Flokks fólksins um skatta og skerðingalausan jólabónus handa eldra fólki í sárri neyð. Um er að ræða sambærilegan jólabónus og greiddur verður til öryrkja nú þriðju jólin í röð. Upphæðin nú, 66.381 kr.

Skoðun

Úllen-dúllen-doff: hverjum hjálpum við?

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Nú þegar Úkraínumenn hafa barist í bráðum tvö ár, fyrir sameiginlegum gildum okkar og frelsi, deila bandamenn okkar um áframhaldandi stuðning við þá.

Skoðun

Losunarsvið 3

Sigurpáll Ingibergsson skrifar

COP 28 ráðstefnan í Dubai lýkur formlega í dag, það er því tilefni að skoða losunarsvið 3 í loftslagsbókhaldi fyrirtækja.

Skoðun

Normið og neyðin

Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar

Margir hverjir hafa að undanförnu notið þess að fara í jólahlaðborð með vinnufélögum sínum og fengið gjöf frá sínum atvinnurekanda. Þar sem ég er ekki með fulla starfsorku, þarf ég að reiða mig á framfærslu frá hinu opinbera.

Skoðun

Neyðar­legt raforkulagafrumvarp

Árni Hrannar Haraldsson skrifar

Það er meiri eftirspurn eftir rafmagni á Íslandi en framboð. Það er ekki í fyrsta skipti en vegna þess hvað eftirspurnin eftir okkar verðmætu sjálfbæru orku vex hratt gæti þetta orðið raunin um hríð.

Skoðun

Laga­setningar gegn al­menningi, Rétt­læti hins sterka

Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Sumar lagasetningar Alþingis eru, eftir því sem ég best get séð, beinlínis til þess fallnar að gefa hin­um best meg­andi í þjóðfélaginu tækifæri til að taka í lurginn á einstaklingum meðal al­menn­ings.

Skoðun

Fækkum rauðu rósunum

Sigmar Guðmundsson skrifar

Það var afar áhrifamikið að vera á Austurvelli á laugardaginn en þar var aðgerðarleysi stjórnvalda í garð fólks með fíknisjúkdóm mótmælt. Erfiðast var að fylgjast með aðstandendum fólks sem hefur látist leggja rósir á tröppurnar við Alþingishúsið.

Skoðun

Eru Fljóts­dælingar fjarri hlýju hjóna­sængur?

Bragi Þór Thoroddsen skrifar

Enn einu sinni finn ég mig knúinn til þess að svara Innviðaráðuneytinu vegna úttektar á fámennustu sveitarfélögum landsins. Ég veit að ég er ekki einn um þessa skoðun enda var hvatinn að því að gera þetta hér og nú símtal frá kollega. 

Skoðun

Bréf til jóla­sveinsins

Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar

Kæri Jóli. Ég hef heyrt því fleygt að þú sért góður gæi og til í að aðstoða fólk með hvers konar. Minn jólaóskalisti í ár er langur og mikill að vöxtum sem endranær. Ég hef skrifað alþingismönnum og jafnvel ráðherrum nokkrum sinnum en þeir hljóta að láta það sem um norðanvind um eyru þjóta, já og bara með hvelli, því stundum segjast þeir hafa skilning á aðstæðum mínum og kjörum en ekkert gerist.

Skoðun

Vopna­hlé strax!

Andrés Ingi Jónsson,Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir,Björn Leví Gunnarsson,Gísli Rafn Ólafsson,Halldóra Mogensen og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifa

Þann 9. nóvember síðastliðinn samþykkti Alþingi Íslendinga ályktun þar sem kallað var eftir tafarlausu vopnahléi á Gazasvæðinu og allar aðgerðir Ísraels sem brjóta gegn alþjóðalögum fordæmdar. Ályktunin var samþykkt í kjölfar hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um ályktun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé af mannúðarástæðum, sem samþykkt var með 120 atkvæðum þann 27. október.

Skoðun

Að­för ríkis­stjórnarinnar að sam­keppni

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Í neyðarkalli Samkeppniseftirlitsins til fjárlaganefndarí síðustu viku og í umsögn þess er fjallað um þá grafalvarlegu stöðu sem eftirlit með samkeppni á Íslandi er komið í.

Skoðun

Ef ekki að­gerðir nú þá hve­nær?

Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Það er með lífsins ólíkindum, að á meðan hér renna, til einskis, þúsundir megawatta til sjávar dag hvern, að á Alþingi Íslendinga sé nú verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu.

Skoðun

Hvernig vilt þú hafa þjónustu við 0 - 6 ára börn í Reykja­vík?

Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Ákall er um lausnir frá sveitarfélögum í dagvistunarmálum. Það er nauðsynlegt svo foreldrar geti lagt samfélaginu til vinnuframlag sitt og séð sér og sínum fyrir framfærslu um leið og þau ala upp yngstu kynslóðina. Sömuleiðis eru sjónarmið um að ríki og sveitarfélög auðveldi foreldrum að vera meira með börnum sínum á fyrstu æviárum þeirra.

Skoðun

Fá­tækt: Pólitísk stefna eða náttúru­lög­mál?

Halldóra Mogensen skrifar

Félagsmálaráðherra segist ekki vita hvort það sé mögulegt að uppræta fátækt. Þetta sagði ráðherrann orðrétt þegar hann svaraði fyrirspurn Björns Levís rétt fyrir helgi. Mér finnst tilefni til að staldra við og íhuga hvað felst í þessu svari, telur ráðherra fátækt vera einhvers konar náttúrulögmál frekar en mannana verk?

Skoðun

Veldu ó­þægindi fram yfir gremju eða eftir­sjá

Ingrid Kuhlman skrifar

Við höfum oft tilhneigingu til að forðast óþægindi, t.d. með því að fresta erfiðu samtali, setja ekki mörk í samskiptum, veigra okkur við að biðja um aðstoð, ýta vandamáli á undan okkur eða leggja ekki á okkur aukavinnu til að komast skrefi nær því sem við viljum fá út úr lífinu.

Skoðun

Slátrun en ekki stríð – brúðu­leik­hús BNA

Pétur Heimisson skrifar

Það geisar ekki „stríð“ á Gaza þessa dagana. Stríð há herir og þau eru á milli herja. Hörmungarnar í Gaza eru einhliða slátrun, morð á morð ofan og að umtalsverðu leyti börn sem eru drepin. Slátrararnir ísraelskir hermenn, að miklu leyti ungt fólk, stýrt af gömlum körlum heima í Ísrael, körlum sem ráða yfir einum sterkasta her heimsins. 

Skoðun

Lyfja­með­ferð í skaðaminnkandi til­gangi?

Kristín Davíðsdóttir skrifar

Í nýlegri frétt á Vísi kemur fram að læknirinn Árni Tómas Ragnarsson hafi skrifað út lyf til handa einum veikasta hópi samfélagsins í skaðaminnkandi tilgangi um nokkurt skeið. Þetta eru einstaklingar sem hann hefur væntanlega af sinni læknisfræðilegu kunnáttu metið og í framhaldinu veitt þeim þá meðferð sem hann hefur talið besta fyrir hvern og einn. 

Skoðun

Hættum að brenna olíu og tíma!

Haraldur Þór Jónsson skrifar

Orkuöryggi heimilanna í landinu er stefnt í voða. Búið er að leggja fram neyðarlög á alþingi til þess að tryggja það að heimilin fái nú örugglega rafmagn. Sú græna orkuvinnsla, bæði með heitu vatni og rafmagni, sem stunduð hefur verið á Íslandi er undirstaða okkar lífsgæða. Undirstaða efnahagslegs sjálfstæði okkar sem þjóðar.

Skoðun

Gleymda fólkið

Anita da Silva Bjarnadóttir. skrifar

Heill og sæll hæstvirtur landlæknir. Nú er komin upp sú staða að gigtarlæknirinn minn og margra, maður sem sór eið til að lækna og bjarga lífi og geðheilsu okkar verkjasjúklinga sem annars mæta engum skilning og engu nema fordómum í þessu skelfilega heilbrigðiskerfi þínu, hefur verið sviptur lyfjaréttindum.

Skoðun

Jólin jólin – alls staðar á höfuð­borgar­svæðinu

Inga Hlín Pálsdóttir skrifar

Reykjavík var nýlega valin einn besti áfangastaður í Evrópu til að upplifa jólastemningu og jólamarkaði samkvæmt vefmiðlinum Roadbook. Þetta er ekki í fyrsta skipti í gegnum tíðina sem Reykjavík er valin ákjósanlegur áfangastaður yfir jól og áramót. Það sem hins vegar var eftirtektarvert var að Jólaþorpið í Hafnarfirði var nefnt sérstaklega í greininni sem stað sem fólk má ekki láta fram hjá sér fara á aðventunni.

Skoðun

Trú­verðug­leiki Ís­lands í lofts­lags­málum

Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar

Yfir 80 íslenskir fulltrúar sækja loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmnum sem lýkur 12. desember. Þar á meðal eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku-, og loftslagsráðherra.

Skoðun