Veður

Klukku­stunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Haustlitirnir njóta sín ekki alveg jafn vel undir snjóhulunni. 
Haustlitirnir njóta sín ekki alveg jafn vel undir snjóhulunni.  Skapti Hallgrímsson

Snjó hefur kyngt niður á norðan- og austanverðu landinu og þar á meðal á Akureyri. Fótboltaleikur var færður inn og bið í dekkjaskipti telur klukkustundir. 

Skapti Hallgrímsson, ritstjóri Akureyri.net, var á línunni frá Lystigarðnum í kvöldfréttum. Hann segir fallinn snjó hafa mælst tuttugu sentímetra í morgun. 

„Ég myndi ekki segja að það sé allt á kafi en það er töluverður snjór í bænum, fallegt um að litast.“

Hann lýsir löngum röðum og allt að þriggja klukkustunda bið í dekkjaskipti í bænum síðustu daga. Þá séu menn farnir að dusta rykið af skíðunum sínum.

Skapti tók eftirfarandi myndir í dag, en óhætt er að segja að jólalegt sé um að litast þrátt fyrir að enn séu rúmir tveir mánuðir til jóla.

Evrópuleikur KA og PAOK sem fór fram síðdegis var færður inn vegna veðursins. Skapti Hallgrímsson
KA-menn unnu baki brotnu við að moka völlinn í dag en vinnan gekk hægt þar sem snjó kyngdi niður meðan á henni stóð.Skapti Hallgrímsson
Síðasti hjólatúr haustsins hefur líklega þegar verið farinn. Skapti Hallgrímsson
Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA virðir fyrir sér snævi þakinn fótboltavöllinn. Skapti Hallgrímsson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×