Skoðun

Hjól og hundar

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Á ferðum mínum í sumar, bæði til vinnu sem og í fríum, tók ég eftir jákvæðum breytingum sem snúa að útivist hjá landanum. Í fyrsta lagi var allt löðrandi af hjólreiðamönnum um víðan völl og nánast annar hver bíll var með hjól á þaki eða hangandi aftan á bílnum.

Skoðun

Harm­leikurinn í Afgan­istan og á­byrgð okkar

Guttormur Þorsteinsson skrifar

Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land.

Skoðun

Vald og vald­leysi

Árni Múli Jónasson skrifar

„Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“

Skoðun

Hún bíður eftir því að vera myrt

Tanja Teresa Leifsdóttir skrifar

Fyrir þremur vikum var ég stödd á ráðstefnu í Munchen. Á ráðstefnunni tók til máls ung kona, tveimur árum eldri en ég, Zarifa Ghafari, fyrsti kvenkyns borgarstjóri Afghanistan.

Skoðun

Að sýna þrautseigju í hliðstæðum veruleika

Ástþór Ólafsson skrifar

Ég skrifaði grein um Að afvopna kvíðann þar sem togstreitan á milli óttans og hugrekkisins var umræðuefnið. Þar fór ég inn á að hugrekki væri persónuleikaeinkenni sem væri hægt að þjálfa og kenna nemendum að tileinka sér til að vega upp á móti kvíðanum eða óttanum. En núna langar mig að einblína á annað persónuleikaeinkenni sem er þrautseigja.

Skoðun

Fátækleg hugmyndafræði

Halldóra Mogensen skrifar

Fátækt er afleiðing ákvarðana sem stjórnvöld taka hverju sinni. Ákvarðana sem viðhalda kerfislægri fátækt.

Skoðun

Tökum þátt í að forða loftslagshörmungum

Guðjón Sigurbjartsson skrifar

Ný skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsvána staðfestir að loftslagið er að hitna hratt og stórauka þarf aðgerðir til að forða ólýsanlegum hörmungum fyrir lífið á jörðinni næstu áratugi.

Skoðun

Alvöru McKinsey

Halldór Auðar Svansson skrifar

Fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er með áhugavert kosningaupplegg um yfirstandandi Covid-bylgju. Hann segir það óásættanlegt að Landspítalinn ráði ekki við álagið vegna hennar og að það sé alveg bölvað að það þurfi að standa í sóttvarnaaðgerðum út af því.

Skoðun

Óli Björn og öfundsjúka liðið

Símon Vestarr skrifar

Mikið gladdi hún mig, grein Óla Björns Kárasonar á miðvikudeginum 11. ágúst, þar sem hann minnti mig (og íslenska kjósendur) á hugmyndaþurrð hægrisins. Hann skrifar eins og árið sé 1991, Davíð Oddsson spennandi nýr formaður og nýfrjálshyggjan ekki enn orðin augljós tímaskekkja.

Skoðun

Leiðarar úr leið

Tómas Guðbjartsson skrifar

Leiðarar stærstu dagblaða landsins sl. sólarhring valda miklum vonbrigðum - og sýna vanmat á því ástandi sem skapast hefur vegna Covid-19 á Íslandi. Leiðarahöfundar virðast telja að bólusetning flestra fullorðinna hérlendis þýði að „alvarleg veikindi séu sjaldgæf“ og „verndi okkur nær algjörlega við ótímabærum dauðdaga“. Þetta stenst ekki skoðun.

Skoðun

Hlustum á heilbrigðisstarfsfólkið!

Logi Einarsson skrifar

Á síðustu dögum hefur heilbrigðisstarfsfólk lýst hrikalegu ástandi á Landspítalanum. Nú síðast Tómas Guðbjartsson hjartalæknir í sláandi viðtali við Rás 2 í gær.

Skoðun

Við heyrum í ykkur

Helga Vala Helgadóttir skrifar

„Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala.

