Toppurinn á ísjakanum Anna Steinsen skrifar 9. júní 2023 14:02 Konur eru beittar ofbeldi um allan heim. Ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Það eru um 736 milljónir kvenna! Þessar tölur eru þó líklega aðeins toppurinn á ísjakanum, því þær taka aðeins mið af opinberum gögnum þeirra ríkja sem hafa slík gögn tiltæk, og af sárri reynslu vitum við að fjöldi kvenna mun aldrei segja frá ofbeldinu né tilkynna það til yfirvalda. Ísland sker sig ekki úr í þessum efnum, þrátt fyrir að standa öðrum ríkjum framar í kynjajafnrétti. Opinberar tölur segja að þrjátíu prósent íslenskra kvenna hafi verið beittar ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Hins vegar má nefna nýjustu rannsóknir á þessu sviði eins og Áfallasögu kvenna sem gefur til kynna að 40% kvenna hafi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Á Íslandi höfum við þó reynt að bregðast við vandanum á síðustu árum og ýmis þolendamiðuð úrræði hafa orðið til í kjölfarið. Sú þjónusta, sem og opinber þjónusta á borð við læknisaðstoð og lagaleg aðstoð, er þolendum að kostnaðarlausu. Þannig getur þolandi hér á Íslandi fengið sálrænan stuðning, tímabundið athvarf, lagalega leiðsögn og þjónustu réttargæslumanns án endurgjalds. Meira en helmingur orðið fyrir ofbeldi Í Síerra Leóne er staðan þó önnur og verri. Þar hefur 61 prósent kvenna á aldrinum 15 til 49 ára verið beittar líkamlegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Þrátt fyrir þessar tölur eru fá úrræði til staðar í landinu fyrir þolendur. Þó að breytingar hafi verið gerðar á lögum í Síerra Leóne árið 2007 sem kveði á um að þolendur kynbundins ofbeldis eigi rétt á gjaldlausri læknisaðstoð, er staðan sú að flest eru þau krafin um greiðslu af fjársveltum sjúkrahúsum. Margir þolendur hafa því ekki efni á að sækja sér læknisaðstoð í kjölfar ofbeldis, hvað þá að leita réttar síns. Árið 2020 var fyrstu „one stop“ miðstöðinni fyrir þolendur kynbundins ofbeldis komið á laggirnar í Síerra Leóne í samstarfi við UN Women. Miðstöðvar sem þessar veita fjölþætta þjónustu til þolenda og var Síerra Leóne eitt fyrsta ríki Afríku til að koma slíkri miðstöð á fót. Þar hljóta þolendur læknisþjónustu, lagalega ráðgjöf og sálræna aðstoð, allt án endurgjalds. Á síðastliðnu ári höfðu 489 þolendur hlotið aðstoð í slíkri miðstöð. Tölurnar kunna að hljóma ansi látlausar í hinu stóra samhengi, en þarna hafa 489 konur hlotið læknisaðstoð, sálrænan stuðning og lagalega ráðgjöf. Konur sem hefðu annars aldrei fengið þá aðstoð sem þær svo sárlega þörfnuðust. Þegar við styðjum við eina konu á þennan hátt, hefur það ekki aðeins áhrif á framtíð hennar, heldur einnig á framtíð fjölskyldu hennar. FO-herferð UN Women á Íslandi í ár styður við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi í Síerra Leóne. Hvert eitt og einasta framlag skiptir máli og saman getum við öll lagst á eitt til að styðja við konur og stúlkur í Síerra Leóne. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Síerra Leóne Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Konur eru beittar ofbeldi um allan heim. Ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Það eru um 736 milljónir kvenna! Þessar tölur eru þó líklega aðeins toppurinn á ísjakanum, því þær taka aðeins mið af opinberum gögnum þeirra ríkja sem hafa slík gögn tiltæk, og af sárri reynslu vitum við að fjöldi kvenna mun aldrei segja frá ofbeldinu né tilkynna það til yfirvalda. Ísland sker sig ekki úr í þessum efnum, þrátt fyrir að standa öðrum ríkjum framar í kynjajafnrétti. Opinberar tölur segja að þrjátíu prósent íslenskra kvenna hafi verið beittar ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Hins vegar má nefna nýjustu rannsóknir á þessu sviði eins og Áfallasögu kvenna sem gefur til kynna að 40% kvenna hafi orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Á Íslandi höfum við þó reynt að bregðast við vandanum á síðustu árum og ýmis þolendamiðuð úrræði hafa orðið til í kjölfarið. Sú þjónusta, sem og opinber þjónusta á borð við læknisaðstoð og lagaleg aðstoð, er þolendum að kostnaðarlausu. Þannig getur þolandi hér á Íslandi fengið sálrænan stuðning, tímabundið athvarf, lagalega leiðsögn og þjónustu réttargæslumanns án endurgjalds. Meira en helmingur orðið fyrir ofbeldi Í Síerra Leóne er staðan þó önnur og verri. Þar hefur 61 prósent kvenna á aldrinum 15 til 49 ára verið beittar líkamlegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni. Þrátt fyrir þessar tölur eru fá úrræði til staðar í landinu fyrir þolendur. Þó að breytingar hafi verið gerðar á lögum í Síerra Leóne árið 2007 sem kveði á um að þolendur kynbundins ofbeldis eigi rétt á gjaldlausri læknisaðstoð, er staðan sú að flest eru þau krafin um greiðslu af fjársveltum sjúkrahúsum. Margir þolendur hafa því ekki efni á að sækja sér læknisaðstoð í kjölfar ofbeldis, hvað þá að leita réttar síns. Árið 2020 var fyrstu „one stop“ miðstöðinni fyrir þolendur kynbundins ofbeldis komið á laggirnar í Síerra Leóne í samstarfi við UN Women. Miðstöðvar sem þessar veita fjölþætta þjónustu til þolenda og var Síerra Leóne eitt fyrsta ríki Afríku til að koma slíkri miðstöð á fót. Þar hljóta þolendur læknisþjónustu, lagalega ráðgjöf og sálræna aðstoð, allt án endurgjalds. Á síðastliðnu ári höfðu 489 þolendur hlotið aðstoð í slíkri miðstöð. Tölurnar kunna að hljóma ansi látlausar í hinu stóra samhengi, en þarna hafa 489 konur hlotið læknisaðstoð, sálrænan stuðning og lagalega ráðgjöf. Konur sem hefðu annars aldrei fengið þá aðstoð sem þær svo sárlega þörfnuðust. Þegar við styðjum við eina konu á þennan hátt, hefur það ekki aðeins áhrif á framtíð hennar, heldur einnig á framtíð fjölskyldu hennar. FO-herferð UN Women á Íslandi í ár styður við baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi í Síerra Leóne. Hvert eitt og einasta framlag skiptir máli og saman getum við öll lagst á eitt til að styðja við konur og stúlkur í Síerra Leóne. Höfundur er stjórnarformaður UN Women á Íslandi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun