Skoðun

Af Kúbu og mótmælum upp á síðkastið

Gylfi Páll Hersir skrifar

Undanfarið hefur verið fjallað nokkuð um ástandið á Kúbu og mótmæli gegn stjórnvöldum þar í landi. Þar er margt missagt og staðreyndum snúið á haus eins og oft þegar fjallað er um þetta ágæta land og hverju byltingin hafi áorkað. 

Skoðun

„Eðlilegt líf“ undir kjafti byssunnar

Einar Steinn Valgarðsson og Hjálmtýr Heiðdal skrifa

Eftirfarandi grein er svar við grein sem Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður Morgunblaðsins, birti þar 6. maí síðastliðinn. Þar sem Morgunblaðið neitaði okkur um réttinn til andsvara í blaðinu birtum við svargrein okkar hér:

Skoðun

Ég er ekki ráðherra

Stefán Andri Gunnarsson skrifar

Ég er ekki ráðherra, ég er kennari, foreldri, íslendingur, eiginmaður, sonur og bróðir. Ég get sagt mínar skoðanir og þarf ekki að tala fyrir hönd neins annars. Ég tala bara fyrir mig og mína nánustu.

Skoðun

Ég þoli ekki kóríander

Indriði Stefánsson skrifar

Ég tilheyri þeim hluta fólks sem upplifir hverja máltíð sem inniheldur kóriander sem hreinan og kláran viðbjóð. Mér finnst það óréttlátt, því að þau sem borða kóríander virðast ekki geta fengið nóg af honum.

Skoðun

Hvað eru þessir Píratar eigin­lega?

Stefán Óli Jónsson skrifar

Ég vissi ekkert hvað ég var að koma mér út í þegar ég sótti um starf hjá Pírötum í fyrra. Ég þekkti Pírata ekki neitt, ég minnist þess ekki einu sinni að hafa kosið þá, verandi fyrrverandi Verslingur og fyrrverandi formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ í ofanálag.

Skoðun

Setjum frelsið á dagskrá

Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar

Ég tilheyri þeirri kynslóð sem var mjög ung þegar hrunið átti sér stað. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en miklu síðar hve mikil áhrif það hafði á líf mitt að alast upp á þessum skrýtnu tímum.

Skoðun

Gleðilega Hinsegin daga, kæra þjóð!

Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Þessa vikuna fögnum við fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð og dásemd með Hinsegin dögum. Á þessum tíma árs nýti ég tækifærið og þakka fyrir frelsið og viðurkenninguna sem íslenskt samfélag hefur veitt mér sem lesbíu og öðru hinsegin fólki.

Skoðun

Regnbogafjölskyldan mín

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar

Þetta er fjölskyldan mín. Hún samanstendur af tveimur mömmum, litlum strák og ketti. Við erum ekkert öðruvísi en aðrar fjölskyldur.

Skoðun

Menningarlegt vandamál

Jónas Elíasson skrifar

Menning er sígilt umræðuefni, sérstaklega hjá þeim sem vilja tjá sig um heimsvandann og góðan vilja til að vinna bug á honum.

Skoðun

Að rýna í tölur – vegna fréttar RÚV 2. ágúst

Kristjana Ásbjörnsdóttir skrifar

Í dag birtist frétt á vef Ríkisútvarpsins um ný gögn frá bandarísku sóttvarnastofnuninni CDC þar sem sýnt fram á gagnsemi bólusetninga í baráttunni við Covid þar í landi. Það er mikilvægt að miðla ekki eingöngu neikvæðum fréttum af framvindu faraldursins, og ánægjulegt að Ríkisútvarpið greini frá góðum árangri baráttunnar annars staðar. Hins vegar er ekki vandað nógu vel til verka við vinnslu fréttarinnar, sem er unnin upp úr frétt CNN. Meðferð talna er verulega ábótavant, svo mjög að sannleikurinn skolast til.

Skoðun

Óheilbrigða kerfið

Elín Tryggvadóttir skrifar

Fyrir Alþingiskosningar lofa margir frambjóðendur fögrum fyrirheitum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins. Gullslegin loforð þeirra fuðra flest upp um leið og atkvæðin falla ofan í kjörkassann. Á botninum eru þau geymd á öruggum stað þar til frambjóðandinn þarf aftur á atkvæði almúgans að halda.

Skoðun

Mannleg breytni er möguleiki!

Ástþór Ólafsson skrifar

Hversu gjaldgeng er fortíð mannsins forspáarnleg? Þessi spurning er eilífðar rót sem vex á meðan manneskjan reynir að svara þessari spurningu. En í þessari spurning er önnur sem snýr að því - hvort að mannleg breytni sé möguleiki?

Skoðun

Sum at­kvæði eru jafnari en önnur

Andrés Ingi Jónsson skrifar

Þegar stjórnarþingmenn hafna góðum tillögum þykir oft þægilegt að skýla sér bakvið þingtæknileg formsatriði. Það stenst sjaldnast skoðun.