Skoðun

Skjót við­brögð við lofts­lags­við­vörun

Edda Sif Pind Aradóttir og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir skrifa

Skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í byrjun vikunnar felur í sér rauða loftslagsviðvörun fyrir mannkyn. Þessi viðvörun hefur í raun verið í gildi lengi, enda kemur fátt á óvart í skýrslunni – hún er áfellisdómur yfir þeim sem hafa verið við stjórnvölinn síðustu áratugi.

Skoðun

Tískuorð stjórnmálanna

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Eitt vinsælasta tískuhugtakið í orðabók stjórnmálamanna er nýsköpun. Stjórnmálamenn eru duglegir að tala um hvað nýsköpun sé frábær og mikilvægi þess að leggja áherslu á hana. Þeir tala um nýsköpun á þessu sviði og nýsköpun á hinu sviðinu.

Skoðun

Langtímaáhrifin af Covid alls ekki „svolítið ýkt“

Karen Róbertsdóttir skrifar

Þann 11. ágúst var birt brot úr viðtali við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, á Vísi. Þar fullyrðir Kári að langtímaáhrifin af Covid séu „í fyrsta lagi svolítið ýkt“, að „þau eru til staðar en eru sjaldgæf“.

Skoðun

Mælaborðið logar

Steinarr Lár skrifar

Þegar ég fékk hið langþráða bílpróf fyrir 20 árum, voru bifreiðar með kveikjuhamar og innsogi. Engin bílbelti voru í aftursætum en þar voru auðvitað öskubakkar.

Skoðun

Traust forysta VG!

Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur fengið í fangið erfið verkefni til úrlausnar í heimsfaraldri. Í erfiðleikum reynir á úthald, þol og þrautseigju. Þá verður mikilvægara en nokkru sinni að taka ákvarðanir af yfirvegun og skynsemi.

Skoðun

Réttindi fólks í kyn­lífs­vinnu

Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar

Skýrsla Frontline Defenders (FLD) sem birt var í gær um réttindi fólks í kynlífsvinnu er skýr: þau eru alþjóðleg mannréttindi og þeim er hættulega ábótavant.

Skoðun

Jöfnuður skapar sterkt samfélag

Kjartan Valgarðsson skrifar

Verkalýðshreyfingin hefur frá upphafi barist fyrir bættum kjörum og auknum réttindum á tveimur vígstöðvum: í samningum við atvinnurekendur annars vegar og á alþingi hins vegar.

Skoðun

Af hverju er ekki sátt um sjávarútveginn?

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Sjávarútvegur er nátengdur sögu og sál íslensku þjóðarinnar. Fiskveiðar og fiskvinnsla hafa lengst af verið okkar mikilvægustu atvinnugreinar og haldið landinu í byggð.

Skoðun

Um KSÍ og kvenfyrirlitningu

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir.

Skoðun

Stór á­fangi í lofts­lags­að­gerðum

Christoph Gebald skrifar

Það er okkur ánægja að tilkynna að þann 8. september næstkomandi tökum við í notkun á Hellisheiði fyrstu heildstæðu föngunar- og förgunarstöðina sem byggð hefur verið á heimsvísu, þar sem koldíoxíð úr andrúmslofti verður fangað og því fargað í stórum stíl.

Skoðun

Bréf til minnar kynslóðar

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir skrifar

Við erum hluti af kynslóð sem hefur alist upp við krísur. Efnahagskrísu, heimsfaraldur og loftslagskrísu.

Skoðun

Sterkara heil­brigðis­kerfi

Svandís Svavarsdóttir skrifar

Það er hægt að nota ýmsar aðferðir til þess að meta gæði heilbrigðiskerfa og uppbyggingu þeirra, og bera þau saman við heilbrigðiskerfi annarra landa. Þar má til dæmis nefna mælikvarða um heilsu landsmanna, fjármögnun og hvernig heilbrigðiskerfum landa hefur tekist að bregðast við heimsfaraldri Covid-19.

Skoðun