Viðskipti

Spari­sjóðir skoða sam­einingu

Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga og Sparisjóðs Austurlands hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna til að skapa grundvöll til sóknar, líkt og það er orðað í fréttatilkynningu frá stjórnum sparisjóðanna

Viðskipti innlent

Nýir sölustjórar hjá A4

Með skipulagsbreytingu hjá A4 hafa orðið til þrjár nýjar sölustjórastöður. Í þær hafa verið ráðin Bylgja Bára Bragadóttir, Ásgrímur Helgi Einarsson og Sigurveig Ágústsdóttir. 

Viðskipti innlent

Cocoa Puffs ekki að hverfa þrátt fyrir mikla verð­lækkun

Cocoa Puffs er ekki að hverfa úr hillum verslana landsins þrátt fyrir að margar þeirra bjóði upp á kassa af morgunkorninu á einungis 99 krónur. Viðtökurnar reyndust ekki jafn sterkar í byrjun og vonast var eftir en morgunkornið er þó komið til þess að vera. 

Neytendur

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum hefur sjaldan verið glæsilegri

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum er hápunktur hestamennskunnar á þessum árstíma og má svo sannarlega segja að hún hafi sjaldan verið glæsilegri. Ótrúlega flott tilþrif hafa sést á hverju keppniskvöldi og stemningin verið sérstaklega góð meðal áhorfenda, keppenda og allra þeirra sem koma að keppninni.

Samstarf

Óvissa eitur í beinum fjárfesta

Þrátt fyrir yfirtöku svissneska stórbankans UBS á Credit Suisse í gær reyndist það ekki vera nóg til að róa fjármálamarkaði. Við opnun markaða í morgun lækkuðu hlutabréf í Credit Suisse um 62%. Íslenska Kauphöllin er þá rauðglóandi - forstjóri Kauphallar segir óvissu eitur í beinum fjárfesta.

Viðskipti innlent

167 ára „vand­ræða­barn banka­kerfisins“ heyrir sögunni til

167 ára saga hins fornfræga banka Credit Suisse er á enda eftir að bankanum tókst ekki að standa af sér enn eina krísuna. Vandræði bankans, sem lýst hefur verið sem vandræðabarni bankakerfisins, hafa mallað árum saman áður en upp úr sauð um helgina. Nýleg saga svissneska bankans er stráð þyrnum af ævintýralegri stærð.

Viðskipti erlent

„Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff!“

„Við vorum alveg skíthrædd fyrst og hugsuðum bara með okkur Úff! Spurðum þau hjá VIRK hvort þau væru viss um að þau vildu blanda sér í þessa umræðu,“ segir Rósa Hrund Kristjánsdóttir hönnunarstjóri Hvíta hússins þegar hún rifjar upp aðdraganda þess að auglýsingaherferðin Það má ekkert lengur var búin til.

Atvinnulíf

Yfirtakan muni líklega róa markaði í Evrópu

Íslenskur greinandi segir að yfirtaka UBS á Credit Suisse muni líklega róa markaði í Evrópu en bankinn hafi verið svarti sauðurinn að ákveðnu leyti. Það að kaupverðið sé langt undir markaðsvirði komi ekki á óvart þar sem úlfatími sé á fjármálamarkaði. Bandaríkjamenn þurfi einnig að huga að lagabreytingum vegna veikleika sem komu bersýnilega í ljós í síðustu viku. 

Viðskipti erlent

Fjármálaráðherra þurfi að gera meira: „Ásgeir er með þriðju vaktina“

Þingmaður Viðreisnar segir seðlabankastjóra sinna þriðju vaktinni í sambandi með fjármálaráðherra, sé litið til verkskiptingar á heimilinu. Ráðherrann þurfi að gera meira en að treysta bara á Seðlabankann og sýna aðhald í ríkisfjármálum. Viðskiptaráðherra segir alla í ríkisstjórn sammála um að ná þurfi verðbólgu, og ekki síður verðbólguvæntingum, niður sem fyrst þar sem ýmsar aðgerðir koma til greina.

Viðskipti innlent

Sögð undirbúa neyðarráðstafanir vegna yfirtöku UBS á Credit Suisse

Yfirvöld í Sviss eru sögð undirbúa neyðarráðsstafanir til að flýta fyrir yfirtöku svissneska bankans UBS á Credit Suisse en ríkisstjórnin þar í landi kom saman á neyðarfundi í kvöld. Titringur hefur verið á mörkuðum víða um heim en  íslenska fjármálakerfið er sterkt að sögn fjármálaráðherra. Hann hefur litlar áhyggjur af áhrifum, sem gætu þó orðið einhver. 

Viðskipti erlent

Merkilegur andskoti hvað klukkan verður fljótt fimm

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sviðstjóri tónlistarsviðs Menningarfélags Akureyrar, framkvæmdastjóri Sinfonia Nord/Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, tónskáld og gítarleikari leggur mikinn metnað í matargerð svo ekki sé meira sagt. Þar dugir ekkert minna en tveggja til þriggja tíma matargerð, allt gert frá grunni.

Atvinnulíf

Hefja við­ræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna

Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma.

Viðskipti innlent