Skoðun

Mitt inntak í ljósi umræðu um íþróttastefnu á Íslandi

Guðmundur Sveinn Hafþórsson skrifar

Ísland hefur ekki átt færri íþróttamenn á Ólympíuleikum síðan 1968 var sagt í fjölmiðlum á dögunum. Þörf umræða þarf að eiga sér stað innan Sérsambanda sem og ÍSÍ um hvað sé hægt að gera til að bæta umgjörð í kringum íþróttirnar.

Skoðun

Lífið í „nýsjálensku leiðinni“

Sigurgeir Pétursson skrifar

Þann 25.júli skrifaði Gunnar Smári Egilsson pistil á þessum vettvangi þar sem hann lofar það sem hann kallar „nýsjálensku leiðina“ i baráttunni við COVID. Þar týnir hann til tölur um tilfelli af veirunni og dauðsföll á Nýja Sjálandi, sem eru mun lægri en í flestum öðrum löndum, eins og hann réttilega bendir á. Hálfgerð „útópía“ að hans mati.

Skoðun

TIL­MÆLi!

Sara E. Þórðardóttir Oskarsson skrifar

Eftirfarandi pistill lýsir á engan hátt skoðunum þess sem hann skrifar enda hefur höfundur ekki skoðanir heldur trúir á vísindin og okkar fremsta framlínufólk. Ég mæli alls ekki með því að þeir sem eru húmorslausir, eða hafa tilhneigingu til þess að taka lífinu háalvarlega lesi þennan pistil.

Skoðun

Endurreisum Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins!

Tómas Ellert Tómasson skrifar

Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins (Rb) stofnuð 1965, var formlega tekin af lífi þann 1. júlí síðastliðinn. Til verksins var fenginn ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar. Félagsmálaráðuneytið undir stjórn barnamálaráðherra sá um jarðsetninguna.

Skoðun

Með frelsi hverra að leiðarljósi?

Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Nýlega skrifar Áslaug Arna dómsmálaráðherra grein í Morgunblaðið sem hún kallar ”Með frelsið að leiðarljósi”. Um frelsi hverra er ráðherrann að tala?

Skoðun

Er kerfahugsun of flókin fyrir stjórnmálamenn?

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Þegar fólk heyrir hugtakið kerfahugsun þá dettur eflaust flestum í hug að þar sé verið að tala um hvernig afdankaðir embættismenn hugsa um “Kerfið” sitt. En raunveruleikinn er að ekkert gæti verið fjarlægra, því það er einmitt mikill skortur á kerfahugsun hjá flestum embættis- og stjórnmálamönnum.

Skoðun

Nýtt upphaf í miðjum heimsfaraldri?

Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Eftir verslunarmannahelgi fara margir að hugsa til haustsins. Fólk snýr aftur til vinnu, það fer að verða kertaljósahæft og rútínan tekur aftur yfir. Sumir leikskólar opna að nýju eftir sumarfrí í þeirri viku og undirbúningur grunnskólanna er að hefjast.

Skoðun

Katrín Jakobs­dóttir skuldar þér ekki af­sökunar­beiðni

Þórarinn Hjartarson skrifar

Nýjasta barefli stjórnarandstöðunnar er að krefja Katrínu Jakobsdóttur um afsökunarbeiðni fyrir að klúðra aðgerðum vegna Covid-19. Hingað til hefur helsta umkvörtunarefni stjórnarandstöðunnar verið að frelsissviptingarnar vegna veirunnar hafi ekki gengið lengra en raun ber vitni.

Skoðun

Jafnaðarmenn og verkalýðshreyfingin

Kjartan Valgarðsson skrifar

Ég heyrði af einstæðri, fjögurra barna móður um daginn sem vinnur venjulegan vinnudag og síðan aukavinnu um kvöld og helgar til að ná endum saman. Hún fær litlar sem engar barnabætur en myndi fá u.þ.b. andvirði launa aukavinnunnar ef tekjuskerðingar barnabótakerfisins yrðu afnumdar. Og hefði þá meiri tíma með börnum sínum. Fyrir þessa konu berst Samfylkingin. Fyrir þessa konu berst verkalýðshreyfingin.

Skoðun

Ís­lensk for­ræðis­hyggja – Opnunar­tími skemmti­staða

Haukur V. Alfreðsson skrifar

Íslendingum finnst gott að hafa vit fyrir öðrum með forræðishyggju. Sér í lagi í málefnum sem varða þá sjálfa lítið sem ekkert. Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið rætt um eitt slíkt mál: Hvort tími sé kominn til að stytta opnun skemmtistaða m.v. hvað var fyrir Covid.

Skoðun

Valdbeitingarmenning á hverfanda hveli

Sigrún Sif Jóelsdóttir skrifar

Ég gæti sagt frá barni sem var gert að kynferðislegu viðfangi fullorðins manns þegar það var tveggja og hálfs árs. Þetta unga barn upplifði fullkomið valdleysi gagnvart honum sem ákvað að svala fýsnum sínum og nota barnslíkama til þess.

Skoðun

Gleðilegan þolmarkadag!

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Í dag er hinn árlegi þolmarkadagur jarðar (Earth Overshoot Day) sem þýðir að nú hefur mannkynið þurrausið þær auðlindir sem jörðin nær að endurnýja á þessu ári. Á slíkum degi er vel við hæfi að benda á þrennt:

Skoðun