Viðskipti

Fljúga í fyrsta sinn til Pittsburgh

Icelandair eykur framboð og bætir við áfangastöðum í flugáætlun fyrir árið 2024, sem er sú umfangsmesta í sögu félagsins. Halifax og Pittsburgh verða nýir áfangastaðir en félagið hefur aldrei áður boðið upp á flug til síðarnefndu borgarinnar.

Viðskipti innlent

Hag­kaup aftur sektað vegna tax-free aug­lýsinga sinna

Neytendastofa hefur sektað Hagkaup um 850 þúsund króna vegna auglýsinga um Tax-free afslætti. Var annars vegar um að ræða auglýsingu þar sem prósentuhlutfall verðlækkunarinnar var ekki kynnt neytendum og hins vegar auglýsingar þar sem prósentuhlutfall verðlækkunar var ekki kynnt neytendum með nægilega skýrum hætti.

Neytendur

Disney kaupir Comcast úr Hulu

Forsvarsmenn Disney hafa keypt Comcast út úr streymisveitunni Hulu. Fyrirtækið mun borga minnst 8,6 milljarða dala fyrir um þriðjung í streymisveitunni, sem var með um 48 milljónir notenda í sumar.

Viðskipti erlent

Ein­stakt peninga­safn Freys á upp­boð í Dan­mörku

Því sem lýst er sem „besta einkasafn íslenskra peningaseðla sem fyrirfinnst“ og er í eigu Freys Jóhannessonar hefur verið sett á sett á uppboð hjá danska uppboðsfyrirtækinu Bruun Rasmussen. Uppboðið fer fram í beinni útsendingu þann 7. nóvember næstkomandi og verður það fyrsta í nýju aðsetri Bruun Rasmussen í Lyngby.

Viðskipti innlent

Fær tíu miða klippi­kort hjá Niceair endur­greitt

Þrotabúi Niceair hefur verið dæmt að endurgreiða viðskiptavini 240 þúsund krónur vegna klippikorts sem viðskiptavinurinn hafði ekki fullnýtt áður en Niceair lýsti yfir gjaldþroti. Niceair hætti skyndilega rekstri í apríl á þessu ári og lýsti yfir gjaldþroti mánuði síðar. 

Neytendur

Blikk brýtur blað með grænu ljósi Seðla­bankans

Blikk hugbúnaðarþjónusta hf. þróar lausn sem felst í því að greiðsla færist beint af bankareikningi kaupanda yfir á bankareikning seljanda án aðkomu hefðbundinna greiðslukortafyrirtækja. Fyrirtækið er fyrsta greiðslustofnun á Íslandi sem hlýtur starfsleyfi hjá Seðlabanka Íslands sem greiðsluvirkjandi og reikningsupplýsingaþjónusta.

Viðskipti innlent

Ingunn tekur við Olís af Frosta

Ingunn Svala Leifsdóttir hefur verið ræaðin í starf framkvæmdastjóra Olís og tekur hún við stöðunni um næstu áramót. Hún tekur við af Frosta Ólafssyni sem hefur óskað eftir því að láta af störfum

Viðskipti innlent

Fyrsta flug ea­syJet til Akur­eyrar

Breska flugfélagið easyJet hóf í morgun beint áætlunarflug milli Akureyrarflugvallar og Gatwick-flugvallar í London. Fyrsta vél félagsins lenti á Akureyrarflugvelli klukkan 10:40 í dag við hátíðlega athöfn þar sem fulltrúar úr ferðaþjónustu, sveitarfélögum og ríki komu saman og fögnuðu þessum mikilvæga áfanga.

Viðskipti innlent

Virði X helmingi minna á einu ári

Starfsmenn X, áður Twitter, fengu í gær hlutabréf í fyrirtækinu en fram kom í meðfylgjandi skjölum að fyrirtækið væri metið á 19 milljarða dala. Auðjöfurinn Elon Musk keypti fyrirtækið fyrir rétt rúmu ári á 44 milljarða dala, eða um sex billjónir króna.

Viðskipti erlent

Fimm ráðin til Maven

Þjónustu- og ráðgjafafyrirtækið Maven hefur ráðið til sín fimm nýja starfsmenn. Erna Guðrún Stefánsdóttir hefur verið ráðin nýr mannauðs- og skrifstofustjóri, Ragnar Stefánsson sérfræðingur í gagnavísindum og þau Sigrún Inga Ólafsdóttir, Darri Rafn Hólmarsson og Einar Þór Gunnlaugsson sem gagnasérfræðingar.

Viðskipti innlent